Dagblaðið - 16.01.1980, Síða 4

Dagblaðið - 16.01.1980, Síða 4
4 DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 16. JANÚAR 1980. DB á ne vtendamarkaði Skyldugir að merkja vörur í gluggum H.J. skrifar: Ég sendi ykkur nóvemberseðilinn, því ég kom því aldrei í verk að senda hann í annríki desembermánaðar. En ég hugsaði að kannski væri betra seint en aldrei. „Annar kostnaður” er ekki tæmandi upphæð hjá mér, þetta eru upphæðir sem fara í gegn um hendurnar á mér og alltaf verður eitthvað útundan. Mest af þvi er það sem fer um hendur eiginmannsins, það kemurekki fram. Mér finnst matarreikningarnir orðnir anzi háir, það kostar talsvert að halda blessuð jólin og ég bíð spennt eftir að sjá hvernig aðrir hafa komið út. Ég var að hugsa um hvort þið á Neytendasiðu Dagblaðsins, sem hefur komið svo mörgu góðu til leiðar, gætuð ekki ýtt svolítið við verzlunareigendum um betri og meiri verðmerkingar í gluggum. Ég hélt að, reglugerð væri um það að allar vörur ættu að vera merktar ef þeim er stillt út. Svar: Það er rétt haldið hjá þér að allar vörur í búðargluggum eigi að vera merktar og Neytendasíðan hefur margsinnis bent á það. En annað- hvort nenna kaupmenn ekki að fara eftir þessum reglum eða þeir telja sig á einhvern hátt ekki bundna af þeim því verðmerkingar í glugga heyra til ánægjulegra undantekninga. En fyrst ríki eða borg með allan sinn mann- aflaívinnu geta ekki ráðið við að hafa eftirlit rneð þessu er ekki um annað að ræða en að eftirlitið komi frá neytendum. Það er undir neyt- endum komið að kvarta, kvarta og kvarta enn þar til eitthvað verður gert i þessu. Kaupmenn eiga að fara eftir reglum sem settar eru, rétt eins og aðrir. - DS Vopnafjörður: iógúrt bara á sumrin Húsmóðir á Vopnafirði skrifar: Jæja, þá eru það nú lokin fyrir 1979 og auðvitað loforð um sparsemi og samvizkusemi á árinu 1980. Eins gott að efna loforðið. Hvernig skyldi það vera, ætli jógúrt sé bara ferðamannamatur? Hér fæst hún bara yfir hásumarið, mér og fleirum til sárrar gremju. Þrf miður er talsverður misbrestur, svo ekki sé meira sagt, á þvf að kaupmenn merki vörur sfnar f búðargluggum, eins og þeim ber þó skylda til. t þessum búðarglugga sést t.d. ekki ein einasta verðmerking. „Einfaldasti ábæt- ir í heimi” Upplýsingaseöill til samanburðar á heimiliskostnaói „Þetta er sá aleimfaldasti og fljót- legasti ábætir sem hægt er að fá, fyrir nú utan hvað hann er ofsalega góður,” sagði húsfaðir einn í bænum sem hringdi í DB fyrir helgi með upp- skrift sem hann lumaði á og sagðist hafa fundið upp sjálfur. Hún hljóðar svo: Þeyttur rjómi eftir smekk (t.d. 1 peli) flórídana-appelsínuþykkni eftir smekk (1—3 msk. f pela af rjóma). Rjóminn er sem sagt þeyttur og þykkni látið út í þar til bragðið er orðið gott að mati þess sem býr til réttinn. Misjafnt er að sögn hús- föður hversu mikið appelsínubragð menn vilja hafa af réttinum og því rétt að setja lítið til að byrja með en bæta síðan við ef á bragðið skortir. Með því að nota þykkni í rjómann þarf ekki að setja í hann matarlím sem annars þarf að gera ef notaður væri þynnri safi. En útkoman verður sú sama að sögn húsföður, eða jafn- vel betri, appelsínufrómas, sem bæði er gott eitt sér eða t.d. á heitar pönnukökur. Við þökkum húsföður kærlega fyrir þessa uppskrift og biðj- um Iesendur endilega að senda inn fleiri góðar uppskrifdr sem þeir luma á. - DS Nafn áskrifanda Heimili Simi Hvaö kostar heimilishaldiö? Vinsamlega sendið okkur þennan svarseöil. Þannig eruð þér orðinn virkur þátttakandi f upplýsingamiðlun meðal almennings um hvert sé meðaltal heimiliskostnaðar fjölskyldu af sömu stærð og yðar. Þar að auki eigið þér von f að fá frfa mánaðarúttekt fyrir fjölskyldu yðar. Kostnaður í desembermánuði 1979. Matur og hreinlætisvörur kr. Annaö kr. Alls kr. m» ik i v Fjöldi heimilisfólks neytenda Hálf milljón í olíu G.A. í Stykkishólmi sendi okkur til gamans tölur með seðlinum sínum um hversu dýrt getur verið að búa í einbýlishúsi úti á landi. Hún borgaði af 5 lánum samtals 259.500, borgaði 321.160krónur fyrir rafmagn en milli 30 og 85 þúsund krónur á mánuði fyrir olíu eða alls 545.500. Við þetta bætist svo síminn, oft 50 og upp í 80 þúsund á 2 mánaða fresti. „Skrýtið að einhverjir vilji búa utan þéttbýlis- kjarnans á Reykjavíkursvæðinu,” segir hún að lokum og hefur þá setn- ingu eftir manni í sjónvarpinu. Grillaður f iskur f gær grilluðum við kótelettur og var þá jafnframt drepið á að gott væri að grilla fisk. Það skulum við gera í dag. Til að grilla fisk þarf ann- 'aðhvort eldfast mót eða ofnskúffu. Fiskinum er velt upp úr raspi, rétt eins og þegar á að steikja hann. Honum er þá raðað í ofnskúffu eða mót og smjörlíki sett í skúffuna. Mjög gott er að setja ost ofan á fisk- inn en alls ekki nauðsynlegt. Þetta á að grilla við svona 200 gráðu hita í örstutta stund. Borið fram með heitum kartöflum. í þennan rétt er bezt að nota ýsu- flök sem kosta rúmar 800 krónur kílóið. - DS Uppskrift dagsins

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.