Dagblaðið - 16.01.1980, Page 8

Dagblaðið - 16.01.1980, Page 8
8 DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 16. JANÚAR 1980. AUGLÝSINGA- SÚFNUN Tímarit vill ráða sölumann við sölu á auglýsingum. Tilboð er greini menntun, aldur og fyrri störf sendist auglýsinga- deild Dagblaðsins fyrir 19. janúar merkt „Auglýsingasöfnun”. VÉLRITUN - STUNDVfSI Viljum ráða ábyggilega stúlku til vélritunar- starfa. Góð íslenzkukunnátta skilyrði. Tilboð er greini menntun, aldur og fyrri störf sendist auglýsingadeild Dagblaðsins merkt „Fram- tíð” fyrir 20. janúar. Laus staða Staða háskólamenntaðs fulltrúa í sjávarútvegs- ráðuneytinu er laus til umsóknar. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist ráðuneytinu fyrir 15. febrúar nk. Sjávarútvegsráðuneytið, 14. jan. 1980. —Toyota-salurinn auglýsir: Toyota Cressida árg. 79, 4 dyra, ekinn 3 þús. km (sem nýr). Verð 5,4 millj. Toyota Corona Mark // árg. 77, ekinn 35 þús. km. Verð kr. 4,2 millj. (Alveg einstakur bíll.) Toyota Landcruiser (stærri gerð) árg. 77, ekinn 20 þús. km. Verð kr. 7,5 millj. Toyota Tercel árg. 79, ekinn 750 km. Verð 3,9 millj. (skilmálar). Okkur vantar allar gerðir notaðra Toyota bifreiða í sýn- ingarsal. L TO YOTA-SALURiNN— NÝBÝLA VEG/ 8 KÓP. - SÍM/ 44144 Nefnd norræns samstarfs á sviði tón/istar (NOMUS) aug/ýsir: Úthlutað verður í ár styrkjum til tónsmíða og tónleikahalds líkt og undanfarin ár. 1. Stofnanir, félög eða einstakir tónlistarmenn geta sótt um styrk til að fá norrænt tónskáld frá öðru en heimalandi sínu til að semja verk fyrir sig. Umsókn skal gerð með samþykki viðkomandi tónskálds. Allar tegundir verka koma til greina, jafnt verk fyrir atvinnumcnn sem áhuga- eða skólafólk. 2. Styrkir til tónleikahalds eru bæði fyrir tónleikaferðir og einstaka tón- leika, jafnt til atvinnufólks sem áhugamanna, einstaklinga eða flokka flytjenda. Umsókn um fyrirhugaða tónleika skal fylgja samþykki þeirra, sem heimsóttir verða. Æskilegt er, að norrænt verkefnaval sé í fyrirrúmi. Umsóknarfrestur er til 1. mars nk. Nánari upplýsingar gefur Árni Kristjánsson í síma 13229. NOMUS c/o Norræna húsið, Reykjavík. Sakborningurinn Sævar Ciecielski milli tveggja lögreglumanna i Hæstarétti. Fyrir aftan þá eru fréttamenn. Slagsmál um fé til áfengiskaupa kveikjan aö harmleiknum — lögfullar sannanir fyrir manndrápinu — játningum sakbominga hefur ekki verið hnekkt „Það kom fljótt fram eftir að rannsókn hófst í desember 1975, að þrir ákærðu, Sævar Marínó, Tryggvi Rúnar og Kristján, könnuðust við atburðina að Hamars- braut 11 í janúar 1974”, sagði ríkis- saksóknari, Þórður Björnsson, er hann hélt áfram frumræðu sinni í málflutningi í Geirfinns- og Guðmundarmálum fyrir Hæstarétti í gær. Hann hóf að öðru leyti mál sitt með því að rekja afdráttarlausar játningar þriggja sakborninga, þeirra sem að ofan greinir. Síðan vék hann að því þegar þess- ar játningar voru dregnar til baka að einhverju eða öllu leyti. Þá fjallaði hann um þær ástæður sem ákærðu gáfu til skýringar á játningunum. Meðal annars gat hann um meintar þvinganir og harðræði. Rannsókn hefði farið fram á staðhæfingum í þá átt. Hefði hún leitt í ljós, að þær hefðu ekki átt við rök aðstyðjast. „Rannsókn á meintu harðræði við Sævar Marinó Ciecielski, var ekki gerð til þess að hvítþvo einn eða neinn, heldur úl þess eins að leiða hið sanna í ljós,” sagði ríkissaksóknari. Hann bætti við: ,,Ég tel ekki, að neitt það hafi komið fram, sem benti til þess að skýringin um harðræði hafi haft við rök að styðjast,” sagði saksóknari. Hann taldi, að ekki yrði annað ráðið af skýrslum lögreglu, en að framburðir hafi verið gefnir sjálf- stætt og án undandráttar. Skýrði saksóknari frá bréflegum tilmælum Sævars Marínós til Helgu Gísladóttur á Kópavogshæli um, að hún gæfi sér með framburði sínum fjarvistarsönnun frá Hamarsbraut 11 nóttina, sem talið, er, að Guðmundi Einarssyni hafi verið ráðinn bani þar. „Staðreynd er, að ákærðu hafa vikið frá fyrri framburðum,” sagði saksóknari. „Hefur það einhverja þýðingu?”, spurði saksóknari. „Og sé svo, hver er hún þá?” Rakti saksóknari í stuttu máli þróun sönnunnar í íslenzku réttar- fari „Fyrst er talað um játningu um 1720, þegar Norsku lögin tóku gildi hér,” sagði hann. Hann kvað það ekki stoða sökunaut að taka fram játningu, nema eitthvað það komi berlega fram, sem hnekkti henni. Játningu beri því að leggja til grundvallar, sem og önnur gögn og rök 1 máli. Ríkissaksóknari dró nú saman það, sem áður var fram komið til stuðnings því, að sök ákærðu væri ótvíræð. Ekkert taldi hann fram komið um, að það hafi verið ákveðið fyrir- fram að svifta Guðmund Einarsson lífi, þegar hann fór með ákærðu að Hamarsbraut 11. „Ég er sammála því, sem um þetta var sagt í málflutningi fyrir undir- rétti, að engin ráðagerð hafi verið um að svifta Guðmund lifi fyrirfram,” sagði saksóknari. Hann kvað það, sem gerzt hefði hafa orðið í framhaldi af átökum um veski Guðmundar, þegar peninga þurfti til áfengiskaupa. Rakti saksóknari síðan játningar og Iýsingar ákærðu um eigin þátt og síðan hver annars í þeim átökum, sem leiddu til dauða Guðmundar. „Niðurstaða mín er sú,” sagði saksóknari, „að sannað sé lögfullri sönnun með framburði ákærðu og stuðningi af framburðum annarra vitna og gagna, að þrír hinna ákærðu hafi veitzt að Guðmundi með líkams- meiðingum, sem leiddu til dauða, og að þeim væri Ijóst, að árásin gæti leitt til dauða, og þeir síðan falið lík hans.” Saksóknari taldi, að enda þótt Albert Klahn Skaftason hafi í undir- rétti verið sýknaður af hlutdeild i manndrápi, sé það nú til úrskurðar fyrir réttinn, hvort sú niðurstaða hafi verið rétt. Vék ríkissaksóknari nú í ræðu sini að íkveikju á Litla-Hrauni og innbrotsþjófnaði í verzlun, sem í raun væri „smælki”, þegar litið væri til þess, sem á undan væri gengið. Ennfremur fjallaði hann um ákærur fyrir skjalafals, veskjaþjófnað, póstávisanasvik og fleiri brot. Þegar hér var komið sögu, var gert stutt hlé á málflutningi. Að því loknu hélt ríkissaksóknari áfram ræðu sinni og nú um ákæru fyrir skirlífisbrot. Eins og venja er og réttarfarslög mæla fyrir um, var það rétiarhald lokað. Málflutningi verður fram haldið í dag. -BS. Kristján Viflar Viðarsson sakborningur gengur í salinn. Kjaraskerðing nema lögbundin — námsfrádráttur mest 260 þúsund á línuna Hámarksfrádráttur vegna náms i 6 mánuði eða lengur er kr. 260 þúsund, samkvæmt skattalögunum, sem nú er talíð fram samkvæmt i fyrsta sinn. Þessi tala mun bundin i lögum frá 18. maí 1978. Samkvæmt þessu sjá mjög margir námsmenn fram á hrikalega kjara- skerðingu, verði ekki breyting á. Við framtal árið 1979 er frádráttur vegna náms í þeim skólum er flestir námsmenn sækja kr. 305 þúsund. Frá- dráttur vegna náms í Vestur-Evrópu var þá kr. 580 þúsund og kr. 890 þúsund vegna náms í Norður-Ameríku. Ekki verður því annað séð en náms- menn í Evrópulöndum missi helming af frádráttarbærum tekjum sínum, og námsmenn í Ameríku meira en 2/3 hluta frádráttarins. -ARH.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.