Dagblaðið - 16.01.1980, Blaðsíða 15

Dagblaðið - 16.01.1980, Blaðsíða 15
 DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 16. JANUAR 1980. Barbara kona Franks Sinatra og leikkonan Shirley McLaine virðast kunna vel við sig með ■4\ „Frankie-boy” oröinn 64 ára: FJÖfíUTÍU ÁRÁ TOPPNUM Frank karlinn Sinatra varð 64 ára um daginn, þó alltaf líti hann út fyrir að vera jafnungur. Og að vanda var mikið um dýrðir í afmælis- veizlu hans. Þangað komu alls 14 hundruð gestir og fögnuðu þeir bæði afmæli kappans og 40 ára afmæli hans í ,,skemmtana-brans- anum”. Anwar Sadat Egyptalandsforseti og Mena- chem Begin forsætisráðherra ísraels sendu honum báðir skeyti með hamingjuóskum, og forsetamóðirin banda- ríska, Lillian Carter, kyssti hann á vangann. Frank steig nokkur létt spor með vini sínum Gene Kelly og Paul Anka söng fyrir viðstadda. Dean Martin var einnig á staðnum og færði hann Frank skjal nokkurt sem vakti mikla kátínu. Var þar loksins komið prófskír- teini hans úr Hoboken skólanum í New Jersey en úr honum var Frank rekinn fyrir meira en 50 árum síðan. ekki að heyra að fjörutíu ár í Að síðustu söng svo gamla sviðsljósinu hefðu neitt spillt kempan fyrir gesti sína og var „súkkulaðiröddinni” frægu. 1944, ungur og upprennandi. Enn á toppnum eftir 40 ár, ungur f anda. Sophia og synir æfa sig á skföum í Sviss Kvikmyndastjarnan Sophia Loren var nú fyrir skömmu stödd í Gstaad í Sviss með <C Sophia og Carlo sonur hennar, sem orðinn er 11 ára. sonum sínum tveimur, Carlo 11 ára og Eduardo 7 ára. Að sjálfsögðu var ekki hægt að fara til Sviss án skíðanna og þau mæðginin Sophia og Carlo renndu sér fimlega niður brekkurnar. Litli bróðirinn Eduardo var að stíga á skíði í fyrsta sinn svo ekki var nema vonlegt að hann dytti nokkuð oft á rassinn. ✓ J V

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.