Dagblaðið - 19.03.1980, Blaðsíða 13

Dagblaðið - 19.03.1980, Blaðsíða 13
12! DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 19. MARZ 1980. I Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Nú sigraði Valur létt! —FH-ingar voru teknir í karphúsið í bikamum er Valur vann 28-18 Valsmenn höfðu ekki mikið fyrir að sigra FH-inga i gærkvöld er liðin mættust í 8-liða úrslitum bikarkeppni HSÍ. Lokatölurnar urðu 28— 18 Val í vil eftir að staðan hafði verið 16—7 í hálfleik. Sigur Valsmanna var allan timann mjög öruggur og liðið hefur varla leikið betur í Islandsmótinu í vetur. Góð markvarzla, vörnin eins og gamla góða „mulningsvélin” lengst af og það sem meira var — ógnandi sóknarieikur. Þó fengu Valsmenn dæmda á sig leiktöf einu sinni. Leikurinn í gær líktist meira æfinga- leik af léttara taginu heldur en baráttu- leik um sæti í undanúrslitum bikarsins — slíkir voru yfirburðir Vals. Óli Ben var sterkur í markinu og lék allan leik- inn. Þorbjörn Jensson og Stefán Gunn- arsson bundu vörnina saman svo vel að oft var broslegt að horfa upp á sóknar- leik FH-inga er þeir reyndu að komast í gegn. í sókninni sýndu Tobbarnir báðir glæsileg tilþrif og samvinna þeirra Bjarna og Steindórs var stórskemmtileg oft á tíðum. Gunnar Lúðvíksson náði sér aldrei á strik en það kom ekki að sök. Valsmenn hefðu unnið FH örugg- lega þó þeir hefðu verið manni færri allan tímann. Eftir að jafnt hafði verið, I — 1, gerðu Valsmenn strax út um leikinn. Komust i 10—2 eftir 19 mín. FH hafði siðan aðeins betur lokakafla hálfleiks- ins og í hálfleik munaði ekki „nema” 7 mörkum, 16—9. í síðari hálfleiknum var jafnt framan af, t.d. 19—14 á 13. minútu en þá keyrðu Valsmenn allt í botn aftur og stungu alveg af. Komust í 28—16 eftir að FH-ingar reyndu að taka tvo úr um- ferð. Undir lokin náði FH aðeins að rétta hlut sinn en öruggur og sanngjarn sigur Vals var í höfn. Mörk Vals: Þorbjörn Guðmundsson 7/1, Þorbjörn Jensson 5, Bjarni Guð- mundsson 5, Stefán Halldórsson 4/1, Brynjar Harðarson 3, Steindór Gunn- arsson 3, Jón H. Karlsson 1. Mörk FH: Guðmundur Á. Stefáns- son 5/1, Kristján Arason 4/1, Pétur lngólfsson 4/1, Guðmundur Magnús- son 3, Magnús Teitsson 1 og Hans Guðmundsson 1. FH nýtti ekki tvö vítaköst. Fyrst vippaði Kristján í slá og síðan þrumaði Hans i gólfið og næstum upp undir rjáfur — hreint kostuleg tilþrif í víta- kasti. Valur nýtti bæði sín víti. - SSv. 12. tbl. 42. árg. 20. mars 1980 Peter Barnes skoraði þrennu, en dugði ekki til. Þreaia Bames til jafnteflis Botnlið Bolton náði afar óvænt stigi á útivelli i gærkvöld er liðið heimsótti West Bromwich Albion. Mörkin urðu 8, sem liðin skiptu með sér, og þrívegis í leiknum náði Bolton forystunni en tókst ekki að halda henni svo sem títt er um botnlið. Peter Barnes var heldur betur á skotskónum hjá Albion og skoraði þrcnnu en allt kom fyrir ekki. Moses bætti 4. markinu við. Fyrir Bolton skoraði Carter tvivegis og þeir Neil Whatmore og Peter Reid bættu tveimur við. Þá sigraði Everton Stoke 2—0 á Goodison. Bob Latchford skoraði fyrra markið á 69. mínútu og 10 mín. síðar bætti Peter Eastoe við öðru marki. Þessi sigur bætir stöðu Evcrton talsvert á botninum og út- litið er nú dökkt hjá Bristol City, Derby og Bolton. Manchester Cily gæti þó dregizt inn í fallbaráttuna ef liðið tekur sig ekki verulega á. Úrslit i Engiandi urðu annars þessi i gær: 2. deild Watford — Wrexham 3—1 3. deild Carlisle — Blackpool 2—0 Gillingham — Sheff. Wednesday 1—1 Millwall — Brentford 3—1 4. deild Northampton — Torquay 3—0 Mikið kuldakast gekk yfir England í vikunni og í gær varð að fresta mörgum leikjum vegna kulda og snæviþakinna valla. Frekar óvenjulegt í Englandi á þessum árstima. Leikmenn Arsenal lentu í óvæntum erfiðleikum I.eikmenn Arsenal urðu fyrir óskemmtilegri reynslu í gærkvöld er þeir flugu til Stokkhólms vegna siðari leiksins gegn Gautaborg i 8-liða úr- slitum Evrópukeppni bikarhafa. Þeir fóru með leiguflugvél frá Lundúnum áleiðis til Svíþjóðar og allt gekk eins og i sögu þar til flugstjórinn hóf að undirbúa lendinguna. Þá kviknuðu skyndilega Ijós í mælaborði flug- vélarinnar er gáfu til kynna að eitthvað væri í ólagi með hjólabúnað vélarinnar. Slökkviliðs- og sjúkra- bifreiðar voru þegar kallaðar á vettvang og stóðu í röðum við flugbrautina er vélin lenti. Ekkert óhapp varð við lendinguna og reyndist þessi bilun aðeins hafa verið litilvæg. Alan Parry, fréttamaður BBC, var með í flugvélinni og sagði svo frá að ekki hefði verið laust við að kvíða gætti hjá leikmönnum við lendinguna. Síðari leikirnir í 8-liða úrslitum Evrópumótanna verða í kvöld og má búast við skemmtilegum leikj- um. England stjóri Wales Mike England, fyrrverandi miðvörður í velska landsliðinu var í gær útnefndur landsliðseinvaldur Wales og tekur hann við af Mike Smith, sem stjórnað hefur liðinu í mörg herrans ár, en gerðist fyrir skömmu framkvæmdastjóri hjá 3. deildarliði Hull. England lék um 500 leiki á ferli sínum með Tottenham og þótti á árunum í kringum 1970 ein- hver allra sterkasti miðvörður Bretlandseyja. Belgar sigruðu Aðeins rúmlega 3000 manns ómökuðu sig að horfa á landsleik Belga og Uruguaymanna i Briissel i gærkvöldi. Belgar sigruðu 2—0 með mörkum Rene Verheyen úr vitaspyrnu og Francois van der Elst. Staðan i hálfleik var jöfn, 0—0. DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 19. MARZ 1980. ,13 Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir íþróttir 4 ♦ Pétur Guðmundsson að ofan og lil vinstri eru úrklippur, sem DB hafa borizt úr ,,lokal" blöðum þar vestra er grcina frá brottför Péturs. vera áf ram f Banda- ríkjunum” — segirPétur„risi” Guðmundsson ,,Ég tel ekki að ég geti haft neitt upp úr þvi að vera áfram hjá Huskies,” sagði risinn Pétur Guðmundsson, sem leikið hefur körfuknattleik með há- skólaliði University of Washington undanfarin ár. „Samvinna mín og þjálfarans var oröin slæm og átti sinn þátt í þvi að ég hætti. Ég hef fullan hug á því að reyna fyrir mér á Ítalíu, en hef ekki fengið nein formleg tilboð þaðan ennþá. Þó geri ég ráð fyrir að það verði njósnarar frá einhverjum ítölskum félagsliðum á Polar-Cup,- Norður- landamótinu í körfuknattleik sem verðurí næsta mánuði.” Fari svo að Pétur gerist leikmaður á Ítalíu þýðir það að hann er gjaldgengur í alla landsleiki íslands og eru það góð tíðindi því Pétur styrkir landsliðið mjög. Talsvert var skrifað um brottför Péturs í ,,lokal”-blöðum vestra og hér til vinstri á síðunni höfum við úr- klippur úr Seattle Times, Seattle Post- Intelligencer of University of Washington Daily. í Univ. of Wash. Daily er látið að því liggja að Pétur hafi verið orðinn ó- vinsæll á meðal aðdáenda liðsins, og sú klausa er einmitt á úrklippumyndinni hér til hliðar. i -SSv. „¥ið vinnum bikarinn” —sagði Steinn Sveinsson, ÍSoglagði áherzluáhversu sterkt bikariið ÍS værí „Eg hef ekkert upp úr bvíað Það vantaði ekki stóryrðin hjá for- ráðamönnum Vals og ÍS er þeir voru beðnir að tjá sig um úrslit i bikarúr- slitaleiknum i körfuknattleik, sem fram fer í Höllinni í kvöld kl. 20.30. Það var e.t.v. að vera með talfærin í lagi því það hefur oft sýnt sig eftir á að ekki sakar að vera hæfilega kokhraustur fyrir leiki. ,,Við erum mikið bikarlið,” sagði Steinn Sveinsson í gær. „Við höfum þrívegis komizt í úrslit bikarsins og 4 sinnum í undanúrslit að auki. M.a. höfum við unnið Val í úrslitum og er það eini sigur okkar í keppninni til þessa. Við unnum Val 87—83 fyrir 2 árum og ég hef trú á að við endurtök- um þann sigur.” „Lið eins og ÍS, sem ekki hefur neitt unglingastarf, á að mínu mati hreinlega ekki skilið að vinna einn eða neinn bikar,” sagði Halldór Einarsson, for- Stefántekurviðáný Sem kunnugt er sagði Stefán Ingólfsson, form. KKÍ af sér í síðustu viku vegna víta er hann fékk á sig fyrir störf sín. Vegna fjölda áskorana hefur Stefán ákveðið að draga afsögn sina til baka og fer hér á eftir bréf frá honum. Eftir afsögn mina, sem formaður KKÍ sl. fimmtudag, hafa mér borizt mjög eindregnar áskoranir um að ég endurskoðaði afstöðu mina. Þyngst á metunum er áskorun frá stjórn KKÍ og fundi forsvarsmannal aðildarfélaga sambandsins sem haldinn varsl. laugardag. Ég verð að viöurkenna að þessi viðbrögð hafa komið mér algjörlega í opna skjöldu og haft mikil áhrif á af- stöðu mína. Ég leit á afsögn mína, sem einföld mannaskipti og taldi hana engin áhrif hafa á störf sambandsins. Eining innan sambandsins og hætta á sundrungu virðist mönnum hins vegar ofarlega í huga. Ég hef því, að vel athuguöu máli, á- kveðið að draga afsögn mína til baka þótt sú skoðun min standi óhögguð að fyrirliða sem glatar trausti liðsmanna sinna beri að vikja af velli. maður körfuknattleiksdeildar Vals, og var ekkert að skafa utan af hlutunum. „Einmitt hugsunarháttur í þessum dúr á eftir að verða Valsmönnum að falli í leiknum á morgun,” bætti Steinn þá við. Hvað svo sem verður má bóka það að boðið verður upp á fjörugan leik. Valsmenn stefna að þreföldum sigri í vetur eftir að hafa unnið bæði Reykja- víkur-og íslandsmeistaratitilinn. Frá því að bikarkeppnin komst í nú- verandi horf 1970, hafa KR-ingar 7 sinnum unnið hann, Ármann tvívegis og ÍS einu sinni. -SSv. GudmundssonTwasíingl I TjVV BaSK „ criúeaUy to beaWj Ipetur Rv tom GBE UPl sports W> By Craig Degginger í-tfSÍí Husky basketball fans won', have ^Gud-ndsson 1 “am and withdrÍwn from the University with no plans to retum.^ ^ 4-v-ie» 4U~'~~ ’** * Þör Jakobsson, veðurfræðingur: ALMENNINGSHLAUP Endurvakning Álafosshlaups Þegar ég spurðist fyrir um það á sín- um tima hjá Sigurði Magnússyni, út- breiðslustjóra ÍSÍ, hvort nokkuð yrði á boðstólum fyrir almenning á iþrótta- hátíðinni miklu í júní nk. sumar tók hann strax mjög vel í þá hugmynd að staðið yrði fyrir hlaupi af því tagi sem nú hefur verið áætlað. Magnús Jakobsson tók síðan málið upp á sina arma af miklum áhuga og röggsemi, stakk upp á því að Álafoss- hlaupið milli Álafoss og Reykjavikur yrði endurvakið og áttum við og Krist- inn Sigurjónsson nokkra fundi með okkur til undirbúnings. Er ég mjög þakklátur fyrir undirtektir þessara manna og áhuga þeirra á almennings- hlaupi á íþróttahátíðinni. Ef vel tekst til gæti Álafosshlaupið orðið á ný ár- legur viðburður og í rauninni miklu víðtækara en í gamla daga. Hlaupið er ætlað almenningi en þess skal þó strax getið að það er jafnfrrfmt ætlað beztu hlaupurum, köppum jafnt sem trimmurum, og hefur Pétur Eiríks- son, forstjóri Álafoss, sýnt áhuga sinn með því að gefa veglegan farandbikar til handa sigurvegaranum. Þökkum við þá rausn og vonum að beztu langhlaup- urum landsins eigi eftir að þykja það verðlegt keppikefli að vinna Álafoss- hlaupið þótt þorri meðhlaupara, sem stunginn verður af, fylgi á eftir með allt annað í huga. Hlaupið er sem sagt fyrir alla jafnt og í rauninni helzt þá sem hlaupa sér til ánægju og heilsubótar. Ekkert liggur á og munu þátttakendur krefjast þess eins af sjálfum sér að þeir hafi búið sig nógu vel undir hlaupið — að kraftarnir endist til að Ijúka því án þess að ofgera sér. í langhlaupum vinn- ur vit meira en strit. Eins konar nefnd mun starfa til undirbúnings Álafosshlaupinu í júní og eru í henni fulltrúar eldri trimmara (Þór Jakobsson), yngri hlaupara (Sigurður Haraldsson), unglinga (Hrafn Jökulsson), kvenna (Svandís Sigurðardóttir) og síðast en ekki sízt Sigfús Jónsson, íslandsmethafi í 5 km, 10 km og maraþonhlaupi. Sigfúser for- maður í víðavangshlaupanefnd FRÍ og er áhugi hans á góðri skipulagningu Álafosshlaupsins góðs viti um fram- kvæmdina. Spjallað við Jóhann Jóhannesson um Álafoss- hlaup Til þess að fræðast eitthvað um Ála- fosshlaupið heimsótti ég Jóhann Jó- hannesson sem lengi var einn af helztu hlaupurum landsins og allt fram á þennan dag ötull og starfsamur áhuga- maður um iþróttastarfsemi. Hefur Glímufélagið Ármann einkum notið góðs af atorku hans. Jóhanni leizt vel á endurvakningu Álafosshlaups og þá hugmynd að hvetja almenning til þátt- töku. Ég hitti Jóhann nokkrum sinnum og þótti mér forvitnilegt að heyra hversu mikið langhlaup, víðavangshlaup, göngur, sjóböð og jafnvel kappgöngur upp brött fjöll höfðu verið stunduð á fyrstu áratugum aldarinnar. Oddgeir Sveinsson, sem vann Álafoss- hlaupið árið 1932, slóst í hópinn eitt sinnið og báru þessir gömlu kappar saman bækur sínar og rifjuðu upp spennandi atvik. Því miður eru ekki tök á því að lýsa miklu af þvi sem bar á góma en ég sannfærðist um að hér væri verk að vinna og gnótt efnis í íþróttasögu ís- lands. íþróttafréttaritarar og íþrötta- menn með áhuga á nútímasögu ættu að vinna betur úr fundagerðabókum íþróttafélaganna og fræðast hjá mönn- um eins og Jóhanni og Oddgeiri um starfsemi, framkvæmdir og skemmtileg atvik fyrri tíma, sem farizt hefur fyrir að skrá. Glímufélagið Ármann stofnaði til Álafosshlaupsins. Sigurjón Pétursson á Álafossi var mikill íþróttafrömuður eins og mörgum er kunnugt, hélt árlega „Fánahátið” á Álafossi og hlaupið mun um tíma hafa verið tengt þeirri þjóðræknis- og íþróttahátíð. Þeir Jóhann sögðu mér að ýmsar leiðir hefðu verið valdar til kapphlaupa um þær mundir. Auk Álafosshlaups ^var Hafnarfjarðarhlaup, víðavagns- ihlaup sumardaginn fyrsta, sem Odd- 'geir tók þátt i 25 sinnum, drengjahlaup Ármanns, Tjarnarboðhlaup, Iðnskóla- hlaup o.s.frv. og eru sum enn við lýði. j Ekki er unnt að gera hér grein fyrir helztu hlaupurum á greinargóðan hátt. Auk Jóhanns, Oddgeirs, Magnúsar Guðbjörnssonar og annarra sigurveg- ara Álafosshlaups, sem nefndir eru síðar í kaflanum um hlaupið, má nefna Sverri Jóhannsson, sem vann víða- vangshlaupið 4 ár í röð, Geir Gígju, Karl Sigurhansson og Gísla Albertsson. Oddgeir kvaðst eiginlega hafa unnið sitt eina Álafosshlaup óvart. Það var heldur lítið um þátttöku i það sinnið og bauð Oddgeir Magnúsi að hann skyldi hlaupa með honum úr Reykjavík inn að EUiðaám svo að Magnúsi yrði alla- vega veitt samkeppni einhvern hluta leiðarinnar. En þegar þangað kom var Oddgeir drjúgan spöl á undan Magnúsi og óþreyttur og ákvað að halda áfram. Var Magnús við Lágafell þegar Odd- geir kom í mark. Maður nokkur, sem Ásta-Brandur var nefndur, tók þátt í sama hlaupi. Hafði einhvern veginn farið það orð af Brandi að hann væri mikill hlaupari og var því skorað á hann að spreyta sig. En karli fannst litið vit í því að þenja sig þegar til kom, og æða beint milli staða erindisleysu, fór sér hægt, lagði lykkjur á leið sína og tók sér jafnvel vænar hvíldir til að spjalla við vegfar- endur. Sagði ekki meir af kapphlaup- um Ásta-Brands, en hann mun hafa horfið heim í sveit sina og þótt eftir sem áður bera af við hlaup eftir sauðkind- um. Jóhann Jóhannesson sýndi mér gerðabækur Ármanns frá þessum árum ’og kennir þar margra grasa eins og að líkum lætur enda félags- og íþróttalíf hið fjölbreytilegasta. Er þar greint frá þátttöku Ármanns og annarra iþrótta- félaga í Álafosshlaupinu. Ég spurði að lokum Jóhann um áhuga almennings á hlaupum og göng- um sér til heilsubótar og kvað hann hóp manna alltaf hafa verið fyrir hendi, að vísu misstóran, með áhuga á því að hreyfa sig. Nefndi hann til dæmis þá dr. Helga Pjeturss, Þórberg Þórðarson og Jakob Thorarensen. í Árbók frjálsíþróttamanna 1942— 43 var birt skrá yfir sigurvegara Ála- fosshlaups og tíma þeirra. Auk Þorkels Sigurðssonar, sem sigraði í fyrsta hlaupinu, unnu þessir hlaupið: Guðjón Júlíusson, Magnús Eiríksson, Magnús Guðbjörnsson (sjö sinnum), Bjarni Ólafsson (þrisvar), Oddgeir Sveinsson, Þór Jakobsson veðurfræðingur er fæddur i Kanada en fluttisl heim með fjölskyldu sinni 1940 — þegar faðir hans, séra Jakob Jónsson, lét af prests- störfum vestra. Eftir stúdentspróf hóf Þór nám í veöurfræöi í Noregi. Að þvi loknu hóf hann starf sem veðurfræð- ingur í Noregi. Dvölin þar varð nokkuö löng, eða 12 ár. Þá flutti hann ásamt fjölskyldu sinni til Kanada og slarfaöi þar i 11 ár. Var þó oft með annan fót- inn á íslandi — og flutti heim í fyrra- sumar. íþróttasamtökin hafa fengið góðan mann i sínar raðir. Þór er mikill áhugamaður um almenningshlaup — kynntist þeim í Kanada og var þar virkur þátttakandi. Bjarni Bjarnason (þrisvar) og Vigfús Ólafsson. Þór Jakobsson.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.