Dagblaðið - 19.03.1980, Blaðsíða 9

Dagblaðið - 19.03.1980, Blaðsíða 9
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 19. MARZ 1980. Eysteinn Tryggvason jarðeðlisfrædingur: „BETRA AÐ HALDA ÁFRAM EN HÆTTA” —reynaverður aðauka gufuöflun tilKraflu- virkjinar Afkastageta gufusvæðisins við Kröflu hefur ekki dregizt saman og þvi er frá því sjónarmiði ekki ástæða til annars en að halda áfram að vinna aðgufuöflun. Þetta kom fram i- viðtali við Eystein Tryggvason jarðeðlisfræðing í DB í gær. Hann sagði ennfremur t viðtalinu: „Ég held að rétt séaðbora eina til tvær holur, þegar á annað borð 30 milljarðar hafa verið festir i virkjunarrannsóknum. Þá getur verið betra að halda áfram en hætta,” sagði Eysteinn. „Úr þvi sem komið er þá blasir við að reyna verður að auka gufuöflun til Kröfluvirkjunar. Stjórnmálamenn hafa reynt að kenna umbrotunum á svæðinu um tafir við Kröfluvirkjun en það er ekki rétt. Staðreyndin er sú að ýmsar staðreyrdir voru plokkaðar úr gögn- um vísindamanna, sem voru hag- stæðar þeim sem vildu virkja gufuna við Kröflu. Síðan var öðrum staðreyndum, sem voru óhagstæðari, annaðhvort sleppt eða þá rang- túlkaðar ef þær mæltu gegn fram- kvæmdunum. Ef farið hefði verið eftir ráðum visindamanna strax á byrjunarstigi hugmynda um Kröfluvirkjun þá hefði aldrei verið byrjað á henni,” sagði Eysteinn. „Kröfluvirkjun var fáránlegl uppátæki og ljótur blettur á ferli þeirra stjórnmálamanna, sem að henni stóðu,” sagði Eysteinn Tryggvason, jarðeðlisfræðingur að lokum. -ARH/ÓG. K Blaðamaður Dagblaðsins við nýja hraunið sem rann á sunnudag og aðfaranótt mánudags. DB-mynd Kagnar Th. ÞRHMUNGUR ARBÆINGA A MÓTIHÖFDABAKKABRÚNNI —1400 liianns skrífuðu unár mótmæli sem afhent voru borgarstjóra ígær „Það tóku um 1400 nianns þátt í undirskriftasöfnuninni, hluti af þeini unglingar,” sagði Þórir Einarsson prófessor um leið og hann afhenti Agli Skúla Ingibergssyni borgarstjóra undir- skriftalista frá um 1/3 af íbúm Ár- bæjar. Var þar komið á framfæri eindreginni áskorun um að frestað yrði byggingu Höfðabakkabrúar og hraðbrautar og hagkvæmni fram- kvæmdar endurmetin. „Spurt hefur verið hvers vegna viðbrögð okkar koma svona seint,” sagði Þórir ennfremur og sagði það vera m.a. vegna þess að leiðin væri löng að æðri stöðum. Það legði vanda á herðar venjulegu fólki. Hvorki aðal- skipulag né dagskrá borgarinnar væri daglegt lestrarefni. Þórir, er i forsvari fyrir undir- skriftasöfnuninni í Árbæ, en í undir- búningi hennar tóku þátt stjórnir flestra hverfafélaganna í Árbænum. Forsvarsmenn þeirra voru mættir hjá borgarstjóra og sögðu DB að fólk úr öllum stjórnmálaflokkum hefði skrifað undir. Aðeins hefði verið farin ein yfirferð um hverfið og það um síðustu helgi. Mætti búast við að u.þ.b. 30% af íbúum hefði jafnvel ekki verið heima. Egill Skúli tók hópnum mjög vinsamlega og kvaðst myndi koma listanum hið fyrsta til borgarráðs. Væntanlega gæti það þá komið til um- fjöllunar hjá borgarstjórn á fimmtudag. -F.VI. Þórir Einarsson prófessor afhendir borgarstjóranum, Agli Skúla Ingibergssyni, undirskriftalista frá Árbæingum til þess aö mótmæla byggingu Höfðabakkabrúar og - hraðbrautar. í kvöld kl. 20:30:x \ LENNART ELMEVIK prófessor við Stokkhólmsháskóla flytur fyrir- lestur um íslenzkukennslu við sænska háskóla og Islándska sállskapet. Allir velkomnir Forustumenn flestra hverfafélaganna i Árbænum. Þórir Einarsson prófessor, forsvarsmaður hópsins, er 3. frá vinstri. DB-mynd Hörður. ROVER3500 ROVER3500 tilRmair Fyrri Fokkervélin, sem Flugleiðir hafa selt Finnair, er nú að verða tilbúin eftir gagngerar breytingar hér- lendis. Vélin var keypt i Kóreu og siðan hafa flugvirkjar Flugleiða unnið að endurbótum á vélinni. M.a. var skipt um mælaborð í vélinni. Svo sem sjá má eru Finnair litirnir komnir á vélina. Siðari vélin til Finnair verður afhent félaginu fljótlega eftir aðsú fyrri fer. DB-mynd Bjarnleifur. Þessi faiiega Rover 3500 bifreið er tH söiu. Lítið ekin, veimeð farin. Sportfe/gur. Erum fíuttir rótt upp fyrirhornið, að Ármúia 7. Sími81588.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.