Dagblaðið - 19.03.1980, Blaðsíða 6

Dagblaðið - 19.03.1980, Blaðsíða 6
6 DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 19. MARZ 1980. Foricosningamar f lllinois: CARTER BAKAÐIKENNEDY OG REAGAN ER SPÁÐ SIGRI —Carter með mdrihluta meðal kaþólskra, verkamanna ogminnihlutahópa—Kennedy tapaðiáaðfá stuðníng Jane Byme borgarstjóra Chicago Ljóst er að Jimmy Carter Banda- ríkjaforseti hefur gjör.sigrað Edward Kennedy öldungadeildarþingmann í forkosningum Demókrataflokksins í Illinois. í morgun hafði Carter haft forustu alveg frá upphafi atkvæða- talningarinnar. Þegar talin höfðu verið 15% atkvaeða var Carter með 66% þeirra en Kennedy aðeins 30%. Jerry Brown ríkisstjóri i Kaliforniu hafði fengið 3% atkvæða. Ulinois var eitt þeirra ríkja, sem » Jimmy Carter forseti virðist sigla beint i framboð aftur fyrír demókrata. talið var að Edward Kennedy mundi vinna auðveldlega, þegar hann tilkynnti þátttöku sina í for- kosningum Demókrataflokksins fyrir áramótin. Athugun á meðal kjósenda sýndi að Carter forseti hefur hlotið meirihluta fylgis meðal kaþólskra í Illinois. Einnig meðal verkamanna og annarra minnihlutahópa, sem Kennedy einbeitti sér að í kosninga- baráttunni. Kennedy er kaþólskur og hafði einnig gert sér vonir um að frjálslynd stefna hans mundi ná til ýmissa minni hópa í Illinois ríki. Svo virðist einnig að samvinna Edward Kennedy á mikla erftðleika framundan i baráttunni fyrir ót- nefningunni. Kennedys við Jane Byrne borgarstj. í Chicago hafi einnig orðið honum til trafala. Hún er umdeUdur leiðtogi þeirra íbúa Chicago borgar sem eru af irskum uppruna. Byrne er fyrsta konan, sem kjörinhefurverið borgar- stjóri í stórborg vestra. Hafði hún í fyrstu heitið Carter stuðningi sinum, en síðan snúið við honum bakinu og studdi Kennedy. Ronald Reagan var spáð sigrj i forkosningum Repúblikanaflokkins í Illinois. Var það þrátt fyrir að John Andersen þingmaður hefði forustu eftir að 11% atkvæða höfðu verið talin, hafði hann þá fengið 44% en Reagan 41%. George Bush, fyrrum forstjóri CIA var þriðji en langt á eftir með 11% atkvæðanna sem talin höfðu verið. John Anderson er þing- maður fyrir Illinois i fuUtrúadeildinni í Washington. Fari svo að Kennedy bíði mikinn ósigur í Illinois er Ijóst að miklir erfiðleikar bíða hans í komandi for- kosningum. Kanada: Norðmenn hafa lokið kópaveiði Norskir selveiðimenn hafa nú lokið veiðum á þeim tuttugu þúsund sel- kópum, sem þeir hafa leyfi til að veiða á ísnum við Labradorskagann á austur- strönd Kanada. Hafa norsku veiði- mennirnir nú flutt sig norðar og hyggj- ast veiða fuUorðinn sel á þeim slóðum. Kanadiskir veiðimenn halda hins vegar enn áfram að veiða selkópa en þeirra hlutur er rúmlega fimmtíu og sex þúsund kópar í ár. Ekki hafa nema einu sinni komið fram í verki mótmæli gegn selveiðum við Kanada að þessu sinni. Var það er Boston deild Greenpeace samtakanna tilkynnti að félagar í samtökunum hefðu farið leynilega inn á selaslóðirnar og málað 150 kópa græna til að gera skinn þeirra verðlaus. Mikil andstaða gegn selveiðunum hefur verið undan- farin ár. Segjast andstæðingar þeirra nú ætla að einbeita sér að þvi að eyði- leggja markaði fyrir selskinn. Hefur sú viðleitni þeirra borið góðan árangur undanfarin ár og selskinn lækkað í verði. —-í^jSmurbrauðstofan ■EriMalUUJJLlL .Njálsgötu 49 — Simi 15105 1X2 1X2 1X2 29. leikvika — leikir 15. marz 1980 Vinningsröð: 22X-X21-1X1-XXX 1. vinningur: 11 réttir — kr. 529.000 j 1825 10437 10594 11004 J 2. vinningur: 10 réttir — kr. 25.900. 1869 3230 7421 10570+ 30481 33502 40728+ 2347 5118 + 7542 10571+ 31322 1 33563 + 41955 2598 5168 9212 10572(2/10)+. 33877 55420 2874 5648 9951+ 10604+ j 32045 34880 55577 3114 + 5752 10421+ 10610 , 33166 Uo510 57594 Kærufrestur er til 8. apríl kl. 12 á hádegi. Kærur skulu vera skriflegar. Kærucyðublöð fást hjá umboðsmönnum og aðalskrifstofunni. Vinnings- upphæðir geta lækkað ef kærur verða teknar til greina. Handhafar nafnlausra scðla verða að framvisa stofni eða senda stofninn og fullar upplýsingar um nafn og heimilisfang til Getrauna fyrír greiðsludag vinninga. i GETRAUNIR - íþróttamiðstöðin - REYKJAVÍK , ;•••>••• ■-■■■??> L Hermenn Atlantshafsbandalagsins æfðu landgöngu i Norður-Noregi um sfðustu helgi. Myndin sýnir bandaríska hermenn á brynvögnum með felulitum fara upp á ströndina við Malangsfirði f Norður-Noregi. Bandaríkin: Vextírí 19% hjá Chase Manhattan —tilkynnt hjá átta stærstu bönkunum vestra og táknar enn hærri vexti fyrir f lesta viðskiptavini bankanna Átta bandarískir risabankar með Chase Manhattan, þriðja stærsta bankann vestra, tilkynntu hækkun á vöxtum sinum upp í 19% í gær. Hafa vextir aldrei áður farið svo hátt í Bandaríkjunum. Hér er um að ræða vexti, sem beztu og traustustu viðskiptavinir bankanna verða að greiða, þannig að aðrir viðskiptavinir verða aðgreiða enn hærri vexti. Voru þetta fyrstu viðbrögð bankanna við tilkynningu Jimmy Carters Banda- ríkjaforseta um aðgerðir rikisstjórn- arinnar gegn verðbólgunni sem er komin upp í 18% hraða á ári. Búizt er við því að allir helztu bankar í New York,, sem ekki hafa þegar tilkynnt vaxtahækkun hjá sér, muni gera það á morgun. Þessi tíðindi munu hafa þau áhrif að allur atvinnurekstur mun þurfa að greiða hærri vexti af lánum sínum því kjör þeirra fylgja forvöxtum stóru bankanna. Paul Volcker formaður stjórnar Seðlabanka Bandaríkjanna tilkynnti á fundi með þingnefnd í Washington i gær að vextir mundu ekki lækka í Bandaríkjunum fyrr en batamerki ,sæjust á efnahagslífinu og tækist að ná einhverju valdi á hinni vaxandi verðbólgu. Vextir vestra hafa hækkað stöðugt að undanförnu og Chase Manhattan bankinn hækkaði vexti hjá sér upp í 18,25% í fyrri viku. Aðrir bankar hækkuðu þá margir vextir upp í 18,5%. Óvissa um aðgerðir gegn verðbólgunni í Bandaríkjunum olli því að verðfall varð í kauphöllum víða um heim.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.