Dagblaðið - 19.03.1980, Blaðsíða 8

Dagblaðið - 19.03.1980, Blaðsíða 8
Afgreiðslustarf í pylsuvagninum á Lækjartorgi. Upplýs- ingarísíma 74575. ; Byggung Kópavogi Óskum eftir að ráða verkamenn í bygg- ingavinnu. Upplýsingar á skrifstofunni, Hamraborg 1, Kópavogi, 3. hæð. Byggung, Kópavogi. Vegna jarðarfarar Boga Sigurðssonar sýningarstjóra verður skrifstofan lokuð eftir hádegi. KNATTSPYRNUFÉLAGIÐ HAUKAR óskar að ráða nú þegar knattspyrnuþjálfara fyrir 2. og 3. aldursflokk félagsins. Upplýsingar gefur Kristján Hauksson, vs. 50022 og hs. 50275. Aðalfundur FÉLAGS ÍSLENZKA PRENTIÐNAÐARINS verður haldinn í félagsheimili FÍP, Háaleitis- braut 58—60, föstudaginn 21. marz 1980 kl. 17.00. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Lagabreytingar. 3. önnur mál. Stjómin Samkeppni um veggspjald SAMTÖK HERSTÖÐVAANDSTÆÐINGA efna til samkeppni um hugmynd aö veggspjaldi í tilefni þess að 10. maí nk. eru 40 ár liðin frá því að brezkur her sté hér á land. Það varð eins og kunnugt er upphaf hersetu sem íslendingar hafa búið við síðan. Veggspjaldið túlki þennan atburð og þann slóða sem hann dró á eftir sér á myndraenan hátt. Samkeppnin er öllum opin og veitir ritari keppninnar, Þorsteinn Marels-, son, frekari upplýsingar. Tillögum skal skila til hans í skrifstofu Samtaka herstöðvaandstæðinga, Tryggvagötu 10, sími 17966, fyrir 5. maí nk. Skulu þær merktar kjörorði og nafn og heimilisfang fylgja 1 lokuðu um- slagi merktu eins og tillögurnar. Úrslit verða birt þann 10. maí 1980 og þá er jafnframt fyrirhugað að halda sýningu á innsendum tillögum. Þrenn verðlaun verða veitt: 1. verðlaun kr. 300.000, 2. og 3. verðlaun kr. 100.000. Ætlunin er að gefa út beztu lausnina til dreifingar og sölu. Dómnefnd er skipuð: Kjartani Guðjónssyni listmálara, Hjálmtý Heiðdal teiknara og Árna Bergmann ritstjóra. Reykjavik, 11. marz 1980, Samtök herstöðvaandstœðinga. DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 19. MARZ 1980. Ullariðnaðamienii vilja breytta gengisskráningu —Fara þegarístaðframáaðstoðífjónim liðum „Augljóst er að ullariðnaðurinn mun stórlega dragast saman á næstu mánuðum, ef ekki tekst að tryggja afkomu hans og skapa möguleika til að bæta þau töp sem þegar eru orðin. Greiðslugeta margra fyrirtækja er i reynd þrotin og fjöldauppsagnir blasa við ef rekstrargrundvöllur ullariðnaðarins verði ekki leiðréttur.” Þannig segir i niðurlagi ályktunar, sem gerð var á fundi hags- munaaðila i ullariðnaði á mánudaginn. Fundurinn taldi að gera þyrfti eftirfarandi ráðstafanir. 1. Tryggja verð á ísl. ull til versmiðjanna á ekki hærra verði en heimsmarkaðsverð er á hverjum tima.i 2. Uppsafnaður söluskattur verði endurgreiddur jafnóðum. 3. „Uppsafnað óhagræði” verði endurgreitt jafnóðum. 4. Ekki verði gripið til þannig bráðabirgðaráðstafana í sjávarút- vegi, að útflutningsiðnaðurinn sitji uppi með óraunhæfa gengis- skráningu. Fundurinn telur skráningu gengis ísl. krónunnar þurfa að vera þannig, að vel rekið fyrirtæki i vinnuaflsfrekum út- flutningsiðnaði geti skilaö nægilegum hagnaði til endurnýjunar og arðbærra framkvæmda. Varðandi 1. liðinn hefur ríkis- stjórin gert úrbætur til bráðabirgða með því að hækka niðurgreiðslur á ull til verksmiðjanna um 200 kr. á kg. Er ullin þá greidd niður um 689 kr. á kg. „Uppsafnað óhagræði” er röng gengisskráning um 3.6% vegna sér- stakra ráðstafna fyrir sjávarútveginn. Er þetta talið hafa numið 520 milljónum kr. á sl. ári. -A.SI. Kostimir sem valið stendur um: „Lokun og atvinnu- leysi eða leiðrétt- ing til saimgirai” —sagði Davíð Sch. Thorsteinsson, form. Fél. ísl. i „Kostirnir sem valið stendur um varðandi iðnað á íslandi eru fáir og skýrir. 1 fyrsta lagi sílækkandi laun iðnaðarfólks. í öðru lagi lokun fyrir- tækja og atvinnuleysi. í þriðja lagi fólksflutningar úr landi eins og hófust fyrir áratug. í fjórða lagi breyting ýmissa ákvæða og reglna til sanngirnis þannig að iðnaður standi jafnfætis öðrum framleiðsluat- vinnugreinum í landinu.” Þetta sagði Davið Sch. Thor- steinsson, form. Fél. ísl. iðnrekenda, á fundi sem félagið boðaði til ásamt Iðnaðardeild SÍS og Útflutnings- miðstöð iðnaðarins með fulltrúum allra ullarvöruframleiðenda á landinu og ýmsum gestum á mánudag. „Hér hefur ríkt neyðarástand allt frá því „sólstöðusamningarnir” voru gerðir 1977,” sagði Davíð. „Síðustu 12 mánuði hefur framleiðslukostnaðurinn aukizt um 50%, en á sama tíma hefur gengi dollarans sigið um 24%. Hvert einasta iðnfyrirtæki á landinu er að þrotum komið vegna þessa ástands. FisKiðnaðurinn stendur lika frammi fýrir gífurlegum óleystum vandamál- urn.” Davið kvað það tímanna tákn að iðnaðarráðuneyti væri nú á snöpum eftir og í leit að fé til að kosta menntun iðnverkafólks til starfa sinna. Öll önnur menntun væri greidd orðalaust úr sameiginlegum sjóði landsmanna. Sýndi þetta betur en annað stöðu iðnaðarins í landinu. Davíð kvað iðnaðinn búa við ranga gengisskráningu í samanburði við sjávarútveginn. Munaði þar samtals 3,6% á þremur liðum, sem hann tiltók. „Þessu verður að breyta og þetta „uppsafnaða óhagræði”, sem samtals nemur 520 milljónum sl. ár, skuldar ríkið íslenzkum iðnfyrir- tækjum,” sagði Davíð. Tóku margir aðrir fundarmenn undir að ríkiö ætti aðendurgreiða þetta fé. -A.St. EskifjörAur I bliðskaparveðri. DB-mynd JH. Sólskin, hiti og góður af li Bliðskaparveður, sól, logn og 10 stiga hiti, var á Eskifirði í gær. Sjómenn á netabátum róma mjög góðan afla, t.d. fékk Sæljónið 45 tonn af góðum þorski í veiðiferð fyrir helgina. Að sögn Guðjóns Gíslasonar er lítil hákarlaveiði enn sem komið er, en' Guðjón hefur á undanförnum árum séð Eskfirðingúm fyrir mjög vel verkuðum hákarli. Hólmanesið kom með 150 tonn af blálöngu fyrir helgina. Fer aflinn í frystingu og skreiðarverkun. ASt/Regína, Eskifirði.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.