Dagblaðið - 19.03.1980, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 19.03.1980, Blaðsíða 10
jBIAOIÐ frjúlst, úháð dagblað Útgefandi: Dagblaðið hf. Framkvœmdaatjðri: Sveinn R. Eyjóifaaon. Ritatjóri: Jónaa Kriatjónsson. Rhstjómarfulttrúi: Haukur Helgason. Fróttastjórí: Ómar Valdimarsson. Skrífstofustjórí rítstjóman Jóhannes Reykdal. íþróttir Hallur Simonarson. Menning: Aðalsteinn Ingótfsson. Aðstoðarfróttastjóri: Jónas Haraldsson. Handrít: Ásgrímur Pólaaon. Hönnun: Hilmar Karisson. Blaðamenn: Anna Bjamason, Atii Rúnar Halldórason, Atli Steinarsson, Ásgeir Tómasson, Bragi Sigurðsson, Dóra Stefónsdóttir, Elín Albertsdóttír, Gissur Sigurðsson, Gunnlaugur A. Jónsson, Ólafur Geirsson, Sigurður Sverríaaon. Ljósmyndin Ámi Póll Jóhannsson, Bjamleifur BjamleHsson, Hörður Vilhjólmsson, Ragnar Th. Sigurðs son, Sveinn Þormóðsson. Safn: Jón Sœvar Baldvinsson. Skrífstofustjórí: ólafur Eyjótfsson. GjakJkeri: Þróinn ÞoríeHsson. Sölustjórí: Ingvar Sveinsson. DroHing- arstjóri: Mór E.M. HalWórsaon. Ritstjóm Slðumúla 12. Afgreiðsla, óskríftadeild, auglýsingar og skrífstofur Þverholti 11. Aðalsimi blaðsins er 27022 (10 linur). Setning og umbrot Dagblaðið hf., Siðumúla 12. Mynda- og plötugerð: Hilmir hf., Siðumúla 12. Prentun Árvakur hf., Skeifunni 10. Áskriftarverð ó mónuði kr. 4500. Verð i lausasölu kr. 230 eintakið. Niðuriæ&ngiönaöarins Hrikaleg lýsing á því, hvernig stjórn- völd síðustu ára hafa leikið iðnaðinn, felst í nýútkominni skýrslu nefndar um lánamál iðnaðarins. Aldrei hefur síðasta áratuginn skort, að valdhafar hafi verið reiðubúnir að „leggja þunga áherzlu” á, hversu bráðnauðsynleg uppbygging iðnaðar sé. Við inngöngu í fríverzlunarbandalagið EFTA fyrir tíu árum voru iðnaðinum gefin fögur fyrirheit. Allir vita, að lífs- kjörum verður ekki haldið uppi í landinu án iðn- og orkubyltingar. Hver er niðurstaðan? „Fjölgun starfa í iðnaði hefur verið mun hægari en áður var áætlað, og hefur starfsfólki í iðnaði fækkað hlutfallslega, gagn- stætt því, sem ráð var fyrir gert,” eru ályktanir nefnd- arinnar. Þungur áfellisdómur fólst einnig í niðurstöðu annarrar nefndar, Samstarfsnefndar um iðnþróun, sem birt var í maí síðastliðnum. Þar var felldur dómur um svikin loforð við iðnaðinn: „Samstarfsnefndinni sýnist það þó ljóst, að í mörgum efnum hefur ekki farið svo sem ætlazt var til og iðnaðurinn ekki fengið þann stuðning til aðlögunar og vaxtar, sem vænzt hafði verið,” segir í skýrslu nefndarinnar. „Erfiðlega hefur gengið að fá nauðsynlegar breytingar á starfs- háttum hins opinbera og lögum og reglum, sem varða aðbúnað iðnaðarins, og hann hefur fram til þessa fengið sífellt minnkandi hlut í því fjármagni, sem varið er til atvinnumála af almannafé.” Lánanefndin kemst að þeirri niðurstöðu, sem reyndar hafði áður komið fram, að „ekki hefur einungis verið um að ræða rýrnun á rekstrarlánum til iðnaðarins í samræmi við skerta útlánagetu bankanna, heldur hefur skipting útlánanna einnig riðlazt, iðnaðinum í óhag.” Útlánageta bankakerfisins rýrnaði stórlega í verðbólgu síðasta áratugar, og iðnaðurinn var fyrst og fremst látinn gjalda samdráttarins. Meðan heildarútlán til landbúnaðar 11,5 földuðust í krónum talið og heildarútlán til sjávarútvegs 13,3 földuðust, var aukningin til iðnaðar aðeins 6,9 földun. Þetta þýddi í raun, að landbúnaðurinn jók hlut sinn um þriðjung eða rúmlega þrjú prósentustig af heildar- útlánunum. Sjávarútvegurinn jók sinn hlut um rúmlega helming eða tæplega tíu prósentustig. En hlutur iðnaðarins minnkaði um fimmtung eða tvö kommaátta prósentustig. Þetta gerðist á sama tíma og íslenzkur iðnaður hefur orðið að svara aukinni samkeppni vegna aðildar að EFTA og viðskiptasamnings við Efnahagsbanda- lagið. Til viðbótar hafa stjórnvöld meginhluta þessa tima- bils beitt iðnaðinn annars konar misrétti en skerðingu lána, svo sem í skattamálum og gengismálum. Þegar á ríkjandi stefnu hefur verið litið, mætti helzt álykta, að stjórnvöldum hafi verið sérstakt kappsmál að níðast á iðnaðinum, svo sem væri þar á ferðinni sér- lega óþörf atvinnugrein. í rauninni verður þó helzt komizt að þeirri niðurstöðu, að skammsýni hafi fremur ráðið en vísvitandi skemmdarverk. Iðnaðurinn hefur aldrei myndað jafnöflugan þrýstihóp og land- búnaður og sjávarútvegur. Lánanefndin leggur ýmislegt til, sem hugsanlega gæti orðið til bóta. Hún vill, að hlutföllin milli lána til framleiðslugreinanna verði samræmd i áföngum á 3— 5 árum. Varast ber mikla bjartsýni í því efni. Við höfum á síðastliðnu skeiði niðurlægingar iðnaðarins oft séð nytsamar tillögur og fögur loforð. DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 19. MARZ 1980. Surinam: Gamla sykumý- lendan sem allir vilja yfírgefa Bylting liðsforingjanna i Surinam heppnaðist. Það mun hafa í för með sér að um hríð verður meira rætt um sósíalisma i opinberri umræðu. Hins vegar eru litlar líkur á að önnur breyting verði. Surinam er reyndar riki á norðurströnd Suður-Ameriku. Var áður hollenzk nýlenda og var þá kölluð hollenzka Guyana. Surinam mun vera algjört af- sprengi nýlenduveldanna eins og reyndar nokkur önnur riki i og við Karabíska flóann. Allir landsmenn þar eru af stofni sem fluttur var inn meira og minna án síns vilja. Fólk þetta kom úr öllum heimshomum og var því ætlað að vinna við sykur- ræktina. Nú er sykurrækt orðin einhver aumasta atvinnugrein á jörðu hér og nýlenduveldin fyrir bí. í raun er ekki neinn grundvöllur fyrir því að Surinam sé til sem ríki lengur. Ljósast sést þessi beizka staðreynd á því að allt frá 1975 hefur ibúum Surinam sé til sem ríki lengur. fækkað stöðugt. Strax árið 1975, en þá fékk landið sjálfstæði frá Hol- lendingum, flúðu eitt hundrað og fimmtíu þúsund manns land. Þetta var þriðjungur þáverandi íbúa. Þeir kusu heldur öryggið og félagslega samhjálp i Hollandi heldur en óvissa framtið i Surinam. Fólksflóttinn hefur haldizt siðan og á liðnu ári var hann að meðaltali fimmtíu manns á dag, sem er hrikaleg tala fyrir ríki sem telur ekki nema rétt um þrjú hundruð þúsund íbúa. Þrátt fyrir að hinn 27 ára gamli liðsforingi, Roy Horb, sem er foringi þjóðlega herráðsins, sem nú stjórnar landinu, segi að sannfæra verði íbúana um að þeirra staður sé hvergi annars staðar en í Surinam þá er hætt við að ekkert nema algjört ferðabann muni stöðva þá sem vilja fara af landi brott, í það minnsta á meðan hægt verður að kaupa sér farseðil til annarra landa. Svo virðist sem búseta i Surinam, sem er líklega sá staður á jörðinni þar, sem kynþættir blandast einna marg- breytilegast saman, bjóði upp á fátt, sem til kosta má telja. Aðeins spenna, uppgjöf og vonleysi virðist SIÐASTA HALM- STRÁIÐ AÐ VERA Á MÓTIBÆNDUM Mikil hefur ritgleði nokkurra þingmanna Alþýðuflokksins verið að undanförnu. Þó hefur hún ekki dugað þeim til að skrifa i eigið málgagn. Það skyldi þó ekki vera að þeir telji það fyrir neðan virðingu sina að láta ríkissjóð greiða útgáfukostnað á greinum um ölmusur til bænda? Þeir vita sem er að framlag ríkisins til landbúnaðarins, ef reiknað er á hvern bónda, er lítilræði miðað við ríkis- styrkinn til Alþýðublaðsins, hvort sem reiknað er á siðu eða starfsmann við blaðið. Enda eru þeir stórir í hugsun og mikilmenni í athöfnum, sbr. cftirgjöf þeirra á vísitöluuppbót launa í einn mánuð. Landbúnaðarstefna Alþýðuflokksins Hún er í stuttu máli sú að þjarma það að bændastéttinni að hún flosni upp og landbúnaðarframleiðslu verði hætt á íslandi, nema þá ef þar væri haldið áfram að framleiða svinakjöt og kjúklinga, en á þeirri framleiðslu hafa þeir sérstakt dálæti, enda nær eingöngu notað erlent fóður handa þessum búpeningi. Ástæðulaust er að deila um svo sjálfsagðan hlut að draga þurfi úr framleiðslu búfjárafurða. Urn það eru allir sammála. Aftur á móti eru alþýðuflokksþingmennirnir einir um þá stefnu að vilja svelta bændur svo þeir gefist upp á búskapnum. Aðrir stjórnmálamenn og bændur eru þeirrar skoðunar að finna beri skynsamlega lausn á þessu vandamáli r Styrmir og stór- veldapólitíkin — rugl verður málstað Afganistan ekki til framdráttar Alveg var nú makalaust að heyra í Morgunblaðsritstjóranum í þættinum Umheimurinn í sjónvarpinu fyrir skömmu. Frá fyrstu mínútu yfirskyggði hann umheiminn með svo stórkostlegum rökleysum að unun var á að hlusta, að minnsta kosti fyrir þá sem gaman hafa af rugli. Fyrsta setning þessa ritstjóra stærsta og virðulegasta dag- blaðs landsmanna var eitthvað á þá leið að margra alda saga Rússaveldis væri mörkuð útþenslustefnu og því þyrfti ekkert að vera með neinar sögulegar bollaleggingar varðandi innrás Sovétmanna í Afganistan, þar væri um einskæra útþenslu að ræða. — Ja, á skýrari framsetningu verður varla kosið. Málstaður ritstjórans var annars sá að það ætti vel við að skoða framferði Bandaríkjamanna i sögulegu Ijósi þegar þess gerðist þörf til að afsaka gerðir þeirra en slíkur munaður væri miður viðeigandi þeg- ar Sovétríkin ættu í hlut; sögulegar forsendur illvirkjans giltu einu. Ljósari dæmi þeirrar nauðhyggju og reyndar tvíhyggju, sem Arni Berg- mann minntist á í sama þætti, getur ekki víða. Mér fer eins gagnvart Styrmi i þessu tilviki og gagnvar! vinstri rót- tæklingum í sumum málum öðrum. Þó málstaðurinn sem verja á sé firna- góður, svo sem réttur smáþjóðar til frelsis, er hægt að vefja hann í slikt net áróðurs og trúboðs að allan Ijóma slitur af honum. Stórveldapólitík Það sem skiptir máli er að það getur aldrei orðið frelsi og sjálfstæði Afganistan til framdráttar að menn á Vesturlöndum neili að horfast í augu við staðreyndir og orsakir staðreynda. Og það að neita því að atferli stórvelda stjórnast af hags- munum þeirra í víðasta skilningi og ekki mannkærleika nema i þeim tilvikum að þetta tvennt fer saman er að afneita staðreyndum og hjúpa sig heimskulegum væmnishjúpi. Hver

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.