Dagblaðið - 29.03.1980, Blaðsíða 7

Dagblaðið - 29.03.1980, Blaðsíða 7
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 29. MARZ 1980. 7 N Langversta olíuslys sem orðið hef ur: „Allir reyndu aö brjótast út úr herbergjunum eftír göng- um og upp bratta stíga” —101 manns enn saknað ígærkvöld Frá Sigurjóni Jóhannssyni fréttamanni DB í Noregi: Um sólarhring eftir að ibúðarpailurinn Alexander Kielland endasteyptist í Norðursjónum, eða kl. 18 að norskum tima í gær voru línur nokkuð farnar að skýrast hvað snerti fjölda látinna, saknaðra og lifenda. Tala þeirra sem voru um borð er nú gefin upp 229 manns. Þar af eru lifandi og komnir til lands 89 menn. 39 eru fundnir látnir og 101 enn saknað. Það er því ljóst að þetta er eitt versta slys sem orðið hefur i Noregi og langmesta slysið í sambandi við olíuleit og olíuvinnslu. Ríkisstjórnin norska hefur þegar sett á laggirnar rannsóknarnefnd, sem áað leita allra fanga til þess að grafast fyrir um or-| sakir slyssins, en þær eru enn ókunnar. Sérfræðingar segja að slíkt slys eigi ekki að geta hent. Undirstöðuhólkur brotnaði Einn af fimm undirstöðuhólkun- um brotnaði upp við dekkið og flaut síðar frá pallinum. Um miðjan dag í gær er norska sjónvarpið sýndi myndir frá svæðinu flaut þessi hólkur 300—400 metra frá pallinum, sem aftur á móti var á floti með botninn upp í 300—400 metra fjarlægð frá borpallinum Edda, sem er botnfastur. Fjöldi skipa og flugvéla leitaði í gær við þokkaleg veðurskilyrði. Rannsóknarskipið Seaway Falcon hefur verið við pallinn og frá skipinu var sendur ómannaður lítill kafbátur sem er útbúinn sjónvarpsmynda- vélum, sem senda myndir til skipsins af því sem er að sjá undir yfirborði sjávar. Engin merki um menn — lifandi eða látna íbúðarblokkin var þá enn föst við pallinn, en hvorki sjónvarpsmynda- vélarnar eða kafarar hafa séö merki um lifandi eða látna menn. Sér- fræðingar telja afar litlar likur á, að lifandi menn geti verið á pallinum, þrátt fyrir svokölluð loftrúm, sem þar er að finna. Eftirmiðdagsblöðin í Noregi birtu i gær langar og ítarlegar fréttir af at- burðinum og fer hér á eftir frásögn eins þeirra er af komst, Olaf Skotheim: ,,Ég sat i bíósalnum. Á u.þ.b. 15 sekúndum gerðist það, að pallurinn seig á hliðina. Ég hljóp eins og fætur toguðu inn í herbergi til þess' að ná í björgunarbelti og björgunar- föt. Þaðan hljóp ég út á dekk og komst um borð i björgunarbát, sem fljótlega fannst af leitarfólki og vorum við fluttir á Edda borpallinn.” Köstuðu sér Hurfu í hafið Frá Edda-borpallinum sá Olaf, að félagar hans köstuðu sér i sjóinn en nokkrir þeirra bárust í öfuga átt og hurfu í hafið. Hann sá einnig þrjá björgunarbáta brotna við ibúðarpallinn og einn bát sá hann hverfa. Menn á Edda-borpallinum köstuðu út björgunarhringjum, en fæstir þeirra sem voru i sjónum náðu til þeirra. Blaðið heldur síðan áfram: „Kringum Olaf börðust 225 menn fyrir lífl sínu. Allir reyndu að brjótast út úr þröngum herbergjum, eftir löngum göngum og upp bratta stiga. í fyrstunni reyndu menn að komast til herbergja sinna, til þess að ná í björgunarflíkur, en pallurinn seig meira og meira og brátt klifruðu menn eftir veggjum til að komast á- fram. Þeir sem komust út flýttu sér að reyna að sjósetja björgunar- flekana sjö, sem voru á pallinum. Ekki iiðu nema um 10 mínútur frá þvi að hólkurinn brotnaði þar til að pallurinn var alveg kominn á hvolf. í sjóinn í örvæntingu Eftir því sem mínúturna^ liðu, urðu æ fleiri þess áskynja, að hinn 200 tonna borturn á pallinum (sem ekki var í notkun) myndi í þessari stöðu velta pallinum. F.inhverjir menn köstuðu sér í sjóinn í örvæntingu. Aðeins hundrað metrum undan sáu menn Ijósin á borpallinum Eddu. Þar stóðu óttaslegnir vinnufélagar sem fyrir nokkrum mínútum höfðu yfirgefið Alexander Kielland íbúðarpallinn til þess að hefja nýja vakt. Annar maður, Garry Stigen, var í bíósalnum og komst í björgunarbát. Hann segir að þegar báturinn kom í sjóinn hafi verið 25 menn í honum. Þá festust vírar i bátnum og hann slóst utan í pallinn og brotnaði í spón, þannig að allir köstuðúst i sjóinn. Garry tókst að synda að Eddu þar sem hann náði í björgunarhring sem hafði verið kastað út. Samkvæmt frásögnum læknis, sem útvarpið ræddi við i gær voru tveir þeirra sem komust lífs af að velkjast í sjónum í 40—50 mínútur, enda þótt talið sé að menn geti ekki lifa öllu lengur en hálftíma i svo köldum sjó. Ástæða þess að mennirnir lifðu þetta af var sú, að þeim hafði tekiztaðkomast i sérstaka sjógalla, sem kallaðir eru lífgallar hér iNoregi. -SJ. Osló/JH. Ford Econoliner I sérflokki. Árg. 1974, ekinn 150 þús. km. Verð 4,3 millj. Bronco ’73 og ’74. Báðir 1 algjörum sérflokki. Sjón er sögu ríkari. Úrval nýlegra japanskra bíla. KvartmíIubHar á staðnum. Vantar AMC Concord og fleiri nýlega ameríska bíla á skrá. Hitaveita Suðurnesja vill ráða byggingatæknifræðing til þess að annast yfirumsjón með dreifikerfum hitaveitunnar. Umsóknir með uppl. um menntun og starfsreynslu sendist til Hitaveitu Suðurnesja, Brekkustíg 36 Y-Njarðvík, fyrir 15. apríl 1980. Fyrir námsfólk jafnt og aðra sem við vinnu sína sitja er mikilvæg 9 undirstaða árangurs að sitja rétt og þægilega. Stóll frá Stáliðjunni er því góð gjöf handa fermingarbarninu, góður * stuðningur áður en lengra er haldið. STÁLIÐJAN"f SMIÐJUVEGI 5, KÓPAVOGI, SÍMI 43211 borgarbíóið kópavogi—borgarbíóið kópavogi— borgarbíóið kópavogi—borgarbíóið kópavogi—borgarbíóið kópavogi— yerðlauna ss. STORMURINN Páskamynd fyriralla fjölskylduna— sýnd annan ípáskum borgarbíóið kópavogi— borgarbíóið kópavogi — borgarbíóið kópavogi—borgarbíóið kópavogi— borgarbíóið kópavogi—

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.