Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 29.03.1980, Qupperneq 10

Dagblaðið - 29.03.1980, Qupperneq 10
j.Buaa Utgefandi: Dagblaðið hf. Framkvœmdastjóri: Sveinn R. EyjóMsaon. Ritstjórí: Jónas Kristjánsson. Ritstjómarfulltrúi: Haukur Helgason. Fróttastjórí: Ómar Valdimarsson. Skrífstofustjórí ritstjómar Jóhannes Reykdal. íþróttir Hollur Simonarson. Menning: Aöolsteinn IngóHsson. Aöstoðarf réttastjóri: Jónas Horoldsson. Handrit: Ásgrímur Pélsson. Hönnun: Hilmar Karisson. Blaðamenn: Anno Bjamason, AtJi Rúnor Halldórsson, Afji Steinarsson, Ásgeir Tómasson, Brogi Sigurðsson, Dóra Stefánsdóttir, Elin Albertsdóttir, Ema V. IngóHsdóttir, Gunnlaugur A. Jónsson, Ólafur Geirsson, Siguröur Sverrisson. Ljósmyndir. Ámi Páll Jóhannsson, BjarnloHur BjamleHsson, Höröur Vilhjálmsson, Ragnar Th. Sigurðs son, Sveinn Pom)þösson. Safn: Jón Sœvar Baldvinsson. Skrifstofustjóri: Ólafur EyjóHsson. Gjaldkeri: Þráinn ÞorieHsson. Sölustjóri: Ingvar Sveinsson. Dreifing arstjóri: Már E.M. Halldórsson. Ritstjóm Síðumúla 12. Afgreiösla, áskriftadeild, auglýsingar og skrifstofur Þverholti 11. Prófum vagnana Umræður um hugsanleg kaup á ung- verskum Ikarus-strætisvögnum fyrir Reykjavík og Kópavog hafa gjarnan verið á stigi kalda stríðsins. í fljótu bragði mætti halda, að málið snerist um, hvort menn legðu blessun sína yfir þjóðskipulag kommúnismans eða ----------------------— höfnuðu því. í „Staksteinum” Morgunblaðsins var lýst í fyrra- dag, hvernig afstaða „kommúnista” til Ikarus- strætis- vagna Iítur út frá sjónarhóli blaðsins. Þar segir: ,,For- múlan er einfaldlega þessi: Við komumst til valda í sveitarstjórn. Þar vantar strætisvagna. Við fáum okkur umboð fyrir slíka vagna hjá vinum okkar fyrir austan. . . ” Einn fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í stjórn Strætis- vagna Reykjavíkur sagði í Morgunblaðinu fyrir skömmu, að alþýðubandalagsmenn virtust ,,ætla að pressa þessi austantjaldsviðskipti í gegn, hvað sem það kostar”. Á hinn bóginn hefur fyrirtækið Samafl, sem hefur umboðið fyrir Ikarus, sent frá sér greinar um, að þessi vagnategund sé einkar góð á alla lund, eins og við má búast af umboðsaðila. Fulltrúi Samafls segir í einni greininni um fulltrúa Sjálfstæðisflokksins, að það sé eins og „einhver undirheimaöfl stýri penna hennar”. Kaupa á 20 strætisvagna fyrir Reykjavík að þessu sinni og líklega aðra 20 á næstu árum. Málið er brýnt hagsmunamál borgaranna, ekki sízt á tímum síhækk- andi bensínverðs. Því skiptir miklu, að sem hentugastir vagnar verði keyptir frá sjónarmiði farþega og vagn- stjóra. Einnig ber brýna nauðsyn til að spara í rekstri borgarinnar og fyrirtækja hennar á tímum fjármagns- skorts og skattpíningar. Mál þetta ætti því sannarlega að vera hafið yfir kalda stríðs umræðu. í tíð borgarstjórnarmeirihluta sjálfstæðismanna fundust þess dæmi, að fyrirtæki í tengslum við fram- ámenn í flokknum högnuðust allvel á viðskiptum við borgina. Nú er svonefndur vinstri meirihluti við völd og augljóst, að framámenn í Alþýðubandalaginu mundu hagnast við kaup Ikarus-strætisvagna. Því ber þeim, sem geta ráðið ferðinni, að taka kröfum alþýðu- bandalagsmanna með gát. Hitt er ljóst, að tilboðið frá Ikarus er að mörgu leyti harla gott. Það er yfir 20 milljón krónum lægra á hvern vagn en það tilboð frá Volvo, sem stjórn Strætisvagn- anna telur helzt koma til greina. Fyrir 20 vagna munar því um 400 milljón krónum fyrir borgina á þessum til- boðum. Gæta ber þess þó, að í tilboði Volvo er reiknað með, að íslenzkt fyrirtæki taki að sér yfírbyggingu vagnanna, sem gerir það tilboð vissulega álitlegra en ella. Gera má ráð fyrir, að einhverjar ýkjur séu í full- yrðingum málsaðila og kalda stríðs manna um kosti og ókosti Ikarusvagna, svo sem um líftíma vélar. Ikarusvagnar eru víða í notkun og ekki eingöngu í leppríkjum Rússa. Ikarus-verksmiðjurnar eru stærstu strætisvagnaverksmiðjur í heimi. Af staðhæfingum sérfræðinga, sem fóru í sendi- nefnd til Ungverjalands, ber að ráða, að talsverður vafi sé á, að þessir vagnar séu hinir heppilegustu fyrir íslenzkar aðstæður, þó svo kunni að vera. Þegar þetta er vegið á móti þeim mikla sparnaði, sem virðist felast í viðskiptum við Ikarus í framtíðinni, þegar keyptir verða fleiri vagnar, væri rétt að álykta, að kaupa ætti nú af Ikarus til dæmis tvo vagna til reynslu. Með því að kaupa slíka „tilraunarvagna” gæfíst öllum almenningi færi á að fella úrskurð um, hvort slíkir strætisvagnar séu nægilega hentugir fyrir okkur. Gæti umræðan þá komizt upp úr kalda striðs feninu og heiðarlegir menn ráðið ferðinni. Slíkur sparnaður felst i tilboði Ikarus, að ekki ætti að hafna því fyrirvaralaust. r Af sem áður var í Portúgal: DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 29. MARZ 1980. Kommar hæla stjómarskrá á hvert reipi Kommúnistaflokkurinn í Portúgal, sem hallur er undir Moskvuvaldið, hélt fyrir nokkrum árum uppi áróðri fyrir tafarlausri valdatöku verkalýðsins í landinu. Nú keppast flokksforingjarnir við að lýsa stuðningi og sáttfýsi við stjórnar- skrá og borgaralegt lýðræði í Portúgal. Flokkurinn var ófeiminn við að lýsa megnustu fyrirlitningu á þing- ræðinu fyrir og eftir byltinguna 1974. Nú er öldin önnur. Tengslin við Moskvu eru eftir sem áður náin en flokksleiðtogar segja nú að þeir hafi viljað feta veginn of hratt á bylting- arskeiðinu. íhaldssemi flokksforystunnar er m.a. mörkuð af viðbrögðum hennar við nýlegu uppátæki Otelo Saraiva de Carvalho majórs, sem er eins konar táknmynd byltingarsinna í Portúgal. Carvalho var á ferð í Suður- Portúgal, þar sem róttækar skoðanir eru fastar i sessi. Þar hvatti hann landbúnaðarverkamenn til að grípa til vopna gegn rikisstjórninni og fara hópum saman til Lissabon. Ekki varð vart skjótra viðbragða hjá stjórnartalsmönnum við yfir- lýsingum Carvalhos. Kommúnista- flokkurinn fordæmdi hins vegar boðskap hans tafarlaust. Um heilbrígðismál: Fjármagnssóun og miðstýríng Vegna þeirrar umræðu, sem nú sér stað um rekstur og stjórnun heil- brigðisslofnana er margföld ástæða til þess að þeir, sem starfa að lækningum og heilsuvernd láti til sín heyra. Sú ályktun verður helzt dregin af skrifum Sigurðar Þórðarsonar i Mbl. I3. marz sl. um miðstýringu i heilbrigðisþjónustu, að þeir tali mest um Ólaf konung, sem hvorki hafa heyrt hann eða séð. í mörgum orðum leggur Sigurður til að aukin verði miðstýring heilbrigðiskerfisins. Ég vil í þessari grein leitast við að benda á n'okkur atriði þessu viðvíkjandi um leið og ég tek undir með Ólafi Erni Arnarsyni yfirlækni um hættur miðstýringar. Um stjórnun heilbrigðisstofnana almennt Um stjórnun heilbrigðisstofnana gegnir stjórnunarfræðilega allt öðru máli en við rekstur venjulegra fyrir- tækja. Stjórnun opinberrar heil- brigðisstofnunar, þ.e. þeirrai, sem rekin er fyrir ríki eða sveitarfélag, er tviþætt: t. Rekslrarstjórnun, en hana annast stjórn stofnunarinnar með fram- kvæmdastjóra. Stjórninni ber að sjá til þess að stofnunin vinni að þeim verkefnum, sem hún hefir sem hlut- verk. Henni ber að sjá um fjármagn og eigur stofnunarinnar i umboði eignaraðilja. 2. Fagleg stjórnun, þ.e. stjórnun lækninga og heilsuverndar eða annarrar þeirrar þjónustu, sem veitt er i þeim tilgangi. Læknir er oftast ábyrgur gagnvart þeim, sem þjónustu nýtur og er þvi sá, sem með faglega stjórn fer i hverju tilviki. Læknar eru ábyrgir gagnvart landlækni varðandi faglcga vinnu sina en ekki gagnvart rekstrar- stjórn. Faglegt fólk, sem starfar að lækningum eða heilsuvernd, er undir stjórn þess læknis, sem ábyrgð ber á verkinu. Yfirlæknum er viðast ætlað það hlutverk að annast skipulagningu á störfum lækna stofnunarinnar og eru þeir varðandi þá skipulagningtt ábyrgir fyrir rekstrarstjórn stofnunarinnar. Stjórn stofnunar- innar er ábyrg gagnvart heilbrigðis- ráðherra, ef um rikisstofnun er að ræða, annars eignaraðilja. Gildandi lög Með lögum um heilbrigðisþjón- ustu sem sett voru 1973 var reynt að færa i einn lagabálk lög varðandi heilbrigðisstofnanir og heilbrigðis- þjónustu. Með endurskoðun þessara laga 1978 eða fimm árum seinna voru gerðar nokkrar breytingar, sem allar voru til aukinnar miðstýringar. Þær breytingar sem þá voru gerðar á lög- unum fengu enga umfjöllum i fjöl-

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.