Dagblaðið - 11.04.1980, Blaðsíða 4
4
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 11. APRÍL 1980.
DB á ne ytendamarkaði
Eldhús-
krokurmn
KRYDD-
SOD
Kryddsoð eða Court-bouillon er
lagað þannig: Vatn er soðið góða
stund með ediki eða hvitvíni. Bætt er
út í salti, steinseljustilkum, timian,
lárviðarlaufum, heilum pipar, lauk
og niðurskornum súpujurtum. Allt
soðið vel niður. Síðan er kryddsoðið
sigtað og notað til að sjóða i hinar
ýmsu fisktegundir. Næst segir frá
suðu á fiski i kryddsoði.
Frysti-
skápurinn
ekki eins
rafmagns-
frekurog
kistan
„Þetta er hærra heldur en verið
hefur hjá mér undanfarið, en bæði er
að matvörur hafa hækkað og svo var
ég að bæta við i frystiskápinn. Þár
var orðið tómlegt eftir hátíðarnar,”
segir m.a. í bréfi frá einni af vinkon-
um neytendasíðunnar. Hún er með
stærstu fjölskylduna sem sendir
okkur upplýsingaseðla, er með ellefu
manna fjölskyldu. 1 febrúarmánuði
var hún með tæplega 37 þús. kr. i
meðaltal á ntann.
,,Ég er nýbúin að skipta á frysti-
kistu og skáp al' svipaðri stærð. Í
liðnum „annað” er m.a. afborgun af
honum (liðurinn annað var upp á
176.500 kr.). Síðan ég fékk skápinn
hefur rafmagnseyðsla stórminnkað
og vildi ég ráðleggja þeim sem kaupa
heimilistæki að athuga vel orkunotk-
un þeirra. Eins er nauðsynlegt að
kynna sér varahlutaþjónustu, í því
sambandi hef ég orðið fyrir slæmri
reynslu.
Læt þetta duga núna. Með beztu
þökkum fyrir gott úthald og fjöl-
breyttar upplýsingar, megi Neytenda-
síðan verða langlif og fræðandi.
E.K.”
Útileguvínar-
brauð
Okkur varð á að skíra eina af kök-
unum úr uppskriftasamkeppninni
upp í blaðinu á miðvikudag. Birt var
uppskrift að útileguvínarbrauðum,
við kölluðum vínarbrauðin útilegu-
mannabrauð! — Hins vegar féll
niður mjólkurmagnið, sem í vínar-
brauðin átti að fara, en það er rúmir
2 dl af mjólk og 1/2 egg til að pensla
með. — Biðjumst við velvirðingar á
mistökunum.
- A.Bj.
Úr uppskriftasamkeppninni:
Rúgterta með smjörkremi
Vandi að velja „bezta
óáfenga drykkinn”
Úrslitin kunngerð í hófi á Hótel Sögu næstkomandi miðvikudag
,,Við fórum i gegnum allar upp-
skriftirnar og byrjuðum klukkan átta
um kvöldið. Þetta var svo mikið verk
að við vorum ekki búnir fyrr en
klukkan þrjú um nóttina,” sagði
Ragnar Pétursson, en hann á sæti í
undirbúningsnefnd Barþjónaklúbbs-
ins í samkeppni DB og klúbbsins unt
„Bezta óáfenga drykkinn”. — Skila-
frestur rann út 1. apríl og fer verð-
launaafhending fram á „Long
Drink”-keppni Barþjónaklúbbsins
miðvikudaginn 16. apríl.
Alls bárust 65 uppskriftir og var
‘farið nákvæmlega yfir þær allar og
valdar úr þær sem nefndinni fundust
„beztar”. Allir þeir drykkir voru svo
lagaðir ef(ir kúnstarinnar reglum á
miðvikudagskvöldið. Niðurstöðurn-
ar eru að sjálfsögðu algert leyndar-
mál en ætlunin var að velja þannig
þrjá beztu drykkina. Þetta reyndist
hins vegar erfitt, drykkirnir voru svo
jafnir að valdir voru fimm drykkir.
í lokahófinu á miðvikudaginn
velur þar til skipuð dómnefnd síðan
nr. 1, 2, 3, 4 og 5. Barþjónar, fimm-
tán talsins, keppa í svokallaðri
„Long Drink” keppni sín á milli.
Hófið hefst kl. 7 í Átthagasalnum
á Hótel Sögu. Þar verða mættir tólf
umboðsmenn víninnflytjenda og fer
frant kynning á einum hundrað vín-
og áfengistegundum. Verður gestum
gefiðað smakka. Síðan verður haldið
upp í Súlnasal þar sem Hornaflokkur
Kópavogs tekur á móti gestum með
lúðraþyt undir stjórn Björns Guð-
jónssonar. Þá verður framreiddur
matur og á matseðlinum er skelfiska-
súpa og steikt unghænsni, sem ku
vera hið mesta lostæti.
Að þvi loknu verður dómnefndin i
„óáfengu” keppninni leidd fram á
sviðið, þar sem smakkað verður á
fimm útvöldum, óáfengum drykkj-
um og valinn sá bezti. — Gefið
verður bæði fyrir bragð og útlit og
geta gestir fylgzt með svipbrigðum
dómnefndarinnar á meðan hún
vinnur að nefndarstörfum. 1 nefnd-
inni eiga sæti Hilmar Helgason,
form. SÁÁ, Davíð Schcving Thor-
steinsson, fors,j. Sól hf„ Guðlaugur
Björgvinsson, forstj. Mjólkursamsöl-
unnar, Trausti Víglundsson barþjónn
og Ómar Valdimarsson, fréttastjóri
DB.
Þá fer fram tízkusýning, er það
sýningarfólk úr Model ’79 sem sýnir
gestunt nýjustu tizku. Þorgeir Ást-
valdsson stjórnar diskóteki sínu en
hann er jafnframt kynntr á skemmt-
uninni. — Loks verður dómnftfnd í
áfengu drykkjarkeppninni kölluð inn
i hliðarsal, en hún er valin úr hópi
gesta. Mega einir fimmtíu gstir eiga
von á að verða falið að dæma um
fimmtán drykki barþjónanna. Er þaðs
gífurlegt vandaverk. Big-Band
Kópavogs leikur á meðan dómnefnd-
in starfar. — Síðan fer fram verð-
launaafhending í báðum keppnunum
og hljómsveit hússins, Ragnar
Bjarnason og félagar hans, mun leika
fyrir dansi fram á nótt. — Allar döm-
urnar fá blóm í barminn frá blóma-
búðinni Stefánsblóm og karlmenn-
irnir fá snyrtivörur að gjöf.
Aðgöngumiðasala verður á sunnu-
dag kl. 4—6 og mánudag kl. 5—7 í
anddyri Súlnasalar á Hótel Sögu.
Verð aðgöngumiða hefur mjög verið
stillt í hóf, kosta 8.500 kr. stykkið.
- A.Bj.
í dag birtum við uppskrift að rúg-
tertu, úr uppskriftasamkeppni DB og
Landssambands bakarameistara.
Sendandi er Erla Guðmundsdóttir,
Akureyri.
Þetta er alveg ljómandi terta sen
lögð er saman með smjörkremi.
250 gr rúgmjöl
125 grsmjörlíki
125 grsykur
• eSK
1/2 Isk hjartarsalt
1/2 tsk salt
1/2 tsk lyftiduf!
I tsk kanill
tæpl. 1 dl mjólk
Smjörl. er mulið saman við rúg-
mjölið, sykur og krydd látið út í og
vætt í með egginu og mjólkinni.
Deigið hnoðað. Skipt í þrjá hluta,
flatt út og sett í smurt, hveitistráð
mót. Bakast í ca 30 min. við 180°—
200° hita.
KRKM
75 gr flórsykur
75 gr smjörl.; er hrært vel saman og
pinulitlu vatni bætt út i og tertubotn-
arnir síðan lagðir saman með smjör-
kreminu. Gott er að smyrja örlítilli
rabarbarasultu á botnana fyrst, en
það er ékki nauðsynlegt. Eins má
smyrja kökuna með súkkulaðibráð.
Hráefniskostnaður við kökuna (án
sultu og súkkulaðibr.) var 417 kr.
þegar uppskriftin var send inn í
nóv/des.
Rúgtertan var sérlega lystug, senni-
lega er hún bezt nokkrum dögum
eftir að hún er bökuð.
DB-mynd Bjarnleifur.
Undirbúníngsnefndin blandaði þá drykkina sem nefndarmönnum leizt bezt á.
Þarna eru þeir að störfum I Snorrabæ, talið frá vinstri: Sveinn Sveinsson, Átt-
hagasal, Hörður Sigurjónsson, formaður Barþjónaklúbbsins, Astrabar, og
Kagnar Fétursson, sem ræður rikjum i Snorrabæ. — t framtiðinni getum við
gengið inn á bari höfuðborgarinnar og pantað okkur bragðgóðan og fallegan
óáfengan drykk. DB-mynd Hörður Vilhjálmsson.