Dagblaðið - 11.04.1980, Blaðsíða 11

Dagblaðið - 11.04.1980, Blaðsíða 11
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 11. APRlL 1980. Khomeini í augum teiknara bandaríska blaðsins Chicago Sun-Times. Grimmur og skuggalegur karl. Hann er sagður hataðasti maðurinn 1 Bandarikjunum um þess- ar mundir og það skin rækilega i gegnum túlkun myndlistarmannanna á persónu hans. íranir teikna leiðtoga sinn nánast sem guð. í Bandarikjunum er karlinn teiknaður sem handlangari skrattans. Höfuðborgin Teheran er þakin veggblöðum með alls kyns áletrun um, myndum og vígorðum. Þar mi sjá fin prentuð veggblöð í öllum regn bogans litum, krot á umbúðapappii og allt þar á milli. Stjórnmál eru við fangsefnin á yfirleitt öllum veggblöð- unum og áhorfendur fá á tilfinning- una að hver einasti irani hafi fengið útrás i kroti og pári á veggina. Keisarinn fyrrverandi og Carter Bandaríkjaforseti eru fyrirsætur langflestra myndlistarmannanna. Þeir eru gjarnan í djöfulslíki og dimmt í kring um þá á myndunum. Khomeini trúarleiðtogi er hins vegar i birtunni. Hann er gjarnan teiknaður með grátandi börn í fanginu, tákn fyrir undirokaðan lýð. Annars staðar er hann í bænarstellingu og alltaf al- varlegur á svip. í öllum verzlunum hangir lítil mynd af Khomeini. A sumum þeirra er hann með Bani-Sadr forseta eða klerknum Taleghani sem er látinn. Póstkort eru líka skreytt myndum af Khomeini leiðtoga. Áður voru póst- kort í íran gjarnan með mynd af keis- aranum, keisarafjölskyldunni, krýn- ingu keisarans o.s.frv. Nú eru þau bönnuð með öllu og þegar keisaran- um bregður fyrir á póstkortunt er hann teiknaður sem sigraður maður og að honum sækja drekar og ófreskjur. FYRSTU SPORIN Nú hefur nýja rikisstjórnin stigið sín fyrstu spor. Fjárlögin eru komin og skattar í ýmsum myndum. Kjara- samningum miðar hins vegar hægt áfram. Einhvern veginn finnst mér það liggja í loftinu, að félagsmála- pakkar eigi að duga sem kjarabætur nema ef vera skyldi til lifeyrisþega. Vissulega eru þeir verst settir og ekki nema gott eitt um það að segja, að þeir hafi forgang, því að fyrir þeim er illa séð. En mér finnst of rík tilhneig- ing til að telja þá eina til þeirra lægst- launuðu. Því ntiður eru fleiri, sem þurfa að fá laun sin leiðrétt, og ekki síður nú þegar hækkanir dynja yfir úr öllum áttum, og eru enn ýmsar ókomnar. Hækkun á lífsnauðsynjum og hvort sem er á beinum eða óbein- um sköttum fer alltaf verst með þá, sem af minnstu hafa að taka, og hversu velviljuð sem verkalýðshreyf- ingin vill vera einni rikisstjórn verður hún að gæta hagsmuna félaga sinna. Launamisréttið Mér finnst ganga illa að fá ráða- nienn i þjóðfélaginu til að skilja, að til er allstór hópur verkafólks, sem ekki lifir á átta stunda vinnudegi, hvernig sem að er farið. Ég kalla það ekki að lifa að skrimta eins og margur verður að gera. Og sjá svo allt í kringum sig aðra, sem taka margföld laun fyrir mun styttri vinnudag. L.aunamisréttið i þjóðfélaginu er óþolandi. Það verður að ræða og horfast í augu við, annars verður ekki úr þvi bætt. Ég verð þess oft vör, að því fólki, sem er að mati verkafólks á háum launum, finnst rangt að minnast á það, allt launa- l'ólk sé í raun og veru á sama báti. Við hin litum svo á, að mikill launamun- ur og mismunandi réttindi sé þjóð- félagslegt óréttlæti, sem eigi að breyta. Það þýðir ekki að heimta jöfnuð og bræðralag i orði kveðnu en ætlazt til, að þeir sjálfir hljóti sjálf- sögð forréttindi ævina út, af þvi að þeir bera ekki stöðuheitið verka- ntaður. Kjallarinn Aðalheiður Bjamfreðsdóttir Réttindamálin Ég held, að nú standi ýmsir i þeim sporum, að þeir þurfi að gæta að sér. Fólk er ekki eins auðlrúa og áður. Félagsmálapakkar eru góðra gjalda verðir, en flesl þau réttindi, sem við höfunt nú i sjónmáli, hafa grann- þjóðir okkar haft árum saman, og er þá ntál til komið, að við hljótum þau. Aukinn réttur verkafólks í veikind- um er mikils virði. Ef fæðingaror- lofið kemst í gegn á þann hátt, sent verkalýðshreyfingin óskar, er það mjög mikils virði. Öfremdarástand- ið í dagvistunarmálum er slikl, að það verður að bæta með sameigin- legu átaki. Allt tal urn, að mæður skuli vera heima hjá börnunt sinum, eru ónterk orð, nteðan laun verka- fólks eru jafnlág og þau eru i dag. Húsnæðismál hljóta að verða i brennidepli. Þar eru að minu áliti tveir llokkar verst settir'. Annars vegar eldra fólk, sem ekki hefur gelað eignazt ibúð, og satt að segja ofbýður ntér, hvað við bjóðunt þvi upp á, og svo unga fólkið, sent er að stofna heimili. Ef það á ekki kost á öðru en ibúðum á frjálsunt markaði, þá er aðstaða þess mjög erfið, og fýrir verkafólk nánast óvinnandi. Og ntig langar að spyrja: Eru engin lak- ntörk fyrir því verði, sem má setja á gamlar og illa útlítandi og ntér liggur við að segja hálfónýtar íhúðir? Er frjálsræðið algjört á þeint markaði? Og í leiðinni: Af hverju standa ibúðir i Brciðholti, sem reistar eru á félags- legum grundvelli, auðar? Fr það vcgna þess að þar vanti umsækjendur eða hvað? Að þvi er mér er sagt hefur félags- málastofnun borgarinnar yfir allt of litlu húsnæði að ráða. Þangað leitar fólk mánuðum og jafnvel árum santan án þess að fá úrlausn. Helur sú ágivta stolnun látið lara fram alhugun á, hve mikið slendur ónolað og autt af íbúðarhúsnæði i borginni og vakið um leið athygli á vandræð- utn þeirra, sem til hennar leita? Það væri athugandi, að einhverjir beittu sér lyrir hagsnuinasamtökum fólks, sem þannig er ástatt tim, þvi að vandrtvði þess eru mikil. Húsnæðis- málalögin, sem síðasta stjórn sendi Irá sér, ciga að bæta úr húsnæðis- vandræðunum, þcgar Iram liða stundir, en einhverjar úrbætur þarf að gera strax. En hvað sent liður lelagsmála- pökkunum, biður láglaunafólk eftir, að fyrirheit séu,efnd tim launabælur handa þeim lægst launuðu. Atvinnu- rekendur eiga ekkert svar annað en nei og afttir nei. Ekkert svigrúm til kauphækkana, segja sijórnmála- menn. Eigum við að samþykkja, að allir hafi jafnmikla þörf fyr;r kaup- hækkanir? Eigum við enn að sam- þykkja, að hluti af þjóðinni verði nð stynja undir þrældómsoki til að hafa að éla? Verkalýðshreyfingin verður fyrst að beina þeirri spurningu að sjálfri sér. Hún verður sjnlf að meta þá mest, sent minnst hafa, ef hún vill verða lekin alvarlega. Og í ölluni bænum: Förtim að hefjasl handa. Aðgcrðaleysi getur verið nteira þreyt- andi en athafnascmi. Og enn vil ég 'árétta það, sem ég hef áður sagl: Emföldum samninga. Hættum hrá- skinnaleiknum. (ierum samninga þannig, að þeir vcrði öllunt auðskiljanlegir. Þaðværi mikil fram- för. Aðalheiður Bjarnfreðsdóltir formaðiir Sóknar. A „Eigum viö enn aö samþykkja að hluti þjóðarinnar verði að stynja undir þræl- dómsoki til að hafa að éta?” Félagsmálapakkar þeir sem ríkis- stjórnin hyggst veita ýmsum þaul- setnum þrýstihópum munu ekki fá hlýlegar viðtökur hjá meirihluta landsmanna vegna þeirrar einföldu staðreyndar, að slikir „pakkar” eru ekki veittir, nema með nýrri skatt- lagningu á launþegana. Eini Ijósi bletturinn i tilvist núver- andi ríkisstjómar er sá, að hún hefst ekki að meðan á páskafríi stendur og fólk fær ekki fréttir um aukna skatta á meðan. En strax og þing kemur saman að nýju mun óttinn og óvissan gripa um sig i þjóðfélaginu. Svo mikil þjóðarskelfing er sú rikisstjórn i reynd, sem mynduð var við fagn- aðarlæli þeirra nytsömu sakleysingja sem átöldu að stærsti stjórnmála- fiokkur landsins gengi ekki á mála hjá þeim mönnum, sem hafa það á stefnuskrá að knésetja lýðræðið í landinu fyrir fullt ogallt. Langlundargeð er þrotið Það má glöggt finna á ummælum og viðtölum við fólk víðs vegar um land að langlundargeð þess gagnvart núverandi ríkisstjórn er nú þegar þrotið. Og þetta vita ráðherrar rikis- stjórnarinnar fullvel. Þeir hafa skirrzt við að taka afstöðu til hækk- unar á bensinverði t.d., vegna þeirrar einföldu ástæðu að almenningur mun ekki una slikri hækkun og mun því mæta henni með róttækum aðgerð- um, sem munu hafa þær afleiðingar að hið opinbera mun ekki fá þær við- Kjallarinn Geir Andersen bótartekjur sem það ætlar almenn- ingi að greiða möglunarlaus. Komi þessar hækkanir hins vegar til framkvæmda, mun fólk vafalaust taka til sinna ráða með þeim aðgerð- um einum sem duga, þ.e. að kaupa ekki þessa nauðsynjavöru nema til brýnustu þarfa og einungis minnsta mögulega magn i einu. — Slíkar gagnráðstafanir eru þær einu sem fólk getur beitt en þær munu lika duga til þess að kenna ósvífnum skatt- heimtukóngum, að ekki þýðir lengur að blekkja hinn almenna borgara með þvi að halda því fram að skattar á bensini fari til viðhalds eða upp- byggingar vegakerfisins. Það hafa þeir aldrei gert enda vegakerfið al- mennt í rúst. En langlundargeð almennings er þrotið á fleiri sviðum en snýr að vega- kerfinu og skattheimtu rikisins á bensini og öðrum olíuvörum. Þáttur ríkisvaldsins í atvinnurekstri lands- manna er ömurlegur og i engu sam- ræmi við það er gerist meðal sið- menntaðra þjóða i nágrenni við okkur. Fólk er löngu uppgefið á því að heyra um hækkanir á hitaveitu og rafmagni í landi sem á óþrjótandi auðlindir i hita og fallvötnum, en hafa ekki verið nýttar vegna þess eins, að minnimáttarkennd nokkurra sjálfskipaðra og hrokafullra „hugs- uða” um „sérstöðu” landsins kemur í veg fyrir að við gerum samninga við erlenda aðila um stórátak í virkjunar- framkvæmdum úr fallvötnum og jarðhita, sem myndi gjörbreyta at- vinnuháttum og efnahagsstöðu landsmanna. Þessa leið hafa fjölmörg riki Vestur-Evrópu farið, t.d. Sviss, l.uxemburg, Holland, Vestur-Þýzka- land, Belgía og jafnvel Spánn, öll með góðum árangri. Hvergi gætir hjá þessum löndum neins ótta við að hinir erlendu aðilar nái einhverjum „yfirtökum” á þjóðlífi eða menn- ingu, hvað þá að þeir hagnist umfram viðkomandi heimaríki. Þvert á móti hefur efnahagslíf þessara landa blómgazt vegna þessara samskipta og þátttöku hinna erlendu aðila. Bæði S\ iss og l.uxemburg eru dæmigerð lönd fyrir það, að erlendir aðilar hafa þar bækistöðvar fyrir framleiðslu sina í ýmsu formi og gerir gjaldmiðil þessara þjóða sterkan og eftirsóttan. Gegnum þessi lönd bæði lara milljónir ferðamanna ár hvert, en þar talar enginn um „mengun” af þeirra völdum, og þar talar enginn um að landsmálið, tungan, sé í hættu af samskiptum við útlcndinga. Þessar þjóðir liafa heldur enga sjálfumglaða „menningarfrömuði” sem hafa minnimáttarkennd gagnvart eigin menningu. — Ýmis teikn eru nú á lofti hér, um að langlundargeð lands- manna sé á þrotum gagnvart þessum sérvitringum lika. En hverjir ríða á vaðið? Á íslandi eru félagasamtök og hópar sennilega flest, miðað við fólksfjölda. Hér eru Lions-félög, Rotary-félög, Kiwanis-klúbbar, Junior Chamber, Round Table klúbbar og önnur óteljandi, sem kenna sig við uppruna sinn erlendan. — í mörgum þessara félaga eru ungir menn að meirihluta til. F.n fyrir hverju berjast þessi félög? Kannski eru það bara vikulegu fundirnir sem slikir sem halda þeim saman. Fr ekki sanngjarnt að ætja, að ein- milt slík lclög séu vettvangur fyrir andstöðu gegn slöðnun þjóðfclags- ins, fyrir framfarir, læknilegar og cfnahagslegar? Er ósanngjarnt að treysla unguni og væntanlega fram- larasinnuðum félagsmönnum slíkra samtaka til þess að riða á vaðið og lýsa vantrausti á úrclta kerfiskarla, sem i raun hafa glatað trúnni á fram- tið lands og manns? Eða styðja i raun allir skuldasöfnun í stil við stjórnina, og setja traust sitt á erlenda lánar- drottna, fremur en gera við þá samn- inga um uppbyggingu með þátttöku þeirra? Slík nauðsyn er á að eitthvað-vcrði nðhafzt i þá á|t, sem leiðir þessa skuldum hrjáðu þjoð og skattpindu til nútímalegri hátta varðandi upp- byggingu atvinnulifs, að það er bein- linis skylda hverra þeirra samlaka eða félaga, þótt ópólitisk séu, að leggja til atlögu við staðnað kerfi. Geir R. Andersen. „Það er beinlínis skylda hverra þeirra samtaka eða félaga, þótt ópólitísk séu, að leggja til atlögu við staðnað kerfi.”

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.