Dagblaðið - 11.04.1980, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 11.04.1980, Blaðsíða 10
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 11. APRtL 1980. msBum fijálst, áháð dagblað Útgefandi: Dagblaðiö hf. Framkvœmdastjórí: Sveinn R. EyjóHsson. Ritstjórí: Jónas Kristjónsson. Ritstjómarfulltrúi: Haukur Helgason. Fróttastjórí: Ómar Valdimarsson. Skrífstofustjórí rítstjómar. Jóhannes Reykdal. íþróttir Hallur Símonarson. Menning: AÖalsteinn Ingólfsson. Aðstoðarfróttastjóri: Jónas Haraldsson. Handrit: Ásgrímur PólssOn. Hönnun: Hilmar Karisson. Blaðamenn: Anna Bjamason, Atii Rúnar Halldórsson, Atii Steinarsson, Ásgeir Tómasson, Bragi Sigurðsson, Dóra Stofónsdóttir, Elin Albertsdóttir, Ema V. Ingólfsdóttir, Gunnlaugur A. Jónsson, Ólafur Geirsson, Sigurður Sverrisson. Ljósmyndir Ámi Póll Jóhannsson, Bjornlorfur Bjamlerfsson, Hörður Vilhjólmsson, Ragnar Th. Sigurðs son, Sveinn Þormóðsson. Safn: Jón Sœvar Baldvinsson. Skrífstofustjórí: Ólafur EyjóHsson. Gjaldkeri: Þróinn Þoríeifsson. Sölustjóri: Ingvar Sveinsson. Droifing arstjórí: Mór E.M. Halldórsson. Ritstjóm Síðumúla 12. Afgreiðsla, óskríftadeild, auglýsingar og skrifstofur Þverholti 11. Aðalsimi blaðsins er 27022 (10 línur). Setning og umbrot Dagblaðið hf., Siðumúla 12. Mynda- og plötugerð: Hilmir hf., Siðumúla 12. Prentun Árvakur hf., SkeHunni 10. Áskríftarverð á mánuði kr. 4800. Verð (lausasölu kr. 240 eintakið. Aðvörun Hayeks Okkur er hollt að hugleiða aðvör- unarorð nóbelsverðlaunahafans Fried- rich A. Hayek, sem dvaldist hér í boði Félags frjálshyggjumanna. Hayek heldur því fram, að frelsi ein- staklingsins glatist við skipulagningu at- vinnulífsins. Hætt sé við, að við séum á ,,leið til ánauðar” með vaxandi tilhneigingu til skipu- lagningar. Jafnvel hægri flokkar á Vesturlöndum hafi tileinkað sér kenningar sósíalista og sameinazt þeim í „hrærigraut miðjunnar”. Afleiðingar þess megi meðal annars sjá í hnignun efnahags Bretlands og fleiri ríkja. Hayek hefur ekki trú á því „blandaða hagkerfi”, sem þessi „hrærigrautur” skapar. Hann segir: ,,Bæði samkeppni og skipulagning eru illfærar leiðir, ef ekki er gengið á leiðarenda. Þetta eru tvær lausnir sama vandans. ,,Blanda” þeirra felur það í sér, að hvorug kemur að fullum notum. Árangurinn verður verri en með því að fara aðra hvora leiðina.” Hayek segir, að til séu aðeins tveir kostir. Annað- hvort ráði óbein lögmál markaðarins eða beinar til- skipanir frá einhvérjum einstökum mönnum. Þeir, sem reyni að taka markaðslögmálin úr sambandi, séu að reisa tilskipanakerfi, hvort sem þeir vita af því eða ekki. Frjálshyggjan er ekki kyrrstöðukenning, segir Hayek. í henni sé ekkert rígneglt niður. Meginkenning- in sé, að menn eigi að velja leið frjálsra samtaka og samvinnu í samskiptum sínum eins oft og hægt er og leið nauðungar eins sjaldan og hægt er. Hann segir, að munurinn á réttarreglum annars vegar og tilskipunum hins vegar sé hinn sami og á umferðarreglum og tilskip- unum til manna um það, hvert þeir eigi að fara. Hayek vill hverfa af leið ,,hrærigrauts miðjunnar” og endurreisa frjálshyggjuna, jafnvel vill hann ganga svo langt að taka af ríkisvaldinu einkaréttinn á útgáfu peninga og innleiða frjálsa samkeppni í peningaútgáf- unni. Ríkisstjórnir vestrænna ríkja hafi eyðilagt skil- yrðin fyrir einkarekstri meðal annars vegna þess að þær hafi farið illa með þetta vald. Flestum mun þykja þessi tillaga ganga of langt. En margt í kenningum Hayeks á erindi til okkar. Við þekkjum til dæmis hér á landi, hvernig hægri flokkurinn, Sjálfstæðisflokkurinn, hefur gerzt kerfis- flokkur og átt mikinn þátt í óhóflegum vexti ríkis- báknsins. Hann hefur að því leyti lent í sama ,,hræri- graut miðjunnar” og aðrir flokkar. Ríkisafskipti og skattheimta hefur undir stjórn kerfisflokkanna farið úr böndunum og hindrað nauð- synlegar framfarir í atvinnulífinu. Fjármunum, sem ríkið aflar, er á mörgum sviðum illa varið, svo sem í landbúnaðarmálum. Arðsemissjónarmið hafi verið lát- in lönd og leið. Þótt ekki sé ástæða til að fylgja frjáls- hyggjumönnum alla leiðina, er augljóst, að hin frjálsu markaðsöfl þarf að stórefla hér á landi, ef atvinnulífið á að skila þeim lífskjörum, sem við getum bezt hlotið. Hayek lýsti einnig athyglisverðum skoðunum á því, hvernig snúast ætti við verðbólguvandanum. Þar dygðu engar smáskammtalækningar. Aðgerðin gegn verðbólgunni yrði svo sár, að engin ríkisstjórn gæti staðizt í kosningum, ef hún gerði það, sem gera þyrfti. Með þessu mælir Hayek með eins konar ,,leiftursókn” gegn verðbólgu. Hann hefur margt til síns máls. „Leiftursókn” þarf þó að verða miklu betur undirbúin og grundvölluð en „leiftursókn” sjálfstæðismanna var fyrir síðustu kosningar. r Karlinn Khomeini er hálfguð á myndum íranskra mynd - listarmanna en íaugum þeirra bandarísku „Khomeini, leiðtogi múhameðs- trúarmanna heimsins”. Þannig hljóðar áletrun á póstkorti, útgefnu i íran. Á myndinni stendur trúarleið- toginn vígreifur á jarðarkúlunni og baðar út höndum. Byltingin i íran fyrir ári sem hrakti keisarann úr landi og kom Khomeini til valda hefur orðið ótalmörgum efni til að túlka með myndum. Frétta- myndir frá íran eru sendar út og suður um heimsbyggðina. Drátthagir Khomeini og grátandi drengur. Ein eftirsóttasta myndin af trúarleiðtoganum I íran. Svona mynd hangir uppi í verzlunum, skrifstofum og öðrum vinnustöðum f landinu. Skuldasöfnun í stfl við stjómina Skuldasöfnun rikisins á (vessu ári mun ekki verða undir 115 milljörðum króna. Mestur hluti hessarar skulda- söfnunar byggist á erlendum lánum. Talið er, að skuldirnar við útlönd aukist nú um 98% eða verði nær tvö- t'aldar miðað við árið i fyrra. Þegar þetta er upplýst hefur núver- andi rikisstjórn svikið allt sem hún setti fram i stjórnarsáltmálanum, sem nú er orðinn marklaust plagg. Þar var sagt að gengisskráningu yrði haldið stöðugri, erlendar lántökur takmarkaðar eins og kostur væri. skattar ekki hækkaðir umfram það sem verið hefði, o.s.frv., o.s.frv. — Hn svik ríkisstjórnarinnar eru ein- faldlega í stil við þá menn er hana skipa. — Allt eru það dæmigerðir kerfiskallar, sem aldrei hafa haft rekstur með höndum af neinu tagi, allra siz.t á eigin ábyrgð, og hal'a alið manninn með kerfið, rikisbáknið, að bakhjarli i starfi og leik. Ótti og óvissa Það mun nú koma berlega í ljós eftir páskana, að flest það sem rikis- stjórnin hefur flumbrað af fyrir hátiðina með aðstoð naums meiri- hlula á Alþingi er þess eðlis, að upp- lausn mun verða algjör í atvinnu- og efnahagslifi fólks um allt land. Verkföll og verkbönn munu bráð- lega skiptast á vegna „fyrirheita” ríkisstjórnarinnar um að aðilar vinnumarkaðarins eigi sjálftr að „eigast við” á þeim markaði, og fólk mun komast i sjálfheldu vegna hinnar auknu skattbyrði sem ríkis- stjórnin hefur ætlað almenningi að bera — í rýrðum kaupmætti.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.