Dagblaðið - 15.04.1980, Page 2
2 DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 15. APRÍL 1980.
............
Burt með sósíalismann:
Ríkisafskipti valda glundroða
í efnahagskerfum þjóða
Mikið er nú ritað um þá félaga sem
hlutu nóbelsverðlaunin í hagfræði
fyrir nokkru, þá Friedman og Hayek,
forustumenn „nýju hagfræðinnar”.
Kenningar þeirra félaga byggjast
að verulegu leyti á nýjum kenningum
í hagfræði, kenningum sem algerlega
brjóta í bága við fyrri kenningar um
sósialisma fyrri áratuga.
Það er sameiginlegt álit þessara
manna beggj.iaðhinngamli sósíalismi
sé nú búinn að ganga sér til húðar og
með honum ýmislegt af villukenn-
ingum kommúnismans. Ríkisafskipti
eru sögð valda glundroða í efnahags-
kerfi þjóða, a.m.k. of mikil ríkisaf-
skipti einr og þau eru t.d. rekin á
íslandi.
Fyrir allmörgum árum fóru
islenzkir hugsjónamenn til Rúss-
lands, lands hins nýja tíma, sósia-
lismans, sem reis upp úr rústum Zar-
veldisins með vopnaðri uppreisn.
Þessir íslenzku hugsjónamenn fóru á
vit uppreisnarmannanna og drukku i
sig kenningar Marx, Lenins og
Engels, sem boðuðu nýja, tíma og
kenningar sem áttu að breyta landi
öreiganna í allsherjar gósenland,
og höfðu að kjörorði: öreigar allra
landa, sameinist, cða eitthvað álíka
gáfulegt. Svo mikið kvað að einum
þessara manna að við lá að honum
yrði meinað að koma heim.
Þessir íslenzku hugsjónarmenn
breiddu út kenningar sínar og tókst á
skömmum tíma að eignast marga
áhangendur, og ná undirtökum i
verkalýðsfélögum landsins, og er nú
svo komið að það eru í raun og veru
verkalýðsfélögin sem öllu ráða. Þau
verður að spyrja hvort þetta eða hitt
megi gera, og alþingi Islendinga
ræður næsta litlu. Verkalýðsfélögin
eru að sjálfsögðu löngu búin að kasta
fyrir róða upprunalegum kjörorðum
sínum, en við hafa tekið sambönd
sem nær öllu ráða í atvinnumálum
þjóðarinnar.
Það hlýtur að vera ákaflega
raunalegt fyrir verkalýðsforustuna
að þurfa að láta nóbelsverðlauna-
hafa segja sér að allur þessi bægsla-
gangur utan um sóstalismann hafi
verið eintómur misskilningur, en sá
er aftur á móti úrskurður þeirra
margnefndu nóbelsmanna.
Milton Kriedman, einn helzti forystu-
maður nýju hagfræðinnar.
Islendingar eru býsna fljótir að
tileinka sér alls konar nýjungar,
sumar góðar, sumar slæmar. Hvernig
væri nú að verða fyrstir til að endur-
skoða allan þennan sósialisma, sem
hvort eð er er nærri búinn að ríða
okkur að fullu, likt og hið auðuga
Svíaríki, sem er að kafna í sósíalisma
ófögnuðinum.
Það var sagt í Danmörku um
daginn þegar það spurðist að kona
væri í framboði til forsetakjörs á
íslandi: „Alltaf eru íslendingar
fyrstir.”
Endurskoðum nú þennan úrsér-
gegna sósíalisma og kommúnisma
og setjum met, verðum fyrstir til þess
að gera Island að ósósíalísku gósen-
landi.
Það getur vel verið að einhver
fyrirhyggja í sambandi við sjúka og
aldraða verði að vera til, en fyrr má
nú rota en dauðrota.
Mér datt þetta (svona) í hug.
SIGGI flug. 7877—8083
Baháí-trúin er ekki
afbrigði af Islam
Kðvarð T. Jónsson, ísafiröi, skrifar:
Því hefur nokkrum sinnum verið
haldið fram af guðfræðingum hér-
lendis í blöðum og útvarpi að Bahá’í
trúin væri sértrúarflokkur úr lslam.
Þessum staðhæfingum hefur jafnan
verið svarað og þær leiðréttar, síðast
í Dagblaðinu á sl. hausti. Var þá bent
á það samdóma álit ýmissa evrópskra
guðfræðinga og sagnfræðinga, að
Bahá’í trúin væri sjálfstæð trúar-
brögð, sjálfstæð opinberun. Þessir
fræðimenn hafa bent á, að ef telja
eigi Bahá’i trúna sértrúarafbrigði af
Islam, þá mætti með sömu rökum
líta á kristindóminn sem sértrúar-
flokk úr gyðingdómi.
I dymbilviku var flutt viðtal við
biskup Islands, herra Sigurbjörn
Einarsson, í fréttaþætti útvarps,
Viðsjá. Var fjallað m.a. um kristna
sértrúarhópa og aðra trúflokka hér-
lendis og Bahá’í trúin nefnd með
þeim hætti, að ókunnugir hefðu
getað ályktað að hún tilheyrði
þessum flokkum. Sú var þó ekki
ætlunin. Hr. Sigurbjörn Einarsson
tjáði undirrituðum í stuttu simtali
fyrir nokkrum dögum, að orð sin
bæri ekki að skilja á þann veg, að
Bahá’í trúin væri islamskur sértrúar-
flokkur, heldur hefði hann átt við að
trúin væri runnin úr islömskum jarð-
vegi.
Munurinn á trúarbrögðum og sér-
trúarflokki er augljós: hin opinber-
uðu trúarbrögð hans eiga sér sér-
stakan höfund og sérstök helgirit,
sem gera tilkall til að miðla opinber-
uðum sannindum. Innan þessara
trúarbragða eru hins vegar fjölmargir
sértrúarflokkar, sem hver um sig
gerir tilkall til rétts skilnings á orðum
'trúarhöfundarins. Margar sértrúar-
stefnur eru við lýði innan lslam, en
þær eiga það allar sameiginlegt að
líta á Múhameð sem höfund trúar
sinnar og Kóraninn sem opinberað
orð Guðs. Þótt Bahá’iar virði
Múhameð sem spámann Guðs, er
hann ekki höfundur trúar þeirra.
Höfundur trúar þeirra er
Bahá’u’lláh. Hann kennir, að Islam
hafi runnið sitt skeið, en hin eilífa trú
Guðs, sem birst hefur undir ýmsum
nöfnum í aldanna rás, hafi endurnýj-
ast i þeim volduga málstað friðar,
sáttfýsi og einingar, sem hann boðar
öllu mannkyni. Það er sannfæring
Bahá’ía, að trú þeirra tjái vilja Guðs
fyrir okkar tima. Trúarlöggjöf
Kóransins hefur því ekkert gildi fyrir
þá. Raunar nam Bahá’u’lláh þessa
löggjöf úr gildi um miðja síðustu öld.
Spyrja mætti einnig: Ef Bahá’iar
væru aðeins sértrúarflokkur i Islam,
hvers vegna leggur þá islamska rétt-
trúnaðarkennivaldið slíkt ofurkapp á
að snúa Bahá’íum til múhameðs-
trúar? Á síðustu 137 árum hafa þeir
látið taka af lífi hartnær 30.000
Bahá’ía, sem neituðu að ganga af trú
sinni og kusu fremur dauðann en að
sverja islömsku klerkastéttinni holl-
ustu sína.
Trúna ber fyrst og fremst að dæma
af ávöxtum hennar. Ef hún getur
breytt mannlegu hjarta til hins betra,
umskapað einstaklinga og samfélög,
þá er hún frá Guði. Öll orð og allar
kenningar Bahá’u’lláh eru tilbrigði
við þetta stef, þvi ef mannshjartað
breytist, þá breytist heimurinn lika.
Sá dómur verður að endingu felldur
yfir öllum stefnum og flokkum,
kirkjum og trúarbrögðum þessara
tíma, hvort þau hafi megnað að
breyta hjartalagi mannsins, gera
hann að betri manni, stuðlað að and-
legum vexti hans og andlegri ham-
ingju, fært hann nær Guði. Enginn
annar mælikvarði er til á lifandi gildi
neinnar trúar eða stefnu.
Raddir
lesenda
Pjetur Maack guöfræðingur á einum af fjölmörgum kynningarfundum hans
ng Vilhjálms Svans á áfengisvandamálinu.
DB-mynd: Rjarnleifur.
Áfengisvandinn er
meiri en af er látið
Reynir Biarnason skrifar:
,, Alkóhólisminn gerir ekki
greinarmun á Jóni og séra Jóni.”
Þessi fyrirsögn var i Helgarpóstinum
föstudaginn 28. marz. Þar var greint
frá er Vilhjálmur Svan og Pjetur
Maack funduðu í Fellaskóla nýverið
yfir 150 manns og enginn svo mikið
sem hóstaði á meðan þeir töluðu.
Ég vil þakka þessum piltum og
SÁÁ þeirra framlag í baráttunni við
áfengisvandann, sem er miklu meiri
en af er látið og ég rnæli með því að
sem flestir lesi þessa grein.
Vilhjálmur sagði sögu af fjórtán
ára dreng, sem var sendur til
geðlæknis vegna þess að faðir hans
var alkóhólisti. Það var ekki faðirinn
sem var látinn leita til læknis. Nei,
það var fjórtán ára gamall
drengurinn, sem var haldinn
þunglyndi vegna drykkju föður síns.
Já, tvöfeldnin í brennivínsmálum
riður ekki við einteyming. Það er sagt
að betra sé vit en strit en hræddur er
ég um að hið síðara hafi verið notað í
þetta skiptið.
Oskurmúsík á átthagaskemmtun
nefndri skemmtun og það var æðis-
genginn hávaði í hljómsveitinni. 1
henni voru þrír menn og stilltu þeir
magnara sína og hátalara svo hátt'
sem unnt var, enda hávaðinn og
gauragangurinn svo mikill að skar í
eyru, og áttu flestir bágt með að þola
þessi öskurlæti, ekki sízt sönginn sem
oftast yfirgnæfði allan annan
hávaða.
I. A. skrifar:
Nýlega var ég á átthagaskemmtun
sem haldin var í Domus Medica.
Mikill meirihluti þeirra, sem
skemmtunina sóttu, var miðaldra
fólk og sumt gamalt, flest ættað úr
ákveðnu héraði vestanlands. Þeir er
sækja átthagaskemmtanir koma
þangað til að hitta vini og kunningja
úr heimabyggð sinni en einnig til að'
skemmta sér við dans enda er hann
oft hið eina sem á boðstólum er til
skemmtunar.
En eitt var það sem angraði alla á
Ég vissi til þess að sá góði maður,
sem stjórnaði samkomunni, fór þess
á leit við hljómsveitina að dregið yrði
úr hávaðanum vegna þess að hér væri
mest um roskið fólk að ræða sem illa
þyldi mikinn hávaða. En hljómsveit-
in tók ekki í mál að gera hér neina
breytingu á.
Þeir samkomugestir sem ekki flúðu
af hólmi í byrjun samkomunnar urðu
því að !áta sér lynda að þola hávað-
ann allt til enda, sjálfum sér til mik-
illar raunar og angurs.
Fyrir hverja héldu hljómsveitar-
mennirnir að þeir væru að leika og
syngja? Sjálfa sig eða samkomugesti?
Liklega bara fyrir sjálfa sig því ekki
virtust þeir taka tillit til annarra.
Þetta er víst ekkert einsdæmi, þvi
miður. Mér er sagt að svona sé þetta
víðast hvar á átthagaskemmtunum
sem og annars staðar. Tillitsleysi
margra hljómsveitarmanna virðist
algjört. Það er eins og þeir haldi að
þeir séu að leika fyrir unglinga á
skemmtunum, sem þeim eru ætlaðar
sérstaklega, og eru þó margir
unglingar óánægðir með gauragang-
inn sem þar er dembt yfir þá.
Hljómsveitarmenn skyldu athuga
að með þvi að stilla hljómmagnara
sína á efstu tóna breytist hljómlist
þeirra (ef einhver er) í hávaða og arg
og söngur þeirra i öskur sem engin
fegurð fylgir en verkar illa á flesta til-
heyrendur. Hávaðinn fer þá að yfir-
gnæfa þann tónflutning sem annars
mætti telja til listar og yndisauka.
Hljómsveitarmenn! Minnkið
hávaðann sé þess óskað og leyfið
þeim sem koma á átthagaskemmtanir
að njóta samvista og skemmtunar,
þrátt fyrir nærveru ykkar.
'I