Dagblaðið - 15.04.1980, Side 6
6
Hundruð milljóna manna víða um heim fylgdust með óskarsverðlaunahátíðinni f Los Angeles:
Kramer versus Kramer
er kvikmynd ársins
— Dustin Hoffman og Sally Field beztu leikarar í aðalhlutverkum
Frá Sigurjóni Sighvats-
syni fréttaritara Dag-
blaðsins í Los Angeles í
morgun:
Óskarsverðlaunin voru afhent hér í
Los Angeles í gærkvöldi i 52. sinn.
Sjónvarpað var til yfir 60 landa frá
þessari miklu uppskeruhátíð kvik-
myndagerðarmanna. Var mál manna
að í þetta sinn hafi óvenju góðar
kvikmyndir hlotið verðlaunin eftir-
sóttu og flestir einstaklingarnir hafi
verið vel að verðlaunum sínum
komnir.
Það var kvikmyndin Kramer
versus Kramer sem aðallega var i
sviðsljósinu á hátíðinni. Hún hlaul
alls 5 óskarsverðlaun. Kramer versus
Kramer var kjörin bezta kvikmynd
liðins árs. Hún fjallar um baráttu frá-
skilinna foreldra um yfirráðarétt yfir
syni þeirra. Myndin er á góðri leið
með að verða bezt sótta kvikmynd
allra tíma í Bandaríkjunum. Gárung-
arnir segja að skýringin sé sú að
hjónaskilnaðir og barátta um börn
séu svo algengir viðburðir í landinu!
Þá fékk leikstjóri Kramer versus
Kramer, Robert Benton, verðlaun
fyrir beztu leikstjórnina, Dustin
Hoffmann fyrir bezta karlaðalhlut-
verkið (hann leikur föðurinn), Meryl
Streep fyrir bezta aukahlutverk
kvenna (leikur móðurina), og leik-
stjórinn Benton fékk annan óskar
fyrir að búa handritið til upptöku
fyrir sjónvarp.
All that jazz fékk fjögur verðlaun.
Sú kvikmynd er byggð á sjálfsævi-
sögu Bob Fosse leikstjóra. Myndin
hefur hlolið mjög misjafna dóma.
Flestir eru þó sammála um að dans-
atriðin séuóviðjafnanleg.All that jazz
var verðlaunuð fyrir beztu sviðs-
myndina, búningana, klippingu og
útsetningu á tónlist.
Vestur-þýzka kvikmyndin The Tin
Drum var kjörin bezta erlenda kvik-
myndin. Leikstjórinn er sá hinn sami
og stjórnaði The lost honour of
Catharine Blue og Þýzkaland að
hausti, sem báðar voru sýndar hér á
landi (sú siðartalda á kvikmynda-
hátíðinni i febrúar). Bezta leikkonan
í aðalhlutverki var Sally Field. Hún
leikur baráttukonu fyrir réttindum
verkakvenna i Norma Rae. Kvik-
myndin Apocalypse now var tilnefnd
til 8 verðlauna. Hún fékk aðeins
tvenn verðlaun; Fyrir bezta kvik-
myndatöku og hljóðupptöku. Þess
má geta að meðal þeirra mynda sem
tilnefndar voru ásamt Kramer versus
Kramer til beztu myndar ársins voru
Stúlkurnar frá Wilko eftir pólska
leikstjórann Andrzej Wajda (sýnd á
kvikmyndahátíð) og Mamma turns a
Hundred eftir spánska leikstjórann
Saura. Myndir eftir hann vöktu
mikla athygli á kvikmyndahátíðinni í
febrúar.
Atriði úr All that Jazz eftir lcikstjór-
ann Bob Fosse. Byggð á ævisögu hans
og fær að sögn misjafna dóma. En fékk
samt 4 óskarsverðlaun i gærkvöldi.
Dustin Hoffman i hlutverki Ted Kramer og Meryl Streep i hlutverki konu hans, Jóhönnu, rffast um krakkann við skilnaðinn.
Norma Rae (Sally Field) berst fyrir þvi að konurnar i vefstofunni stofni verkalýðs-
félag. Sally Field fékk óskarinn fyrir túlkunina á Normu Rae.
VATNÁ MYLLUAND-
STÆfHNGA REYKINGA
—bandarískir vfsindamenn sýna framáað fólksemekki reykirenandaraðsér
tóbaksreyk frá öðrumgeturfengið afþvíöndunarfærasjúkdóma
Þeir sem ekki reykja halda sifellt á
lofti þeim rétti sínum að geta andað
að sér hreinu lofti ómenguðu af
tóbaksreyk og þá sérstaklega á ýms-
um samkomustöðum, svo sem
veitingahúsum, flugvélum og viðar.
Reykingamenn segja á móti að í
samræmi við hugsjónir um jafnrétti
eigi þeir kröfu á að njóta reyks sins í
friði fyrir nöldri og naggi lungna-
verndarmanna. Fyrir skömmu lögðu
vísindamenn í Kaliforníu þeim síðar-
nefndu ný vopn i hendur:
Rannsóknir sýna að sterkar líkur
benda til þess að þeir sem anda að sér
reykmettuðu lofti eigi á hættu að
veikjast í lungum. James R. Whiteog
Herman F. Froeb við háskólann i
Kaliforníu þykjast hafa sannað mcö
tilraunum og rannsóknum að maður
sem ekki reykir og vinnur við hlið
reykingamanns getur beðið
heilsutjón af því að anda að sér
reyknum frá reykingamanninum.
sýndu svo ekki varð um villzt að fólk
sem ekki reykti og lifði og hrærðist í
reyklausu umhverfi var heilbrigt í
lungum. Hins vegar voru greinileg
merki um öndunarfærasjúkdóma á
byrjunarstigi hjá þeim sem ekki
reyktu en voru mikið í reykmettuðu
andrúmslofti. öndunarfæri þeira
voru líkt á sig komin og öndunar-
færin í mönnum, sem reyktu 11
sígarettur og færri daglega. Hvort
óbeinar reykingar geta leitt til
lungnakrabbameins er enn ósannað
mál. En ljóst er að niðurstöður
rannsóknarinnar eru vatn á myllu
stuðningsmanna hreins og ómengaðs
lofts.
,,Nú höfum við i fyrsta sinn
niðurstöður úr umfangsmiklum
mælingum, sem sýna að óbeinar
reykingar hafa áhrif á líkamann,”
sagði dr. Claude Lenfant hjá
'heilbrigðismálastofnuninni í Banda-
ríkjunum. „Þær geta riðið bagga-
muninn þeim í vil sem ekki vilja
reykja.”
Líbería:
Fyrirmenn
fangelsaðir
Hinir nýju leiðtogar Liberíumanna
hafa handtekið tugi yfirmanna úr
hernum og fyrrum embættismenn
fyrrum stjórnar Tolberts forseta.
Tolbert var drepinn i byltingu á laugar-
daginn. Valdamesti maður landsins
heitir Samuel Doe. Samkvæmt frétta-
skeytum eru hinir fangelsuðu fyrir-
menn sakaðir um svik, glæpi, sóun og
skerðingu á mannréttindum.
Portisch heppinn
aðná jafntefli
Ungverski stórmeistarinn Lajos
Portisch og Boris Spassky frá
Sovétríkjunum gerðu jafntefli i 6.
einvígisskák þeirra í Mexikó í gær.
Portisch heldur eins vinnings forskoti
sinu, hefur 3.5 á móti 2.5 vinningum
Spasskys. Portisch mistókst að gera sér
mat úr hagstæðari stöðu í 6. skákinni
og var heppinn að ná jafntefli.
Erlendar
fréttir
c
Niðurstöður
rannsóknarinnar
REUTER