Dagblaðið - 15.04.1980, Blaðsíða 9

Dagblaðið - 15.04.1980, Blaðsíða 9
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 15. APRÍL 1980. 9 Lánsfjáráætlun: „REYNIAÐ KOMA HENNI NIÐUR ÚR 95 MIUJðRÐÚM” —segir Ragnar Amalds fjármálaráðherra „Við erum að leita leiða til að koma lánsfjáráætluninni niður úr |þeim 95—100 milljörðum, sem hún stefnir i,” sagði Ragnar Arnalds fjár- málaráðherra í viðtali við DB í gær. „Þaðer ljóst, að þetta er of hátt. Um það eru menn sammála í stjórnarflokkunum,” sagði fjármála- ráðherra ennfremur. Hann sagði að Framsókn hefði ekki stöðvað fram- gang áætlunarinnar, en sennilega hefði ýmsum þingmönnum Fram- sóknar orðið hverft við þegar þeir sáu hvert stefndi, eins og DB hefur skýrt frá. Áætlunin stefndi of hátt en „okkur er vandi á höndum,” sagði fjármálaráðherra, „eins og lýst hefur verið i Dagblaðinu. Margt af þessu verður ekki mikið hreyft. Til dæmis eru 32 milljarðar bundnir við Hraun- eyjafossvirkjun, 9—10 milljarðar við járnblendið og einir 8 milljarðar í skipakaupum, sem gengið hefur verið frá. Þaðhefurvantaðupplýsingar frá Seðlabanka og Framkvæmdastofnun til þess að við gætum tekið seinustu lotuna um lánsfjáráætlun,” sagði fjármálaráðherra. - HH Eigaskák- menn höfundarrétt? Höfundarréttur skákmanna á skákum sinum er eitt af þeim mál- um sem tekin verða til umræðu á fundi FIDE ráðsins hér á landi næstu daga. Mörgum skákmönn- um þykir réttlátt að fá greiðslu fyrir birtingu á skákum sinum, rétt eins og tónskáld fái gjald fyrir flutning verka sinna. DB leitaði álits Sigurðar Reynis Péturssonar forstjóra STEFs, sambands tónskálda og eigenda flutningsréttar og spurði hann um lagalega hlið þessa máls: „Eftir þvi sem ég bezt veit hefur enginn dómur fallið i heim- inum í máli sem varðar höfundar- rétt á skák. Lögin um höfundar- rétt kveða á um rétt höfunda í bókmenntum og listum. Spurn- ingin er einungis hvort skák er list eða hvort hún er það ekki. Hollenzka STEFið hefur verið að rannsaka málið eitthvað en mér skilst að niðurstöður séu fremur neikvæðar. Sjálfum þætti mér eðlilegt að skákmenn hefðu einhvern birtingarrétt á skákum sínum, hvort sem það væri höf- undarréttur eða einhver annar réttur,” sagði Sigurður. -DS Kílóiðaf hörpudiski álOOkr. Verðlagsráð sjávarútvegsins hefur ákveðið eftirfarandi lág- marksverð á hörpudiski frá 1. marz til 31. maí 1980. Hörpudiskur í vinnsluhæfu ástandi: a) 7 cm á hæð og yfir, hvert kg 100 krónur, b) 6 cm að 7 cm á hæð, hvert kg 82 krónur. Verðið er miðað við, að selj- endur skili hörpudiski á flutnjngs- tæki við hlið veiðiskips og skal hörpudiskurinn veginn á bílvog af löggiltum viktarmanni á vinnslu- stað og þess gætt, að sjór fylgi ekki með. Verðið miðast við gæða- og stærðarmat Framleiðslueftirlits sjávarafurða og fari gæða- og stærðarflokkun fram á vinnslu- stað. - GAJ Ekkisami Saabinn Rallíkrosskappinn Vilmar Pedersen vill ekki meðganga það, að hann hafi velt Saabbíl í rallí- krossi BÍKR, en frá því greindi DB í gær. Víst er um það, að Saab valt og Vilmar keyrði Saab, en það var bara ekki sami Saab- inn. Vilmar sagðist ekki vilja taka heiðurinn af félaga sínum sem velti Saabinum, en það þykir hvað bezt í leik þessum að koma vagninum af hjólunum. Að sögn Vilmars var það Friðrik hjá Saab- umboðinu sem velti bílnum, en Vilmar keppti í öðrum riðli. -JH Strætisvagnarnir eru notaðir sem heygeymslur — og sauðunum gefið i öðrum, segir Sæmundur. Sæmundur Þórðarson um féð í Hvassahrauni: „ Tómur rógur nágrannanna” DB-m.vnd: Bj.Bj. „Þetta er tóm haugalygi frá rótum,” sagði Sæmundur Þórðarson kaup- maður er undir hann voru bornar frá- sagnir af búskap hans með fé í Hvassa- hrauni. „Þetta er ekkert annað en róg- burður frá nágrönnum mínum.” Undanfarna daga hefur i blaðinu verið skýrt frá máli, sem sprottið er af kærum á hendur Sæmundi fyrir illa meðferð á fénu sem sagt er að hann gefi sjaldan, baði aldrei og láti ekki bólusetja gegn garnaveiki. „Fénu er gefið á hverjum degi. Eftir- litsmaður lítur reglulega eftir framgangi þess og hefur alltaf talið hann í góðu lagi. Aldrei hefur þurft að lóga nokkurri skepnu vegna vaneldis,” sagði Sæmundur. „Húsin eru tiltölulega góð. Ég skipti um járn á fjárhúsinu í fyrra og á staðn- um eru tvö ný hús. Það eru vagnar af Vellinum, annar notaður sem hlaða og sauðunum gefið í hinum. Nú er nýbúið að skoða allt féð hjá mér og mér var sagt að það væri í úr- valsstandi. Sigurður Sigurðsson dýra- læknir hefur fylgzt reglulega með þvi. Féð hefur verið baðað á hverju ári utan einu sinni og alltaf verið sprautað. Ég á beitarrétt á mun stærra landi en nágrannar mínir vilja vera Iáta og það er firra að féð hafi verið niðri við Álver á föstudaginn. Ég var fyrir löngu búinn að ákveða að farga fénu í haust. Það er ekkert vegna kærunnar, enda hefur hún nú verið dregin til baka, heldur vegna þess að ég er orðinn gamall maður og get ekki staðið í þessu lengur. Oddvitinn hefur ekkert staðið með mér sérstaklega í þessu máli heldur hefur hann vitað að kærurnar á mig eru bornar fram af óábyrgum mönnum og hefur hann engan frið haft fyrir þeim,” sagði Sæmundur. Hann kvaðst gera nánari grein fyrir máli sínu síðar. - DS Beðið eftir vottorði héraðsdýralæknis ,,Við erum að bíða eftir vottorði héraðsdýralæknis um ástand sauðfjár- ins,” sagði Guðmundur Kristjánsson fulltrúi Bæjarfógeta í Keflavík um mál Sæmundar Þórðarsonar. „Við sendum ríkissaksóknara þau gögn sem komin voru í málinu þann 30. janúar. Hann sendi okkur þau aftur 22. febrúar með skipun um að yfirheyra Sæmund og fá vottorð héraðsdýra- læknis, Brynjólfs Sandholt. Sæmundur var yfirheyrður í Hafnarfirði eins og þið skýrðuð frá á dögunum. Brynjólfi hefur verið skrifað og hann beðinn um vottorð en það höfum við ekki fengið enn,” sagði Guðmundur. - DS Ökukennarar reiðir Bifreiðaeftirliti ríkisins: K0PAV0GSBUUM BANNAD AD TAKA PRÓF í HAFNARFIRDI „Forstjóri Bifreiðae ftirlitsins í Reykjavík sendi Bifreiðaeftirlitinu í Hafnarfirði bréf þar sem hann bannaði því að prófa nemendur frá Kópavogi. Til þess hefur forstjórinn ekkert vald og þvi vildum við mót- mæla,” sagði Guðjón Hansson öku- kennari. Á aðalfundi Ökukennara- félagsins á dögunum var samþykkt einróma ályktun um að mótmæla þessu og stjórn félagsins falið að koma mótmælunum á framfæri. „Samkvæmt lögum á hverjum og einum að vera heimilt að taka öku- próf þar sem hann helzt kýs. Kópa- vogsbúar þurfa að sækja allt sitt bif- reiðaeftirlit til Hafnarfjarðar og er því eðlilegt að þeir taki próf þar líka. Eðlilegast væri þó að i jafn stóru sveitarfélagi og Kópavogur er að prófað væri að minnsta kosti 2 daga í viku.” Er þarna á ferðinni eitthvert fjár- hagsatriði? „Ekki fyrir okkur en hugsanlega fyrir bifreiðaeftirlitið þó því sé borið við að ekki sé nægur mannskapur fyrir hendi í Hafnarfirði vegna skoðunar bila Kópavogsbúa. Þeirri skoðun er nú að verða lokið en ekkert hillir undir niðurfellingu þessa banns. Okkur þykir þægilegra að prófa nem- endur í Hafnarfirði en í Reykjavík, þar sem mun meiri skriffinnska fylgir prófunum. Það hefur jafnvel verið gefið í skyn að við létum nemendur okkar skrá sig hjá vinum og kunn- ingjum í Hafnarfirði til þess að fá fremur að prófa þá þar. En til hvers ættum við að gera það ef reglan um að menn megi taka ökupróf hvar sem er, er igildi?” sagði Guðjón. -DS I ökuskólanum: Nú fá Kópavogsbúar ekki lengur að taka sin bflpróf i Hafnarfirði.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.