Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 15.04.1980, Qupperneq 10

Dagblaðið - 15.04.1980, Qupperneq 10
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 15. APRÍL 1980. MMBIAÐW Útgefandi: DagblaðM hf. Framkvœmdastjórí: Sveinn R. EyjóHsson. Ritstjórí: Jónas Krlétjánsson. RHstjómarfulltrúi: Haukur Helgason. Fréttastjóri: Ómar Valdjmarsson. Skrífstofustjórí rítstjómar Jóhannes Reykdal. Iþróttir Hallur Slmonarson. Menning: Aöalsteinn IngóHsson. Aðstoðarfróttastjóri: Jónas Haraldsson. Handrit Ásgrímur Pábsón. Hönnun: Hilmar Karísson. Qlaðamenn: Anna Bjamason, Atii Rúnar Haltdórsson, AtJi Steinarsson, Ásgoir Tómasson, Bragi Stgurðsson, Dóra Stefónsdóttir, Elín Albertsdóttir, Ema V. íngóHsdóttir, Gunnlaugur A. Jónsson, Ólafur Geirsson, Sigurður Sverrisson. Ljóemyndir Ámi Páll Jóhannsson, BjamleHur BjamleHsson, Hörður Vilhjálmsson, Ragnar Th. Sigurðs son, Sveinn Þormóðsson. Safn: Jón Sœvar Baldvinsson. Skrífstofustjórí: Ólafur EyjóHsson. Gjaldkerí: Þráinn ÞoríeHsson. Sölustjórí: Ingvar Sveinsson. Dreifing afstjórí: Már E.M. Halldórsson. Rftstjóm Slðumúla 12. Afgreiflsla, áskriftadeild, auglýsingar og skrífstofur Þverholti 11. AAalsimi btaflsins er 27022 (10 Hnur). Stórhættulegir Norðmenn eru slyngir kaupsýslumenn. í samningum hafa þeir lag á að kreista sítrónuna til fulls. Þetta kemur vel fram í viðræðum þeirra við íslendinga um Jan Mayen.Þar hyggjast þeir ná sem mestu fyrir sem minnst. Svo einlæg er harka hinna norsku samningamanna og þeim svo eðlileg, að þeir blikna ekki, þegar þeir reyna að draga viðsemjendur sína á asnaeyrunum. Þeir þykjast aldeilis undrandi á því, að íslendingar vilji ekki taka við gjöfum á silfurdiski. Fyrir fundina, sem nú standa yfir í Reykjavík, létu norsk stjórnvöld leka því, að þau væru fús til að létta á hinni hörðu Jan Mayen línu. Þetta virtist í fyrstu nokkurt fagnaðarefni, enda raunveruleikinn þá ekki kominn í ljós. Samkvæmt lekanum áttu íslendingar að fá 200 mílna lögsögu við Jan Mayen, hálfar nytjar norskrar efnahagslögsögu við Jan Mayen og yfirstjórn loðnu- veiða á svæði íslands og Jan Mayen að verulegu leyti, ef þeir samþykktu hina norsku lögsögu. Steingrímur Hermannsson, sjávarútvegsráðherra beit á agnið. Hann sagði í fjölmiðlum, að norsk fiskveiðilögsaga kæmi til greina við Jan Mayen, ef ýmsum skilyrðum væri fullnægt. Norska efnahagslög- sögu nefndi hann þó ekki. Steingrímur bætti svo gráu ofan á svart með því að segja, að íslenzka krafan um samstjórn Norðmanna og íslendinga á fiskveiðum umhverfis Jan Mayen sé alger- lega óraunhæf., Þarna endurtekur hann órökstuddar fullyrðingar Norðmanna. Ut af fyrir sig getur verið, að Steingrímur trúi síbylju Norðmanna um samstjórnina. En hann má ekki vera svo lélegur samningamaður, að hann gefi sér þessa trú sem forsendu í upphafi viðræðna við harða samningamenn. Steingrímur hefði heldur átt að líta á þessa trú sem mikilvæga tilslökun af sinni hálfu, sem yrði vegin og metin á móti öðrum tilslökunum af hálfu Norðmanna. Þannig fara hinir norsku samningamenn að í svipuðum málum. Afleiðingin af tvöföldum fótaskorti Steingríms á tungunni er sú, að hinir norsku samningamenn hafa styrkzt í þeirri trú, að þeir geti haldið áfram að neita að ræða norska lögsögu við Jan Mayen öðru vísi en sem forsendu. Ekki bætir úr skák, að flokksblað íslenzkra og norskra Alþýðuflokksmanna tekur í morgun í forsíðu- leiðara upp hanzkann fyrir Norðmenn og gagnrýnir harðlega ýmsar röksemdir, sem haldið hefur verið fram af íslands hálfu. ,,Jan Mayen skiptir engu höfuðmáli. . . ”segirílok þessarar einstæðu greinar. Þá vita hinir norsku samningamenn það. Enginn vafi er á, að þeir gleðjast mjög af fótaskorti Steingríms og rugli skjólstæðings síns, Alþýðublaðsins. Enda kemur það í ljós á fundunum, að norsku samningamennirnir kannast ekki við lekann, sem þeir stóðu fyrir. Þeir eru enn að þjarka um, að miðlína verði að gilda milli íslands og Jan Mayen. Þetta kallast nú að kreista sítrónuna vel! Dagblaðið tók í gær undir það sjónarmið Norð- manna, að til greina gæti komið að taka fiskveiðimálin á undan öðrum þáttum, reyna að leysa þau nú til bráðabirgða, en fresta hinum þáttunum til betra tóms. Dagblaðið varaði þó við bráðabirgðasamkomulagi, er túlka mætti sem skref í átt til norskrar efnahagslög- sögu við Jan Mayen. Þessar aðvaranir, sem voru meginefni leiðarans, hafa greinilega ekki verið ástæðu- ^lausar. Norðmenn eru stórhættulegir í samningum. r V r Nýr „Kampútseu”-hannleikiir í Af ríkulandinu Sómalíu: Milljónir horf- ast í augu viö hungurvofuna Daglega koma 2500 flóttamenn frá Eþíópíu til Sómalíu. Ástandið í búðum flóttamannanna er hrikalegt og fer sífellt versnandi. Mat skortir, lyf og hvers kyns aðstoð. Ef ekki kemur til alþjóðleg hjálp alveg á næstunni mun heimurinn upplifa aðrar ,,Kampútseu”-hörmungar í Sómalíu. Alls eru 1.3 milljónir flótta- manna i landinu, þar af 634.000 í 24 yfirfullum flóttamannabúðum. 9197o fólksins eru konur og börn. Arild Vollan, norskur starfsmaður Sameinuðu þjóðanna í höfuðborg Sómalíu, Mogadishu, skrifar í Dag- bladet að útlitið í Sómalíu sé allt annað en bjart. Um allt landið er matarskortur vegna langvarandi þurrka. Það eru ekki aðeins flótta- menn sem líða skort, heldur blasir hann einnig við 4 milljónum sem byggja Sómalíu. Verst er ástandið i Hargeisa-héraði í norðvesturhluta landsins. Þar hafast 160.000 flótta- menn við í 6 búðum. Á síðustu 2 mánuðum hefur starfslið góðgerðar- stofnana og samtaka aðeins haft lítil- ræði af hrísgrjónum og hveiti til að útbýta. Afleiðingin er vannæring og barnadauði. Á aðeins einni viku dóu 78 börn í búðunum í Sabacad , þar sem 52.000 manns hafast að. Daglegur matarskammtur var áður 75 grömm af hrísgrjónum eða hveiti á mann. Vegna þess hve ört bættist við í flóttamannahópinn varð að minnka skammtinn niður í 50 grömm fyrir einum mánuði. Þar við bætist að Sabacad-búðirnar voru algerlega matarlausar í þrjá daga samfleytt. Heilbrigðisþjónusta við fólkið er langt frá því að vera fullnægjandi og aðstæður allar skelfilegar í öllum 24 búðum flóttamanna í Sómalíu. 80% fólksins þjást af berklum. Mislingar eru sömuleiðis útbreiddur sjúkdómur meðal barnanna. Óhreint drykkjar- vatn orsakar niðurgang. Taugaveiki er algeng. í búðum í norðurhlutanum sem Flóttinn yfir Ogaden-eyðimörkina er þrekraun fyrir þá sem i hann leggja til að reyna að bjarga lifi sinu og sinna. Barnið lézt I fangi móður simtar áður en hún komst til flóttamannabúðanna I Sómalíu. Askfylli af félagsfræði Jónas góður. í forystugrein í blaði þínu miðviku- daginn 9. apríl sl. gerir þú að umtals- og aðfinnsluefni þann seinagang sem hefur ríkt í málefnum sjávarútvegs- fræða á háskólastigi hér á landi. Þar hygg ég að þú hafir mikið til þíns máls og ber að meta að verðleikum áhuga þinn á auknum viðfangsefnum Háskóla íslands. Hið sama verður ekki sagt um illskiljanlegar hnútur sem þú kýst í sömu ferðinni að senda annarri háskólagrein, félagsfræði. Forystugrein þín hefst svo: „Senni- lega verður Háskóli íslands búinn að útskrifa 100. félagsfræðinginn áður en hann útskrifar fyrsta sjávarútvegsfræðinginn”, og lýkur þannig: „Þess vegna þurfum við að setja okkur það mark að útskrifa fleiri sjávarútvegsfræðinga en félags- fræðinga’ ’. Á einum stað segir einnig að í þessu efni fylgi skólinn „þeirri kenningu, að bókvitið verði ekki í askana látið.” Ekki verður annað séð en fyrir þér vaki með þessum orðum að koma þeim skilningi að hjá hrekk- lausum lesanda, að viðgangur félags- fræðinnar við Háskóla íslands komi í veg fyrir að kennsla geti hafist í sjávarútvegsfræði og, jafnframt, að félagsfræðingar séu harla ólíklegir til að leggja eitthvað að mörkum til verðmætasköpunar í þjóðfélagi okkar. Þar sem þú velur félags- fræðina eina til samanburðar, hlýtur lesandann að gruna að þú teljir hana gagnslausasta allra greina sem stundaðar eru við háskólann. Það verður ætið matsatriði hvort eltar skuli ólar við órökstuddar dylgjur sem birtast á opinberum vett- vangi. Ástæður þess að ég stenst ekki mátið i þetta sinn eru einkum þrjár. í fyrsta lagi þykir mér nokkurs um vert að blað þitt gæti betur virðingar sinnar en hér varð raunin á. í örðu lagi er mér skylt að snúast til varnar þegar svo ómaklega er vegið að því starfi sem ég og aðrir sinnum eins samviskusamlega og við getum. í þriðja lagi er skylt að verja starfs- heiður þeirra fjölmörgu einstaklinga (þó töluvert innan við hundrað) sem hafa lokið prófgráðu í félagsfræði frá Háskóla íslands á undanförnum árum. Þeir hafa horfið til hinna fjöl- breyttustu starfa þar sem menntun þeirra nýtur sín og getið sér hið besta orð. Sömu sögu er að segja af þeim sem hafa haldið tii framhalds- náms við erlenda háskóla. Lengi hefur verið deilt um bókvit og aska, og ekki skal það henda mig hér að taka þátt í þeim medngi sem þú hófst í forystugrein þinni um það hvaða fræðigrein sé best askfylli. Ég vil einungis geta þeirrar almennu skoðunar minnar að marksækinn, heiðarlegur og vandvirkur kennari og fræðimaður sé undantekningalítið umhverfi sínu tii gagns, hvert sem sérsvið hans er. í því ljósi hlýt ég að visa gersamlega á bug órökstuddum og einhæfum samanburði þinum í umræddri forystugrein. Góður grundvöllur Á síðari árum hefur það orðið æ betur ljóst hversu mikilvægt það er fyrir þroska og viðgang fræðigreina, að þeir sem þær stunda einangrist

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.