Dagblaðið - 15.04.1980, Side 13
12
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 15. APRÍL 1980.
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 15. APRÍL 1980.
íbróttir
Iþróttir
Sþróttir
Iþróttir
íþróttir
íþróttir
Iþróttir
Þessi mynd var tekin er börnin gengu fylktu liði um Akureyrarbæ á föstudag. DB-mynd Guðm. Svansson.
Keppnisgledin í
algeru fyriirúmi
—á Andrésar andar-leikunum íHlíðarfjalli um helgina
„Litlu ólympíuleikamir” voru
haldnir i Hliðarfjalli á laugardag og
sunnudag. Á föstudagskvöld kl. 19.30
söfnuðust keppendur og fararstjórar
að húsi Búnaðarbankans ú Akureyri,
gengu fylktu liði upp að Akureyrar-
kirkju þar sem mótið var sett. Síðan
var komið með logandi kyndil upp
kirkjutröppurnar og kveikt þar á eldi í
líkingu við ólympíueldinn. Keppnin
hófst á laugardagsmorgun i sól og bliðu
og var greinilegt að keppnisgleðin sat i
fyrirrúmi hjá hinum ungu keppcndum.
Og baráttan var hörð hjá þessu unga og
efnilega skiðafólki — oft munaði ekki
nema örfáum sekúndubrotum í
keppninni um verðlaunin. í flokki 8 ára
drengja vöktu nokkrir keppendur
gífurlega athygli og þar eru mikil efni á
ferðinni. Áhorfendur voru fjölmargir
og hvöttu keppendur ákaft til dáða. 1
lok mótsins á sunnudaginn voru
verðlaun afhent við Skíðastaði.
Keppendur voru alls 250 og er þetta
fjölmennasta skíðamót sem haldið
hefur verið hér á landi. Var gaman að
sjá hversu foreldrarnir, sem komu víðs
vegar að af landinu, fylgdu börnum'
sínum dyggilega.
Úrslit urðu þessi á mótinu:
Stórsvig
Stúlkur 7 ára og yngri:
1. María Magnúsd., Akureyri
2. Anna Valdimarsd., Bol. 83,3
3. Harpa Hauksd., Akureyri, 84,4
Drengir 7 ára og yngri:
1. Kristinn Björnsson, Ólafs. 76,4
2. SvavarGuðmson, Akureyri 79,4
3. Sig. Hreinsson, Húsavík, 79,9
8 ára stúlkur;
1. Rakel Reynisd., Akureyri 80,5
2. Ása Þrastard., Akureyri 80,9
3. Hildur K. Aðalsteinsd., Bol. 81,0
8 ára drengir:
1. Vilhelm Þorsteinss., Akureyri 73,1
2. Sverrir Ragnarss., Akureyri 74,2
3. JónÓlafurÁrnas., ísaf. 74,6
9 ára stúlkur:
1. Ásta Halldórsd., Bolungarvík 76,2
2. ÞorgerðurMagnúsd., Akureyri81,3
3. SólveigGislad., Akureyri 83,4
9 ára drengir:
1. Ólafur Sigurðsson, ísaf. 70,8
2. Jón Ingvi Árnas., Akureyri 72,0
3. Símon Þór Jónss., Bolungarv. 73,8
10 ára stúlkur:
1. Kristin Hilmarsd., Akureyri 118,0
2. Kristtn Jóhannsd., Akureyri 120,1
3. Þóra Víkingsd., Akureyri, 121,3
lOáradrengir:
1. Jón M. Ragnarss., Akureyri 111,7
2. Jón H. Harðarson, Akureyri, 113,1
3. Valdimar Valdimarss., Akur. 116,1
11 ára stúlkur:
1. Kristín Ólafsd., Reykjavík, 106,0
2. Gréta Björnsd., Akureyri 106,8
3. Auður Jóhannsd., Reykjavík, 107,8
11 ára drengir:
1. Björn B. Gíslason, Ólafsf. 102,6
2. -3. Brynjar Bragason, Ólafsf., og
Aðalsteinn Árnason, Ak. 105,3
12 ára stúlkur:
1. Guðrún J. Magnúsd., Akur. 116,9
2. Berglind Gunnarsd., Húsav. 118,82
3. Guðrún Kristjánsd., Akureyri 121,7
12. ára drengir:
1. Guðm. Sigurjónss., Akur. 112,75
2. Smári Kristinss., Akur. 116,06
3. Kristján Valdimarss., Rvík 117,38
Svig
Stúlkur, 7 ára og yngri:
1. Harpa Hauksd., Akureyri 91,0
2. María Magnúsd., Akureyri 92,2
3. AnnaS. Valdimarsd., Bol. 93,3
Drengir 7 ára og yngri:
1. Kristinn Björnsson, Ólafs. 85,3
2. -3. Svavar Guðmson, Akureyri og
Sigurður Hreinsson, Húsavík 89,3
8 ára stúlkur;
1. Rakel Reynisd., Akureyri 91,6
2. Ása Þrastard., Akureyri, 92,9
3. Þórunn Pálsd., ísafirði, 94,3
8 ára drengir:
1. Sigurbjörn Þorgeirss., Akur. 81,5
2. Vilhelm Þorsteinss., Akureyri 81,6
3. Sverrir Ragnarss., Akureyri 82,8
9 ára stúlkur:
1. GeirnýGeirsd., Rvík 92,9
2. Sólveig Gíslad., Akureyri 93,5
3. Þorgerður Magnúsd., Akureyri93,6
9 ára drengir:
1. Ólafur Sigurðss., ísaf., 78,9
2. Símon Þ. Jónss., Bol. 82,0
3. Jón I. Árnason, Akureyri, 82,4
10 ara stúlkur:
1. Kristín Hilmarsd., Akureyri 81,54
2. Kristín Jóhannsd., Akureyri 84,75
3. Þóra Víkingsd., Akureyri 84,87
10 ára drengir:
1. Jón M. Ragnarss., Akureyri 80,03
2. Kári Ellertsson, Akureyri, 82,46
3. Jón H. Harðars., Akureyri 82,69
11 ára stúlkur:
1. Kristin Ólafsd., Rvík 88,21
2. Erla Björnsd., Akureyri, 91,45
3. Auður Jóhannsd., Rvík 92,79
11 ára drengir:
1. Brynjar Bragason, Ólafsf., 90,20
2. Hilmar Valsson, Akureyri 93,47
3. Sveinn Rúnarsson, Rvik 93,48
12 ára stúlkur:
1. Guðrún J. Magnúsd., Akureyri85,68
2. Guðrún H. Kristjánsd., Akur.90,23
3. Ragnh. Ragnarsd., Sigluf. 92,76
12 ára drengir:
1. Guðm. Sigurjónss., Akureyri 81,08
2. Þór O. Jónsson, Rvík 83,6
3. Smári Kristinss., Akureyri 86,26
-GS.
Stórsigrar gegn ítölum og Portúgölum í badminton:
„Sárgrætilegt að
hafa tapað naumt
fyrir Pólverjum”
—sagði fyrirliði íslenzka landsliðsins, Sigf ús Ægir Árnason
nokkuð auðveldlega i tvenndar-
leiknum,” sagði Sigfús.
„Pólverjarnir unnu Svisslendinga
3— 2 hér í kvöld og með þeim sigri ættu
þeir að vinna þennan riðil. Okkur þykir
því sárt að hafa tapað fyrir þeim mjög
naumlega. Við vorum komin í 14—10 í
úrslitaleiknum en töpuðum honum
14—17. Við fórum út með það í huga
að sigra í öllum þessum leikjum og
ætlum okkur ekkert annmað en sigur
gegn Svisslendingum i síðasta leiknum í
okkar riðli.”
Baráttan um Evrópumeistaratitilinn
stendur á milli Englendinga og Dana og
fer innbyrðisviðureign þessara þjóða
fram í Groningen í kvöld. Báðar þjóð-
irnar hafa unnið andstæðinga sína i
riðlinum, Hollendinga og Svía og því er
um hreinan úrslitaleik að ræða í kvöld.
Útilokað er að segja fyrir um úrslitin en
telja verður Danina sigurstranglegri.
Á meðal úrslita i gær má nefna að
Englendingar unnu Svia 3—2 og Danir
unnu Hollendinga 3—2 i 1. riðli, í 2.
riðli sigruðu Skotar íra 4—1 og Rússar
unnu V-Þjóðverja 3—2. í 3. riðli
sigruðu Walesbúar Austurríkismenn
4— 1, Norðmenn Belga 3—2. í 4. riðli
unnu Tékkar Finna og Ungverja 5—0
og Júgóslavar unnu Finnana 4—1. Þá
vann Sviss Ítalíu 5—0 í 5. riðli — þeim,
sem ísland keppir í. -SSv.
Stór dagur
hjá Haukum
Það var stór dagur hjá körfuknatt-
leiksmönnum Hauka á sunnudag. Þá
fóru fram úrslit í yngrí flokkunum hjá
KKÍ og urðu Haukarnir heldur betur
sigursælir. Þeir urðu íslandsmeistarar i
2. og 3. flokki en ÍR-ingar unnu 4.
flokkinn. Þá voru Haukarnir útnefndir
bezta lið íslands í minni-bolta. Þar er
ekki keppt að stigum endilega heldur
velja þjálfararnir bezta liðið. Reyndust
Haukarnir koma sterkastir út úr því.
Annað tap KR
Þróttur sigraði KR 3—2 í Reykja-
víkurmótinu i knattspyrnu í gærkvöld.
Sigurmark leiksins var skorað í
bráðabana og reyndar mörkin öll.
Þróttur fær því aðeins tvö stig fyrir
þennan sigur því mörk skoruð í
bráðabananum gilda ekki til aukastigs,
sem annars er gefið fyrír þriðja markið.
KFI sigraði
Haukar töpuðu fyrir KFÍ í úrslita-
leiknum í 2. deildinni í körfuknattleik.
Munurinn varð aðeins 1 stig en það
nægði ísfirðingunum til að fá aukaleiki
við Skallagrim um sæti í 1. deildinni.
Mark Hoimes ætlaði að vera með
Haukunum í úrslitakeppninni en stakk
siðan af án þess að kveðja kóng eða
prest.
Guðmundur
hélt utan
Eins og DB hefur þegar skýrt frá gat
Jóhann Kjartansson ekki farið utan
með badmintonlandsliðinu vegna veik-
inda. Jóhann átti einnig að keppa i
einstaklingskeppninni en að sjálfsögðu
varð ekkert úr því heldur. Guðmundur
Adolfsson fór utan i gærmorgun og var
nýkominn til Groningen er DB hafði
samband við liðið í gærkvöld. Mun
Guðmundur taka sæti Jóhanns á
Evrópumeistaramótinu en einstaklings-
keppnin hefst á föstudag. -SSv.
Guðríður Guðjónsdóttir.
Heimsmet Eric
Heiden bætt
Þá eru heimsmetin hans Heiden
tekin að falla. Vladimir Sidorov frá
Sovétríkjunum bætti f gærkvöld heims-
met Heidens i 1500 metra skautahlaupi
á móti sem fram fór i Moskvu. Hann
hljóp — eða rann öllu heldur — skeiðið
á 1 mínútu, 54,58 sek. og bætti heims-
metið um 0,21 sek.
Þróttur og IR
leika íkvöld
f kvöld kl. 19 leika Þróttur og ÍR
fyrri leik sinn um lausa sætið i 1.
deildinni. Búast má við hörkuleik og
ÍR-ingar verða að hafa góðar gætur á
Sigurði Sveinssyni ef þeir ætla sér sigur
í leiknum. Þá munu Þróttarar vafalílið
hafa góðar gætur á Bjarna Bessasyni.
Vafalítið verður hart barizt og allt á út-
opnu því mikið er í húfi.
Úrslitin á
Selfossi
Íkvöld. þriðjudag, fara fram
úrslítaleikirnir í bikarkeppni blaksam-
bandsins og munu þá nýbakaðir
íslandsmeistarar Laugdæla mæta
Þrótturum. Liðin mætast á miðri leið
og leika á Selfossi.
Leikir þessara toppliða blaksins hafa
i vetur verið ákaflega fjörugir enda
háðu þau grimmt einvígi um íslands-
meistaratitilinn. Þróttarar eru
staðráðnir í að hefna ófaranna gegn
UMFL í vetur og hafa æft vel að
undanförnu á meðan Laugdælir hafa
verið í páskafríii.
Leikurinn hefst kl. 19.30 en á eftir
honum munu Víkingur og Þróttur leika
til úrslita í bikarkeppni kvenna. Sigri
Vikings-stúlkurnar verður það þeirra
þriðji titill í vet#r. -kmu.
Við unnum mjög auðvelda sigra
bæði gegn ítölum og Portúgölum en nú
þykir okkur sárgrætilegast að hafa
tapað fyrir Pólverjum, 3—2 í leiknum,
sem að ölium líkindum skiptir höfuð-
máli um röð efstu liða í okkar riðli,”
sagði fyrirliði íslenzka badminton-
landsliðsins, Sigfús Ægir Árnason, i
viðtali við Dagblaðið i gærkvöld.
,,Við lékum við Ítalíu í morgun og
unnum þá auðveldlega, 5—0. Sigurður
Kolbeinsson sigraði í einliðaleik karla,
Kristín Berglind i einliðaleik kvenna og
Sif Friðleifsdóttir og Kristin Berglind í
tviliðaleik kvenna, Síðan tókst mér og
Sigurði að sigra í tvíliðaleik karla og
síðan unnum við Sif tvenndarleikinn, r
sagði Sigfús Ægir ennfremur.
„Leikurinn gegn Portúgölum varð
auðveldari en við bjuggumst við fyrir-
fram. Við sigruðum þá einnig 5—0 án
nokkurra teljandi erfiðleika. Broddi
Kristjánsson vann sinn andstæðing i
einliðaleik karla og Kristín Magnús-
dóttir vann einliðaleikinn hjá konun-
um. Þær nöfnur Kristín Berglind og
Magnúsdóttir unnu svo tvíliðaleikinn
og mér og Sigurði Kolbeinssyni tókst
að leggja okkar mótherja að velli i tví-
liðaleiknum. Broddi og Sif sigruðu svo
DBáPolar
Cup í Ósló
Það hefur vart farið framhjá þeim
er á annað borð lesa íþróttasiður Dag-
blaðsins að Norðurlandamótið I
körfuknattleik var háð i Osló um
helgina. Að sjálfsögðu hafði DB út-
sendara þar, Ólaf Brynjar Halldórsson.
Myndirnar hér að ofan og til hliöar
voru teknar af Ólafi I leik íslands og
Noregs en þann leik vann landinn sem
kunnugt er, 83—58.
Á efri myndinni „treður” Pétur
Guðmundsson knettinum í körfu
Norðmanna með miklum tilþrifum en
Péfur hlaut öll einstaklingsverðlaun
mótsins. Skoraði hann t.d. 100 stig i
leikjunum fjórum — 31 stigi meira en
næsti maöur fyrir neðan. Þá hirti hann
einnig langfiest fráköst og var að auki
með beztu vítahittnina. Vakti
frammistaða Péturs gífurlega athygli í
Noregi. Settu þeir sinn stærsta mann til
höfuðs honum en án sýnilegs árangurs.
Fastlega má búast við að Pétur gerist
atvinnumaður í íþróttinni innan
skamms.
Simon Ólafsson læðir hér knettinum
ofan f körfu Norðmanna.
DB-mynd -óbh.
Guðríður vann
báða titlana
— í keppni Dagblaðsins í 1. deild kvenna
Um helgina lauk keppni í 1. deild
kvenna og um leiö varð það Ijóst að
Guðríöur Guðjónsdóttir úr Fram
myndi hljóta bæði einstaklingsverð-
laun Dagblaösins fyrir frammistöðu
sina i vetur. Það ætti reyndar ekki að
koma neinum á óvart því Guðriður ber
höfuð og herðar yfir aðrar handknatt-
leiksstúlkur hérlendis þrátl fyrir ungan
aldur.
Guðríður hlaut alls 95 stig í 13 leikj-
um i einkunnagjöf eða 7,31 i meðalein-
kunn. Næstar á eftir henni urðu þær
stöllur úr Hafnarfirði Margrét
Theódórsdóttir úr Haukum og
Kristjana Aradóttir úr FH. Þær hlutu
báðar 94 stig í 14 leikjum eða 6,72 í
meðaleinkunn. Þessar þrjár skáru sig
nokkuð úr.
Gutríður vann ekki aðeins verðlaun
DB sem bezti leikmaður í I. deild
kvenna. Hún varð einnig markahæst í
I. deildinni þrátt fyrir að leika einum
leik minna en helzti keppinauturinn.
Guðríður skoraði 112 mörk í 1. deild i
vetur — þar af 48 úr vitaköstum.
Margrét Theódórsdóttir varð í 2. sæti
yfir tnarkaskorara með 105 mörk —
þar af 58 úr vítaköstum. Kristjana
Arad., varð 3. með 88 mörk og voru
37 þeirra úr vitaköstum. Það verða því
þær sömu þrjár sem hirða verðlaun DB
en ætlunin er að afhenda þau nú á
næstunni. Lokastaðan í 1. deild
kvenna varð þessi:
Fram
Valur
KR
Víkingur
Haukar
FH
Þór
Grindavik
-SSv.
Ágúst vann
bikarinn til eignar
Fyrir nokkru var Álafosshlaupið haldið og
urðu úrslit i því sem hér segir:
Karlar6.3 km (9 kepp.) min.
1. Ágúst Þorsteinsson, UMSB 18:42
2. Sigurður P. Sigmundsson, FH 18:54
3. Jóhann Sveinsson, UBK 20:04
Ágúst vann bikar í þriðja sinn og til eignar.
Konur 3.0 km (3 kepp.) mín.
1. Thelma Björnsdóttir, UBK 11:19
2. Sóley Karlsdóttir, UBK 12:03
3. Margrét Hallgrímsd., Á 13:06
Stúlkur3.0 km (4 kepp.) min.
1. Hrönn Guðmundsd. UBK 11:56
2. Sóley Kristjánsd., UBK 12:18
3., Alfa Jóhannsd., UMFA 12:45
Drengir 3.0 km (3 kepp.) mín.
1. Óskar Þ. Snæland, UMFA 10:08
2. Jón Jónsson, UMFA 10:13
3. Arnþór Sigurðsson, UBK 10:43
Strákar 2.0 km (10 kepp.) mín.
1. Björn Már Sveinbjörnsson, UBK 7:26
2. Hrcinn Hrafnsson, UBK 7:29
3. Jön B. Björnsson, UBK 7:30
Stelpur 2.0 km (7 kepp.) mín.
1. Linda B. Loftsdóttir, FH 7:54
2. Gunnhildur Gunnarsd., UBK 8:08
3. Eyja Sigurjónsd., UBK 8:13
Kvennalandsliðs-
hópur valinn
Fyrir nokkru var valinn allstór hópur til kvenna-
landsliðsæfinga, sameiginlega með tviþætt verkefni
fyrir höndum. Annars vegar að byggja upp sterkt A-
landsliö og hins vegar (il undirbúnings þátttöku I
Norðurlandamóti stúlkna hér á landi i haust en rélt
til þátttöku þar hafa stúlkur fæddar eftir 1. janúar
1960. Eftírtaldar stúlkur voru valdar til þessara
æfinga, og koma til með að leika við færeyska
kvennalandsliðið sem væntanlegt er hingað 24. apríl
nk. í framhaldi af leikjum við Færeyinga eru ýmsar
hugmyndir á lofti og munu þær skýrasl er fram
líöur, m.a. er boð til Bretlands (á„tu> neringu”) i
endaöan ágúst. Nafnalisti: Margrét Blöndal,
Fram, Guðríður Guðjónsdóttir, Fram, Sigrún
Blomsterberg, Fram, Þórlaug Sveinsdóttir, Fram,
Kolbrún Jóhannsdóttir, Fram, Jóhanna Halldórs-
dóltir, Fram, Oddný Sigsteinsdóttir, Fram, Jenný
Lind Grétudóttir, Fram, F.rna Lúðviksdóttir, Val
Karen Guönadóttir, Val, Sigrún Bergmundsdóttir,
Val, Ólafía Guömundsdóttir, Val, Harpa
Guðmundsdóttir, Val, Eirika Ásgrímsdóttir,
Víkingi, íris Þráinsdóttir, Víkingi, Sigurrós Birna
Bjarnadóttir, Víkingi, Arna Garðarsdóttir, KR,
Hjördís Sigurjónsdóttir, KR, Olga Garöarsdóttir,
KR, Karólina M. Jónsdóttir, KR, Ása Ásgríms-
dóttir, KR, Sóley Indriðadóttir, Haukum, Margrét
Theódórsdóttir, Haukum, llalldóra Mathiesen,
Haukum, Erla Rafnsdóttir, ÍR, Katrín Friöriksson,
ÍR, Ásta Gunnlaugsdóttir, ÍR, Svanlaug Skúla-
dóttir, ÍR, Sólveig Birgisdóttir, FH, Katrín
Danivalsdóttir, FH, Kristjana Aradóttir, FH,
Svanhvit Magnúsdóttir, FH, Eva Baldursdóttir,.
Fylki.
Æfingar hafa veriö nær daglega síðustu daga og
stundum tvistar á dag. Landsliösnefnd kvenna skipa
Jón Kr. Óskarsson formaður, Elín Helgadóltir og
Sigurbergur Sigsteinsson sem jafnframt er þjalfari
stúlknanna.
Getrauniraðhætta
Í 32. leikviku getrauna komu fram 9 raðir með 11
réttum og var vinningur fyrir hverja röð kr.
238.000,- Með 10 rétta leiki voru 120 raöir og
vinningur fyrir hverja kr. 6.400.-
Á síðasta ári fóru norsku getraunirnar i fyrsta
sinn yfir milljarð norskra króna i ársveltu, eða um
83 milljarða íslenzkra króna i dag. Af rekstrinum
varð 365.000.000 kr. hagnaður eða um 30 milljarðar
íslenzkra króna og skiptist hann jafnt milli íþrótta-
hreyfingarinnar og vísindastarfa.
Nú eru aðeins 3 getraunavikur eftir en starfsemi
getrauna á þessu voru lýkur með leikjum laugar-
daginn 3. maí.
Aðeins Árni vann
Aðeins Árni Stefánsson var í sigurliði er
sænska Allsvenskan hófst um helgina. Lið Árna,
Landskrona, sigraði þá Sundsvall léttilcga 4—0.
Gautaborg, lið Þorsteins Olafsson, náði aöeins
jafntefii gegn nýliðunum Braga, 1—1 og það á
heimavelli. Þá gerði Öster, lið Teits Þórðarsonar,
markalaust jafntefii.