Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 15.04.1980, Qupperneq 20

Dagblaðið - 15.04.1980, Qupperneq 20
20 DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 15. APRÍL 1980. Veðrið Suðvestlœg ótt með skúrum og slydduóljum ó Suður- og Vesturiandi. Rigning í dag ó suðaustanvorðu lond- inu, en láttir síðan til ó Austfjörðum, en þó verða skúrir ó Suðausturiandi. Þurrt ó norðaustanverðu landinu. Klukkan sex í morgun var (Reykja- v0< suðaustan 7, rigning og 5 stig, Gufuskólar sunnan 7, rigning og 6 stig, Galtarviti norðaustan 4, rigning og 6 stig, Akureyri suösuðaustan 5, skýjað og 7 stig, Raufarhöfn suð- austan 4, alskýjað og 5 stig, Dala- tangi sunnan 7, skýjað og 6 stig, Höfn i Hornafirði sunnan 6, skúr ( grennd og 5 stig og Stórhöföí ( Vestmanna- eyjum suösuöaustan 10, rigning og 6 stig. Þórshöfn í Færeyjum hóHskýjað og 5 stig, Kaupmannahöfn þoka ( grennd og 6 stig, Osló þoka og 0 stig, Stokkhólmur þokumóða og 6 stig, London mistur og 9 stig, Hamborg heiöskirt og 5 stig, Parfa skýjað og 8 stig, Madrid skýjað og 5 stig, Lissa- bon lóttskýjað og 8 stig og New York þokaog 13stig. Andfát Steingrímur Matthíasson loftskeyta- maður lézt í Borgarspítalanum þriðjudaginn 25. marz. Hann var fæddur i Holti við Skólavörðustíg, sonur hjónanna Matthiasar Matthias- sonar, verzlunarmanns í Holti og Ragnheiðar Skúladóttur. Steingrimur útskrifaðist frá Loftskeytaskóla islands 1923 og var i fyrsta árgangi sem út- skrifaðist frá skólanum. Réðst hann til Skipaútgerðar ríkisins, og sá bæði um rekstur strandferðaskipanna og varðskipanna. Árið 1933 var Steingrímur ráðinn loftskeytamaður á v/s Ægi I, og var á honum til ársins 1951, jiá fór hann sem loftskeytamaður á v/s Þór 3. og var þar til áramóta 1968—69. Steingrímur var annar loft- skeytamaður á Esjunni. Hann var einn af stofnendum Félags íslenzkra loft- skeytamanna og studdi stofnun Farmanna- og fiskimannasambands íslands. Steingrímur var ókvæntur og barnlaus. Hann verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju í dag. Óskar Clausen rithöfundur verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni mið- vikudaginn 16. apríl kl. 13.30. Brynhildur Magnúsdóllir frá Litla Seli, Framnesvegi 14 Reykjavík, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í Reykja- vík þriðjudaginn 15. apríl kl. 13.30. Baldur Baldursson, Torfufelli 24, Reykjavik, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 16. apríl kl. 13.30. Ingibjörg Guðrún Kristjánsdóttir, Vallargerði 2 Kópavogi, verður jarðsungin frá Kópavogskirkju mið- vikudaginn 16. apríl kl. 15. Halldóra Eyjólfsdóttir frá Syðri-Steins- mýri, Lönguhlíð 3 Reykjavík, lézt i Borgarspitalanum þriðjudaginn 1. apríl. Eggert Ólafsson skipasmiður, Uluga- götu 75 Vestmannaeyjum, lézt að heimili sínu laugardaginn 12. april. Þuríður Jónsdóttir, Hátúni 10A Reykjavík, lézt í Landakotsspítala föstudaginn 11. april. ] Þórir Baldvinsson, Bergstaðastræti 43A Reykjavík, lézt laugardaginn 12.' apríl. Stefán Halldórsson frá Tréstöðum lézt að heimili sínu, Dalbraut 23 Reykjavík, miðvikudaginn 9. apríl. Ásta Kristín Sigurðardóttir frá Merki- steini Vestmannaeyjum, Blönduhlið 29 Reykjavík, lézt í Landspitalanum sunnudaginn 13. apríl. Hjálpræðisherinn Hermannasamkoma í kvöld kl. 20.30. Fíladelfía Samkoma i kvöld kl. 20.30. Biblíulestur. Daníel Glad. KFUK AD Kvöldvaka í kvöld kl. 20.30 i umsjá kristilegs stúdentafélags. Kaffi. FlliKlt Kvenfélag Neskirkju Fundur verður haldinn fimmtudaginn 17. april kl. 20.30 í Safnaðarheimilinu. Rætt verður um kaffisöluna i vor og fleira. Húsmæðrafélag Reykjavíkur Fundur verður haldinn að Baldursgötu 9. miðvikudaginn 16. april kl. 8.30. Spilað verður bingó. Allir velkomnir. Stjórnmalafundir Alþýðuflokksfélagið ■ Kópavogi Áriöandi fundur um bæjarmálin þriðjudaginn 15. apríl kl. 20.30. Kvenfélag Bæjarleiða Fjölskyldubingó verður þriðjudaginn 15. apríl kl. 20.30 aðSiðumúla 11. Fjölmennum. Ferðafélag íslands Þriðjudagur 15. apríl kl. 20.30: Kvöldvaka á Hótel Borg. Efni: 1. Eyþór Einarsson grasafræðingur segir frá islenzk um plöntum og gróðurfari í máli og myndum. 2. Pétur Þorleifsson sér um myndagetraun. Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Aðgangur ókeypis. Fimir fætur Templarahöllin 19. april. Kvennadeild Slysavarnafélags íslands í Reykjavík vill hvetja félagskonur lil að panta miða scm allra fyrst á 50 ára afmælishófið sem verður á afmælisdaginn. niánudaginn 28. april. að Hótcl Siigu og hclst mcð borðhaldi kl. 19.30. Miðapantanir verða i síma 27000 í Slysavarnahúsinu við Cirandagarð á venjulegum skrifstofutíma. cinnig i simum 32062 og 44601 cftir kl 16. Miðar óskast sóttir fyrir 20. april. Ný reykinganefnd Heilbrigðis og tryggingamálaráðherra skipaði hinn 27. marz sl. nefnd. sem fengið er það hlutverk að endurskoða lög nr. 27/1977 um ráðstafanir til þess að draga úr tóbaksreykingum mcð hliðsjón af fenginni reynslu undanfarinna ára. Auk endurskoðunar laganna er nefndinni jafnframt falið að annast framkvæmd gildandi laga i samvinnu við ráðuneytið. þar til annað verður ákveðið. Kenuir þvi nefndin i stað ..samstarfsncfndar um rcykingar varnir**. scm skipuð var við gildistöku laga nr. 27/1977. I hina nýju nefnd hafa verið skipuð: Sigrún Stefánsdóttir fréttamaður. Þorvarður örnólfsson framkvæmdastjóri. Auðólfur Ciunnarsson læknir. Björn Bjarman rithöfundur og Ingimar Sigurðsson deildarstjóri og er hann jafnframt formaður nel'nd arinnar. Aðalfundur Krabbameins- félags Reykjavíkur Aöalfundur Krabbameinsfélags Reykjavikur var haldinn 17. mar/. Formaður félagsins. Tómas Árni Jónasson læknir. setti fundinn og minntist látins heiðursfélaga. Svcinbjarnar Jónssonar hæstarréttar lögmanns. en Sveinbjörn var meðal stofncnda félagsins og i fyrstu stjórn þess. Formaður og framkvæmdastjóri fluttu skýrslur um starfsemi félagsins. Fram kom að félagið hefur unnið að ýmsum áhugamálum krabbamcinssamtakanna og aukið fræðslustarfsemi sina að mun. Blaðið Takmark er gefið út fjórum sinnum á skóla ári og fyrst og fremst dreift til fjögurra aldursflokka nemenda í grunnskólum um land allt. L'pplag blaðsins er 30 þúsund eintök. Fjórðungur af kostnaði við fræðslustarfið árið 197(1 var greiddur mcð framlögum frá riki og Reykjavikur borg. Krabbameinsfélag Rcykjavíkur sér um rckstur á happdrætti Krabbameinsfélagsins og jukust umsvif þcss mjög á síðasta ári. Lagði félagið rúmlega 42 milljónir króna af ágóða happdrættisins og öðrum* tekjum sinum lil starfscmi Krabbameinsfélags Islands. Stjórn Kabbanieinsfélags Reykjavíkur er nú þannig skipuð: Formaður er Tómas Árni Jónasson læknir en meðstjórnendur Alda Halldórsdóttir hjúkrunar fræðingur. Baldvin Tryggvason. sparisjóðsstjóri. Jtín Oddgeir Jónsson fv. framkvæmdastjóri. Jón Þorgeir Hallgrimsson læknir. Páll Ciislason yfirlæknir og Þórarinn Svcinsson læknis. Kemur Þórarinn i stað CJuðmundar S. Jónssonar læknis sem verið hafði i stjórn félagsins sl. 10 ár. en baðst nú undan cndur kjöri. Framkvæmdastjóri félagsins er Þorvarður Örnólfsson. Aðalfundur Sjálfstæðis- félags Sauðárkróks Aðalfundur • Sjálfstæðisfélags Sauðárkróks var haldinn 26. marz sl. Fundurinn var fjölsóttur og voru mættir 60 af um 100 skráðum félögum. en allmargir nýir félagar bættust við á fundinum. Formaður var kjörinn Pálmi Jónsson mcð 35 atkv.. en fráfarandi formaður. Kári Jónsson. hlaut 24 og er nú varaform. I stjórn voru kjörnir Guðmundur Tómasson með 38 atkv.. Jón Árnason með 37 og Bjarni Haraldsson með 36. Næstir aðatkvæðum voru Jón Ásbergsson 24. Páll Ragnarsson 23 og Jón Jakobsson 21 og skipa þcir varastjórn. I kjördæmis ráð voru kjörnir Halldór Þ. Jónsson með 37 atkv. og -Friðrik J. Friðriksson með 34. Næstir að atkvæðum voru Jón Ásbergsson 24 og Knútur Aadnegard 23. Þá voru kjörnir 11 i fulltrúaráö. Húsaleiga miðist við vísitölu húsnæðiskostnaðar Rikisstjórnin hefur ákveðiðað framvegis verði heimilt að miða húsaleigu við visitölu húsnæðiskostnaðar i samræmi við tilkynningar frá Hagstofu Íslands. Verðlagsstofnun hefur verið falið eftirlit með franv kvæmd málsins. Ákvörðun rikisstjórnarinnar gildir frá l.april 1980. Hriktir í stoðum Alþýðusambands Vestf jarða: „Karvel lítur á sig sem frels- andi engir — segir formaður Sjómannaf élags Isafjarðar ,,Ég er alveg undrandi á þessu. Skil þetta bara ekki. Það lítur út fyrir að Karvel liti á sig sem einhvern frelsandi engil og ætli að bjarga öllu við. Ég fullyrði hins vegar að Bolvíkingar náðu engu fram í samningum sem ekki var þegar búið að fá grænt ljós á hjá útvegsmönnum á ísafirði. Jafnvel minnu.” Þetta hafði Gunnar Þórðarson formaður sjómannafélags ísafjarðar, að segja um samninga þá sem Karvel Pálmason, alþingismaður, formaður verkalýðsfélags Bolvíkinga og vara- formaður Alþýðusambands Vest- fjarða náði fyrir hönd Bolvikinga. Lagði hann þetta fyrir fund ASV í gær. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum DB hriktir í stoðum ASV. Guðmundur Friðgeir Magnússon, formaður verkalýðsfélagsins á Þing- eyri, hefur, eins og fram hefur komið, gert það Ijóst, að sjómenn á Þingeyri séu tiltölulega ánægðir með samninga og ætli ekki að boða til verkfalis. Ekki er enn Ijóst með Flat- eyringa hvort þeir fylgja alveg Bolvíkingum að máli. Gunnar sagði það orðum aukið að eitthvað mikið væri farið að bera á atvinnuleysi á ísafirði. „Það hefur í mesta lagi verið fisklaust hjá frystihúsunum í 2 daga. Ég fullyrði að þau geta fengið fisk annars staðar frá. Spurningin er hvort þau vilji raunverulega ekki fá hann, ef það, á einhvern hátt, gæti verið útvegs- mönnum til hagsbóta i baráttunni við sjómenn.” „v. Brunavarnanefnd Orðabókin mín Þursarnir í Stúdenta- kjallaranum íkvöld Þursaflokkurinn hefur undanfarnar vikur verið á miklu hljómleikaferðalagi og leikið fyrir þúsundir áheyrenda. I kvöld kl. 21 spila Þursarnir söngva sína og grínast við áheyrendur í Stúdenta- kjallaranum. Allir eru velkomnir, verð aðgöngumiða við innganginn er3500 krónur. Leiðrétting Ingvar er borinn og barnfæddur Eskfirðingur 1 grein er fjallaði um ungan alhafnamann á Eskifirði. Ingvar Þ. Gunnarsson, í DB sl. þriðjudag var sagt að hann hefði komið til búsetu til Eskifjarðar árið 1962. Þetta var misritun. Ingvar er borinn og barnfæddur Eskfirðingur. en það var Regina fréttaritari Thoraren sen sem kom til búsetu til Eskifjarðar árið 1962. Félagsmálaráðherra hefur skipað fimm manna nefnd sem hefur þessi verkefni: Að endurskoða gildandi reglugerð um brunavarnir og brunamál nr. 269 8. júni 1978. Að gera úttekt á stöðu og starfsemi Brunamála stofnunar rikisins eins og háltar til i dag. - Að gera tillögur um æskilegar breytingar á starfssviði og starfsemi stofnunarinnar i framtíðinm. Að gera tillögur um skipulag brunavarna i landinu almennt og tengsl þeirra máía við ýmsa aðra þætti. svo sem tryggingar. fræðslumál. byggingareftirlit. o.s.frv. Nefndarmenn eru: Edgar Ciuðmundsson verkfræðingur. Ciisli Kr. Lorenzson varaslökkviliðsstjóri. Akureyri. Hédinn Emilsson deildarstjóri. Magnús Skúlason arkitckt og Guðmundur Magnússon verkfræðingur sem er for maður nefndarinnar. Nefndin skal skila tillögum sinum til félagsmála ráðherra innan 6 mánaða. Nýir útibússtjórar við Búnaðarbankann Útibússtjóraskipti urðu i tveim útibúum Búnaðar banka lslands I. febrúarsíöastliðinn. Bandaráð réð Guðmund Hrafn Thoroddsen útibús stjóra bankans i Árnessýslu i stað Tryggva Péturs sonar. er lét af störfum fyrir aldurs sakir. Umdæmi hins nýja útibússtjóra nær yfir Árnes sýslu. en þar hefur bankinn nú þrjár afgreiðslur auk útibúsins i Hveragerði. þ.e. á Flúðum. Laugarvatni og Selfossi. Frá stofnun útibúsins. 1967. hefur það verið undir stjórn Tryggva Péturssonar. sem nú lætur af embætti eftir farsælt starf i þágu bankans i 45 ár. Bankaráð réð Stefán Þormar Guðmundsson. úti bússtjóra i Vik i Mýrdal. einnig frá I. febrúar. og tekur hann við af Siguröi Nikulássyni. sem gerist nú forstöðumaður Miðbæjarútibús i Reykjavik. Útibú bankans i Vik. sem stofnað var árið 1977 cftir samkomulag við Sparisjóð V Skaftafcllssýslu. rekur afgreiðslu á Kirkjubæjarklaustri. Félag járniðnaðarmanna 60 ára Félag járniðnaðarmanna var stofnað 11. april 1920. Stofnendur voru 17 starfandi járniðnaðarmenn i Reykjavik. þ.á m. járniðnaðarmcnn frá Danmörku og Sviþjóðscm setzt höfðu að hér á landi. Starfssvæði félagsins var i fyrstu lögsagnarumdæmi Reykjavíkur en hcfur tvívcgis verið stækkað siðan og frá janúar 1967 hefur starfssvæðið verið allt höfuð borgarsvæðið. þ.c. lögsagnarumdæmi Reykjavikur. Kópavogskaupstaður. Garðabær. Hafnarfjarðarkaup staður og Bessastaðahreppur. svo og lögsagnarum dæmi Kjósarsýslu (Seltjarnarncs. Mosfcllssveit og Kjalarnesi. Tilgangur og verkcfni Félags járniðnaðurmanna er að sameina alla starfandi járniðnaðarmenn á starfs svæðinu sem með samstarfi bcrjist fyrir þvi sem þeim getur orðið til hagsbóta. svo sem vaxandi kaupmætti launa. styttum vinnutima. bættum vinnuskilyrðum og auknum réttindum. Jafnframt er það markmið félags ins að vinna að seni nánustu samstarfi við félög málnv iðnaðarmanna annars staðar á landinu. svo og önnur verkalýðsfélög. einnig að leita eftir samvinnu við hlið stæðstéttarfélög á Norðurlöndum. Hinn I. janúar 1980 voru 808 félagsmenn i Félagi járniðnaðarmanna sem allir cru starfandi járniðnaðar menn þar sem þeir sem breyta um starf falla brott af félagvskrá. samkvæmt félagslögum. Formenn Félags. járniðnaðarmanna hafa verið frá stofnun Loftur Bjarnason 1920. Loftur Þorstcinsson 1921 og 1930—1937. Filippus Ámundason 1922— 1927. Einar Bjarnason 1928—1929. Þorvaldur Brynj ólfsson 1938—1941. Snorri Jónsson 1942—1947. 1952 og 1954—1964. Sigurjón Jónsson 1948- 1951 og 1953. og Guðjón Jónsson 1965 og siðan. Frá aðalfundi félagsins 28. febrúar 1980 er stjórn Eelags járniðnaðarmanna þannig skipuð: Formaður: Ciuðjón Jónsson. varaform. Tryggvi Benediktsson. rit ari Jóhannes Halldórsson. vararitari Kristinn Karls son. fjármálaritari Ciylfi Theódórsson.' gjaldkeri Ciuðmundur S.M. Jónasson. meðstjórnandi Ciuð niundur Bjarnleifsson. Blað Málni og skipasmiðasambands íslands. MALMUR. sem kcmur út næstu daga. er tilcinkað60 ára afmæli Félags járniðnaðarnianna. I blaðinu verða m.a. viðtöl við um tuttugu félagsmenn um félagið. starf þess og reynslu manna af þvi. Afmælishátið fyrir félagsmenn verður haldin laugardaginn 12. april að Hótel l.oftleiðum. Setberg sendir frá sér þessa dagana nýja útgáfu bókar innar Fyrsta orðabókin min. Bókin kom fyrst út árið 1975 og seldist þá fljótlega upp. Fyrsta orðabókin min hjálpar yngstu börnunum að þekkja umhverfi sitt og hlutina i kringum sig. I bók inni eru um 1000 einstök orð og litmyndir þeim til skýringar. Þá er og i bókinni stuttur og snjall texti. Fyrsta orðabókin min er ómetanleg hjálp til að kenna börnum að stafa og lesa létt orð og stuttan texta. Mörg hundruð litm; 'dir prýða bókina sem er í stóru broti. Freysteinn Ciunnarsson skólasljóri þýddi og ann aðist útgáfu bókarinnar. Nú bökum við Setbert hefur sent frá sér bókina Nú bökum við. Guðrún Hrönn Hilmarsdóttir húsmæðrakennari þýddi. staðfærði og prófaði uppskriffirnar en hún segir meðal annars i formála: ,.Á undanförnum árum hefur áhugi fólks sern betur fer orðið meiri á grófu matbrauði. heimabakað brauð. bollur eða horn eru alltaf vel þegin og jafnmikil til breyting og þó bökuð sé iburðarmikil kaka. Ég hef hér í þessari nýju bók. Nú bökum við. eins og i fyrri bók inni. Áttu von á gestum?. prófað allar uppskriftirnar og breytt þeim cftir okkar staðháttum." I bókinni Nú bökum við er margs konar bakstur: hrökkbrauð. matbrauð. hveitibrauðskrans. kryddað rúgbrauð. toskakaka. möndlusnúðar. tvíbökur. ávaxtakaka. tjúttarar. ananaskaka, fyllt smjördeigs lengja. kransakökur. hunangskökur. appelsinuhorn. franskar súkkulaðikökur. austurrisk plómukaka. tcrta frá Svartaskógi. sænskar möndlukökur. napóleons kökur. blúnduterta með jarðarberjum — svocitthvað sé nefnt. Vinstra megin i hverri opnu bókarinnar er stór mynd af bakstrinum tilbúnum en á hægri blaðsiðu eru uppskriftirnar ásamt litmyndum sem sýna handtökin við undirbúning og bakstur. Og öllu þessu til skýringar eru i bókinni um 360 lit myndir. stórar og smáar. Tvö ný frimerki Tvö ný frimerki vcrða gefin út 28. april næstkomandi. Á iiðru. sem cr að verögildi 140 krónur. er mynd al' Jóni Sveinssyni (Nonna) en hinu. sem er að verðgildi 250 krónur. cr mynd af Ciunnari Ciunnarvsyni rit höfundi. Merki þcssi eru Evrópumcrki. i llokknum ..Frægir menn". Aukin afköst í byggingariðnaði —ASETA Nýjungar í byggingariðnaði hafa oft átt erfitt uppdráttar hér á Islandi en þó erum við smátt og smátt að tileinka okkur nútimaaðferðir í byggingar- tækni. Nýverið hefur verið stofnsett byggingarvörusölu- og ráðgjafarfyrirtækið ASETA sf sem leggur höfuð áherzlu á aukna framleiðni í byggingariðnaði. Fyrir tækið hefur terkiö að sér söluumboð fyrir nýja gerð milliveggja sem framleiddir eru I Borgarnesi. eininga- hús, framleidd í Reykjavik og Selfossi, ásamt þvi að yfirtaka sölu á þeirri byggingartækni er Bygginga félagið Ármannsfell hf. tók í notkun fyrir 5 árum við steinsteypu með notkun Hiinnebeck-móta og frönsk um byggingakrönum frá BPR. Hönnebeck mótafyrir tækið, sem hélt upp á 50 ára afmæli sitt í desember sl. er þaðstærsta og virtasta sinnar tegundar. Franskir byggingakranar eru nú þegar vel þekkir á Islandi eins og um allan heim og BPR-samsteypan hefur sennilega tæknilega fullkomnustu byggingar- krana i heiminum. Nýir kranar við Hrauneyjafoss eru frá BPR en auk þess eru þeir i starfi viða um land. Framkvæmdastjóri ASETA sf. er Sveinn Fjeldsted og fyrirtækið er til húsa á neðri hæð hússins Funahöfða 19. Myndin sýnir Hiinnebeckmótin I notkun í Reykja- vík. yamr GENGIÐ GENGISSKRÁNING Nr. 69—11. aprfl 1980. Ferðamanna- gjaldeyrir Einingkl. 12.00 Kaup Sala Sala 1 Bandaríkjadollar 436.00 437.10* 480.81* 1 Sterlingspund 955.95 958.35* 1054.19* 1 Kanadadollar 369.85 370.75* 407.83* 100 Danskar krónur 7453.00 7471.80* 8218.98* 100 Norskar krónur 8567.90 8589.50* 9448.45* 100 Sœnskar krónur 9948.70 9973.80* 10971.18* 100 Finnsk mörk 11392.75 11421.45* 12563.60* 100 Franskír frankar 10034.50 10059.80* 11065.78* 100 Belg. frankar 1440.85 1444.45* 1588.90* 100 Svissn. frankar 24942.80 25005.70* 27506.27* 100 Gyllini 21185.60 21239.10* 23363.01* 100 V-þýzk mörk 23228.60 23287.20* 25615.92* 100 Lírur 49.99 50.11 55.12* 100 Austurr. Sch. 3253.75 3261.95* 3588.15* 100 Escudos 862.50 86^.70* 951.17* 100 Pesetar 608.10 609.60* 670.56* 100 Yen 173.19 173.62* 190.98* 1 Sórstök dráttarróttindi 551.93 553.32*

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.