Dagblaðið - 21.04.1980, Page 6

Dagblaðið - 21.04.1980, Page 6
6 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 21. APRÍL 1980. Ný kenning um jaröiðragas sem leystgæti alla orkuþörf —Nútíma stjömueðlisfræði styður kenningu um að langt undir núverandi kola- ogolíulögumséaðfinna miklu orkuríkari eldsneytislög Ef framkomnar kenningar um til- veru ólífrænna kolvetna i iðrum jarðar reynast réttar kunna jwr að breyta framtíðarhorfum i orku- málum heimsins á byltingarkenndan hátt og það jafnvel i náinni framtíð. Samkvænu þessum kenningum er um að ræða svo mikið magn gass i jörðu að það verður súrefnismagnið í and- rúmsloftinu sem nauðsynlegt er til brennslu gassins, sem vcrður hinn takmarkandi stuðull. Bandariski prófessorinn Thomas Gold er frumkvöðull kenninganna um þetta mikla magn af jarðiðragasi. Kynnti hann kenningar sínar fyrir troðfullu Rúsi verkfræðinga "ög visindamanna i sögufrægum fundar- sal Bohr-stofnunarinnar i Kaup- mannahöfn nýverið og Jörgen Koefoed prófessor ritar um það i ,,lngeniören” 21. marz sl. Þykja honum kenningarnar mjög áhuga- verðar vegna þess að grundvöllur þeirra sé núverandi þekking á uppbyggingu jarðarinnar, en jafn- framt sé um að ræða nokkuð byltingarkenndar vísindalegar ágizk- anir, sem hvorki sé hægt að sanna né afsanna nú. Ljós var þó að kenningar Golds hittu beint i mark og vísindamönnum þóltu þær sannfærandi. Vegna fyrirsjáanlegrar orkukreppu i heiminum hafa kenningar sem þessar meira gildi en ella og orku- skorti er það að þakka eða kenna að leitað hefur verið nýrra efna til að metta orkuþörf heimsins. Staðreynd er að bæði í Bandaríkjunum og í Sovétrikjunum hefur fundizt mikið magn metans i ýmsu formi i jörð á miklu dýpi (5—10 km). Það er rikj- andi skoðun að gas, olíur og kol séu lífræn brennsluefni i þeim skilningi að þau myndist af leifum lifrænna efna. Talið er að þessi lífrænu efni hafi komizt djúpt i jörðfu vegna hreyfinga jarðskorpunnar, en vart sé þess að vænta að það sé ncma mjög takmarkað magn sem komizt hafi djúpt i jörð á þann hátt og slikar leifar sé aðeins að finna á tak- mörkuðum svæðum. Á þessum stað, þar sem hinn al- menni skilningur manna á tilurð eldsneytis i jörð endar, hefjast kenn- ingar Thomas Gold. Kenningarnar eru flóknar, nánast sem pússluspil. Sumt er þekkt, annað ekki. En kenningarnar eru þannig samsettar að þær veita innsýn í hið áður óþekktaefni — jarðiðragasið. Kol úr geimnum Nútíma stjörnueðlisfræði Jiefur kennt visindamönnum að einfaldar lífrænar sameindir séu í gífurlegu magni í geimnum. Efnagreining loft- steina hefur sýnt að margir innihalda umtalsvert magn lífrænnasambanda, og þar sem talið er að jörðin sé mynduð við samsöfnun -loftsteina- efnis er mjög liklegt að mikið af þeim kolefnum sem í jörðinni eru séu þangað komin og hafi geymzt þar sem kolvetni, einnig i lögum á miklu dýpi. Það er gastæming þessara djúpu laga sem er aðalatriði kenninga Golds. Vatnsgufa og koldioxíð eru aðalefnin sem streyma út vtð eldgos, en ildingin gæti hafa átt sér stað á siðustu stigum útstreymisins. í kolanámum og olíulindum finnst oft metan, og hugsanlegt er að það hafi komið neðan frá (dýpra að), hugsan- lega með öðrum kolvetnum og átt þátt í myndun kolanna og olíunnar. Spurningin stóra er hversu langt „aftöppun” gasefna hinna djúpu laga er komin, eða hvort ennþá finnast kolvetni í gifurlegu magni i iðrum jarðar. Vísindamenn telja kenningu Golds ntjög athyglisverða en enginn getur sagt neitt afgerandi um hana. En vinni hún sér fylgi gæti það leitt til þess að sá spenningur sem rikir varð- andi olíu framtíðarinnar minnki, segir prófessor Koefoed í áðurncfndri grein í Ingeniören. -A.Sl. ff Við höfum sjálf orðið slíkra kolefna vörí eldgosum hér" —sagði Gísli Ólafsson verkfræðingur ,Hér er um mjög athyglisverð- ar kenningar að ræða,” sagði Gisli Ólafsson verkfrteðingur hjá Landsvirkjun er DB leitaði álits hans á frásögninni af kenningum prófessors Th. Golds. ,,Við höfum orðið þess margofl vör í eldgosum hér að koldíoxið stígur upp og leggst ii bolla og gjótur. Það bendir óneitanlega til kolefna í jörðu og séu þau í gifurlegu magni er kenningin mjög athyglisverð. Sé allt þetta rétt og menn öðlist tækni til að bora lengra en þá 5— 10 km sem þegar hefur tekizt að bora í jörðu, þá er orkukreppa og orkuskortur úr sögunni um langa framtið. Við íslendingar ættum því að flýta okkur að virkja okkar vatnsafl, þvi vart munum við eiga kost á að framkvæma þær dýru boranir sem þarf eftir hugsanlegu gasi i iðrum jarðar,” sagði Gisli. Gísli taldi að það myndi innan skamms koma i Ijós hvort fram- sett kenning væri rétt eða ekki. Framfarir væru örar á tækni- sviðinu. „Ég vil taka fram,” sagði hann, ,,að ég hef lesið mikið eftir Jörgen Koefoed prófessor en aldrei vitað hann fara með fleipur né halda á lofti vafasömum kenningum eða öðru því sem hann sjálfur trúir ekki á.” -A.St. Skátasamband Reykjavíkur: Skátar á fullu. Sigrún Ámundadóttir, Bryndis Bragadóttir og Asta Þorsteinsdóttir. Ádur en byrjað er þarf að skola pensla og taka til það sem nota þarf við vinnuna. Öll vinna skátanna er unnin í sjálfboða- vinnu. Á myndinni eru Sigrún Ámundadóttir, Gunnar Atlason, Bryndfs Bragadóttir og Erla Elln Hansdóttir skátaforingi. DB-myndir: Þorri. Kristfn Ingvarsdóttir málar hér eitt spjaldið. Bak við það verða sett logandi kerti og sá sem getur slökkt á kertinu fær verðlaun. TIVOLISUMAR- DAGINN FYRSTA —unnið affullum krafti við uppsetningu ,,Við vinnum núna af fullum krafli að undirbúningi fyrir sumardaginn fyrsta. Þá munu skátarnir„i Reykjavik verða með tívolí-skemmtun í Austur- stræti. Þetta kostar gifurlega vinnu sem öll er unnin i sjálfboðavinnu,” sagði Erla Elín Hansdóttir skátaforingi í samtali við DB. ,,Við fáum fólk úr öllum skátafélög- um hérna í bænum til að mála og srníða. Það þarf að gera alls kyns dótari, l.d. rúllettur. Það verður boðið upp á ýmislegt í tívolíinu, s.s. veðreiðar, tuskukast, „gríptu glerið," l.ykla-Pétur, Rósabakka og alls konar hæfnisspjöld. Siðan á fólk að sýna hæfni sýna með þvi að hitta. í slaðinn fær það verðlaun eða endurgreiðslu,” sagði Erla Elín. I tívolíinu gilda sumarkrónur sem kosta eitt hundrað krónur stykkið. Það er sama verð og við vorum með í fyrra. Þvi hcfur verið haldið fram að við séum með þessu að græða á börnum. Það er alls ekki rélt. Siðustu tvö árin hefur tívolíið verið rekið með halla. Skátasamband Reykjavíkur hefur greitt hallann en það er framkvæmdar- aðili. Við vonumst til að þetta geti orðið hallalaust núna. Þar sem mikil rigning var i l'yrra þurfti að gera ný spjöld núna, fara yfir spjöld og hreinsa þau. í þessu hel'ur hópur skáta verið að vinna. Ásumar- daginn fyrsta fara skrúðgöngur skáta bæði frá austur-og vesturbænum. Þær munu mætast á Lækjartorgi kl. 14,00 þar sem tívoliið byrjar,” sagði Erla Elín Hansdótlir skátaforingh----Kl.A.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.