Dagblaðið - 30.04.1980, Blaðsíða 4

Dagblaðið - 30.04.1980, Blaðsíða 4
 4 DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 30. APRÍL 1980. Neytendasamtökin láta til skarar skríða gegn símanum: OLOGLEGA ALOGÐ SIMA GluLD KÆRÐ TIL RAÐHERRA —Hann beðinn um að sjá um að símnotendur fái tafarlaust endurgreidd ólöglega innheimt gjöld Stjórn Neytendasamtakanna hefur ritað Steingrími Hermannssyni sam- gönguráðherra, sem fer með mál Pósts og síma, bréf og farið þess á leit að hann sjái um að Póst og síma- málastofnunin fari að lögum varð- andi innheimtu símagjalda og endur- greidd verði til notenda þau ólöglega innheimtu gjöld, sem á hafa verið lögð án lagaheimilda en aðeins fyrir geðþóttaákvörðun póst- og síma- málastjóra. ★ Vitnað í sórgjalda- skrá símamálastjóra sem á enga stoð í lögum í bréfi Neytendasamtakanna til ráðherra er tekið fram að 1. febrúar sl. hafi tekið gildi ný gjaldskrá Pósts og síma, þ.e. gjaldskrá nr. 62, 29. janúar 1980. Við samanburð á þess- ari gjaldskrá og þeirri, sem gilti þar á undan, nr. 188 frá 30. apríl 1979, megi sjá að afnotagjald af aukabún- aði hefur verið fellt niður. Nú hefur komið í Ijós að Póstur og sími heldur áfram að innheimta af- notagjald af aukabúnaði. Því til stað- festu senda Neytendasamtökin ljósrit af simareikningi eins stjórnarmanna samtakanna, sem hefur tvö aukatal- færi á heimili sínu. Þegar leitað var skýringa fengust þau svör að krafizt væri rekstargjalds skv. verðskrá póst- og símamálastjóra. í nýjustu gjaldskrá Pósts og síma er hvergi getið neinna rekstrargjalda af aukabúnaði. Ákvæði um slik rekstrargjöld í verðskrá póst- og símamálastjóra hafa því ekkert gildi. Innheima Pósts og síma á „rekstrar- gjöldum” af aukabúnaði er því með öllu óheimil. Stjórn Neytendasamtakanna bendir á að fellt hafi verið niður afnotagjald af auka- búnaði en siminn heldur samt áfram að rukka simnotendur! DB-mynd Bjarnleifur. GISLI JOHSSOM BREKKUHVAMMI 4 SiMAREIKNINQUR Nr 5699212 220 HAFNARFJOROUR Fie.kmng»nú*n*f umanumcr 91-51313 iincUgiAjdJ APRIl -.IIINI Dagaeinmg ratknmgs SKmlafiOlo umkv iai(a>a manuflma 1053 DES--FEBR. Sjir- i A:ag lejuns j FjcKJ j Emingave'i j Va>i tynr Sc'uwaitu' ' og 5.7 5* j a.nif.ga j Bima^jinusiu AFNOTAGJALD 1 i i 12.140 2.670 UHFRAMSKREF 1 738 21,30 15.719 3.458 HÍKKUN A AFNOTAGJALDI FRA 00.02.01 ! : 800 176 02.07 B 1 HARGRET GISLI R.HAUKUR PALMAS.2 735 14: 26; 1.099 242 02.09 B 1 GISLI JONSSON R.GUNNAR 2 735, 23 26 1.333 293 02.23 B 1 MAGG4 0G GISLI R.SIGGEIR o 2 735 13. 2 6 1.073 236 03.01 B 1 MAGGA 0G GISLI HF OLAFUR HALLD.2■ 735; 18 26; 1.203 265 Neytendasamtökin æskja þess af samgöngumálaráðherra að hann stöðvi þessa ólöglegu gjaldtöku og feli Pósti og síma að endurgreiða öll- um sem látnir hafa verið greiða „rekstrargjald” af aukabúnaði skv. verðskrá póst- og símamálastjóra eftir 1. febrúar 1980. Æskja Neyt- endasamtökin þess að fá upplýsingar um fjölda og heildarupphæð leiðrétt- inga þegarþærhafa farið fram. ★ Bakkröfur á fast af- notagjald einnig ólöglegar Neytendasamtökin telja einnig að ólöglega sé að farið i innheimtu við- bótargjalds á fastagjald fyrir sima. Er að þessu vikið í bréfinu þar sem ráðherra er beðinn ásjár vegna ólög- legs yfirgangs símans í innheimtu gjalda. Þar segir: Hið fastákveðna afnotagjald er krafið fyrirfram fyrir 3 mánuði i senn enda hefur ávallt verið heimild fyrir þvi í gjaldskrá. Er þá að sjálfsögðu krafizt gjalds skv. gildandi gjaldskrá á hverjum tíma. Nú hefur komið í ljós að eftir síðustu gjaldskrárbreyt- ingu hafa símnotendur verið krafðir um viðbótargjald vegna hækkunar. Stjórnarmaður Neytendasamtakanna fékk í byrjun janúar sl. reikning dags. 1.1. 1980, sem hann greiddi 16. sama mánaðar. Hafði hann þar með greitt afnotagjald sitt fyrir janúar, febrúar og marz og er greiðslukvitt- unin án nokkurs fyrirvara. Með síðasta reikningi, dags. 1.4. 1980 er krafizt hækkunar á afnotagjaldi fyrir febrúar og marz, kr. 800, auk sölu- skatts kr. 176 eða samtals kr. 976. Neytendasamtökin telja að slík bakkrafa sé með öllu óheimil. Óska samtökin þess að ráðherrann gangi í þetta mál og að umræddar bakkröfur vegna hækkunar, sem innheimtar voru í byrjun þessa mánaðar og i byrjun marz, verði tafarlaust endur- greiddar. Æskja Neytendasamtökin þess að fá upplýsingar um fjölda og heildarupphæð leiðréttinga þegar þærhafafariðfram. Nú á sem sagt Steingrímur Her- mannsson, ráðherra Pósts og síma, næsta leik í símamálunum. -A.St. V Úr uppskriftasamkeppninni r „HVERSDAGSGOД v ELDHÚSKRÓKURIIMN 47 Við höldum enn áfram að birta uppskriftir úr uppskriftasamkeppni DB og Landssambands bakarameist- ara. Í dag birtum við köku er heitir „Hversdagsgóð”, sendandi er Halla Guðmundsdóttir i Kópavogi. Þetta er ein „þykk” terta eins og segir í upp- skriftinni. 300grhveiti 300 gr sykur 25 gr kakó lOgrvanillusykur 3lsk lyftiduft 1 dl mjólk UOgrsmjörl. 1 dl vatn Höfundur þessarar uppskriftar er Halla Guðmundsdóttir, Kópavogi, sem var um tveggja ára skeið á Hveravöllum. Hún sagðist oft hafa gripið til þess að baka þessa köku þar, vegna þess að kakan er eggjalaus og þar gat verið erfitt um vik að ná sér f egg. DB-mynd Bjarnleifur. SUÐA A YSU 0G Þ0RSKI Þurrefnin eru látin í skál. Mjólkin, bráðið en kælt smjörlíkið og sjóð- andi vatn látið út í. Hrært mjög vel og látið í smurt tertuform. Bakast í 40—45mín. viðca 175°Chita. Halla var um tveggja ára skeið á Hveravöllum i veðurathugunarstöð- inni og segir hún að þá hafi hún stundum bakað þessa köku. Þar voru vandræði að geyma matvæli, t.d. egg. Þá var gott að grípa til þessarar uppskriftar því hún er eggjalaus. Halla segir í „greinargerð” með uppskriftinni: „Kakan er „þung” en bæði drjúg og saðsöm. Stundum hafði ég þeyti- krem með henni eða þeyttan rjóma ef hann var til, en kakan er einnig ágæt án þess.” Hráefniskostnaður var áætlaður um 400 kr. þegar uppskriftin var send inn í nóv/des. sl. -A.Bj. V „Hér er ekkert að sem ekki er hægt að lagfæra með Ajax” segir í sjón- varpsauglýsingu sem hefur verið i gangi nú um langt árabil. Það kann sjálfsagt einhverjum að þykja óþarft að rifja upp suðu á ýsu, sem flest heimili bera vikulega á borð fyrir sitt fólk, en í rauninni er engin ástæða til að láta þennan þýðingar- mikla rétt verða út undan í Eldhús- króknum. Ýsa, þorskur og rauðspretta eru venjulega soðin í vatni krydduðu með salti. 1 vatnið og reyndar einnig í Eftir öllum sólarmerkjum að dæma ætti þessi auglýsing að flokk- ast undir „skrum” og ætti alls ekki að fá leyfi til að birtast á sjónvarps- kryddsoð er blandað 15 gr af salti i •hvern litra. Niðurskorinn fiskur er venjulega settur yfir til suðu í sjóðaridi vatni eða sjóðandi kryddsoði. Finna má hvort fiskur er soðinn með því að færa einn bita upp á disk og athuga hvort fiskurinn losnar auðveldlega frá beinunum. Þá er hann soðinn. Næst segir frá gufusteikingu eða „Braisering”. skerminum. 1 fyrsta lagi er vafasamt að „ögn af óblönduðu Ajaxi” geti hreinsað önnur eins óhreinindi og sýnd eru í myndinni. í öðru lagi getur þetta hreinsiefni varla lagað skakkar hillur og annað sem úr lagi er í þessu .eldhúsi. En samkvæmt upplýsingum Auðar Óskarsdóttur auglýsingastjóra Sjón- varpsins þykir þessi auglýsing ekki brjóta í bága við íslenzku lögin. Þarna sé aðeins verið að sýna hvað hreinsilögurinn getur gert. Við leyfum okkur hins vegar að draga í efa að þessar fullyrðingar auglýsingarinnar standist. - A.Bj. --- * Vafasöm auglýs- ing um hreinsilög s

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.