Dagblaðið - 30.04.1980, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 30.04.1980, Blaðsíða 10
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 30. APRÍL 1980. 'Útgefandi: DagblaflU) hf. Framkvœmdastjórí: Svainn R. EyjöHsson. Ritstjórí: Jónas Krístjánsson. 'fUtstjómarfuHtrúh Haukur Halgason. Fréttastjóri: Ómar Valdimarsson. Skrífstofustjórí rítstjómar Jóhannes Reykdal. íþrflttin Hallur Símonarson. Menning: Aflalstainn IngóHsson. Aflstoflarfréttastjórí: Jónas Haraldsson. Handrít Ásgrímur Pálsson. Hönnun: Hllmar Karísson. Blaflamann: Anna Bjamason, Atli Rúnar Halldórsson, Atíi Steinarsson, Ásgeir Tómasson, Bragi Sigurflsson, Dóra Stefánsdóttir, Elín AÍbertsdóttir, Ema V. IngóHsdóttir, Gunnlaugur A. jónsson,>' Ólafur Geirsson, Sigurflur Sverrisson. Ljósmyndir. Ámi PáH Jóhannsson, Bjamleifur Bjamleifsson, Hörflur Vilhjálmsson, Ragnar Th. Sigurfls- son, Svainn Þormóflsson. Safn: Jón Saavar Baldvinsson. Skrífstofustjóri: ólafur EyjóHsson. Gjaldkarí: Þráinn ÞoríeHsson. Sölustjóri: Ing Jar Svainsson. DraHing- arstjórí: Már E.M. Halldórsson. Ritstjóm Siflumúla 12. Afgraiflsla, áskriftadaikl, auglýsingar og skrífstofur Þverholti 11. AAaisimi blaflsins ar 27022(10 Nnur). Satning og umbrot: Dagblaflifl hf., Siflumúla T2. Mynda- og plötugarfl: Hilmir hf., Síflumúla 12. Prantun Árvakur hf., SkeHunni 10. » Askríftarverfl á mánufli kr. 4800. Varfl (lausa^pju kr. 240 aintak.fl. Misvægmál Fyrr í vetur hvatti Dagblaðið Carter Bandaríkjaforseta að láta ekki taka sig á taugum i hinu einstæða og hörmulega gíslamáli í íran. En það hefur hann ein- mitt gert og leyft herfræðingum sínum að færa sér hrapallegan ósigur. Carter var í fullum rétti, þegar hann lét reyna að bjarga gíslunum með vopnavaldi. Klerka- veldið í íran hafði fyrirgert rétti til friðar. Ofstæki þess hafði rofið aldagamla hefð á friðhelgi sendimanna. En réttlæti og skynsemi þurfa ekki að fara saman. Herfróðir menn höfðu bent á, að nánast útilokað sé að ná gíslum úr prísund miðborgar, þar sem allur almenn- ingur er andvígur innrásarliði. Slíkt mundi stefna lífi gíslanna í öruggan voða. Gíslarnir í íran eru mikið tilfínningamál í Bandaríkj- unum og geta hæglega orðið Carter hættulegt kosn- ingamál. Margir Bandaríkjamenn eiga erfitt með að skilja, að stjórnin getur ekki tryggt öryggi borgaranna í útlöndum. Ráðamenn í Vestur-Evrópu búa ekki við þennan vanda sárt leikinna landsmanna. Þeir hafa réttilega hvatt ráðamenn Bandaríkjanna til að fara varlega i gíslamálinu. Enda er mikið í húfi fyrir Vesturlönd, að stjórnmál írans þróist til betri vegar. Gislamálið er tilfínningamál. En frá heimspólitísku sjónarmiði er það smámál í samanburði við innrás Sovétrikjanna í nágrannalandið Afganistan. Þar er á ferðinni eina alvarlega ógnunin við heimsfriðinn, út- þenslustefna Moskvukeisara. Þar hafa ráðamenn í Vestur-Evrópu ekki staðið sig eins vel. Þá skortir hnattarsýn ráðamanna í Bandaríkj- unum, eru of bundnir þröngri Evrópusýn. Flestir þeirra, aðrir en Margaret Thatcher í Bretlandi, láta staðbundna hagsmuni villa sér sýn. Ráðamenn Vestur-Þýzkalands eru háðir óskhyggju minnkaðrar spennu í Evrópu og óhóflegum viðskipta- hagsmunum í Austur-Evrópu. Ráðamenn Frakklands eru háðir ímyndinni um hina „sérstöku sambúð” Frakklands og Sovétríkjanna. Þessir ráðamenn hugsa sumpart eins og kaupmenn. Sú hugsun er ágæt gagnvart Iran og öðrum löndum Islams, sem þarf að færa inn í friðsamlegt samfélag þjóðanna. En hún dugir ekki gagnvart Sovétríkjunum, sem vilja drottna yfir heiminum. Svo langt erum við leidd í Vestur-Evrópu, að við eigum erfitt með að skilja, hversu nauðsynlegt er að hunza ólympíuleikana i Moskvu. íslenzka ólympíu- nefndin hyggst fara þangað og nýtur í því stuðnings sex af hverjum tíu landsmönnum. Dagblaðið hefur hins vegar hvað eftir annað bent á, að Vesturlönd og þar á meðal ísland verða að hunza Moskvuleikana. Við megum alls ekki endurtaka hina bitru reynslu Berlínarleikanna 1936. Við verðum að sýna fyrirlitningu í verki. Jarmið um íþróttir og pólitík er marklaust. Ólympíuhugsjónin er þegar drukknuð í lyfjaþrælum og vélmennum. Við getum bjargað henni með alþjóð- legum sjónvarpsleikum til bráðabirgða og síðan til frambúðar með föstum leikum í Olympíu. Auðvitað mun mörgum þegnum Sovétrikjanna sárna fjarvera fulltrúa af Vesturlöndum. En það er óhjákvæmilegt, að sannleikurinn síist inn í brotum: Ríki sem hafnar mannréttindum heima fyrir og ræðst á aðrar þjóðir, getur ekki haldið ólympíuleika. Kjarni máls þessa leiðara er sá, að gagnvart íran eiga Vesturlönd að starfa með silkihönzkum, þrátt fyrir klerkaveldið, en gagnvart Sovétríkjunum er kominn tími til að sýna festu. Gleymt og grafið nauögunarmál á Indlandi hefur orðið vopn í höndum hreyf ingar sem berst fyrir því að réttur kvenna sé virtur Alls staðar á Indlandi geta vegfarendur átt von á að rekast á betlara, oft sjúka eða bæklaða. Talið er að í landinu séu á fjórðu milljón manna haldnir holdsveiki. UMÖRYRKJA 0GAÐRA Undanfarið hefur allmikið verið skrifað i blöð um málefni öryrkja og aldraðra og er það að vonum þvi að i mörgum tilfellum er þetta sjálfsagt einna verst setti hópur þjóðfélagsins. Fólk er þó auðvitað misjafnlega háð samneyslunni eða opinberri aðstoð og hefur mismikla þörf á því sem hægt er að skipta á milli. Alþingi er að reyna að finna leiðir til að bæta úr þar sem þörfin er mest. Eitt af þvi sem ýlti við mörgum var breyting sú sem fram undan er á afnotagjöldum simans, þegar farið verður að innheimta gjaldið eftir lengd símtala. Það er nú svo að oft er þetta eina samband aldraðra og öryrkja timunum santan við annað fólk og er þá hætt við að símtölin geti orðið í lengra lagi. Nú hefur um skeið verið til reglugerð um að heimilt séað fella þessi gjöld niðuref lifeyrisþegi er einn í íbúð og nýtur fulls lífeyris og tekjutryggingar, og er þegar nokkuð um að fólk notfæri sér þetta. Sama er að segja um afnota- gjöld af útvarpi og sjónvarpi. í umræðum um þessi mál finnsl mér of lítið hafa verið bent á að þó sími og útvarp séu rikisfyrirtæki, þá cru þau með eigin fjárhag og ráðamenn þar sjálfsagt ekki of ánægðir með þetta fyrirkomulag. Það væri því sjálfsagt ekki úr vegi að athuga hvort ekki væri hægt að rýmka svo hag Tryggingastofnunar ríkisins að hún gæti greitt viðkomandi fyrirtækjum þessi gjöld. í þessu tilfelli yrði auðvitað að ákveða fast gjald á slíka sima þó almennt væri greitt eftir teljara. Fólk með alls konar sérþarfir ber lika alloft á góma, um hve enn sé langt í land með að úthlutun til þeirra af samneyslufé þjóðarinnar sé nægj- anleg. Enda erum við stöðugt minnt á það hvort sem við erum stödd á heim- ilum okkar, vinnustað eða strætum og torgum. Alls staðar er sótt að okk- ur með happdrættismiðum, merkja- Kjallarinn Guðmundur Þórðarson sölu eða öðrum fjáröflunarleiðum af hinum og þessum líknarfélögum. Það er síður en svo að ég sé á móti starf- semi þessara líknarfélaga þó að á stundum geti maður orðið þreyttur á happdrættismiðasendingum og merkjasölum. Það er að vísu svo að sumir halda því fram, að þessi fram- takssemi líknar- eða styrktarfélaga dragi úr framlögum þess opinbera. En þar er ég ekki á sömu skoðun. Oftar en ekki eru þessi félög nokkurs. konar þrýstihópar á löggjafann, til stuðnings hinum verst settu. Þeir minna okkur líka á hvar þörftn er fyrir hendi og hversu nauðsynlegt er að greiða sveitarfélögum og riki skatta í þessu skyni. Fyrr en varir getur röðin verið komin að þeim heil- brigðu að þurfa aðstoðar á einhvern hátt. Nýlega hefur Alþingi samþykkt að auka afslátl af bifreiðum til öryrkja eftir ákveðnum reglum. Albert Guð- mundsson alþingismaður lét í Ijós þá skoðun sína i Morgunblaðinu nýverið að ekki væri rétt að ákveða í lögum hve margir skyldu njóta þessara hlunninda árlega, það ættu allir sama rétt sem á þessu þyrftu að halda. Ég hygg, að þær tölur um þann fjölda, sem lögfestar hafa verið séu nokkuð nálægt þörlinni en tel þó betra að þær hefðu ekki verið til staðar, þær útiloka ekki misnotkun eða óréttlæti. Oft heyrum við samanburð og að þessi eða hinn hefði ekki þurft að fá bita af köku trygginganna og að einhverannar hefði fremur þurft þess rneð. Stundum er þetta máske rétt en stundum er það lika af ókunnugleika. Þaðer nú svoaðalltaf eru einhverjir sem reyna að leika á kerfið og tekst það þrátt fyrir allt það eftirlit, sem það opinbera reynir að hafa. Þetta er einn af þeim sjúkdómum þjóðfélagsins, sem fylgir aukinni samneyslu og samhjálp, öllu félagslegu öryggi og aðstoð. Þessum sjúkdómi verður vissulega að halda i algjöru lágmarki, svo sem frekast er unnt, en hann má ekki verða til þess að draga úr aðstoðinni við fólkið með sérþarfirnar. Margir munu þeir vera, sem gera sér litla grein fyrir því hversu geysileg breyting verður í lífi þeirra er allt í ^ „Margir munu þeir vera sem gera sér litla grein fyrir því hversu geysileg breyt- ing verður í lífi þeirra er allt í einu veröa aö hætta vinnu vegna heilsubrests á hinum ýmsu aldursskeiðum.”

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.