Dagblaðið - 30.04.1980, Blaðsíða 5

Dagblaðið - 30.04.1980, Blaðsíða 5
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 30. APRÍL 1980. 5 Baráttan um brauðið dýra —rætt við nokkra f orystumenn verkalýðssamtaka ítilefni 1. maí Baráttudagur verkafólks, 1. maí, er á morgun. Verkalýðsfélög eru með lausa samninga og hefur svo verið lengi. Samningaviðræður iaunþega og atvinnurekenda standa yfir og er árangur ekki sjáanlegur á þessu stigi. Framundan er þvi baráttan um brauðið dýra. Samstaða verður að þessu sinni um hátiðahöld verkalýðsfélaganna í Reykjavík og kröfuganga og útifundur sameiginlegur. \ í tilefni dagsins rœddi DB við nokkra verkalpðsforingja ogspurði þá hvað þeim væri efst í huga oghverjar horfur væru á næstunni. ■ ' -JH. Jón Helgason, formaður Einingar á Akureyri: Málöllí sjálfheldu Krislján Thorlacius, formaður BSRB. Kristján Thorlacius, formaður BSRB: Ekki nægileg viðbrögð til að sjá afstöðu „Samningar við rikisvaldið ganga ákaflega seint,” sagði Kristján Thorlacius, formaður Bandalags starfsmanna ríkis og bæja. „Undanfarið hafa verið nokkrir fundir þar sem rætt hefur verið um kjarakröfurnar og einnig samnings- réttarmál og ýmis félagsleg atriði. Við teljum okkur ekki hafa fengið fram nægileg viðbrögð ríkisvaldsins gagnvart kröfum okkar til að geta byggt á þeim skoðun um afstöðu þess til þeirra,” sagði Kristján ennfrem- ur. „Stjórn og samninganefnd BSRB hélt fund hinn 11. apríi síðastliðinn þar sem stjórnvöld voru átalin fyrir seinagang i samningamálum.” Kristján Thorlacius sagði að í kjölfar þeirrar samþykktar væri að hefjast fundaherferð hjá BSRB um land allt. Fyrstu fundirnir yrðu haldnir um 10. maí næstkomandi en aðallotan yrði 12. til 25. mai næst- komandi. Á þessum fundum munum við kynna félagmönnum stöðuna i samningamálunum og einnig fá fram álit þeirra. Við hjá BSRB teljum það höfuðnauðsyn að almennir félagsmenn hafi sem beztar upplýsingar og að þeir láti álit sitt í Ijósi á þvi hvert stefna skuli,” sagði Kristján Thorlacius að lokum. -ÓG. „Um samningamálin er ósköp lítið hægt að segja á þessari stundu og þttu mál virðast í algjörri sjálf- heldu,” sagði Jón Helgason, for- maðut Verkalýðsfélagsins Einingar á Akureyri. „Við höfum áður fengið að heyra kröfur og fyrirheit um mestar hækkanir til hinna lægstlaunuðu en minna hefur orðið úr efndunum,” sagði Jón ennfremur. Hann taldi að ekki væri samstaða meðal láglaunafólks um að fara út i harða baráttu um launahækkanir, sem gengju jafnt upp allan launa- stigann. Enn væri ekki ljóst hvaða undir- tektir hefðu fengizt við samþykkt stjórnar Verkamannasambandsins um að leita samstöðu með öðrum lág- launahópum, eins og Sókn, verzlunarmönnum og Félagi starfs- fólksá veitingahúsum. -ÓG. Jón Helgason, formaður Einingar. Aðalheiður Bjarnf reðsdóttir, formaður Sóknar: INNANTÓMT ORDAGJÁLFUR? Benedikt Davíðsson, formaður Sambands byggingarmanna: Man ekki eftir meiri þvermóðsku atvinnurekenda „Þvermóðskan t at- vinnurekendum er mér efst í huga,” sagði Benedikt Davíðsson, formaður Sambands byggingarmanna. „Ég man ekki eftir henni meiri en nú í yfirstandandi viðræðum. Það er aldrei að vita hvort til stórátaka kemur, en mér finnst það heldur ólíklegt. Það standa ekki efni til þess þar sem kröfur okkar eru það hóg- værar. Ég er ekki bjartsýnn á að kjör manna batni að mun. Kröfumar eru ekki það hátt reistar. Þetta eru tillögur til varnaraðgerða, þ.e. að kjörin verði ekki skert frekar en orðið er. Það er enginn áhugi fyrir þvi að fara i verkfall en málin gætu þó Benedlkt Daviðsson, formaður Sam- bands byggingarmanna. þróa/ á þann veg að menn yrðu að gripa til slíkra aðgerða.” _jh_ Óskar Vigfússon, formaður Sjómannasambands íslands: Horf i með nokkrum ugg til framtfðarinnar „Það er margt ofarlega I huganum í tengslum við 1. maí 1980 Óskar Vigfússon, formaður mannasambands íslands. og erfitt að taka eitt fram yfir annað,” sagði Óskar Vigfússon, for- maður Sjómannasambands Islands. „Að sönnu hef ég hagsmuni minna umbjóðenda efst í huga og er ekki laust við að ég horfi með nokkrum ugg til framtíðarinnar. Þar á ég ekki eingöngu við kjara- málin, heldur og fiskveiðarnar og takmarkanir á þeim. Menn vissu að það yrði góð vertíð nú i ár en við erum þegar farnir að heyra að við séum farnir að taka út á næst ár. Þá er ég kvíðinn fyrir hönd loðnusjómanna. Ég kviði fyrir Jan Mayen samningum við Norðmenn og þeim möguleikum, sem Norðmönnum verður e.t.v. fenginn, ef loðnan leitar á þessar slóðir. Um kjaramálin sem slik vona ég að náist samkomulag og að þeir sem verst eru settir i dag njóti þess. Ég veit ekki nema ég geti setið í þeirra stóli næstaár.” -JH. Guðmundur Ámi Sigurðsson, varaformaður Iðnnemasambands íslands: Viljum verkfalls- og samningsrétt Það sem við leggjum mesta áherzlu á nú er verkfalls- og samningsréttur,” sagði Guðmundur Ámi Sigurðsson, varaformaður Iðn- nemasambands íslands. „Sveina- félagið er með umboð fyrir okkur og fáum við ekki að semja sjálfir. í öðru lagi leggjum við áherzlu á kaupkröfur. Samkvæmt samningum er okkur reiknað kaup, sem ákveðið hlutfall af 1. árs kaupi sveina. I und- anförnum samningum hefur þessi lægsti taxti alls ekki verið notaður af sveinum og það er ekki vafi á þvi að þessu er haldið inni til þess að greiða okkur eftir þessum taxta. Þá leggjum við áherzlu á verk- námsskólakerfið, sem við teljum mun betra en meistarakerfið. Hins vegar eru engir samningar í gildi fyrir nemana og því auðvelt að brjóta á þeim. Einnig verður að taka lánamál iðnnema inn í dæmið. Að lokum má geta þess að við óskum eftir fæðingarorlofi eins og aðrar launþegastéttir.” -JH. „Það er sannfæring min, að ef verkalýðshreyfingin sýnir ekki núna svart á hvítu að hún meini eitlhvað með tali sínu um nauðsyn sérstakra kjarabóta til hinna lægst launuðu muni allir missa á henni trú,” sagði Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir, for- maður Starfsmannafélagsins Sóknar. „Ef ekki verður staðið við þetta nú þá sjá allir að þetta er innantómt orðagjálfur.” Aðalheiður sagði að sér þættu samningamálin ganga mjög seint. Einu svörin sem bærust frá at- vinnurekendum væru — nej — og jafnvel launalækkunarkröfur að hennar mati. „Sá hluti seni snýr að félagslegum umbótum og á að koma til kasta ríkisvaldsins einkennist af miklum seinagangi.” -ÓG. Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir, formaður Sóknar. 90 ár frá fyrstu göngunni 2. maí Ávarp Alþjóða- samb. frjálsra verkalýðsfélaga: 1 ávarpi Alþjóðasambands frjálsra verkalýðsfélaga I. maí 1980 er minnt á að i ár eru liðin 90 ár frá fyrstu opinberu kröfugöngu verkafólks I. maí, til að árétta kröfur sinar um betri kjör og vinnuaðstæður og til að öðlast og auka lýðræðisleg réttindi. f Alþjóðasambandinu eru 127 aðildarfélög í áttatíu og níu þjóðlöndum og innan þess eru sjötíu milljónir launþega. Helztu baráttumál þessara samtaka eru gegn fátækt, skorti og hungri — gegn ófrelsi, harðstjórn og ofbeldi — gegn hatri, styrjöldum og vígbúnaðar- kapphlaupi. í ávarpi Alþjóðasambands frjálsra verkalýðsfélaga er minnt á þær milljónir verkamanna í Suður- Ameríku og Suður-Afríku, sem dag- lega leggja líf sitt í hættu í baráttuni fyrir grundvallaratriðum lýðræðis- ins. Einnig er minnt á verkamenn í Austur-Evrópu sem ekki eru frjálsir að því að vinna að málefnum sinna verkalýðsfélaga á þann hátt sem þeir kysu að gera og enn verði oft að hverfa í skuggann fyrir hersýningu 1. maí. Ávarpi Alþjóðasambandsins lýk- ur á þessum oröum: „Hinn hefðbundna baráttudag verkafólks, I. maí, munu verkamenn um heim allan, fylkja sér um vígorðin — Brauð, friður og frelsi. — Lengi lifi 1. maí og samstaða alþjóðlegrar verkalýðshreyfingar.” -ÓG.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.