Dagblaðið - 30.04.1980, Blaðsíða 9

Dagblaðið - 30.04.1980, Blaðsíða 9
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 30. APRÍL 1980. 9 ÍSLAND MED ÁTTUNDU HÆSTU ÞJÓÐARTEKJUR — hærrí en Bandaríkin en langt á eftir Sviss sem er í fyrsta sæti ísland hefur áttundu hæstu þjóðartekjur i heimi, miðað við skýrslu Efnahags- og framfara- stofnunarinnar, OECD. Kemur þetta fram í frétt í norska Dagblaðinu, sem byggir hana á heimildum frá París og Los Angeles. Ekki er þó átt hér við þær tekjur, sem hver þegn fær i sinn vasa til eigin ráðstöfunar heldur er þarna um að ræða heildar þjóðartekjur eða þjóðarframleiðslu deilt með ibúa- fjölda. Því má siðan deila niður í einkaneyzlu, samneyzlu á vegum hins opinbera og fjárfestingar. f hinni norsku frétt kemur ekki fram hvort miðað er við árið 1979 eða 1978. Sviss er talið tekjuhæsta land heimsins og Bandarikin eru i næstasætiáeftir Íslandi. Listinn yfir níu tekjuhæstu þjóðirnar er annars þannig: Sviss 67.250 n.kr. á hvern einstakling (jafnvirði 6.061 milljón íslenzkra króna á núverandi gengi), Danmörk 54.750 n.kr. (4.935 millj. isl. króna), Svíþjóð 52.750 n.kr. (4.754 millj. ísl. króna), Vestur-Þýzkaland 52.100 n.kr., Noregur og Belgía með 49.250 n.kr. Luxemburg er síðan i sjöunda sæti með 49 þús. norskar krónur Oafnvirði 4.416 millj. ísl. kr.), þá ísland með 48.850 n.kr. og í níunda sæti á lista OECD eru Bandaríkin með 48.300 n.kr., sem er jafnvirði 4.353 milljóna íslenzkra króna. Vegna þess að ekki kemur fram hvenær tafla þessi er gerð er vara- samt að taka hana of bókstaflega, og þá sérstaklega I sambandi við ísland þar sem gengisbreytingar eru örar. Sé taflan um þjóðartekjur á íbúa tekin rétt áður en gengi á islenzkum gjaldmiðli hefur verið breytt er samanburðurinn að öðru jöfnu hag- stæður fyrii okkur en óhagstæðari ef hann er gerður rétt eftir fall krónunn- ar. Einhverjum má þó vera huggun í því að háar þjóðartekjur á hvern íbúa ættu fremur en ekki að „auka veg landsins” á alþjóðavettvangi. Einkum þar sem vinnutíma á bak við umræddar lekjur er að engu getið um leið. -ÓC». „Aðgerðaleysi þingsins í vegamálum jaðrar við glæp” — segir í bréfi FÍB til þingmanna, þar sem þeir eru krafðir skýlausra svara um afstöðu þeirra í vegamálum „Aðgerðaleysi Alþingis og þing- manna í vegamálum jaðrar við glæp gagnvart íslenzku þjóðfélagi,” segir m.a. í kjarnyrtu bréfi Félags íslenzkra bifreiðaeigenda til allra alþingismanna. Segir þar einnig að langlundargerð bifreiðaeigenda sé þrotið og þeir hljóti nú að krefja þingmenn sína skýlausra svara um persónulega af- stöðu þeirra til vegamála og að „hver einstakur alþingismaður slíti af sér flokksviðjar ef nauðsyn ber til og vinni að framgangi vegaframkvæmda sam- kvæmt sinni persónulegu sannfæringu og bæti þar með fyrir iðgerðaleysi undanfarinna ára.” í bréfinu, sem er undirritað af Haf- steini Vilhelmssyni, framkvæmdastjóra FÍB, segir einnig: „Á undanförnum árum hafa nokkrar umræður orðið um vegamál innan stjórnmálaflokkanna. Menn hafa loks komið auga á hið makalausa ástand sem vegakerfið er í og því talið vænlegt til atkvæðaveiða að lofa stór- um hlutum i vegamálum.Hafaþví flest- ir stjórnmálaflokkar tekið vegamál upp á arma sína og gel'ið þeim bás i stefnuskrám sínum. Miðað við stefnuskrár flokkanna ælti að vera mikill meirihluti á Alþingi fyrir stórkostlegum framkvæmdum í vegamálum. Staðreyndin er hins vegar sú, að ekkert skeður og sjáanlega mun ekkert skeinæstu framtíð.” FÍB leggur síðan ellefu ákveðnar spurningar fyrir þingmenn um afstöðu þcirra til vegamála og krefur þá um rökstudd svör fyrir 15. mai næst- komandi. Fyrsta spurningin varðar af- stöðu þingmanna til framkominnar þingsályktunartillögu um niðurskurð vegaáætlunar, en aðrar fjalla um af- stöðu þeirra til ýmissa þátta vega- mála, gildandi reglna og viðtekinna venja í þeim málum. FÍB hyggst birta svör þingmanna. -ÓV. Vigdís efst hjá starfsfólki toll- stjóra Starfsfólk áskrifstofu tollstjór- ans í Reykjavík og Tollgæzlunni efndi til sameiginlegrar skoðana- könnunar eða prófkjörs vegna forsetakosninganna í sumar. Úrslit urðu þau að Albert Guðmundsson hlaut 19 atkvæði, Guðlaugur Þorvaldsson 26, Pétur Thorsteinsson 16, Rögnvaldur Pálsson I og Vigdís Finnboga- dóttir 31 atkvæði. Auðir seðlar voru 3. -A.St. Vigdís og Albert efst Starlslólk Framleiðslueftirlits sjávarafurða i Nóaiúni 17 i Reykjavik, efndi til skoðana- könnunar um fylgi forsetafram- bjóðenda. Úrslit urðu þessi: Albert Guðlaugur Pétur Rögnvaldur Vigdís atkv. 8 atkvæði 7 atkvæði 1 atkvæði I atkvæði 8 atkvæði Ógildur seðill var einn. Samtals tóku 25 þátt í skoðana- könnuninni. -ÓV. Albert efstur í Þórscafé 49 al 63 slai Ismounuiu i Þois- café efndu lil skoðanakönnunar um fylgi forsetaframbjóðend- anna. Atkvæði féllu þamng: Albert Guðlaugur Vigdis Péltir Rögnvaldur i þanmg: IS alkvæði i.i alkvæði II atkvæði 5 alkvæði ' tikvæði Eitt atkvæði var ógilt. Þeir fjórtán starfsmenn, sem ekki tóku þátt í skoðanakönnuninni, voru ekki við vinnu þegar hún fór fram. NU VERÐUR LEIKIÐ ÞAR TIL URSLIT FAST! UTVEGSBANKI ÍSLANDS Reykjavikurvegi 32 — I Alhliða bankaviðskipti SPARISJÓÐUR HAFNARFJARÐAR Strandgötu 8-10 — Sími 54000 Reykjavikurvegi 66 — Sími 51515 HAUKAR LEIKA í PUMA Sportvöruverzlun INGÓLFS ÓSKARSSONAR Klapparstig 44, sími 11783 REIKNISTOFA HAFNARFJARÐAR Sími 54400 Reykjavikurvegi 60 — i Simi 54344 EFNAGERÐIN VALUR Dalshrauni 11. — Sími 53866 LÆKJARKOT Lækjargötu — Sími 50449 ALMENNAR TRYGGINGAR DUNA Siðumúla 23 - Sími 84200 SAMVINNUBANKINN Strandgötu 33 — Simi 53933 EINAR TH: MATHIESEN Dalshrauni 5 — Simi 51888 BÍLASTÖÐ HAFNARFJARÐAR Simi 51666 SENDIBÍLASTÖÐ HAFNARFJARÐAR Sími 51111 — Simsvari eftir kl. 7. VELSMIÐJA HAFNARFJARÐAR Sími 50145 VELAVERKSTÆÐI Jóhanns Ólafssonar hf. Simi 52811 Urslhaleikurínn í bikarkeppni HSÍ á milli Hauka og KR verður í kvöld ki. 20 í Höllinni hvort sem þið trúið því eða ekki. Rútuferðir verða frá Haukahúsinu kl. 19 og tH baka að leik loknum Haukar, fjöimennið á leikinn og hvetjið lið ykkar ti! sigurs.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.