Dagblaðið - 30.04.1980, Blaðsíða 6

Dagblaðið - 30.04.1980, Blaðsíða 6
6 DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 30. APRÍL 1980. Hitchcock genginn Hrollvekjumeistarinn Alfred Hitch- cock er látinn í Los Angeles áttræður að aldri. Hitchcock var einn af meistur- um kvikmyndagerðarinnar og frægur fyrir kvikmyndir sem urðu til þess að láta vatniö renna milli skinns og hörunds áhorfenda. Hann leikstýrði nær 60 kvikmyndum og þótti snillingur að skapa spennu í myndum sínum. Elísabet Englandsdrottning aðlaði Hitchcock í fyrra. Hann starfaði framan af ferli sínum i Bretlandi. ATLI RUNAR HALLDÓRSSOIV Erlendar fréttir Nýr umboðsmaður okkar á Hólmavík er: Dagný Júlíusdóttir Hafnarbraut 7. Sími95-3178. Nýr umboðsmaður okkar í Hveragerði er: Pamela Morrison, Kambahrauni 40. Sími99-4568. Nýr umboðsmaður okkar á Hvolsvelli er: Arngrímur Svavarsson Litiagerði 3. Sími99-5249. BIAÐIÐ Utanríkisráðuneytið óskar að ráða ritara til starfa í utanríkisþjónustunni. Krafist er góðrar kunnáttu í ensku og a.m.k. einu öðru tungumáli auk góðrar vélritunarkunnáttu. Eftir þjálfun í utanríkisráðuneytinu má gera ráð fyrir að ritarinn verði sendur til starfa í sendiráð- um íslands erlendis. Eiginhandarumsóknir með upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf, sendist utanríkis- ráðuneytinu, Hverfisgötu ll5, Reykjavík, fyrir 10. maí 1980. Utanríkisráðuneytið. Muskie leysti Vanceafhólmi Carter Bandaríkjaforseti kynnti í gær nýjan utanríkisráðherra stjórnar sinnar: Edmund Muskie öldungar- deildarþingmann frá Maine. Muskie tekur við embætti af Cyrus Vance sem sagði af sér vegna djúpstæðs ágreinings hans annars vegar og Carters og Brzezinskis öryggismála- ráðgjafa forsetans hins vegar. Útnefning Muskies kom mjög á óvart í Bandaríkjunum. Hann hefur starfað að utanríkismálum og efna- hagsmálum á þingi og sóttist eftir út- nefningu demókrata sem forseta- frambjóðandi árið 1972. Hann dró sig síðar til baka úr kosningabarátt- unni. Muskie sagðist í gær ætla að leggja sitt af mörkum til að leysa gísladeiluna við írani á friðsamlegan hátt. Hann neitaði að svara þvi hver afstaöa hans væri til misheppnaðs herleiðangurs til írans á föstudaginn. Bandarískir þingmenn búast við að samskipti Carters og þingsins muni ganga greiðar fyrir sig í kjölfar þess að virtur og reyndur þingmaður á borð við Edward Muskie er setztur í stól utanríkisráðherra. Muskie er sagður fylgja sveigjanlegri utanríkis- stefnú líkt og Vance — andstæðri harðlínustefnu Brzezinskis öryggis- málaráðgjafa. Edmund Muskie 66 ára öldunga- deildarþingmaður frá Maine. Segist vilja leysa gíslamálið á friðsamlegan hátt. Norðmenn íhuga að banna tóbaksreykingar á vinnustað, í veitingahúsum og einkabflum: Stefna tekin á reyklaust land ■ ; Norskir reykingamenn hafa ástæðu til að hafa áhyggjur af fleiru en heilsu- fari sinu. Heilbrigðisyfirvöld- þar í landi hafa nefnilega gefið fyllilega í skyn að það sé aöeins tímaspursmál hvenær reykingar verði bannaðar á mörgum stöðum þar sem þær eru nú leyfðar og þykja jafnvel sjálfsagður hlutur. Reykingabann á vinnustað, veitingahúsum, opinberum skrif- stofum', biðstofum, skólum, sjúkrahús- um, neðanjarðarjárnbrautarstöðvum, í almenningsvögnum, lestum og viðar. Sums staðar verður gert ráð fyrir að byggðir séu sérstakir klefar eða salir fyrir reykingafólk. Annars staðar tekur algert reykingabann gildi. Þá er í athugun að banna reykingar í einkabíl- um. Það mun einnig vera í athugun að banna reykingar í bilum í Finnlandi, Kenya og Vestur-Þýzkalandi, auk nokkurra ríkja Bandaríkjanna. Aðal- röksemdin er sú að reykingar dragi athygli ökumanns frá umferöinni. -* Arne Hauknes, starfsmaður nefndar á vegum norska ríkisins, sem kannar skaðsemi tóbaksreykinga, segir við norska Dagblaöið: „Ég er fullviss um að almenn afstaða okkar til reykinga mun breytast mjög mikið á allra næstu árum. Eftir því sem þeim fjölgar sem ekki reykja eykst fylgi við þá skoðun að reykingar séu óþolandi. ” TO YOTASALURÍNN Nýbýlavegi8 (íportínu). \ Opið ,aug*'daga AUGLYSIR: Toyota Corona Mark II '77, ekinn 46 þús., verð 4,4 millj. Toyota Cressida '78, 4ra dyra, sjálfskiptur, ekinn 70 þús., verð 5,1 millj. Austin Mini '78, ekinn 20 þús., verð 2,9 millj. Ford Cortina 1600 XL '74, ekinn 52 þús., verð 2,5 millj. Mercury Comet '73, 4ra dyra, sjélfskiptur, ekinn 110 þús., verð 2,8 millj. TOYOTASALURiNN NÝBÝLA VEGI8. KÓP. SÍMI44144. Rosalynn á ferö Carter Bandaríkjaforseti lýsti yfir fyrir löngu að hann myndi ekki taka beinan þátt í kosningabaráttunni vegna forkosninga demókrata fyrr en gíslamálið í íran væri leyst. Hann hefur því ekki látið sjá sig meðal hátt- virtra kjósenda í þeim rikjum sem forkosningar hafa verið, eða verða á næstunni. Carter lætur nægja að senda Mondale varaforseta og Rosa- lynn húsfrú sína til að boða kjós- endum demókrata fagnaðarerindi sitt. Þetta fyrirkomulag dregur heil- mikið úr kostnaði við lífvarðarhald forsetaembættisins. En lífverðirnir eru ekki hrifnir af uppátæki Carters. Kaupið hjá þeim lækkaði þar sem yfirvinna dróst saman. Carter heldur sig jú að mestu í Hvita húsinu. Til að bæta lífvörðunum upp tekjutapið ákvað leyniþjónustan að senda þá í framboösferðir með Rosalynn. NEWSWEEK greinir lika frá þvi að starfslið í Hvía húsinu, sem fór i framboðssnatt fyrir Carter, hafi fyrst þurft að borga sjálft fæði og húsnæði í ferðunum. Þótti fólkinu kaupið ekki svo hátt að það þyldi slíkar álögur. Kosningastjóm Carters og Mondales féllst á sjónarmið fólksinsog borgarnúbrúsann.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.