Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 10.05.1980, Qupperneq 1

Dagblaðið - 10.05.1980, Qupperneq 1
6.ÁRG. — LAUGARDAGUR 10. MAÍ 1980. — 106. TBL. RITSTJÓRN SÍÐUMÚLA 12. AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI11.—AÐALSÍMI27022. Kaupmaöur fullyróir við DB: „STÓRSMYGL Á ARGEN- TÍNSKU NAUTAKJÖTI” —íslenzki stofninn annar ekki eftirspum eftirgóðum vörum —Verzlanirogveitingahússögöíföstumviöskiptum Argentínskt nautakjöt fæst nú víða í verzlunum í Reykjavík. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum DB hefur ólöglegur innflutningur þess viðgengizt alllengi. Kjötið er sagt koma með skipum, aðallega frá Evrópu, og einnig mun eitthvað vera um kjöt frá Belgíu. Fuilyrt er að kjöt þetta sé til sölu í verzlunum og veitt á veitingahúsum. í viðtali DB við kaupmann kom fram að mikið framboð sé á þessu nautakjöti og séu margar verzlanir og veitingahús með föst viðskipti. Kjöt þetta er mýkra og grófara en íslenzkt nautakjöt en bragðminna. Aðallega er um að ræða innflutning á góðum vöðvum í betri steikur, lundir og ,,rillet”. Kaupmaðurinn sagði að það lægi í augum uppi að islenzki nauta- stofninn annaði ekki eftirspurn eftir góðum vöðvum. ,,Ef maður á að sinna kröfum fólks verður eitthvað svona að koma til,” sagði kaup- maðurinn. Kjöt þetta er geymt i frystihúsum bæði í Reykjavík og úti á landi. Þá sagði kaupmaðurinn að fyrir utan nautakjötssmyglið væri mikið um annarskonar matvælasmygl og væru það t.d. kjúklingar og skinka. Slíkt smygl hefði tíðkazt í mörg ár en þó mætti segja að nokkuð hefði dregið úr því eftir að söluskattur var felldur af matvælum. Síðan væri ekki eins mikið upp úr sölu á smygluðum mat- vælum að hafa. Kaupmaðurinn sagði að smyglaða nautakjötið sem hingað ibærist væri gæðakjöt og stimplað sem slíkt erlendis. Innflutningur á hráu kjöti er bannaður til íslands, svo sem kunnugt er. -JH. J Olíumöl skoðuð betur „Olíumalarmálið verður ekki tekið fyrir fyrr en eftir helgi,” sagði Eiður Guðnason, formaður fjár- veitinganefndar Alþingis, í gær. „Menn eru að skoða máliö í gegn og \ þingflokkarnir hafa óskað eftir því aðmáliðyrðiathugaðbetur. Þetta er töluvert umfangsmikið mál. Þá má geta þess að sam- gönguráðherra ererlendisogþarsem um vegagerö er að ræða snertir það hans ráðuneyti. Það hefur því verið óskað eftir þvi að beðið verði með á- kvörðun í máli Olíumálar þar til hann kemur heim, en það verður nú um helgina,” sagði Eiður. -JH. Meiri heims- listíbænum Það ætlar ekki að verða lát á merkum erlendum listsýningum hér í bænum. Nýverið lauk mjög vinsælli sýningu á norrænni vefjalist að Kjar- valsstöðum og á verkum úr Sonja Henie-Niels Onstad safninu í Noregi i Norræna húsinu. í stað þeirra koma annars vegar sýning á grafík þýzku expresssjónistanna og á verkum sænsk-ungverska myndlistar- mannsins Endre Nemes. Fyrri sýningin er haldin að Kjarvals- stöðum að tilhlutan Germaníu og eru þar verk eftir nokkra þekktustu myndlistarmenn 20. aldar, þ.á.m. Kandinsky, Klee, Kokoschka, Nolde, Kirchner, Beckmann og Marc. Síðari sýningin fer fram í Norræna húsinu. Endre Nemes, sem er af ungverskum uppruna, hefur •haft mikil áhrif á þróun sænskrar máiaralistar undanfarna ártugi. í. verkum sinum blandar hann saman súrrealisma, afstraktlist og öðrum stílbrigðum, en er þó sinnar gæfu smiður. Báðar sýningarnar hefjast 1 dag. „ -AI. Fundaö um áhrif kristinna manna í stjómmálum: Hefmikinn áhuga á stof n- un kristilegs stjórnmála- flokks — segirÁrni Gunn- laugsson hæsta- réttarlögmaður ,,Ég get alveg sagt það að ég hef mikinn áhuga á því að slíkur flokkur verði stofnaður hér á landi,” sagði Árni Gunniaugsson hæstaréttarlög- maður í Hafnarfirði er DB spurði hann hver hugur hans væri tii þess að stofnaður yrði kristilegur stjómmála- flokkur hérálandi. í framhaldi af fundi sem haldinn var í Hallgrímskirkju 6. marz síðast- liðinn til að kynna kristilegu stjóm- málaflokkana á Norðurlöndum efnir' Menntamálanefnd þjóðkirkjunnar til opins umræðufundar um áhrif og á- byrgð kristinna manna i stjórnmálum á morgun í Hallgrímskirkju kl. 4 e.h. Frummæiendur verða sr. lngólfur Guðmundsson æskulýðsfulitrúi, og Páll V. Daníelsson, forstjóri Lands- sambandsins gegn áfengisbölinu. Menntamálanefndinni höfðu borizt óskir um að ræða þetta mál nánar á opinberumvettvangi. ,,Ég tel að kristin áhrif veröi að vera sem sterkust i þjóðfélaginu og því tel ég að gagn væri af stofnun slíks flokks,” sagði Árni. „Þessir flokkar á Norðurlöndum hafa haft mjög jákvæð áhrif á aðra flokka þar og margir telja sömu þörf á þeitn hér og þar. Ég veit að þaö er áhugi á þessu,” sagöi Ámi. Aöspuröur um hvort hann kynni að beita sér fyrir stofnun slíks flokks sagði Árni að málin væru ekki komin svo langt enn að farið væri að vinna skipulega að stofnun sliks flokks hér á landi. ,,En ég er mjög hrifinn af þessum hugsanagrundvelli,” sagði Árni að lokum. -GAJ. Nökkvi VE-65 strandaði í gær: Skipverjum bjargað með fluglínustól Björgunarsveit slysavarnafélagsins í öræfum bjargaði í gær fjórum mönnum meö fluglínustól úr Nökkva VE-65 sem strandað hafði um 3,5 sjómílur vestan Ingólfshöfða. Það var laust fyrir kl. 11 i gær- morgun að Homafjarðarradíói barst tilkynning um að báturinn hefði strandað. Voru björgunarsveitir slysavamafélaganna á öræfum og í Höfn þegar í stað kallaðar út. Veður var slæmt, austnorðaustan 9 vindstig, og braut nokkuð mikið á bátnum. Báturinn Þórunn Sveins- dóttir frá Vestmannaeyjum kom fljótlega á vettvang og var í sambandi við Nökkva, sem um hádegisbilið hafði færzt inn fyrir grunnbrotið. Um kl. eitt kom björgunarsveit öræfinga á slysstað en þar var þá mjög slæmt skyggni. Engu að síður hafði tekizt að bjarga öllum skip- verjunum rétt fyrir kl. 2. Voru þeir blautir en annars amaði ekkert að þeim. Þá var kominn leki að bátnum, en að öðru leyti ekki vitað um útlit varðandi afdrif hans. Nökkvi VE—65 er 53 tonna eikar- bátur, smíðaðurá ísafirði 1946. -GAJ. Beðið eftirstrœtó. DB-mynd Þorri.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.