Dagblaðið - 10.05.1980, Page 3
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 10. MAÍ 1980.
3
SOfóstrur íKópavogi um lokun dagvistunarstofnana:
Allt markvisst starf
myndi leggjast niður
—ef bömin og starfsf ólkið værí að tínast í f rí allt sumarið
Þrjátíu fóstrur í Kópavogi skrifa:
Mikil gagnrýni hefur komið fram
á þessari síðu vegna sumarlokunar
dagvistunarheimila. Okkur fannst
því rétt að leggja orð í belg hvað
þetta varðar. Miklar umræður hafa
átt sér stað undanfarið ár og er fullur
skilnittgur á því að þetta getur verið
óþægilegt bæði fyrir foreldra og
starfsfólk þessara stofnana, sem
verður að taka sitt sumarfrí á þessum
tima.
Það sem málið snýst um er fyrst
og fremst barnið. Dagvistunarheimili
eru uppeldisstofnanir og þar vinnur
starfsfólk með uppeldismenntun og
sérhæft á því sviði. Við fáum ekki
sérhæft fólk til að vinna á þessum
stofnunumi sumarafleysingum.nema
þá að litlu leyti, því fóstruskortur er
mikill.
Það gefur þvi augaleið að þessar
stofnanir yrðu yfir sumarmánuðina
geymslustaður þar sem sífellt væru
að koma nýir starfsmenn. Allar slíkar
breytingar hafa mjög slæm áhrif á
börnin og þau verða óörugg og
vansæl. Dagvistunarheimili ogskólar
eru alveg það sama, þreyta er komin
bæði í böm og fullorðna eftir langan
Of þung tónlist
f poppinu hjá Páli
Magnús Skarphéðinsson hringdi:
Mig langar að koma því á
framfæri við Pál Pálsson, umsjónar-
mann Popps, að hann spilar allt of
mikið af harðri rokktónlist. Það er
mjög lítill hópur þjóðarmnar sem
hefur áhuga fyrir þeirri tónlist. í
þættinum mætti vera blönduð tónlist
og harða rokkið er allt í lagi með.
Bæði ég og starfsfélagar mínir erum
orðnir þreyttir á þessu þunga rokki.
Ég vil líka koma því á framfæri
við Pétur Péturss. þul að hann spilar
allt of mikið af ættjarðarlögum.
hann mætti hafa frjálsara val á
tónlistinni. Ragnheiður Ásta er góð
og Kristján Róbertsson er langbe/.tur.
Jón Múli getur verið ágætur, hann er
þó kannski með frekar mikiðaf jassi.
Þátturinn hans Þorgeirs Ástvalds-
sonar er til fyrirmyndar. En annars
finnst mér fullmikið af þyngri tónlist
i útvarpinu.
„Allar hrevtingar hafa slæm áhrif á börn og þau verða óörugg og vansæl,” segja
30fóstrur í Kópavogi i svari sínu til þeirra. sem eru óánæt'ðir með lokun dag-
vistunarstofnana i júlímánuði. DB-tnynd: Bjarnleifur.
vetur. Við teljum það hafa
ómetanlegt gildi fyrir allt starf á dag-
vistunarheimilum að allir fari í frí á
sama tima. Að sumarleyfi loknu
mætum við íll aftur frísk, endur-
nærð ogánægð.
Ef þessi regla yrði felld niður
væru börnin og starfsfólkið að tinast
i frí allt sumarið og þar af leiðir að
allt markvisst starf á dagvistunar-
heimilunum myndi leggjast niður yfir
sumarmánuðina.
Gullarm-
band
týndist
Gömul kona hringdi til blaðsins
og var i öngum sinum yfir því að
hafa týnt gullarmbandi. Sagði hún
armbandið vera ættargrip og væri
henni sárt um að missa hann. Kvaðst
hún halda að hún hafi týnt
armbandinu við Hagkaup, Finnandi
er vinsamlega beðinn að koma því til
lögreglunnar. Fundarlaun eru i boði.
Hvað ætlar
ríkið að
gera fyrir
þásem
ekki geta
ekið bfl?
Oryrki á Suöurnesjum hringdi:
Rikið hefur hlaupið undir bagga
með öryrkjum svo þeir geti keypt sér
bíl. Mig langar að spyrja hvað gerir
rikið fyrir þá, sem hvorki hafa efni né
aðstæður til að eignast bíl? i Reykja-
vík fá öryrkjar afslátt í strætisvagna,
en hér á Suðurnesjum, þar sem ég bý,
er ekkert slíkt um að ræða.
Annaðhvort verður maður að kaupa
sér leigubil á hæsta verði eða fara i
rútubil og þá borgar maður sama
gjald og aðrir.
Þeir sem ekki geta keypt bil eru
að mörgu leyti enn verr settir en þeir
sem geta það. Mér finnst hér vera
óréttlæti á ferðinni og þvi spyr ég:
Hvað ætlar rikið að gera fyrir hina
sem ekki geta ekið bil?
_ KonicaFS-1
Ennþa
SKREF/ Á
UNDAN
Fyrsta sjálfvirka reflexmyndavélin með innbyggðum trekkjara (auto winder). Þú seturfilmu í
vélina og lokar filmubakinu og vélin trekkir fram á jyrstu mynd.
innbyggði trekkjarinn í samvinnu við hina þekktu Ijósopssjáljvirkni Konica hjálparþér að ná
hröðum myndskiptum.
Konica býðurþér upp á mikið úrval aukahluta, m.a. linsurfrá 15 mm til 100.0 mm.
Líttu inn og skoðaðu Konica FS 1 eina afmestu myndavélanýjungum í
mörgár.
Verð með 40 mm FI.8 linsu og tösku kr. 235.200,-
Verslunin
Austurstrœti 6 — Sími 22955.
NÚ ER HÚN KOMtN
Spurning
dagsins
Áttu von á því að erlent herlið
hverfi frá íslandi?
(herstöðvaandstasflingar spurflir)
Guðmundur Georgsson lœknir: Já, ég
er þess fullviss. Vonandi verður það
fljótlega.
Slgbjörn Kjsrtansson neml: Að sjálf-
sögðu. Það verður einhvern tima eftir
morgundaginn.
Pélur Þorleifsson: Ég vona það og að
það verði fljótlega.
Ingólfur Helgason nemi: Ég vona það
og að það verði sem fyrst.
Jóhanna Lilja Einarsdóttir nemi: Já,
já, það verður bráðlega. Þetta kemur
allt saman.
Árný Inga Pálsdóttir nemi: Ég vona að
það verði fyrr en seinna.