Dagblaðið - 10.05.1980, Page 4

Dagblaðið - 10.05.1980, Page 4
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 10. MAÍ 1980. DB á ne ytendamarkaði Nýjung f tilbúnum mat: Svínalifrarkæfa tilbúin í ofninn „Kveikjan að því að mér datt íj hug að fara að framleiða þessa lifrarkæfu er eiginlega komin fráj neytendasíðu DB. Þar var oft vikið að þvi hve nýbökuð lifrarkæfa væri gómsæt. Gefin var uppskrift og bent á að kjötkaupmenn væru tilleiðanlegir til þess að hakka lifrina fyrir húsmæðurnar. Þeir voru hins vegar ekkert sérlega hrifnir af því — og þess vegna datt mér í hug að búai til svínalifrarkæfu og hafa hana á boðstólum djúpfrysta og tilbúna beint í ofninn,” sagði Björn Björnsson kaupmaður í Kjötbúð Suðurvers í samtali við Neytenda- síðuna. Björn bað okkur um að smakka á lifrarkæfunni sinni. Hún reyndist mjög góð, bæði heit og einnig eftir að hún var orðin köld. Með henni bárum við fram ristaða sveppi og harðsteikt beikon, rúgbrauð og rauðrófur. — Hreinasta lostæti. Það er óneitanlega hagkvæmt að get fengið kæfuna tilbúna og djúpfrysta. Hún er steikt i vatnsbaði í heitum ofni i fimm stundar- fjórðunga. Lifrarkæfutilbúningur er ekki flókin matargerð, vel að merkja ef hægt er að fá einhvern til þess að hakka lifrina. Svínalifur er nokkuð grófari heldur en lambalifur og því vill hakkavélin stíflast er hún er hökkuð.—Ef eitthvað mátti setja út á lifrarkæfuna hans Björns var það helzt, að hún var kannski í fingerðara lagi. Okkar eigin kæfa er að jafnaði dálítið grófhakkaðri, en það er auðvitað smekksatriði hvernig fólk vill hafa sína lifrarkæfu. Og verðið. Það er mun hag- stæðara að kaupa lifrarkæfuna hraðfrysta heldur en tilbúna. Kæfan er seld bæði i 1/2 og 1/4 kg álbökkum. Stærri bakkarnir kosta 1250 kr. og þeir minni 625 kr. þannig aðkg verðer2500kr. -A.Bj. Þurrger og pressuger G. Björk í Hveragerði sendi okkur nokkrar línur með seðlinum sinum og spyr meðal annars hvort hægt sé að nota perluger í staðinn fyrir pressuger og þurrger og þá hvað mikið magn. Perluger mun vera hið sama og þurrger. Munurinn á þvi og pressugeri er sá að pressugerið er lifandi gerill sem geymist ekki i nema takmarkaðan tíma á meðan þurrgerið er frostþurrkað ger sem geymist von úr viti. Til þess að geta notað þurrgerið verður að leysa það upp i 40—50 grá'ða heitu vatni þannig að gerillinn lifni við. Bezt er að hafa hitamæli við þetta, svo ekkert fari á milli mála. Þurrger er mun drýgra en pr^ssuger og þarf þrisvar sinnum minna af þviL allar venjulegar uppskriftir. -DS. í fullkomna máltíð þarf auk kæfunnar ristaða sveppi, harðsteikt beikon og sýrðar rauðrófur. Hráefnið í mál- tíðina kostar alls um 5000 kr. og dugði vel handa fimm manns. DB-mynd Bjarnleifur. Hvað eru margir í heimili? ErfHt reikningsdæmi Upplýsingaseöill til samanburóar á heimiliskostnaði Nafn áskrifanda Heimili Sími Hvaö kostar heimilishaldió? Vinsamlega sendið okkur þennan svarseðil. Þannig eruð þér orðinn virkur þátttakandi i upplýsingamiðlun meðal almennings um hvert sé meðaltal heimiliskostnaðar fjölskyldu af sömu stærð og yðar. Þar að auki eigið þér von um að fá nytsamt hcimilistæki. Kostnaður í aprílmánuði 1980. Matur og hreinlætisvörur kr. Annaö kr. Alls kr. m i ih tv Fjöldi heimilisfólks Kona í sveit skrifar: Mig hefur lengi langað að taka þátt í heimilisbókhaldinu og læt nú loksins verða af því. En það er örlítið snúið eins og þú kemst að raun um. Heimilið samanstendur af mér og dóttur minni sem er á 3. ári. Svo er það eiginmaðurinn sem er á Bænda- skólanum á Hvanneyri svo hann er ekki oft heima. Einnig hef ég kost- gangara ca þrjá daga vikunnar. Svo verður að geta þess að þetta er tvílyft hús og við búum á efri hæðinni en einhleypur maður á þeirri neðri. Við erum með sameiginlegt klósett og vaskahús þannig að hreinlætisvörur borgum við til helminga. í bæinn förum við cirka einu sinni til tvisvar í mánuði og erum þá yfir helgi. Þá dreg ég frá i lok mánaðarins. Dóttirin hefur reiknast 1/2, ekki borðar hún það mikið. Kostgangarinn er bara í hádegismat svo hann er líka 1/2. Hvað á ég að segja að við séum mörg í heimili? Þetta er eitt erfiðasta dæmi sem fyrir neytendasíðuna hefur verið lagt. Og satt bezt að segja veit ritari hennar ekki hvaða ráð skal gefa. 1 fljótu bragði virðist þó eðlilegt að telja húsfreyju heimilisins og dótturina sinn heimilismanninn hvora. Því þó barnið sé ekki stórt krefst það síns í fæði og klæði. Eigin- manninum finnst mér að ætti að sleppa nema greitt sé fyrir fæði hans á Hvanneyri, þá ætti það að færast inn á matarreikninga fjölskyldunnar og þá yrðu heimilismenn taldir þrír. Kostgangarinn er enn erfiðara mál. Ef hann borðar bara aðra máltíðina á dag þrisvar i viku er of mikið að telja hann sem heimilismann, jafnvel þó hálfur sé. Maðurinn á neðri hæðinni getur heldur ekki talizt heimilis- maður. Sá helmingur hreinlætisvara sem hann greiðir fyrir ætti hreinlega alls ekki að koma inn í dæmið. í sporum konu í sveit mundi ritari þessarar síðu segja að 2—3 væru í heimili allt eftir heimaveru eigin- mannsins. Raddir neytenda V NYJAR REGLUR UM ÖRYGGIHITAKÚTA Sprengingar í hitakerfum húsa gerðust hér með nokkurra mánaða millibili um tíma, oft með skelfilegum afleiðingum. Nú hafa verið gefnar út nýjar reglugerðir, sem eiga að hindra að slikt komi fyrir aftur. Aðalbreytingin i þeim frá eldri reglugerðum er að mun strangara er kveðið á um ýmis öryggisatriði miðstöðvarkatla og neyzluvatns- geyma. Þá verða tækin að vera prófuð af Rafmagnseftirliti og öryggiseftirliti bæði sem ný og eins með reglulegu millibili. Neytendur ættu að athuga nánar sín eigin hita- tæki því frestur til að koma þeim i lag rennur út núna 1. júlí. -DS.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.