Dagblaðið - 10.05.1980, Side 5

Dagblaðið - 10.05.1980, Side 5
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 10. MAÍ 1980. 5 Listamannalaun 1980: MANUELA BEINT í EFRIFLOKKINN Magnús Kjartansson fær poppskammtinn og nýlist ífyrstasinnáskrá „Byggðastefna í úthlutuninni, — ja, ætli við höfum ekki reynt að taka tillit til listamanna úti á lands- byggðinni i ríkara mæli en áður,” sagði séra Bolli Gústavsson, for- maður úthlutunarnefndar lista- mannalauna á blaðamannafundi í gærmorgun, en þar voru kynnt lista- mannalaun fyrir árið 1980. í nefndinni eiga sæti auk séra Bolla, Jón R. Hjálmarsson, fræðslustjóri, Bessí Jóhannsdóttir kennari, Gunnar Stefánsson bókmenntaráðunautur, HaUdór Blöndal alþingismaður, Magnús Þórðarson framkvæmda- stjóri og Sverrir Hólmarsson mennta- skólakennari. Um listamannalaunin er það helst að segja að úthlutað var til 186 listamanna alls, sem eru 22 fleiri en í fyrra. Efri flokkur hækkaði úr 300 í 400 þúsund og neðri flokkur úr 150 í 200 þúsund. Áður hefur Alþingi veitt heiðurslaun, 1.5 milljón á mann til 12 listamanna. í efri flokki eru nú 9 nýliðar, þ.á m. Alfreð Flóki, Ingimar Erlendur Sigurðsson og Kjartan Guðjónsson, en nafn Manuelu Wiesler birtist þar einnig í fyrsta sinn og hefur hún ekki áður fengið lista- mannalaun. Neðra flokki hefur verið talsvert umturnað. 1 honum eru 89 listamenn, þ.á m. um 50 nýliðar. Þar ber helst til tíðinda að Ágúst Guðmundsson fær úthlutun, svo og nokkrir grafíklistamenn, Guðmundur Ingólfsson jasspíanisti, Kristján Guðmundsson nýlistar- maður, en poppskammturinn kemur í hlut Magnúsar Kjartanssonar tónlistarmanns. Bolli Gústavsson sagði ennfremur að meira væri af tónlistar- og mynd- listarfólki á listanum en áður, enda hefðu þessar greinar, að margra mati, verið í mikilli sókn hér á landi undanfarin ár. ./VI. Manuela Wiesler flautulelkari. Manuela: Aldeilis hissa... ,,Ha, er þetta satt. Ja, nú er ég al- deilis hissa,” sagði Manuela Wiesler þegar DB tjáði henni að hún hefði flogið upp i efri flokk. „Þetta er ofsalega flott. Nú verðum við að fara aðhugsa um aðeyða þessu”. Magnús Kjartansson: r A ég ekki að gefa Indjánunum þetta? DB vakti Magnús Kjartansson tón- listarmann upp til aö segja honum fréttimar um listamannalaunin. „Nei, nú ertu að gera grín að mér. Þú ert ekki að plata mig? Jæja. Blessaðir karlarnir, þurftu þeir nú að gera þetta. Er ekki venja að gefa þetta Indjánum eða eitthvað í þá veru? Þetta er aldeilis óverðskuldað. Ég er bara píanóleikari. Þeir hefðu átt að hugsa til manns eins og Magnúsar Péturssonar sem er búinn að spila árum saman án viðurkenningar”. -AI. Magnús Kjartansson hljómlistar- maður. Kjartan Guðjónsson: Hef íhugað mótaðgerðir Kjartan Guðjónsson listmálari fékk listamannalaun i fyrra en gaf þau Myndlistarskólanum á Akureyri eftir nokkur blaðaskrif. Nú er hann í efra flokki i fyrsta sinn. „Ég hélt ég hefði gert þeim grein fyrir afstöðu minni í fyrra,” sagði Kjartan er honum vom tjáð tíðindin. „Ég tek þessu ekki þegjandi og hef reyndar íhugað mótaðgerðir.” Ekki vildi Kjartan tjá sig um eðli þeirra, en kvaðst mundu byrja á blaðaskrifum. -AI. Kjartan Guðjónsson listmálari. Eskifjörður: Hólmanes af lahæst togaranna Togarinn Hólmanes frá Eskifirði aflaði alls 1435 tonna frá áramótum til 28. apríl og varð aflahæstur togaranna. Hásetahlutur á Hólmanesi á þessum tíma var 4.7 milljónir króna. Hólma- tindur byrjaði veiðar 21. janúar en varð að hætta 10. marz vegna bilana. Togarinn var þá kominn með 367 tonn. Hásetahlutur var 1266 þúsund krónur. Hólmatindur fór síðan aftur á veiðar nýlega og var væntanlegur inn á fimmtudag með 70 tonn. Nótaskipið Jón Kjartansson er að fara til Dan- merkur, þar sem sett verður ný vél í hann og er hann væntanlegur aftur í ágúst. Trillur á F.skifirði hafa ekki getað stundað veiðar í vetur, en veiði þeirra fram á haust í fyrra stóð óvenju lengi og var góð. Sjaldgæft er að trillur geti stundað veiðar frá Eskifirði fram i nóvember eins og þá. Það litla sem smábátamir hafa reynt að undanförnu hefurgefistilla. Mörgum á Eskifirði finnst það hróplegt ranglæti, að sjávarútvegs- ráðherra skuli setja þorskveiðibann á trillurnar einmitt yfir sumarmánuðina þegar þær geta stundað sjóinn og koma með bezta hráefnið að landi. Línufiskur er nú orðinn sjaldgæfur hér á Austurlandi. -Regina, Eskifirði. Ráðgjafi frá Mandeville of London verður þessa viku hér á landi á eftir töldum stöðum: REYKJAVÍK Rakarastofan Klapparstíg, simi 12725, mánudag 12. mai, miðvikudag 14. maí og föstudag 16. mai. AKUREYRI Jón Eðvarð, rakarastofa, Strandgötu 6, simi 24408, þriðjudag 13. mai. KEFLAVIK Klippotek, Hafnargötu 25, simi 3428, miðvikudag 14. mai eftir kl. 4. Enskir götuskór úrteðri Skóbúðin Snorrabraut 38 Sími 14190 Lipurtá, Hafnargötu 58, Kefíavík. Utur: Gu/brúnn Póstsendum Utur: Brúnn Stærðir: 37—41 Verðkr. 18.100 Utur.Brúnn HRAUNBÆR - HRAUNBÆR TIL SÖLU ER herb. rúmgóð ibúð í Hraunbæ, »1,». 5ursvalir, gott útsým. Góð sametgn. Sy - a 1 O 1 <-* 11 rr o Ví\ Q O 1 A Upplýsingar í síma 85472. K0MIÐ A KAPPREIÐAR FAKS Á M0RGUN KL. 14. SNNANDI ™M ..—Hestamannafélagiö Fákur

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.