Dagblaðið - 10.05.1980, Síða 7
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 10. MAÍ1980.
7
Albert Guðmundsson heimsótti Stokkseyri, Eyrarbakka og Selfoss ásamt föruneyti:
Skrifa ekki undir bráðabirgðalög
—ef mér lízt ekki á þau
„Ég mun taka afstöðu til eðlis
bráðabirgðalaga hverju sinni og
fylgja sannfæringu minni í afgreiðslu
mála eins og hingað til. Þeir sem
fylgzt hafa með stjómmálastarfi
mínu vita að þar hef ég alltaf fylgt
eigin sannfæringu fyrst og fremst. Ef
mér lízt ekki á bráðabirgðalög sem
ríkisstjóm vill setja getur orðið erfitt
að fá mína undirskrift á plaggið,”
sagði Albert Guðmundsson forseta-
frambjóðandi í svari við fyrirspum
frá verkamanni i frystihúsinu á
Eyrarbakka i gærmorgun.
Albert og Brynhildur kona hans
sóttu Eyrbekkinga heim í gær ásamt
kosningastjórum sínum, rit-
höfundunum Indriða G. Þorsteins-
syni og Jónasi Guðmundssyni.
Verkamaður einn í frystihúsinu vildi
fá á hreint afstöðu frambjóðandans
til bráðabirgðalaga sem honum
fannst of algeng. Honum fannst að
forsetar ættu að fara varlega í að
skrifa undir þau á vélrænan hátt.
Indriði G. kynnti Albert fyrir
frystihúsfólkinu í stuttu ávarpi og
bað það að hjálpa þeim hjónum í
kosningunum 29. júni. Síðan var
Albert heilsar Ragnari Runólfssyni i frystihúsinu á Eyrarbakka. Við hlið Ragnars er Karl Þórðarson en fjær situr
Bjarnfinnur Sverrisson. DB-mynd: Magnús Karel.
haldið í Fiskiver þar sem menn
kepptust við að pakka saltfiski.
Albert og fylgdarlið röbbuðu við
starfsfólkið góða stund, en héldu
siðan yfir í Einarshöfn. Þar voru fáir
við vinnu, flestallir að vinna við
'skreið í Hveragerði. Einnig var litið
inn i Plastiðjuna. Að lokum var
vinnuhæliö að Litla-Hrauni heimsótt
og heilsað upp á vistmenn og starfs-
fólk.
t
Frambjóðandinn kom ásamt
föruneyti sínu frá Stokkseyri til
Eyrarbakka. Á fyrrnefnda staðnum
hittu þau að máli frystihúsfólk og
vistmenn á heimili aldraðra á
Kumbaravogi. Frá Eyrarbakka var
haldið til Selfoss.
Þar voru heimsóttir margir
vinnustaðir og um kvöldið var efnt til
opins fundar á Hótel Selfossi. Fund-
arstjóri var Brynleifur Steingrímsson
héraöslæknir og gestur fundarins var
Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir, for-
maður Sóknar. Hvert sæti var skipað
i salnum og meira til. Salurinn tekur
á annað hundrað manns.
-ARH/MKN, Eyrarbakka.
Sigurbjörn Einarsson, biskup.
Samvizkufangar
bænarefni
á bænadeginum:
Þökkumþá
gjöfaðnjóta
frelsis
— segir biskup í tilefni
bænadagsins
„Ég vil að þessu sinni sérstaklega
minna á það , að víða um heim sæta
menn kúgun og ofsóknum vegna trúar
sinnar eða annarra skoðana,” segir í
bréfi sem biskup íslands, herra Sigur-
björn Einarsson, sendir til safnaða
landsins vegna hins almenna bænadags
sem er á morgun, en bænadagurinn
hefur um langt skeið verið haldinn á
fimmta sunnudagi eftir páska.
„Þrátt fyrir mannréttindaskrá Sam-
einuðu þjóðanna og eiðhelda sáttmála
á grunni hennar eru frumlægustu
mannréttindi fyrir borð borin í fjöl-
mörgum löndum. Glæpir gegn einföld-
ustu kröfum um mannhelgi eru drýgðir
dögum oftar: Handtökur og fangels-
anir án saka, pyntingar fanga, lyfja-
gjafir til þess að brjóta niður líkamlegt
og andlegt þrek þeirra, vistun sak-
borninga á geðveikrahælum, þetta og
þvílíkt er að gerast á líðandi stundu til
og frá um hnöttinn. Meðal þeirra sem
svo eru leiknir eru margir, sem hafa
ekki annað til saka unnið en að játa
Krist opinskátt.
Hugsum á bænadaginn til þeirra
mörgu, sem þola illt sakir þess að þeir
eru í andstöðu við ómennska stjómar-
háttu. „Minnumst bandingjanna, sem
væruð þér sambandingjar þeirra.
Minnumst þeirra^er illt líða” (Hebr.
13:3). ,,í fangelsi varégog þér vitjuðuð
mín,” segir Jesús Kristur. Biðjum þess,
að allt ofstopans vald reynist nú sem
áður „stopult og stökkt” og að rétt-
lætið sigri á jörð. Biðjum þess að vér
íslendingar gleymum ekki að meta og
þakka þá gjöf að fá að njóta frelsis,
lýðræðislegra stjórnarhátta og réttar-
fars, heldur vökum á verðinum um
þessi verðmæti og önnur arfhelg og
ómetanleg,” segir að lokum í bréfi
biskups. -GAJ.
BMW 520 árg. ’78 Rcnault 12TL árg.’77
BMW 525 autom. árg. ’77 Renault 12 JL árg. ’74
BMW 320 árg.’79 Renault 12TL árg.’73
BMW 320 árg.’78 Renault 12station árg.'75
BMW316 árg.’78 'Renault 14 TL árg.’79
BMW 2800 árg.’69 Renault 5 GTL árg.’79
Renault 20 TL árg.’78 Renault4 VAN F6 árg. ’79
Renault 12 TL árg.’78 Renault4 VAN F6 árg.’78
Opið /augardaga ki. 1—6.
KRISTINN GUÐNASON HF.
SUÐURLANDSBRAUT 20, SÍMI 86633
SUMARHUS
EINBÝLISHÚS, VEIÐIHÚS í
ÖLLUM STÆRÐUM OG GERÐUM
Nýttá
ísbndi
Vöndui
falleg,
ódýr
f.I „I. M.ll. I t !r
„HELSESTRÁ" grasplötur á þök sem
eru allt í senn sterkar, einangrandi,
vatnsþéttar og fallegar. Uppl. í síma
99-5851 alla daga og 84377 virka daga.
nfiur
vhkuv
BLAÐSÖLUBÖRN
óskast í Stór-Reykjavík:
Skjólin, Meistaravellir, Melar, Hagar, öldugata, Túngata, Suðurgata,
Skerjafj., Baldursgata, Skólavörðustígur, Grettisgata, Laufásvegur, Hátún,
Skipholt, Stórholt, Gunnarsbraut, Bólstaðarhlíð, Lækir, Teigar, Kleppsholt,
Álfheimar, Vogar, Ármúli, Smáíbúðahv., Fossvogshv., Breiðholt, og Árbær.
SIMI 27022 - VIKAN AFGREIÐSLA
ENNFREMUR VANTAR BLAÐSÖLUBÖRN
VÍÐS VEGAR UM LANDIÐ.