Dagblaðið - 10.05.1980, Síða 14

Dagblaðið - 10.05.1980, Síða 14
0WW# » >ji«, mj. naa;i«t DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 10. MAÍ 1980. Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Úrslitaleikurinn á Wembley á milli West Ham og Arsenal í dag: 100.000 áhangendur munu öskra sig hása Úrslitaleikur ensku bikar- keppninnar fer fram á Wembley- leikvangnum stórkostlega I dag. Þar mætast Lundúnaliflln West Ham og Arsenal og er þetta aðeins I þrlðja sinn í sögu bikarsins að Lundúnalið mætast I úrslitum. Reyndar hafa þessir þrir „all-London” leikir allir farið fram á síðustu 13 árum. Fyrst sigraði Tottenham Chelsea 2—I 1967 og síðan vann West Ham Fulham 2— 1 1975. Hér á eftlr fer llsti yfir alla bikarúrslitaleikina frá striðslokum á- samt smáumsögn um hvern þeirra. 1946: Derby—Charlton 4—1 Þessi leikur er einkum minnis- stæður fyrir það að Bert Turner skoraði bæði i eigiö marksvo og and - stæðingsins. Fyrst færði hann Duby forystu meö sjálfsmarki en jafnaði metin innan við minútu síðar er hann skoraði réttum megin. Framlengingu þurfti til að knýja fram úrslit og Derby skoraði þá þrivegis. Stamps tvívegis og Docherty. Þá má geta þess að knötturínn sprakk i þessum leik og varð að fá nýjan. 1947: Cbarlton—Bumley 1—0 í þessum leik sprakk boltinn ekki aðeins einu sinni, heldur tvisvar og það hlýtur að vera einstakt. Leikurinn sjálfur þótti hundleiðin- legurog framlengja varð til að fá úr- slit. Chrís Duffy skoraði þá eina markið. 1948: Mancb. Utd.—Blackpool 4—2 Enn þann dag í dag er þessi leikur talinn sá bezti á Wembley. Sannkölluð knattspyrnusýning, sem lauk með öruggum sigri Manchester United. Rowley skoraði tvívegis fyrir rauðu djöflana, Pearson og Ander- son eitt mark hvor. Stan Mortensen og Shimwell (vítaspyrna) skoruðu mörk Blackpool. 1949: Wolves—Leicester 3—1 Þessi sigur varð kveikjan að frá- bærum árangri Úlfanna næsta ára- tuginn. Tvö mörk Jesse Pye og eitt frá Smyth tryggðu sigurinn en Griffiths skoraði eina mark Leicester. 1950: Arsenal—Liverpool 2—0 Bob Paisley, núverandi fram- kvæmdastjóri Liverpool, gat ekki leikið þennan leik vegna meiðsla og Liverpool átti aldrei möguleika gegn sterku liði Arsenal. Reg Lewis skoraði bæði mörk Lundúnaliðsins. 1951: Newcastle—Blackpool 2—0 Þetta var ákaflega jafn og spennandi leikur og ef ekki hefði komið til Jackie Milburn er ekki gott að segja hvernig farið hefði. Hann skoraði bæöi mörk Newcastle — annað af 25 metra færi. 1952: Newcastle—Arsenal 1—0 Arsenal-liðið með aðeins 10 menn megnið af leiknum hafði næstum tryggt sér jafntefli í þessum leik. Wally Barnes meiddist snemma í leiknum og í þá tíð mátti ekki skipta inná. Þegar örfáar mínútur voru til leiksloka og allt stefndi i fram- lengingu skoraði George Robledo eftir fyrirgjöf Mitchell. 1953: Blackpool—Bolton 4—2 Þetta var geysispennandi leikur þar sem Bolton leiddi 3—1 um tíma. Með stórkostlegum leik Stanley Matthews tókst Blackpool að sigra og sigurmarkið skoraði Perry örfáum sek. fyrir leikslok. Stan Mortensen skoraði „hat-trick” í þessum leik fyrir Blackpool en mörk Bolton geröu þeir Lofthouse, Moir og Bell. 1954: West Bromwich—Preston 3—2 Annað árið í röð var sigurmarkið skorað skömmu fyrir leikslok. Griffin skoraði þegar aðeins þrjár mínútur voru til leiksloka. Al hafði áður skorað tvívegis fyrir WBA en Morrison og Wayman svöruðu fyrir Preston. 1955: Newcastle—Man.City 3—1 Jackie Milburn skoraði strax á 1. minútu og kom Newcastle af stað. City missti Meadows útaf vegna meiðsla en tókst engu að síður að jafna með marki Johnstone. Newcastle hafði hins vegar tögl og hagldir í s.h. og mörk Mitchell og Hannah tryggðu sigurinn. Þriðji bikarsigur Newcastle á fimm árum var í höfn. 1956: Manch. C. — Birmingham3— 1 City komst á Wembley annað árið í röð og í þetta skiptið til þess að uppskera eitthvað meira en tap. Hayes, Dyson og Johnstone skoruðu mörk City en Kinsey svaraði fyrir Birmingham. 1957: Aston Villa—Man. Utd. 2—1 Meiðsli Ray Wood, ‘markvarðar United, í fyrri hálfleik komu í veg fyrir sigur liðsins. Hann varð að fara útaf og Blanchflower fór í markið. Peter McParlands skoraði tvívegis á meðan hann stóö f markinu en síðan kom Woods aftur I markið. Það David Whelan. Blackburn var þvi með aðeins 10 leikmenn allan síðari hálfleikinn og þá bættu Úlfarnir tveimur mörkum við. Deeley skoraði bæði. 1961: Tottenham—Leicester 2—0 Tottenham varð fyrst liða á þessari öld til að tryggja sér tvöfaldan sigur „the double” með þessum bikarsigri yfir Leicester. Bobby Smith og Terry Dyson skoruðu mörkin. 1962: Tottenham—Burnley 3—1 Stjömulið Spurs var ekki í vand- ræðum með að leggja Burnley að velli og vinna bikarinn annað árið í röð. Leikurínn var þó mjög spennandi. Jimmy Greaves náði forystunni fyrir Spurs en Robson jafnaði. Mörk Smith og Blanchflower (viti) tryggðu Totten- ham svo öruggan sigur. Sigurmark Sunderland gegn l.eeds 1973. Kftir hornspyrnu barst knötturinn til lan Portersfield, sem skoraói glæsilcga. dugði þó ekki til sigurs því United skoraði aðeins eitt mark — Taylor. 1958: Bolton—Manch. Utd. 2—0 United tefldi fram hálfgerðu skrapliði í þennan leik því megnið af leikmönnum liðsins fórst í hinu fræga MUnchen-slysi. Leikmenn liðsins börðust eins og Ijón en áttu aldrei möguleika gegn Bolton. Nat Lofthouse skoraði bæði mörk Bolton. 1959: Nottm. Forest—Luton 2—1 Eftir aðeins 10 mín. skoraði Roy Dwight fyrir Forest en eftir hálftima fótbrotnaði hann svo. Tommy Wilson hafði áður skorað annað mark Forest en eina mark Luton skoraði Pacey í síðari hálfleik. Luton sótti mjög undir lokin en tókst ekki aðjafna. 1960: Wolves—Blackburn 3—0 Óheppnin eltir stundum lið á röndum og það fékk Blackburn að reyna í þessum leik. Á 41. mín. skoraði McGrath sjálfsmark og tveimur mínútum síðar fótbrotnaði l.eikmenn Ipswich dagana eltir sigurinn a Arsenal 1978. 1963: Manch. Utd. — Leicester 3—1 United hafði rétt sloppið við fall I 2. deild er liðið mætti til leiks á Wembley. Leikmenn liðsins kunnu greinilega vel við sig á mjúku grasinu þar og unnu sannfærandi sigur. David Herd skoraði tvívegis og Denis Law einu sinni en Keyworth skoraði eina mark Leicester. 1964: West Ham — Preston 3—2 Preston, sem lék í 2. deild, reyndist mun erfiðari mótherji en gert hafði verið ráð fyrir. Staðan var jöfn, 2— 2, þegar venjulegum leiktima var lokið en tima hafði verið bætt við vegna meiösla. Þá skoraði Ronnie Boyce sigurmark Hammers. John Sissons og Geoff Hurst höfðu áður skorað en Holden og Dawson svarað fyrir Preston. 1965: Liverpool — Leeds 2—1 Þetta varð hálffúll úrslitaleikur og vonbrigðin voru mikil þvi bæði liðin voru mjög sterk á þessum árum. Ekkert mark var skorað i venjulegum leiktima en Liverpool tryggði sér sigur í framlengingunni með mörkum Roger Hunt og Ian St. John. Billy Bremner skoraði eina mark Leeds. 1966: Everton— Sheff. Wed. 3—2 Það kom mjög á óvart aðEverton skyldi setja miðherja sinn, Fred Pickering, út úr liðinu. í hans stað kom ungur leikmaður, Mike Trebil- cock að nafni. Hann stal algerlega senunni þvi hann skoraði tvívegis i leiknum. Wednesday komst í 2—0 með mörkum Jim McCalliog og Ford en Everton átti síðasta orðið. Derek Temple skoraði sigurmarkið. 1967: Tottenham — Chelsea 2—1 Þetta var fyrsti úrslitaleikurinn á Wembley milli tveggja Lundúnaliða og reyndar í fyrsta skipti sem Lundúnalið léku til úrslita í bikarn- um. Leikurinn var mjög jafn en Tottenham marði sigur með mörkum Jimmy Robertson og Frank Saul. Bobby Tampling skoraði fyrir Chelsea. 1968: WBA — Everton 1—0 Everton átti mörg hættuleg færi í þessum leik en tókst ekki að nýta þau. Allt stefndi því í framlengingu þegar Jeff Astle skoraði sigurmarkið rétt fyrir leikslok. Leikurinn þótti lengst af vera mjög slakur. 1969: Manch. City — Leicester 1—0 Enn mátti Leicester biða ósigur á Wembley. Leikurinn var mjög opinn og gat farið á báða vegu. Neil Young var hins vegar sá eini sem fann leiðina í markið. Skot hans úr miðjum víta- teig var þrumufast og Peter Shilton kom engum vörnum við. 1970: Chelsea — Leeds 2— 1 Liðin skildu jöfn, 2—2, á Wembley og því varð að fara fram aukaleikur. Leeds náði forystu á Old Trafford með marki Mick Jones en Chelsea gafst ekki upp. Peter Os- food jafnaði og David Webb skoraði sigurmarkið í framlengingu með skalla. 1971:Arsenal — Liverpool 2—1 Fjörugur leikur sem gat farið á hvorn veginn sem var. Ekkert mark var skorað I venjulegum leiktíma en Liverpool tók forystu með marki Steve Heighway í framlengingunni. Eddie Kelly og Charlie George sáu hins vegar til þess að bikarinn hafnaði I skápnum á Highbury. Mark George var einkar glæsilegt. Þrumu- skot af löngu færi efst í markhornið. Með sigrinum tryggði Arsenal sér tvöfaldan sigur „thedouble”. 1972: Leeds — Arsenal 1—0 Loks tókst Leeds að vinna bikar- inn og ekki munaði nema hársbreidd að liðið ynni 1. deildina líka. Þetta var 100. bikarleikurínn og Allan Clarke skoraði sigurmarkið með lúmskum skalla. 1973: Sunderland — Leeds 1—0 Þriðji úrslitaleikur Leeds á fjórum árum snerist upp i allsherjar von- brigði. Það var sama hvað fram- herjar liösins reyndu, Jim Mont- gomery var eins og klettur í markinu hjá Sunderland. Ian Porterfield skoraði sigurmark Sunderland í fyrri hálfleik. 1974: Liverpool — Newcastle 3—0 Þetta varð alger einstefna frá upp- hafi til enda. Liverpool hafði allan timann tögl og hagldir í leiknum og Newcastle náði aldrei að ógna sigrín- um. Kevin Keegan skoraði 2 mörk og Steve Heighway eitt. 1975: West Ham — Fulham 2—0 Þetta varð afar sviplítill úrslita- leikur enda liðin ekki upp á marga fiska. Bæði mörkin skoraði Aian Taylor eftir mistök Ian Mellor í marki Fulham. West Ham var mun betri aðilinn og átti sigurinn skilinn. 1976: Southton — Manch. U. 1—0 Dýrlingarnir komu þarna verulega á óvart með því að leggja United að velli, 1—0. United var talið mun sigurstranglegra fyrir leikinn en það kom ekki að sök. Bobby Stokes skoraði eina markið í leiknum og til hans hefur varla spurzt síðan. 1977: Manch. U. — Liverpool 2—1 Það fór þó aldrei svo að United ynni ekki bikarinn. Mikið heppnis- mark færði United bikarinn er knötturinn barst af baki Jimmy Greenhoff í stórum sveig yfir Clemence og í markið. Stuart Pearson skoraði fyrra mark United en Jimmy Case jafnaði með þrumu- skoti. 1978: Ipswich - Arsenal 1—0 Fyrsti bikarsigur Ipswich var afar glæsilegur þó ekki skildi nema eitt mark í lokin. Eina markið skoraði Roger Osborne i síðari hálfleik. Ipswich hafði algera yfirburði úti á vellinum og var óheppið að skora ekki fleiri mörk.. Ferill Osborne hefur verið alger sorgarsaga eftir leikinn og hann hefur vart komizt í lið síðan hann skoraði þetta mark. 1979: Arsenal — Manch. Utd. 3—2 Þrjú mörk á síðustu 5 mínútum leiksins gera þennan leik minnis- stæðan. Annars var hann dapur lengst af og Brian Talbot skoraði fyrsta markið á 12. mínútu. Síðan var fullkomlega löglegt mark dæmt af United áður en Stapleton kom Arsenal í 2—0 á 43. mínútu. Þannig stóð þar til 5 mín. voru eftir. McQueen og Mcllroy jöfnuðu metin með tveimur mörkum á þremur mínútum en Arsenal tryggði sér sigurinn með marki Alan Sunderiand ásíðustusekúndumleiksins. -SSv.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.