Dagblaðið - 10.05.1980, Blaðsíða 24
LAIJGARDAGUR 10. MAt 1980.
Bókun Birgis ísleifs og
Alberts í borgarráði:
Engir Ikarus-
samningar
— verðigerðirán
afskipta borgarráðs
og borgarstjómar
„Tilefni bókunarinnar er mis-
munandi túlkun borgarfulltrúa á
samþykktri tillögu frá meirihluta borg-
arráðs frá 17. apríl um, „að þegar í
stað verði teknar upp viðræður við
fyrirsvarsmenn Ikarus-verksmiðjunnar
í Ungverjalandi um kaup á 3—5
vögnum frá verksmiðjunni til
reynslu”,” sagði Birgir ísleifur Gunn-
arsson borgarfulltrúi og alþingismaður
við Dagblaðið.
Birgir ísleifur og Albert Guðmunds-
son létu bóka á borgarráðsfundi á
dögunum þar sem fram kom krafa um
að „engar ákvarðanir verði teknar og
engir samningar gerðir eða undir-'
ritaðir, nema þeir verði fyrst lagðir
fyrir borgarráð og borgarstjórn til
samþykktar eða synjunar.”
„Sigurjón Pétursson og fulltrúar
vinstri flokkanna að Sjöfn Sigurbjörns-
dóttur undanskilinni túlka samþykkt
borgarráðs á þá lund, að i henni felist
heimild til að ganga til samninga við
Ikarus. Sjöfn gerði hins vegar sama
fyrirvara og við sjálfstæðismenn um
málið í umræðum í borgarstjóm.
Meirihluti borgarfulltrúa er því á þeirri
skoðun, að allar hugmyndir að kaup-
samningi beri að leggja fyrir borgarráð
og borgarstjóm,” sagði Birgir ísl.
Gunnarsson.
-ARH.
Þursarnir
íÞjóð-
leikhúsið
Hinn íslenzki Þursaflokkur mun
halda tónleika í Þjóðleikhúsinu 19. maí
næstkomandi, en flokkurinn hefur
leikið undanfarnar vikur rúmlega 30
sinnum víðs vegar um landið.
Tónleikar Þursanna verða fyrstu
rokktónleikarnir, sem haldnir eru í
Þjóðleikhúsinu, en margar rokksveitir
hafa áður leitað eftir húsinu til slíks
tónleikahalds.
„Þetta verður endapunkturinn á
þessari hljómleikaferð okkar um
landið,” sagði Tómas Tómasson, einn
Þursanna, í samtali við DB í gærkvöld,
„og við hyggjumst notfæra okkur
þetta einstæða tækifæri til að setja upp
eftirminnilegan konsert.”
-ÓV.
40 ár f rá því að brezkir hermenn stigu á land í Reykjavík:
Smjörþefur af vitfirr-
ingu heimsstríösins
— mótmælaf undur herstöðvaandstæðinga á Lækjartorgi f dag
Utlitfyrir
samkomu-
■ \ ' •" • v :
lagum
Jan Mayen
— Norðmenn lögðu samningsgrund-
völl fyrir íslenzku nefndina ígær
Frá Slgurjóni Jóhannssyni frétta-
manni DB1 Osló:
Margt bendir til þess að norska og
islenzka samninganefndin í Jan
Mayen málinu nái samkomulagi í
dag. Laust fyrir kl. 19 að norskum
tima í gærkvöldi fékk íslenzka
samninganefndin í hendur uppkast
að samkomulagi sem hún skoðaði
nánar í gærkvöldi. islenzka
samninganefndin átti siöan að segja
álit sitt á á samkomulagsdrögunum
þegar nefndirnar hittast kl. 10 í
morgun, þ.e. laugardag.
Samningaviðræðumar hafa verið
flóknar og mjög harðar en Norð-
menn munu sennilega hafa fallizt á
að íslendingar geti ákveöið hve mikið
loðnumagn megi veiða á öllu Jan
Mayen svæðinu en samt að undan-
gengnum fundi þar sem Norðmenn
eru með i ráðum. Norðmenn munu
hafa þann fyrirvara að ef ákvörðun
islendinga um loðnumágn er talin
afar ósanngjörn geti þeir neitað að
fylgja ákvörðunum íslendinga.
Loðnumagnið sem veitt verður innan
norskrar landhelgi mun skiptast jafnt
milli þjóðanna.
Hvað varðar landgrunniö eru
Norðmenn meö tillögu um að skipa
þriggja manna nefnd þar til nánara
samkomulag tekst milli þjóðanna á
þessu sviði. Þessa nefnd skulu skipa
einn Norðmaður, einn fslendingur og
einn erlendur hafréttarfræðingur.
Ekkert af þessu eru í raun stað-
festar fréttir. Knut Frydenlund
varðist allra frétta af þeim „pakka”,
sem Norðmenn iögðu fram siðdegis í
gær, þar sem málið væri á mjög
viðkvæmu stigi og islenzka samn-
inganefndin þá nýbúin að fá tillög-
urnar. Frydenlund og Ólafur
Jóhannesson voru þó báðir nokkuð
bjartsýnir á að samningar tækjust.
Enn er of snemmt að spá hvort það
verður í dag og Ólafur Jóhannesson
sagði í gær að ef samningar tækjust
nú væri auðvitað eftir að leggja þá
fyrir Alþingi. Skrifað yrði undir með
þeim fyrirvara.
-JH/SJ, Osló.
voríð hafi tekið eitt skref aftur á bak um hríð. Né heldur varðar
hana um verðbólgu og aðra óáran í þjóðfélaginu... hvað sem
síðar verður. DB-mynd: Þorri. t.
„Megininntak þessara aðgerða
verða mótmæli gegn
kjarnorkuvopnum hérlendis, hin
geigvænlega hætta sem skefjalaust
vígbúnaðarkauphlaup hefur leitt yfir
heiminn, og staða fslands í
hugsanlegum átökum,” segja
Samtök herstöðvaandstæðinga í yfir-
lýsingu sem gefin er út i tilefni
dagsins, 10. mai. Herstöðvaand-
stæðingar efna til mótmælaaðgerða í
dag kl. 14 á Lækjartorgi og minnast
þess að 40 ár eru liðin frá hernámi
íslands. Þar verða ræðuhöld,
leikþáttur og söngur. Að fundi
loknum verður gengið fylktu liði að
sendiráði Bandaríkjanna og
sendiherranum afhent mótmæla-
skjal.
„Eins og nú stendur á, óska ég að
íslenzka þjóðin skoði hina brezku
hermenn, sem komnir eru til fslands
sem gesti og samkvæmt því sýni þeim
eins og öðrum gestum fulla kurteisi í
hvivetna.”
Þetta voru lokaorð í ávarpi
Hermanns Jónassonar forsætis-
ráðherra til þjóðarinnar í útvarpi að
kvöldi 10. mai 1940. Forsætis-
ráðherra skýrði í fáum orðum þá at-
burði, sem gerzt höfðu þá um
nóttina, það að brezkur her var settur
á land í Reykjavík; fsland var
með byssur um öxl marseruðu um
götur bæjarins eða tóku sér stöðu við
mikilvægar byggingar.
Brezka útvarpið skýrði frá því að
brezka setuliðið myndi taka sér
aðsetur á fslandi og dvelja hér þar til
styrjöldinni lyki. Hernámið væri
gert í öryggisskyni. Ríkisstjórn
fslands mótmælti og sagði „hlutleysi
fslands freklega brotið og sjálfstæði
þess skert.” Ennfremur: „Þess er að
sjálfsögðu vænzt, að bætt verði að
fullu tjón og skaði, sem leiðir af
þessu broti á löglegum réttindum
fslands sem frjáls og fullvalda hlut-
lauss ríkis.”
Hernámið setti auðvitað svip sinn
á þjóðlífið og umhverfið. Fljótlega
fór að kvisast að hernámið ógnaði
siðferði í landinu. Konur þóttu hafa
fuUnáin samskipti við komumenn,
sbr. „Það er draumur að vera með
dáta,” og aUt það. „Ástandsmálin”
komust i hámæli þegar landlæknir
skrifaði dómsmálaráðuneytinu. Segir
í tilskrifinu að lögreglan hafi
„flett ofan af svo geigvænlegum
staðreyndum um þessi mál, að ekki
má kyrrt vera. Er það sök fyrir sig,
að hér er nú vitað um kvenfólk í tuga
taU á allra lægsta þrepi
skækjuUfnaðar.. .”
-ARH.
Islenzkir smástrákar — sem nú eru Uklega um fimmtugt — fá að sitja á vögnum
brezkra hermanna á fyrstu dögum hernámsins 1 mai 1940.
hemumið land. Reykvíkingar fengu akkeri á ytri höfninni, tundurspillir
að finna smjörþefmn af vitfirringu lagðist upp að hafnarbakkanum
heimsstríðsins. Herskip köstuðu framan við Hafnarhúsið. Hermenn
LUKKUDAGAR:
Vinningshafar hringi
ísíma 33622.
io.mai 3885
Henson æfingargalli.