Dagblaðið - 24.05.1980, Síða 4
4
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 23. MAÍ 1980.
Qsjta- og smjörsalan heimsótt:
FRAMLEIÐIR HUNDRAÐ
TONN AF OSTIÁ MÁNUÐI
— eða 40 tegundir
„Við seljum á annað hundrað ein gerð af osti, brauðostur meö
tonn af osti á mánuði og milli 80 og
90 tonn af smjöri á Reykjavíkur-
svæðinu,” sagði Óskar H. Gunnars-
son framkvæmdastjóri Osta- og
smjörsölunnar. Við heimsóttum
söluna í hin nýju húsakynni hennar
við Bæjarháls. Salan er nýflutt
þangað úr allt of litlum húsakynnum
við Snorrabraut. Nýju húsakynnin
eru hin veglcgustu og greinilega
mikið til þeirra vandað. Þegar við
komum í heimsókn voru meni.emiBð
koma sér fyrir og enn vantaði
nokkuð á að alll væri komið í það
horf sem það á að vera. Við spurðum
Óskar hvort osturinn yrði eins góður
i þessum nýju húsakynnum og í þeim
gömlu.
,,Við verðum að vona það. Húsið
niður frá var orðið allt of lítið og
óframkvæmanlegt að sinna þar allri
þeirri starfsemi sem þurfti. Pökkunin
var komin í þrot og lagerinn var
dreifður um allan bæ. Þetta er ekki
skrýtið þvi þegar Osta- og smjörsalan'
hóf starfsemi þar árið 1958 var
framleiðslan 30% af því sem hún er í
dag.”
Osturinn með
rauðu skorpunni
og allir hinir
Þegar Osta- og smjörsalan hóf
starfsemi sina var aðeins framleidd
Dómhildur Sigfúsdóttlr húsmæðra-
'kennari er ráðin af Osta- og smjörsöl-
unni til þess aó kynna ostana og ýmis-
legt sem búa má til úr þeim. Hún gaf
DB-mönnum ost að bragða f heim-
sókninni i Osta- og smjörsöluna.
DB-myndir Þorri.
rauðri skorpu. Hvernig er staðan
núna?
„Rauði osturinn selst enn lang-
mest. Hann er vinsæli vegna jiess
hversu bragðlitill hann er og margir
komast aldrei svo langt að bragða
aðra osta. Við framleiðum núna
einar 40 tegundir af ostum þegar allt
er talið með og höfum stöðugt verið
að bæta^við. Ekki er langt í að enn
bætist við núna þegar við erum
komin í nýtt hús. Sala á
skorpulausum osti og hvers kyns á-
Öskar H. Gunnarsson, framkvæmda-
stjóri Osta- og smjörsölunnar.
bætisostum hefur aukizt verulega.
Bæði þökkum við það auknum
auglýsingum og eins hinu að fólk fer
nú meira til útlanda en áður og
kynnist þá ólikum smftkk og vill
gjarna fá fjölbreyttari vörur þegar
það kemur heim aftur,” sagði Óskar.
Osturinn
kemur frá öllum
landshornum
og fer um allt land
Okkur kom á óvart að sjá ekki i
Hið nýja hús Osta- og smjörsölunnar er um 5 þúsund fermetrar að flatarmáli. Pökkunarsalurinn er griðarlega rúmgóður og
á enn eftir að koma þar fyrir þó nokkrum tækjum, m.a. til smurostagerðar.
húsi Osta- og smjörsölunnar stór
keröld með osti sem var í gerjun.
Óskar sagði að osturinn væri í sjálfu
sér ekki framleiddur hjá Osta- og
smjörsölunni heldur í hinum ýmsu
mjólkurbúum um land allt. Hann
kæmi hins vegar til Reykjavikur í
pökkun og dreifingu. Smurostur er
ekki unnin að öllu leyti úti á landi
því í Reykjavik er bætt i hann viðeig-
andi bragðefnum. Eins er piparinn
settur á piparostinn og fleira þess
háttar.
Osturinn fer síðan um allt land.
Fyrir noröan er framleitt talsvert al
fullbúnum ostum og kemur sumt af
þeim suður til Reykjavíkur. Meira er
hins vegar um hitt að osturinn er
sendur norður þar sem hann er á
boðstólum, jafnhliða hinum heima-
tilbúna osti.
Hjá Osta- og smjörsölunni vinna
um 40 manns. .Dálítið misjafnt eftir
árstíðum, meira'núna, þar sem fólk
er farið að tínast í sumarfrí. i bígerð
er alls konar útfærsla á starfseminni,
til dæmis aukin tilraunastarfsemi
með nýjar tegundir af ostuta og nýja
ostarétti. En hjá Osta- og smjör-
sölunni er ekki bara ostur eins og
nafnið gefur i rauninni til kynna.
Smjörið skipar þar einnig mikinn
sess. Við spurðum Óskar hversu hátt
hið fræga smjörfjall væri núna.
Kvótakerfið minnkar
alla framleiðslu
,,Það er um þúsund tonn núna og
á eftir að hækka eitthvað í sumar.
Með hinu nýja Mjólkursamlagi á
Akureyri minnkar það svo aftur því
framleiöslan færist norður en aukin
áherzla verður lögð á ostagerð hér.
Kvótakerfið í landbúnaðinum kemur
einnig til með að minnka alla
framleiðslu í landbúnaði og þá
verður reynt að miða eingöngu við
innanlandsmarkað. Ekki kemur þó
til þess að skortur verði á osti, til þess
er langt í land.
Við höfum undanfarið fært okkar
útflutningsmarkað á osti frá Banda-
ríkjunum, þar sem innflutningur
hefur verið takmarkaður við
ákveðinn kvótaog yfir til Evrópu. Þar
fáum við auðvitað ekki nema brot
af því verði fyrir ostinn sem hann
kostar i framleiöslu, en Efnahags-
bandalagslöndin hafa sín á milli
samið um niðurgreiðslur á osti og
upp fyrir þeirra verð getum við
auðvitað ekki farið. Áframhaldandi
baráttumál hlýtur þvi að verða
aukinn markaður í Bandaríkjunum,”
sagði Óskar.
Við kvöddum Osta- og
smjörsöluna eftir að hafa bragðað
;þar á hinum indælu ostum, sem hún
sérumaödreifa. -DS.
1—2 minaóa skammtur af hinum vin-
sæla brauðosti með rauðu skorpunni
blður þarna eftlr að vera tekinn til
niðurskurðar og siðan sendur á mark-
aö.
Ostinum er nú pakkað I loftþéttar umbúðir og hann siðan veginn á tölvuvogum og verð og þyngd er skráð á umbúðirnar.
Einnig má finna þar upplýsingar um sfðasta söludag og næringargildi.
Ostur f sneiðum er vinsæll meðal þeirra sem fi sér snarl f hideginu á vinnustað.