Dagblaðið - 24.05.1980, Qupperneq 5
EnnJiöfum viö hitt í mark meö
BÓKÁRSINS
3000 eintök uppseld á 6 vikum.
Nýtt upplag strax eftir hvítasunnu.
SAMHJÁLP HVÍTASUNNUMANNA.
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 23. MAÍ 1980.
Frumsýn-
um Óðal
f eðranna að
öllu for-
fallalausu
í júnflok
— segir Hrafn Gunn-
KJÖRGRIPURINN í SAFNIÐ.
laugsson leikstjóri
„Við stefnum að því að frumsýna
Óðal feðranna í lok júnímán. Við
fórum með myndina út til Svíþjóðar í
siðustu viku þar sem verður lokið við
þá tæknivinnu sem við höfum ekki að-
stöðu til hér heima,” sagði Hrafn
Gunnlaugsson er Dagblaðið ræddi við
hann i gær.
Hrafn sagði að verkföllin í Svíþjóð
hefðu aðeins tafið fyrir lokavinnslunni,
en ef engar frekari tafir yrðu, yrði
frumsýningin á réttum tíma. Ekki er
búið að ákveða endanlega hvar Óðal
feðranna verður sýnd, en rætt hefur
verið við forráðamenn Háskólabíós og
Laugarásbíós um að taka hana til.
sýninga.
„Menn eru að vara okkur við að
byrja með myndina að sumrinu til,”
sagði Hrafn, „en júlí er sjónvarpslaus
mánuður og þá eykst aðsóknin að kvik-
myndahúsunum. Við getum heldur
ekki beðið með myndira til haustsins
vegna skulda sem við þurfum að greiða
í sumar.”
Alls þurfa um 35—40 þúsund
manns að greiða aðgangseyri á Óðal
feðranna til að aðstandendurnir sleppi
skuldlausir frá verkinu. Að sýningum í
Reykjavík loknum fer myndin um
landið.
Sá misskilningur hefur komið upp
hjá mörgum að Óðal feðranna sé unnið
eftir handriti eftir Jökul Jakobsson.
Hann er væntanlega til kominn vegna
þess að Hrafn Gunnlaugsson er einnig
að vinna að sjónvarpskvikmyndinni
Vandarhögg. Handritið við hana er
það síðasta sem Jökull heitinn skildi
eftir sig.
-At-
Hrafn Gunnlaugsson leiksfjóri Öðals
feðranna: — Við þurfum að fá 35—40
þúsund manns (II að sleppa
harmkvælalaust frá skuldum.
DB-mynd: RagnarTh.
Marnnuturinn oiiur gjarnan a
hjá strákunum á bryggjunni 'en fær
heldur háðuglega meðferð. Þeir
spýta upp í hann og henda honum
aftur í sjóinn. En þeir sem gerst
þekkja segja að marhnútur sé ætur i
betra lagi. Myndina tók Ragnar Th.
Sigurðsson af ungum veiðimönnum
við Reykjavikurhöfn.
HEIMILI:
Pöntunarsimi COOflO
kl.10-12 MaUJ
Sólspil & Á.Á,
Hraunkambi 1. Hafnarfirði.
SAGA
NICKY
CRUZ
HEILDARÚTGÁFA
JÓHANNS G.
HlAUPtU
mm
HLAUPtU
fclölnutn: NíckVÖtUJÍ
Villiu* 1101«
ölólnum'.
fcena 8fi. ***** e'*
500 tölusett og árituð eintök
lOára timabil.
5 LP-plöturákr. 15.900.
PÖSTSENDUM:
NAFN: _____________________
íftnhjólp
Kreditkortanotkun Islendinga erlendis:
100 MANNS HAFA
FENGIÐ HEIMILD
Nú munu vera um það bil eitt
hundrað íslendingar sem eiga
reikninga í erlendum bönkum og
hafa jafnframt heimild Gjaldeyris-
eftirlitsins til að nota svonefnd
kreditkort á ferðum sínum erlendis.
Þá er hægt að láta skrifa hjá sér, til
dæmis flugfargjöld og hóteíkostnað,
sem síðan er greiddur af viðkomandi
banka.
Að sögn Sveins Sveinssonar lög-
fræðings hjá Gjaldeyriseftir liti
Seðlabankans hefur eingöngu verið
veitt kreditkortaheimild til
einstaklinga, sem sannanlega þurfa
þeirra við vegna starfs síns. Er þá um
að ræða menn í markaðsleit fyrir
íslenzkar útflutningsvörur,
innflytjendur eða þá sem eru í
opinberum erindagerðum.
Bein ákvæði um kreditkort komu
ekki í íslenzk gjaldeyrislög fyrr en á
síðastliðnu hausti, en áður hafði
Gjaldeyriseftirlitið heimilað nokkra
kreditkortanotkun erlendis á grund-
velli fyrri laga.
Sveinn Sveinsson lögfræðingur
sagði að nokkrar takmarkanir
væru á notkun íslendinga á
kreditkortunum. Skuld mætti ekki
fara upp fyrir 2000 dollara hverjú
sinni á viðkomandi erlendum banka-
reikningi. Aðeins væri heimilt að
nota kortin vegna ferðakostnaðar,
það er fargjalda og hótelkostnaðar
og þess háttar. Einnig krefðist Gjald-
eyriseftirlitið þess að fá útskrift af
hinum erlendu reikningum einu sinni
á ári. Sveinn Sveinsson sagði að það
aðeinstil
sannanlegrar
notkunarvegna
starfa, segir
Gjaldeyris-
eftirlitið
kæmi fram hjá flestum, sem sæktu
um heimild til notkunar kreditkorta
erlendis að ætlunin væri að nota það
i neyð eða þegar ekki væri annars
kostur eins og raunin mun vera á
stundum er ferðazi er um Banda-
-ríkin.
-ÓG.