Dagblaðið - 24.05.1980, Side 10
10
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 23. MAÍ 1980.
BMW520 árg.’78 Renault 12TL árg.’77
BMW 525 autom. árg. ’77: Renault 12 TL árg.’74
BMW320 árg.’79 Renault 12 TL árg. ’73
BMW320 árg.’78 Renault 12 station árg. ’75
BMW316 árg.’78 Renault 14 TL árg. ’79
BMW 2800 árg. ’69 Renault5GTL árg. ’79
Renault 20 TL árg.’78 Renault 4 VAN F6 árg. ’79
Renault 12 Tl. árg.’78 Renault 4 VAN F6 Opið laugardaga kl. 1— árg. ’78 6.
KRISTINN GUÐNASON HF.
SUÐURLANDSBRAUT 20, SÍMI 86633
----------29. júní---------------
Pétur J.
Thorsteinsson
Aðalskrifstofa stuðningsmanna Péturs J. Thorsteins-
sonar er að
Vesturgötu 17 Reykjavík
Skrifstofan er opin kl. 9—22, sunnudaga kl. 13— 19.
Símar28170 og 28171
Á skrifstofunni eru veittar upplýsingar um kjörskrá og
allt sem að forsetakosningunum lýtur.
Skráning sjálfboðaliða til margvíslegra verkefna er
hafin.
Lausar stöður
Við Mcnntaskólann á Isafirði eru kennarastöður lausar til umsóknar.
Kennslugreinar sem um er að ræða eru: Viðskiptagreinar (hagfræði, bók-
færsla, viðskiptaréttur), enska, stærðfræði og eðlisfræði, saga og félags-
fræði og danska. Einnig er laust við skólann starf húsmóður og húsbónda I
heimavist (samtals heil staða), svo og staða fulltrúa.
Upplýsingar veitir skólameistari í simum (94)-3599, (94)-3767 eða (94)-
4119.
Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins.
Umsóknir ásamt ýtarlegum upplýsingum um námsferil og störf skulu hafa
borist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 101 Reykjavik, fyrir 17.
júnf nk.
Umsóknareyðublöð fást i ráðuneytinu.
M enntamálaráðuneytið
20. mai 1980.
Pylsuvagninn á Lækjartorgi mun freista þess að setja heimsmet i kvartmiíu-
akstri pylsuvagna um helgina.
Pylsuvagninn á Lækjartorgi veröur aö heiman um
hvítasunnuna. Þá munu þau Auöur Eiísabet Guö-
mundsdóttir og Hermann Gunnarsson keppa á
vagninum í keppni kvartmíiuklúbbsins á laugardag
og væntanlega setja heimsmet í kvartmíluakstri
pylsuvagna. Sjón er sögu ríkari.
PYLSUVAGNINN LÆKJARTORGI
t lok fundarins risu fundarmenn úr sætum og sungu tsland ögrum skorið. Á myndinni eru fremstir Sveinn Björnsson, vara-
forseti tSt, og Baldur Jónsson vallarstjóri. Við hlið Brynhildar og Alberts er Bergur Guðnason, formaður knattspyrnu-
félagsins Vals.
DB-mynd RagnarTh.
Fundur stuðningsmanna Alberts iiman íþróttahreyfingarinnar:
„Hámenntaður í
skóla lífsins”
— sa'gði Úlfar Þórðarson formaður íþróttabandalags Reykjavíkur um Albert
„Veröldin tók kipp þegar Albert
Guðmundsson gaf henni spark i fyrsta
sinn og hún hefur verið í varnarstöðu
gagnvart honum síðan,” sagði Þórir
Lárusson, formaður ÍR, á kosninga-
fundi stuðningsmanna Alberts Guð-
mundsonar innan íþróttahreyfingar-
innar í fyrrakvöld. Var fundurinn
haldinn á Hótel Borg og var mjög vel
sóttur. Starfslið á Hótel Borg sagðist
telja að um 800 manns hefðu verið á
fundinum.
Ýmsir forystumenn iþróttahreyfing-
arinnar fluttu ræður til stuðnings fram-
boði Alberts, Sigfús Halldórsson tón-
skáld lék á píanó og frambjóðandinn
flutti ræðu. Fundarstjóri var Úlfar
Þórðarson, formaður ÍBR.
„Við stuðningsmenn Alberts tökum
okkur i munn orð fyrrverandi forsætis-
ráðherra: Það er stutt til Bessastaða,”
sagði Þórir Lárusson i lok ræðu sinnar.
Anton örn Kjærnested, formaður
Víkings, sagði að Albert væri þekktur
fyrir að koma málum í höfn þótt öll
sund virtust lokuð.
,,Ég kýs mann sem upphófst af sjálf-
um sér og veit hvað hann er og hvað
hann vill,” sagði Júlíus Hafstein, for-
maður HSÍ.
„íslenzka iþróttahreyfingin stendur í
mikilli þakkarskuld við Albert Guð-
mundsson,” sagði Sveinn Björnsson,
varaforseti ÍSÍ.
„Albert hefur verið óþreytandi við
að hjálpa því fólki sem minna má sin í
Reykjavík,” sagði Bergur Guðnason,
formaður Vals. Hann bætti því við að
Albert kæmi alltaf hreint og beint
fram. „Hann segist reiðubúinn til að
takast á við embættið meðan aðrir láta
gangaáeftirsér.”
,,Ég styð Albert Guðmundsson af
þvi að hann getur sagt nei,” sagði
Baldur Jónsson vallarstjóri og bætti
því við, að þingmennirnir hefðu ekki
verið atvinnulausir í marga mánuði í
vetur ef Albert hefði verið kominn á
Bessastaði. Flestir ræðumanna minnt-
ust einnig á Brynhildi, konu Alberts, í
ræðum sínum. „Það þarf ekki annað
en líta á Albert til að sjá að hún er
góður kokkur,” sagði Baldur í gaman-
sömum tón og fékk mikið klapp fyrir
ræðu sína.
„íþróttahreyfingin skuldar mér ekki
neitt,” sagði Albert Guðmundsson eftir
að hafa þakkað ræðumönnum hlý orð í
sinn garð. „Við sem aldir erum upp í
íþróttahreyfingunni höfum verið að
taka út fyrirfram og við erum að endur-
gjalda æskunni það í dag.”
„Ég bið um stuðning ykkar því einn
get ég ekkert,” sagði Albert. „Ég bið
ykkur þó ekki um að ganga gegn sann-
færingu ykkar og ekki á móti neinum
öðrum frambjóðendum. Ég bið um
drengilega baráttu.”
Úlfar Þórðarson fundarstjóri sagði
meðal annars, að Aibert væri „há-
menntaður í skóla lífsins.” í lok
fundarins rísu fundarmenn úr sætum
og sungu ísland ögrum skorið við
undirleik Sigfúsar Halldórssonar.
-GAJ
Eskifjörður:
Hitabylgja og gdður af li
Hér hefur sl. viku gengið yfir hita-
bylgja og logn. Maður þarf því ekki að
vera hissa á þingmönnunum sumum
hverjum þótt þeir vilji vinna áfram í
þinghúsinu. Mér finnst þessi mikli hiti
og sól illþolandi. Fólk á Eskifirði hefur
verið að slá lóðir sinar, en grasspretta
er mikil. Það er þó alltaf sárt að sjá
heyi hent í ruslatunnur.
Mikið fiskirí hefur verið hjá Eski-
fjarðartogurunum. Hólmatindur kom
inn með fullfermi af stórum og góðum
fiski eftir 8 daga túr. Aflinn var 125
tonn og skiptaverðmæti 24,9 milljónir
kr. Hólmanesið kom einnig inn með
góðan afla. Hins vegar hefur verið litil
grásleppu-og rauðmagaveiði. •
- Regina, Eskifirði.
Nýslátraðir
hvítasunnugemsar
Kjöt af nýslátruðum gemsum kom i
nokkrar verzlanir í Reykjavík í gær.
Agnar Guðnason, blaðafulltrúi bænda-
samtakanna, sagði að slátrað hefði
verið 57 gemsum alls, flestir væru þeir
fremur magrir en um 20 skrokkar væru
ágætir. Þetta nýja kjöt verður selt
ófryst undir nafninu hvitasunnugems-
ar. Verð þess er hið sama og á 1. flokki
af kjötinu sem slátrað var siðastliðið
haust. -DS / DB-mynd: R.Th.