Dagblaðið - 24.05.1980, Qupperneq 13

Dagblaðið - 24.05.1980, Qupperneq 13
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 23. MAÍ 1980. hvorki Afganistanmálið eitt sér né hugsanleg frelsun gíslanna fimmtíu og þriggja sé næg ástæða til slíks þá verðum við að spyrja okkur: Hvers vegna? Svarið liggur í hví að vestræn ríki eru haldin þeirri þráhyggju að telja olíuhagsmunum sínum við Persaflóa hætt. Þetta er tengt þeirri tilfinningu ráðamanna þessara sömu ríkja að Sovétrikjunum hafi á einhvern hátt tekizt að ná hernaðarlegum yfirburð- um i þessum heimshluta. Þessi tvö mál saman eru banvæn mixtúra. Þar sem ráðamönnum i Moskvu er það mætavel Ijóst að tilraunir þeirra til að ná yfirburðastöðu við oliu- svæðin við Persaflóann eru líklega önnur af tveim hugsanlegum aðgerðum Sovétmanna sem gætu fengið vestræna valdamenn til að hugleiða kjarnorkustríð i einhverri alvöru þá munu þeir örugglega varast slikt. Hin ástæðan væri þá innrás i Vestur-Evrópu. Þrátt fyrir þetta er ekki annað að sjá en ráðamenn i Hvíta húsinu i Washington séu sannfærðir um að innrásin í Afganistan sé eitthvað meira en venjulegur klunnaháttur Sovétmanna við að leysa erfitt heim- ilisvandamál. Svo virðist vera að menn vestra séu sannfærðir um að þarna sé um að ræða fyrsta skrefið til að seilast til aukinna áhrifa við Persa- flóann. Á meðan þessi skoðun cr rikjandi i Hvíta húsinu verður að telja verulega hættu á hvössum árekstrum risaveldanna tveggja. Hættan magnast einnig vegna þeirrar áköfu tilhneigingar Jimmy C'arters Bandarikjaforseta til að blanda Afganistanmálinu saman við vanda sinn varðandi gíslana i Teheran. Kom þessi tilhneiging for- setans meðal annars fram i mismæli hans nýlega á blaðamannafundi. Þar ræddi hann um Amin, forseta Írans. Amin var forseti Afganistans sem Sovétmenn myrtu i desember siðast- liðnum. Þarna var auðvitað aðeins um að ræða lítið mismæli en ekki það lyrsta hjá Jimrny Carter í svipuðum dúr. Gwynne Dyeer ERLEND MÁLEFNI Rétt er að hafa i huga að meta vcrður hver áhrif væntanlegar for- setakosningar í Bandarikjunum hafa haft á þróun þessara tveggja mála að undanförnu. Eins má ekki gleyma því að leiðtogaskipti eru einnig yfirvof- andi i Sovétrikjunum. Sú gæti verið skýringin á óvenju glæfralegum að- gerðum í Afganistan. Við verðum að gera okkur grein fyrir þeirri staðreynd að það ástand er nú fyrir hendi að verið getur að sovézkir og bandariskir herir mætist augliti til auglilis. Þetta getur orðið i heimshluta, sem báðir aðilar telja sig þurfa að verja með oddi og egg vegna hernaðarlegs mikilvægis hans. Þetta hefur ekki verið mögulegt síðan árið 1945, við lok siðari heimsstyrjaldar- innar. Á liðinni tið hefur friði i heiminum ekki verið hætt af rikisstjórnum sem cru ákveðnar og telja sig öruggar i sessi. Hættan hefur stafað af veikum rikisstjórnum þar sem áhyggju- þrungið andrúmsloft er rikjandi. Þær eru visar til að gripa til örþrila- ráða í tilraunum sínum til að öðlast styrk og öryggi. Með réttu má halda því fram bæði um rikisstjórnina i Moskvu og Washington að þær séu veikár og hjá þeim sé áhyggjuþrungið andrúms- loft. Verða það tæpast taldar skemmtilegar horfur fyrir ibúa þessa heims. VERÐBÓLGAN 0G ALMENNINGUR í BANDARÍKJUNUM Er ég kom fyrst til Bandaríkjanna var mikill munur á verðlagi frá þvi sem ég var vanur á íslandi. Það var fólki jafnan undrunarefni er ég i sam- ræðum nefndi nýjustu tölur af verðlagi og verðbólgu heima á fslandi. Verðbólgan í Ameríku Nú ber svo við, að ég er ekki lengur neitt hneykslandi i samræðum. Verðbólgan er nefnilega orðin 18% hér og mun liklega áfram verða fyrir ofan 10% næsta árið. Áhrifa verðbólgunnar er farið að gæta nokkuð, sérstaklega í bygging- ariðnaðinum, sem lætur venjulega fyrst á sjá. Vextir af húsnæðislánum eru nú orðnir 15%, sem almenningi þykir morð fjár eftir að hafa greitt um 8% vexti á siðasta ári. Auk alls þessa eru lán ekki lengur fáanleg til þrjátíu ára, né heldur með fastri vaxtaprósentu. Þau eru nú yfirleitt til tiu til tuttugu ára með endur- semjanlegum vöxtum, sem geta breyst á þriggja til fimm ára fresti um 1/2% í hvert sinn, í mesta lagi í fimm skipti, eða um 2,5% upp eða niður. Nú þurfa húsakaupendur einnig að greiða hluta af kaupverði við kaup, en þetta allt saman hefur leitt til mikils samdráttar í húsbygginga- iðnaðinum, þar sem 1 milljón hefur misst atvinnu sina. Þessi samdráttur i húsbyggingaiðnaðinum hefur keðjuverkandi áhrif á stáliðnað og trjáiðnað, þar sem tugir þúsunda hal'a misst atvinnu sina. Einnig var samdráttur i bifreiðaiðnaðinum vegna oliuhækkana og verðbólgu. Hagkerfið bandariska var þó það sterkt að allt þetta hafði ekki þau samdráttaráhrif sem Carter hafði búist við. Orsök þess er líklega sú að þrátt fyrir svartsýni neytenda létu fjármálamennirnir á Wall Street engan bilbug á sér finna og slógu lán villt og galið á mínus eitt til plús 2% raunvöxtum. Carter tekur í taumana I október 1979 hækkaði banda- riski seðlabankinn vexti, sem þótti stefnubreyting og gefa i skyn að bankinn hefði tekið „rnone- tarismann” í þjónustu sína, en hagfræðingurinn Milton Fried- man er forsvarsmaður hans. Flestir bjuggust við áframhaldandi aðgerðum al' svipuðu tagi, en ekkcrt gerðist. Þetta skapaði mikla óvissu á fjármagnsmörkuðum, þar sem menn bjuggust hálft i hvoru við verðbólgu eða samdrætti. Þá blandaði Carter sér í spilið þegar engin merki hjöðnunar sáust og gerði eftirfarandi ráðstafanir. Hann náði greiðslujöfnuði á fjárlögin til að ná fjármagni úr umferð, auk þess setti hann innflutningstoll á oliu, er átti að draga úr neyzlu á henni, jafnt sem öðru. Þ.i . ð hann seðlabankann sem heyrir undir þingið, að setja hömlur á öll lánsfjárviðskipti og reiknings- viðskipti viðskiptabanka og lána- fyrirtækja. Framtíöin? Fyrstu viðbrögð fjármálamanna við aðgerðum Carters voru ,,of litið, of seint”. Seinna fóru þó merki hjöðnunarinnar að koma i Ijós er lánsvextir lækkuðu úr 20% í 19%. Urn leið tóku hlulabréf á verðbréfa- markaðinum fjórða stærsta tökk upp á við í sögu hans. Hagfræðingar eru ekki á einu máli um framhald samdráttarins. Sumir segja að hann muni vera langvarandi og alvarlegur, meðan aðrir segja að samdrátturinn muni vera skammur og sveiflu- kcnndur. Margir þættir spila inn í þetta mál og erfitl er að gera sér grein fyrir áhrifum hvcrs og eins þeirra. Vextir hafa mikil áhrif á flæði lausafjár i heiminum, en þeir vextir cru nú einna hæstir i Bandaríkjunum og þvi geysilegt flæði af erlendu fé inn í Bandarikin og mikil eftirspurn el'tir dollurum, sem gerir dollarann sterkan á alþjóðamarkaði. Þvi er líklegt að Bandaríkin fari varlega i að lækka vextina. Bandaríkjamenn hafa reynt að taka fé úr umferð til að minnka verðbólguna. Þeir hafa þess vegna komið á greiðslujöfnuði, þótt menn greini á um áhrif hans. (í Þýz.kalandi er geysilegur greiðsluhalli en aðeins 7% verðbólga). Sumir segja að oliufé araba (1109 milljarðar dollara) muni einnig eyða áhrifum greiðslujafnaðarins í að draga úr fjármagni, þar sem arabar eru i vandræðum með að koma olíu- gróðanum i arðbærar Ijárfestingar. Eitt er þó víst, að greiðsluhalli Glugginn Sigurbergur Bjömsson Bandarikjanna við útlönd hefur aldrei verið eins mikill. Hann náði 5,7 milljónum dollara i lebrúar einum saman. Ástæðan er hækkun olíuverðs og minnkandi út- flutningur vegna hinna slæmu greiðslukjara, sem bandarisk l'yrir- tæki geta boðið viðskiptavinum sínum (20% vextir). Einnig spilar sterk staða dollarans inn i þetla setn er aðallega tilkomin vegna flæðis fjármagris inn i landið. Auðvitað eykur þcssi s mdráttur i útflutningi samdrátlinn i þjóðlélaginu i heild. Eitt er þó visl, að það að y firstiga verðbólguna mun ckki verða sárs- aukalaust fyrir Bandarikjamenn, þegar þeir á annað borð eru komnir inn í þennan vilahring. Allir eru þó hagfræðingarnir sammála um, að verðbólgan er versti óvinur hag- kerfisins og þvi svo sannarlcga þess virði að ganga i gegnum sársaukann lil að losna við hana. Sigurbergur Björnsson l.as Cruses Nýju Mexikó. „Nú ber svo við, að ég er ekki lengur neitt hneykslandi í samræðum.” Orkuokur er óþarfi Það er kaldhæðmsleg staðreynd að i landi sem hefur yfirfljótandi orku í formi jarðhita og fallvatna skuli talað um orkusparnað. Ef rétt hefði verið slaðið að framkvæmdum í orkumálum islendinga væri nú svip- að ástand hér i verðlagningu þeirr- ar orku sem við höfum sjálfir yfir að ráða og hjá öðrum þjóðum, sem láta þegna sína njóta þess í verðlagningu þeirrar vöru, eða annarra gæða, sem mest er til af og ekki þarf að flytja inn. Öfugstreymi Þeir dagar eru nú liðnir, þegar fólk, sem vildi eða varð að spara við sig útgjöld, vegna tímabundinna þrenginga, sagði sem svo: ,,það verður bara borðaður fiskur það sem eftir er mánaðarins ” — Nú er enginn sparnaður uð þvi lengur að kaupa fisk umfram aðrar matvörur — nema ef vera skyldi niðursoðinn fisk erlendis frá, svo sem túnfisk eða makríl. íslendingar leggja hins vegar litið upp úr þvi að éta dósafisk, þó svo þeir hafi komizt upp á lag með að nýta hvers konar aðrar dósavörur, jafnvel kartöflur, blautar eða þurrkaðar. Útlendingar, einkum þeir sem ekki hafa komið hingað til lands, en hafa heyrt um gnægð jarðvarma og vatnsorku i landinu, brydda gjarnan upp á samræðum um það, hve heppnir við íslendingar séum að eiga þessa orku, að ógleymdum fiskimið- unum, sem við hljótum að njóta, um- fram aðrar þjóðir, gegn vægugjaldi. Undirritaður hefur aldrei nennt að leggja út í verulegar umræður eða út- skýringar á þvi við ókunnuga, að þessu sé nú öfugt farið á íslandi, þar séu þessar auðlindir nýttar með þeim hætti, að landsmenn greiði mun hærra verð fyrir notkun þeirra en vera þyrfti, ef rélt hefði verið á málum haldið. Þeir útlendingar, sem sá er þetta ritar hefur hitt svo þúsundum skiptir gegnum árin, hafa því kvatt með slíka landkynningu i vegarnesli, að hér á Islandi sé eitt mesta gósenland jarðar i orkumálum, likt og gerist í hinum olíuauðugu Arabaríkjum. Vonandi hitta þessir útlendingar ekki aðra landa okkar, sem útskýra fyrir þeim á sannfærandi hátt, hvernig islenz.kir stjórnmálamenn hafa klúðrað þeim möguleikum, sem landsmenn hafa átt til orkufram- kvæmda, án teljandi tilkostnaðar. — í landi sem hefur gnótt orkugjafa, bæði fallvötn og jarðhita, er það beinlínis þversögn að minnast á nrkukreppu. Ef stjórnmálamenn hefðu reynzt þeir landsfeður, sem þeim bar skylda til og axlað þá byrði, sem þeir tóku að sér að bera, hefðu þeir séð svo um, að uppbygging orku hefði forgang — og sú orka sem við hefðum getað selt erlendum aðilum verið á ,,heims- markaðsverði” því sem við erum nú neyddir til að kaupa hana erlendis frá. Það er komið á daginn Meðan Sjálfstæðisflokkurinn var enn við stjórn borgarmála var keppt að því að fá skattgreiðem! ir fl !Ö rúa að það væri hagkvænu að teygja Hitaveitu Reykjavíkur til nágranna- byggðanna, þvi með þessu myndi heita vatnið nýtast betur og hag- kvæmni öll aukast! Hefði þó mátt vera deginum Ijósara, að slikt var rugl eitt og rangfærsla, að Reykja- víkurborg kostaði hitaveitufram- kvæmdir fyrir nágrannabyggðirnar meðerlendum lántökum. Nú er það komið á daginn, sem undirritaður hélt fram i grein, er hann reit í þetta blað fyrir siðustu borgarstjórnarkosningar, að Reykja- vikurborg myndi lenda í ógöngum vegna þessara framkvæmda sinna. Benti hann þáverandi borgarstjóra og á þessi mislök á einum þeirra fjöl- mörgu funda, sem haldnir voru fyrir borgarstjórnarkosningarnar. Á þessar aðvaranir var auðvitað ekki hlustað því framkvæmdir urðu að vera í fullum gangi vegna kosninganna! Þannig er þvi komið nú, að Hita- veila Reykjavikur berst um á hæl og hnakka til þess að fá að hækka gjald- skrána svo ótæpilega, að neytendur myndu hvergi undir risa, ef af yrði. Hinn kosturinn, að frágengnum hækkunum, er að taka upp olikyndingu á ný á hitaveitusvæðum innan borgarmarkanna, og mun sá kostnaður varla verða meiri fyrir not- endur en fyrirhugaður er fyrir heita vatnið. Eina færa leiðin Staðreynd er, að hnignun í efna- hagslífi veldur aukinni óánægju hjá þeim, sem komizt hafa í kynni við tæknilegar framfarir síðustu áraluga. En svo mótsagnakennt sem það kann að virðast, er það líka staðreynd, að aukinni velmegun fylgir einnig óánægja. En hvernig sem slik hagfræðileg hugtök má túlka, ætti það ekki að þurfa að vefjast fyrir okkur ís- lendingum, hver þau takmörkuðu auðæfi eru, sem við getum notfært okkur — allt án þess að verða varanlegri spillingu að bráð á öðrum sviðum. Þannig er ólíklegt að landsmenn legðust í hóglífi við þau sjálfsögðu umskipti að hér yrði rafmagn og heitt vatn boðið til sölu á svipuðu verðlagi og blávatnið sjálft. Með öðrum orðum, fólk greiddi ákveðið gjald fyrir tengingu slikra orkugjafa við hús sin, eins og verið hefur, en síðan væri einhverjum lágmarks- skatti viðhaldið fyrir ómælda orkunotkun, likt og gerist um blá- vatnsnotkun landsmanna. Stjórnmálamenn halda því hins vegar fram, að framtið orkumála liggi i endalausum lántökum erlendis til virkjanaframkvæmda, og sá dagur Kjallarinn Geir Andersen komi, að lánin verði greidd niður — einhvern tima i fjarlægri framtíð! Með slikum hugsunarhætti er þess þó ekki að vænta að fólk geti búizt við hóflegri verðskrá fyrir notkun þess- ara orkugjafa. Þessar gamalkunnu leiðir islenzkra stjórnmálamanna, að taka crlend lán á lán ofan, eru langt frá þvi að vera leið að markinu. Þær gera okkur einungis hárta hinum erlendu lánardrollnum. — Hvorki gjald- skrárhækkanir né „sparnaðarher- ferðir” eru framtíðarlausnir fyrir islenzka orkunotendur — allra sízt þegar sparnaðarherferðir eru ekki i neinum tengslum við heildarstefnu, eins og hér er raunin. Eina færa leiðin er að leita eftir samvinnu við erlenda aðila um fullvinnslu allrar þeirrar orku sem landið hefur upp á að bjóða og láta landsmenn njóta góðs af i slikum ntæli að hún yrði þeim nánast að kostnaðarlausu. Eða hvers vegna ætti að bíða með að fullvinna hana? Að nokkrum áratugum liðnunt eða jafnvel fyrr munu aðrir orkugjafar komnir til sögunnar, sem við ntunurn ekki hafa efni á að notfæra okkur, ef að líkum lætur. hitaveitusvæðum ,Olíukynding á ný borgarinnar?”

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.