Dagblaðið - 24.05.1980, Blaðsíða 14

Dagblaðið - 24.05.1980, Blaðsíða 14
14 ' DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 23. MAÍ 1980. DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 23. MAÍ 1980. (t Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþrottir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Wales mætir N-ír- landi í Cardiff íkvöld Wales og Norður-írland mælast i Cardiff annað kvöld og mun leikur þeira nær örugglega skera úr. um hvort liðið hlýtur Bretlandseyjameistaratitilinn i knattspyrnu. Upphaflega var leikurinn settur á i Bel- fast en öllum á óvart samþykktu írar að leika í Cardiff. Eins marks sigur íra myndi tryggja þeim sigur i keppninni og jafntefli gæti dugað þeim. Þá yrði Skotland að vinna England 2—0 til að komast upp fyrir. Vinni Wales þarf Skotland að vinna Eng- land 4—0 til að vinna keppnina. Varla gerist það, svo annað hvort þessara liða hlýtur titilinn. Tvöfalt hjá Svíum Svíar unnu Fínna 2—0 i landsleik í knattspyrnu, sem fram fór i Helsinki í gærkvöld. Mörk Svía skoruðu Mats Nordgren og Thomas Sjöberg. Þá unnu Sviarnir Finnana 3—0 i landsleik leikmanna 21 árs og yngri í Stokkhólmi. Tommy Holmgren skoraði tvivegis og Andreas Ravelli bætti þriðjam markinu við. Hvítasunnukeppni GR á morgun Hvítasunnukeppni GR fer fram á morgun en þetta er næstelzta golfmót landsins. Keppnin var fyrst haldin 1937 og svo allar götur síðan. Hvítasunnu- keppnin hefst kl. 10 árdegis og þeir sem ekki hafa skráð sig til þátttöku eru beðnir að gera það hið snarasta i sima 84735 (Golfskáli) eða i síma 84612. Það skal tekið fram að þetta er innanfélagsmót. Börkur sigraði ífirmakeppni SKRR Firmakeppni SKRR fór fram i Bláfjöllum laugar- daginn 3. mai sl. Veður var milt, sunnan, suðvestan gola og þokuslæðingur. Keppnin var útsláttarkeppni sem fór fram i tveimur samsíða brautum með um 30 hliðum. Fengu keppendur forgjöf eftir getu, allt upp' í 9 hlið. Oft var þvi keppni mjög jöfn og spennandi og blðu þá oft eldri og reyndar keppendur lægri hlut fyrir þeim yngri. 126 firmu tóku þátt i keppninni og hljóta 12 fyrstu farandbikara að verðlaunum. Skíða- ráðið fór með mótsstjórn. Úrslit urðu þessi: 1. Börkur hf/Einar Úlfssson, Á. 2. Vesturröst/Gunnar Smárason, ÍR 3. Gunnar Eggertsson/Árni Guðlaugsson, Á 4. Kristján Siggeirsson/Jóhann Vllbergsson, KR 5. -6. Sport/Þór Ómar Jónsson, ÍR Sindrasmiðjan/Sveinn Rúnarsson, KR 7.-8. Málning hf./Tryggvi Þorsteinsson, Á Skartgripaverzlun Valdimars Ingimarssonar/Rósa Jóhanns- dóttir, KR 9.-12. Útilif/Guðrún Björnsdóttir, Vik Hilti hf./Auður Jóhannsdóttir, KR Borgarhúsgögn/Baldvin Valdimarsson, Á Ölgerðin Egill Skallagrímsson hf/Gunnar Helgason, ÍR Blakdömumar á uppleið ÍHSK Unglingamót HSK í blaki fór fram í íþrótta- húsinu í Hveragerði sunnudaginn 4. maí sl. Sex lið mættu f mótið og var leikið þannig að aliir léku við alla. Úrslit urðu sem hér segir: Baldur Hvolsv. A-lið Hveragerði Hrunamenn Laugdælir Baldur Hvolsv. B-lið Baldur Hraungerðishr. Rétt er að taka fram að tvö neðstu liðin voru eingöngu skipuð kvenfólki ogekki þarf að taka fram að það stóð sig með mlklum sóma. Áfram stelpur. Viku síðar fór blakmót HSK fram á I.augar- vatni. Aðeins fjögur lið tóku þátt f mótinu og urðu Laugdælir sigursælir sem væntg mátti enda nýbakaðir íslands- og bikarn'.eistarar. Annars varð röð félaga þessi. Laugdælir, Mímir, Hverag. ogÖlfus, Samhygð. Ómarsigraði í skjaldarglÍQiu HSK Skjaldarglima Skarphéðlns fór fram á Selfossi 2. mai. Úrslit urðu, sem hér segir: 1. Ómar Úlfarsson, UMF. Heklu, 5 vinningar 2. Kjartan Helgason, UMf. Hvöt, 4 vinningar 3. Eirfkur Ásmundsson, Umf. Hvöt 2J/2 vinningur 4. Ólafur Pálsson, UMf. Ingólfi, 11/2 vinningur 5. -6. Elias Pálsson, Umf. Ingólfi, 1 vinningur 5.-6. Páll Sigurðsson, Umf. Heklu, 1 vinningur. 19 D Sigurður Halldórsson skorar hér sigurmark tslands á 48. minútu með sannkölluðum þrumuskalla. Norski markvörðurinn er algerlega varnarlaus eins og sést á frábærri mynd Sigurðar Þorra. Þórsarar bikarmeistarar KRA —sigruðu KA 2-1 í úrslitaleiknum um sl. helgi Nú er lokið bikarkeppni knatt- spyrnuráðs Akureyrar 1980. Þrjú lið tóku þátt i mótinu en það voru lið Þórs, KA og Magna. Lið Völsungs frá Húsavík hætti við þátttöku ermótið var hafið og mætti t.d. ekki í sinn fyrsta leik, hvað þá að láta vita. Olli þetta töluverðum leiðindum. íþróttir Dregið hjá Leikni Dregið hefur verið í afmælishappdrætti Ungmenna- félagsins Leiknis á Fáskrúðsfirði, sem eft var til i tilefni 40 ára afmælis félagsins í ár. Þessi númer hlutu vinning: Aðalvinningurinn, Majorka- ferð kom á nr. 87. Úttekt hjá Sport- vöruverzlun Ingólfs Óskarssonar á nr. 1029. Þá þrir vinningar, nr. 177, 789 og 926, úttekt hjá verzluninni Þór á Fá- skrúðsfirði. (Birt án ábyrgðar). Við skulum renna yfir leikina og úr- slit þeirra. í fyrsta leiknum áttust við lið KA og Magna. Fyrirfram var búizt við sigri KA en annað kom á daginn. Magni hefði eins getað unnið og KA en leiknum lauk með jafntefli, 1 — 1. Leikurinn var nokkuð jafn og Magni komst i 1—Ostrax í upphafi með marki Jóns Lárussonar eftir góða fyrirgjöf. Þannig var staðan í leikhléi en rétt fyrir lok hálfleiksins hafði Jón Ingólfsson skotið í stöng KA-marksins úr víta- spyrnu. í siðari hálfleik jafnaði svo Gunnar Blöndal fyrir KA. Leikurinn jafn allan leikinn en liðin sóttu á víxl sinn hálfleikinn hvort þar sem mjög hvasst var. í öðrum leik mótsins léku Þór og Magni. Lék mönnum forvitni á að sjá hvort góður leikur Magna gegn KA hefði verið heppni. Svo virtist ekki vera því Magnamenn gáfu Þórsurum ekki þumlung eftir og var leikurinn jafn svo til allan leikinn. Þórsarar voru þó meira með boltann en Magni komst i 2—0 eftir mistök markvarðar Þórs í bæði skiptin. Fyrra mark Magna gerði Jón Ingólfsson úr vítaspyrnu sem dæmd var á markvörðinn. Skoraði Jón auðveldlega úr spyrnunni. Annað mark Magna gerði Hringur Hreinsson eftir að dæmd hafði verið aukaspyrna, óbein, vegna of margra skrefa mark- varðar. Skot Hrings lenti efst í horninu án möguleika markvarðar á að verja. Gullfallegt mark. Óskar Gunnarsson minnkaði muninn fyrir Þór áður en blásið var til leikhlés. Einnig átti Oddur Óskarsson hörkuskot í stöng Magna- marksins i fyrri hálfleik. Er liða tók á leikinn jafnaði Rúnar Steingrimsson fyrir Þór er boltinn barst til hans inn i teig eftir að Ragnar í marki Magna hugðist handsama knöttinn en gróflega var brotið á honum en ekkert dæmt og skol Rúnars gott. Mótmæltu leikmenn Magna kröftuglega en það dugði skammt. Mikil harka færðist í leikinn eftir markið. Nú var komið að siðasta leik móts- ins, leik Þórs og KA. Leikur þessi var nokkuð jafn eins og fyrri leikir þessa móts. Þórsarar skoruðu fyrsta markið úr vítaspyrnu og hana framkvæmdi Árni Stefánsson af öryggi, 1—0 fyrir Þór, og þannig stóð i leikhléi. í síðari hálfleik jafnaði Gunhar Blöndal fyrir KA en Þórsarar bættu svo einu marki við er Oddur Óskarsson fékk góða fyrirgjöf og gott skot hans hafnaði i neti KA-marksins. Var þetta sigurmark leiksins. Frekar var lítið um spil í leikn- um en það kom þó frekar frá Þórsur- um, þeir gerðu frekar tilraun til þess að ná upp spili heldur en leikmenn KA. Því var þetta nokkuð verðskuldaður sigur Þórsliðsins og greinilegt að hið unga lið er á réttri leið. Til hamingju, Þórsarar. - St.A. Ágúst og Omar hlutu verðlaun SA í ár Hjá Skautafélagi Akureyrar hafa nýlega verið valdir skautamenn ársins og er það i fyrsta slnn sem það er gert. Góð þátttaka í f yrsta frjálsíþróttamótinu —sem haldið var í Kópavogi fyrir viku Fyrsta frjálsíþróttamót sumarsins, var haldið fyrir skömmu á íþrótta- vellinum við Fífuhvammsveg. Úrslit i einstökum greinum urðu sem hérsegir: 100 m hlaup pilta Sek. 1. Einar Gunnarsson, UBK 12.9 2 Gunnar Guðmundsson, UBK 15.7 lOOmhlaupkvenna: sek. 1. Helga Halldórsdóttir, KR 12.6 2. Geirlaug B. Geirlaugsd., Árm. 12.8 3. Helga O. Árnadóttir, UBK 13.3 100 m hlaup karla: sek. 1. Einar P. Guðmundsson, FH, 11.5 2. ÓlafurÓskarsson, Árm., 11.6 3. Jón Þ. Sverrisson, UBK, 11.6 4. Jónas Egilsson, ÍR, 11.6 400 m hlaup kvenna: sek. 1. Helga Halldórsdóttir, KR 60.0 2. Hrönn Guðmundsd., UBK 62.4 3. Guðrún Karlsdóttir, UBK 66.0 Kúluvarp pilta: m 1. Kristján Guðbjörnsson, UBK 12.36 2. Sigurjón Valmundsson, UBK 9.71 3. Arnþór Sigurðsson, UBK 8.73 Kúluvarp karla: m Pétur Pétursson, UÍA 15.72 Spjótkast kvenna: m 1. íris Grönfeldt, UMSB 41.66 2. Bryndis Hólm, ÍR 34.32 3. Thelma Björnsd., UBK, 31.60 Spjótkast pilta: m 1. Sigurjón Valmundss., UBK, 34.18 2. Kristján Guðbjörnsson, UBK.24.16 3. ArnþórSigurðsson, UBK, 18.94 800 m hlaup karla: mín. 1. Magnús Haraldsson, FH 2:05.5 2. Óskar Guðmundsson, FH 2:07.2 3. Sigurður Haraldsson, FH 2:17.4 Hástökk karla: m 1. Stefán Friðleifsson, UÍA 1.90 2. Stefán Þ. Stefánsson, ÍR, 1.90 3. Karl West Frederiksen, UBK 1.90 4. Hafsteinn Jóhannesson, UBK 1.90 Langstökk kvenna: m 1. Helga Halldórsdóttir, KR 5.21 2. Bryndís Hólm, ÍR, 5.04 3. Kristbjörg Helgadóttir, Árm. 4.82 Langstökk karla: m. 1. Kristján Harðarson, HSH, 6.55 2. Stefán Þ. Stefánsson, ÍR 6.38 3. Hreinn Jónasson, UBK, 6.20 Fyrir tveimur árum gaf Skúli Lórenzson brunavörður, félagínu verðlaunagripi i þessu skyni en þar sem skautaíþróttin hefur á undanförnum árum verið i mikilli lægð af ýmsum or- sökum, hefur þetta val ekki getað farið fram fyrr. ÓvenjumikjOJif *pf"'hjú skeutamönnum á siðasftjðnUhj vetrl'qt er útlit fyrir að gróska sé að koma 1 skautaíþróttina aftur og er það vel. íshokkimaður ársins var útnefndur ðjhru^ Stefánsson, markvörður liðsins, en hann tók geyailegum framförum á síðastliðnum vetri og átti drjúgan þátt i sigri SA á fyrsta Islandsmótinu i ís- hokkí, sem haldið var á Akureyri. Hraðhlaupsmaður ársins var út- nefndur Ágúst Ásgrímsson, 14 ára piltur sem skaut mörgum hinna full- orðnu aftur fyrir sig á hlaupabrautinni. Verðlaunahafar SA í ár, þeir Ómar Stefánsson (t.v.) og Ágúst Ásgrimsson. Framarar! Laugardaginn 24. mai kl. 12.45 munu stuðningsmenn Fram koma saman í félagsheimilinu við Safamýri og stofna formlega stuðningsmanna- klúbb, „Framherjar Fram”. TV0 GLÆSIMORK SIGURÐAR — þegar íslenzka unglingalandsliðið sigraði það norska 2-1 í Laugardal í gær „Þetta var ánægjulegur sigur hjá okkur og ég er vissulega ánægður með mörkin, sem ég skoraði,” sagði Sigurður Halldórsson, maður leiksins, er íslendingar sigruðu Norðmenn 2—I í landsleik leikmanna 21 árs og yngri. Sigur fslands var í alla staði sanngjarn þó svo að norska liðið hafi leikið mun betur úti á vellinum. íslenzka liðið skapaði sér mun hættulegri færi en það norska og aðeins fáránleg dómgæzla kom í veg fyrir fleiri mörk. í raun var dómgæzlan í þessum leik alveg kapítuli út af fyrir sig. Óli Ólsen stóð sig með fádæmum illa og Þorvarður Björnsson á línunni var í öðrum heimi allan tím- ann. Vilhjálmur Þór komst hins vegar frá leiknum á sómasamlegan hátt. nlji Leikurinn var n)jög rólegur framan af og það var ekki fyrr en á 10. mín. að færi skapaðist og þá var algert dauða- færi sem Pétur Pétursson fékk. Boltinn barst hins vegar svo óvænt til hans að hann átti erfitt með að athafna sig Norski markvörðurinn, Andersen varði í horn. Á sömu minútu komst Ómar Jóhannsson i dauðafæri en skot KR-ingar kræktu í Hilmar Bjömsson „Jú, það er afráðið að ég verð með KR-ingana næsta vetur,” sagði Hilrnar Björnsson er DB náði tali af honum nokkrum mínútum áður en hann hélt til Flórída með Valsmönnum í gærdag. Það verður því um eins konar kveðju- ferð að ræða hjá Hilmari, sem hefur náð frábærum árangri með Valsmenn á siðustu árum. Geysilegur hugur er nú í KR-ingum, sem fengu nasasjón af frægðinni í vetur er þeir komust i úrslit bikarkeppninnar. Hins vegar varð gengi þeirra i deildinni slakt þegar á heidina er litið þvi liðið Uilmar Björnsson þjálfar KR næsta vetur. fékk aðeins 3 stig úr siðustu 8 leikjum sínurn eftir að hafa nælt sér i 8 stig úr fyrstu sex leikjunum. Hilmar mun hefjast handa strax og hann kemur aftur frá Bandaríkjunum en meistaraflokkslið Vals mun dvelja þar um þriggja vikna skeið og slappa hressilega af eftir erfiðan og viðburða- ríkan vetur. Börkur í eins leiks bann Börkúr IngVarsson .í KR.ar á þriðju- dag dæmdur i eins leiks bann ÚT' bga- nefnd KSÍ þar sem hann hafði farið yfir 10 stiga mörkin. Margir leikmenn eru komnir á yztu nöf og þurfa ekki nema eitt gult spjald til að fá leikbann. Sem stendur er Sigurlás Þorleifsson i tveggja leikja banni og hefur fjarvera hap|, veikt framlinu Eyjamanna veru- lega. Dómarar nuir^u í sumar taka mun harðar á grófum brotum og þá einkum ,ojg sér í lagi tæklingum aftan frá sem éru hreinasta eitur i þeirra beinum. Framstúikur með basar ogflóamarkað Meistaraflokksdömurnar i Fram gangast í dag fyrir kökubasar einum heljarmiklum og flóamarkaði i Bernhöftstorfunni og hófst hann kl. 10 i morgun. Þetta er liður í fjáröflun stúlknanna vegna keppnisferðar sem þær fara i þann 5. júni er þær halda til Valencia til þátttöku i móti þar. Ættu handknattleiksunnendur að fjölmenna niður í miðbæ i dag og styrkja stúlkurnar þvi það er ekki oft að kvennaliðum gefst kostur á að keppa erlendis. hans fór rétt fyrir. Tíðindalítið var síðan fram að 30. mínútu er Pétur Pétursson fékk snilldarsendingu í gegn- um norsku vörnina frá Guðmundi Steinssyni. Honum var klossbrugðið innan vítateigs en Óli Ólsen hafði ekki kjark til að dæma vítaspyrnu og færði brotið útfyrir. Þremur mínútum síðar komst Guðmundur Steinsson í gegnum vörnina en var illa brugðið utan víta- teigs. Úr aukaspyrnunni sem dæmd var átti Pétur hörkuskot sem Andersen varði snilldarlega. Andersen kom síðan aftur við sögu á 34. mín. en tókst ekki að komast hjá marki þrátt fyrir glæsileg tilþrif. Hann sýndi einstök viðbrögð er hann varði skot Guðmundar Steinssonar af mark- teig. Boltinn barst til Sigurðar Hall- dórssonar, sem kastaði sér fram og skallaði í netið, 1—0. Forystan stóð hins vegar ekki nema í 4 min. Þá reyndi Erlandsen skot af 25 metra færi. Bjarni Sigurðsson virtist hafa knöttinn í höndum sér en missti hann framhjá sér og í netið. Nokkuð slysalegt mark en skotið var firnafast. Siðari hálfleikurinn var á þriðju mín- útu er Sigurður Halldórsson skallaði knöttinn glæsilega í netið eftir vel tekna homspyrnu Ómars Jóhannssonar. Var einkar glæsilega staðið að þessu marki hjá Sigurði. Á 55. mínútu komst Erlandson í dauðafæri eftir mistök Bjarna í mark- inu, sem var mjög óöruggur. Bjarni sá þó við honum á endanum enda skotið iaust. Skömmu síðar fór Pétur Péturs- son út af meiddur og við það hvarf öll ógnun úr leik íslenzka liðsins. Ósjálf- rátt drógu leikmenn sig aftar og gáfu Norðmönnum miðjuna. Síðusfu 20 mínúturnar var nær stöðug norsk pressa á markið án þess aðumeitt ein- asta færi væri að ræða. Sigurinn komst aldrei í hættu en ekki munaði nema hársbreidd, að Pálmi Jónsson, sem kom í stað Ómars Jóhannssonar, bætti þriðja markinu við á 69. mínútu er hann komst í gegn, greinilega kolrang- stæður. Skotinu var hins vegar bjargað i horn. Sigurður Halldórsson var bezti maður íslenzka liðsins. Geysilega yfir- vegaður varnarmaður og stórhættu- legur þegar hann fór fram í sóknina. Með slíkri frammistöðu hlýtur hann að koma sterklga til álita í landsliðið. Pétur Pétursson var einnig mjög góður á meðan hans naut við og vinnsla hans hefur aukizt gífurlega frá því sem var á meðan hann lék hér heima. Stöðugur ógnvaldur. Ágúst Hauksson var sterk- ur i bakvarðarstöðunni og Kristján Ol- geirsson var góður á miðjunni. Bjarni olli miklum vonbrigðum í markinu. Var hikandi og óákveðinn og ólíkur sjálfum sér. Áhorfendur voru 5018 og hafa vart verið fleiri í annan tima á unglingalandsleik. - SSv. Stuðfundur hjá Val Stuðningsmenn Vals (Stuðarar) halda baráttufund i Valsheimilinu fyrir leik Vals og Breiðabliks næsta þriðju- dag 27/5 kl. 6.30. Sagt verður frá fyrir- hugaðri starfsemi Stuðmanna í sumar. Rútuferð á leikinn á eftir. . ; - Þessi mynd er úr leik Þróttar og iBK. DB-mynd SSv. Sigurður tryggði Kefl- víkingum bæði stigin skoraöi eina markið \ sigrinum yf ir Þrótti Islandsmótið i yngri flokkunum hófst í vikunni með pompi en varla pragt þvi af 13 leikjum sem voru á dagskrá fóru 6 ails ekki fram. íslandsmeistarar Vals i 4. flokki áttu að hafja titilvörnina á þriðjudag á heimavelli sínum við Hliðarenda gegn ÍR. Ekkert varð af leiknum vegna einhvers misskllnings en þama hefði tvimælalaust orðið hörkuviður- eign. ÍR-liðið er skipað þeim leik- mönnum sem voru i sigurliði félags- ins í 5. flokki i fyra og eru þar margir stórgóðir lelkmenn. Þá varð einhver misskilningur i leik Leiknis og ÍK og sá lelkur var dæmdur ÍK tapaður. Leik Stjörnunnar og Gróttu var frestað þar sem Grótta hafði ekki í lið einhverra hluta vegna en ekki höfum við hér upplýsingar um hvenær leikið verður. Þá var leikjum ÍBÍ og Þórs, Vestmannaeyjum, og Skallagríms og Þórs, Þorlákshöfn, frestað og verða þeir leiknir síðar. Katla frá Vík í Mýr- dal mætti ekki til leiks gegn Reyni á Hellissandi og telst leikurinn því' unninn fyrir Reyni. Tvö ódýr stig þar. En snúum okkur að þeim leikj- um, sem fóru fram. Undirritaður brá sér á leik Þróttar og Keflavíkur í B-riðli 4. flokks en varð fyrir nokkrum vonbrigðum. Leikurinn var slakur — mest miðju- þóf — og greinilegt var að leikmenn beggja liða voru þrúgaðir af tauga- spennu. Það er algengur kvilli í fyrsta leik í íslandsmóti. Keflvíkingum tókst að krækja í bæði stigin, nokkuð sanngjarnt, með marki Sigurður Ingimundarsonar um miðjan síðari hálfleikinn. „Þetta var slakur leikur af okkar hálfu, við getum leikið miklu betur en við gerðum i þessum leik,” sagði Ástráður Guðmundsson, þjálfari Keflvíkinganna. Fjórir leikir fóru fram í A-riðlin- um. KR-ingar tóku Víking í karp- húsið svo um munaði og sigruðu 5— 0. Víkingur varð í 2. sæti í 4. flokki i fyrra svo úrslitin koma nokkuð á óvart. Má þó vera að megnið af leik- mönnunum hafi gengið upp í 3. flokkinn. í Kópavogi var mjög fjörugur leikur á milli Blikanna og Fram. Blik- arnir sigruðu 3—2 í mjög spennandi leik. Á Akranesi sigruðu heimamenn ÍFylki 2—0 en Akurnesingar voru með eitt skemmtilegasta liðið í 5. flokki í fyrra. í B-riðlinum var einn leikur á þriðjudag. Selfoss sigraði þá Grinda- vik 5—2. FH vann svo Ármann á miðvikudag 5—3 á Ármannsvellinum en hinir tveir leikirnir í riðlinum voru ekki leiknir af framangreindum ástæðum. í C-riðlinum var aðeins einn leikur leikinn. Afturelding sigraði Reyni Sandgerði 4—2. Það er slæmt til þess að vita að i tveimur tilvikum af 6 skuli misskiln- ingur hafa komið í veg fyrir að leik- irnir færu fram. 1 mótabók KSÍ segir að allir þessir leikir skuli hefjast kl. 20. Að sögn Leiknismanna 'voru þeir búnir að fá breytingu á sínum leik- tíma og vildu leika kl. 19. Það virtust ÍK-ingar ekki vita um. Sama var uppi á teningnum hjá Val því ÍR-ingar mættu út á völl kl. 20 eins og tekið var fram í mótabókinni en Valsmenn munu hafa fengið leikinn færðan til |kl. 19. Verður fróðlegt að sjá niður- stöðuna úr þessu en óneitanlega er iþað leiðinlegt að hafa tvö stig af IR og ÍK á þennan hátt. - SSv.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.