Dagblaðið - 24.05.1980, Page 25
29
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 23. MAÍ 1980.
13 FEGURÐARDÍSIR KEPPA UM "
TITILINN UNGFRÚ ÍSLAND —á Hótel Sögu í kvöld
Kristín H.
Davíðsdóttir,
17 ára:
Ætlar að verða
fóstra
Kristín H. Davíðsdóttir, 17 ára, var
kjörin ungfrú Suðurnes í Stapa í Njarð-
víkum 12. apríl sl. Hún er fædd 31.
marz 1963 og er 1,72 á hæð. Kristín er
nemandi í Fjölbrautaskólanum i Kefla-
vík en í sumar starfar hún í verzluninni
Fataval. Hún er á uppeldisbraut í fjöl-
brautaskólanum og er ákveðin í að
verða fóstra. Áhugamál Kristínar er að
komast á skíði og fer hún svo oft sem
mögulegt er á veturna. Foreldrar
hennar eru Svanhildur Kjær og Stefán
Harðarson.
Ingdís Undal
Jensdóttir,
17ára:
Keppir í
körfubolta
Ingdis Líndal Jensdóttir, 17 ára, var
kjörin ungfrú Patreksfjörður 2. mai sl.
Hún er fædd 15. desember 1962 og er
174 cm á hæð. Ingdis starfar sem
gangastúlka i sjúkrahúsinu á Patreks-
firði. f framtíðinni hefur hún áhuga
fyrir sjúkraliðastarfinu. Áhugamál
hennar eru skíði, sund og körfubolti.
Hún hefur spilað körfubolta og m.a.
unnið bikarinn 1976 með liði sínu. For-
eldrar hennar eru Þorbjörg Pálsdóttir
og Jens Líndal Bjarnason. Ingdís er
fædd og uppalin á Patreksfirði.
Lára Krístín Jónsdóttir,
16 ára:
Hárgreiðsla
eða verzlunar-
námí
framtíðinði
Lára Kristín Jónsdóttir, 16 ára, var
kjörin ungfrú Vestfirðir í félagsheimil-
inu í Hnífsdal 3. maí sl. Hún er fædd
21. júni 1963 og er 172 cm á hæö. Lára
er í grunnskólanum í Bolungarvík. f
sumar ætlar hún að vinna í frystihúsinu
þar. í framtíðinni hyggst hún leggja
fyrir sig annaðhvort hárgreiðslu eða
verzlunarnám. Áhugamál hennar eru
ferðalög og að fara á skíði, en það
segist hún gera mjög oft. Hún er fædd
og uppalin i Bolungarvík og eru for-
eldrar hennar Rannveig Snorradóttir
og Jón Valgeir Guðmundsson.
Unnur Eiríksdóttir,
22ára:
Dansinn
skemmti-
legastur
Unnur Eiríksdóttir, 22 ára, tók þátt í
keppninni ungfrú Austurland 18. og
19. apríi. Hún kemur í ungfrú fsland-
keppnina í stað Elsu Dóru Gísladóttur,
ungfrú Austurland, sem baðst undan
að taka þátt í þessari keppni. Unnur
starfar í Landsbankanum á Eskifirði,
en vann áður í Sparisjóðnum á Norð-
firði. Aðaláhugamál hennar er dans og
sagðist hún fara í danskennslu þegar
komið væri austur. Hún er fædd 27.
febrúar 1958 og er 170 cm á hæð.
Unnur er fædd og uppalin í Neskaup-
stað og eru foreldrar hennar Ingveldur
Stefánsdóttir og Eiríkur Ásmundsson.
Margrét Snorradóttir,
18ára:
Gæludýr
eru
áhugamálið
Margrét Snorradóttir, 18 ára, var
kjörin ungfrú Akranes 11. apríl sl. Hún
er fædd 22. október 1961 og er 173 cm
á hæð. Margrét vinnur í Landsbankan-
um á Akranesi. Hún tók verzlunarpróf
úr Fjölbrautaskólanum á Akranesi og
hyggst í framtíðinni reyna við stúdents-
prófið. Framtíðin er að öðru leyti
óákveðin. Aðaláhugamál Margrétar
eru sund, íþróttir og gæludýr. Hún á
sjálf hund. Margrét er fædd og uppalin
á Akranesi og foreldrar hennar eru
Helga Kristín Bjarnadóttir og Snorri
Hjartarson.
Elísabet Traustadóttir,
17 ára:
Hef ur áhuga
á arkitektúr
Elísabet Traustadóttir, 17 ára, var
kjörin ungfrú Reykjavík í Þórskaffi 4.
maí sl. Hún er fædd 15. ágúst 1962 og
er 175 cm á hæð. Elísabet stundar nám
við Menntaskólann í Hamrahlíð, á
náttúrusviði. í framtíðinni langar hana
að láéra arkitektúr, en þar sem litlir at-
vinnumöguleikar eru hér á landi fyrir
það starf, að því er hún segir, gæti það
þó breytzt. Áhugamálin snúast um
dans og teikningu. Elísabet hefur verið
í sýningarflokki hjá Heiðari Ástvalds-
syni. Hún teiknar líka heilmikið og þá
yfirleitt fríhendis. Elísabet er Reykvík-
ingtjr í húö og hár og eru foreldrar
hennár Marla Á. Einarsdóttir og
Traus\i Ólafsson.
hjúkrunamám
Svanfríður Birgisdóttir, 18 ára, var
kjörin ungfrú Akureyri í Sjálfstæðis-
húsinu þar 25. apríl sl. Svanfríður er
fædd 10. apríl 1962 og er 162 cm á
hæð. Hún er nemandi í Menntaskólan-
um á Akureyri, 4. bekk í máladeild.
Svanfriður stefnir í stúdentsprófið og
eftir það i hjúkrun i háskólanum
Áhugamálin eru margvísleg, s.s. golf,
að fara á skíði, sem hún segist gera
oft á veturna, og sund. Auk alls þessa
hefur Svanfríður mikinn áhuga fyrir
flugfreyjustarfinu. Á sumrin hefur
Svanfríður unnið i Útvegsbankanum á
Akureyri. Foreldrar hennar eru Heiða
Hrönn Jóhannsdóttir og Birgir Stefáns-
son. Hún er fædd og uppalin á Akur-
eyri.
GuðbjðrgHólm, 19ára:
Á kafi í
leiklistinni
Guðbjörg Hólm, 19 ára, varð númer
•tvö í ungfrú Norðurland-keppninni.
Edda Vilhjálmsdóttir, ungfrú Norður-
land, gat ekki tekið þátt í keppninni og
kemur því Guðbjörg í hennar stað.
Guðbjörg er fædd 29. desember 1959.
Hún er 173 cm á hæð. Hún starfar við
afgreiðsluhjáKaupfélagi Skagfirðinga á
Sauðárkróki. Aðaláhugamál Guð-
bjargar er leiklist. Hún er áhugaleikari
hjá Leikfélagi Sauðárkróks og hefur
leikið þar í vetur í leikritinu Týnda te-
skeiðin eftir Kjartan Ragnarsson. Leik-
rit þetta hefur gert mikla lukku á
Norðurlandi og mun leikfélagið fara til
Finnlands i sumar og sýna þar. Guð-
björg sagðist vera búin að skipuleggja
allt árið þar eð hún var að kaupa sér
ibúð. Hún er fædd og uppalin á Sauð-
árkróki, dóttir þeirra Droplaugar Þor-
steinsdóttur og Guðbrands Þ. Þorkels-
sonar.
Hrafnhildur
Krístjánsdóttir, 18 ára:
Ekkiáhuga á
sveitastörfum
Hrafnhildur Kristjánsdóttir, 18 ára,
var kjörin ungfrú Suðurland á Hvoli á
Hvolsvelli 17. maí sl. Hún er fædd 7.
marz 1962 og er 1.71 cm á hæð. Hrafn-
hildur er nemandi í Verzlunarskóla
íslands. í sumar ætlar hún að vinna í
sjoppu á Hvolsvelli, þar sem hún hefur
starfað undanfarin sumur. Aðaláhuga-
mál Hrafnhildar er dans og hefur hún
lært dans hjá Sigvalda siðan hún var
sjö ára. Meðal annars tók hún þátt í
diskókeppni i Klúbbnum I fyrra. Fkki
ihefur Hrafnhildur áhuga fyrir sveita-
störfum þráli l'yrir að hún sé bónda-
dóttir. l oreldrar hennar eru Gerður
Elímarsdóttir og Kristján Ágústsson.
Hrafnhildur er frá Hólmum í Austur-
Landeyjum og er hún þar fædd og
uppalin.
Svanfríður Birgisdóttir,
18 ára:
Ætlar í
Guðrán Samúelsdóttir,
22ára:
Flytur inn
og selur
kventízkuföt
íEyjum
Guðrún Samúelsdóttir, 22 ára, var
kjörin ungfrú Vestmannaeyjar í sam-
komuhúsinu þar 16. maí sl. Hún er
fædd 7. júli 1957 og er 1.67 á hæð
Guðrún rekur eigin verzlun í Vest-
mannaeyjum sem nefnist Fansý. Þar
selur hún írsk kventízkuföt sem hún
kaupir inn sjálf. Hún hefur að sjálf-
sögðu mestan áhuga fyrir verzlun sinni,
auk þess sem ferðalög heilla hana.
Guðrún fiutti til Eyja fyrir fimm árum
og líkar vel eyjarlífið. Foreldrar hennar
eru Guðbjörg Erlendsdóttir og Samúel
Helgason.