Dagblaðið - 29.05.1980, Side 3
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 29. MAÍ 1980.
Er ekki óþarf i að
styrkja sterkefn-
aða bændur?
Sveinn Sveinsson skrifar:
Oft hefur maður heyrt getið um
hrossakaup. Sitthvað var brallað í
svoleiðis viðskiptum. Ófyrirleitnir
viðskiptamenn áttu til að beita
brögðum. Sagt var að sumir hefðu
gefið gömlum klárum brennivín til að
fjörga svipinn, jafnvel var talið að
logandi lótorfu hefði stundum verið
brugðið undir taglið. Fóru þá
gripirnir að ókyrrast sem vonlegt var
og héldu menn þá að fjör skepnunnar
væri svona mikið. Það hefur margur
látið snúa á sig í þessum viðskiptum.
Leitt er til þess að vita að stjórnmála-
menn okkar tíma skuli vera bendlað-
ir við hrossakaup. Ekki mun fyrr-
nefndum brögðum vera beitt, en
orðið hrossakaup heldur áfram í
málinu og er þá venjulega átt við
samkomulag um heldur óhrjálegar
aðferðir til að koma vafasömum
málum fram.
Þegar stjórnmálamenn koma sér
saman um milljarða útlát til bænda
frá þjóðarbúinu mun ekki réttlætið
ráða bara. Gaman væri ef einhver
talnafróður maður tæki sig til og
tæki saman hve mikið kæmi í hlut
hvers bónda ef þessu væri skipt ná
kvæmlega jafnt á hvern skráðan
bónda. Ég veit mörg dæmi þess að
smærri bændur verða að fara frá
heimilum sínum í atvinnuleit til að
geta séð fyrir heimilum sínum. Ekki
virðast milljarðarnir vera í þeirra
vasa. Með virðingu fyrir öllum, sem
bera hag og heill þjóðar vorrar fyrir
brjósti vil ég hnýta þessu aftan í: í
fyrra fengu bændur 30 milljarða og
heimtuðu meira. Er ekki óþarfi að
styrkja sterkefnaða bændur. Komast
þeir ekki af án styrkja?
Ég veit að fjöldi bænda býr við
svo þröngan kost að þeir neyðast til
að vinna utan heimilis um lengri eða
skemmri tíma. Hvert fara
milljarðarnir? spyr sá er hvorki veit
né skilur.
. „Það eru vissulega ánægjuleg tiðindi ef það verður fastur liður að flugvélar Flug-
leiða haldi sig við áætlun sina hér eftir,” segir Hjördis Þorsteinsdóttir m.a. i bréfl
slnu.
Bravó fyrir stund
vfsi Flugleiða!
Það er vissulega ánægjulegt til
þess að vita að Flugleiðir hafi nú
loksins tekið upp nýja siði, þ.e. að
setja stundvísi ofar öllu. Kl. 9 um
morguninn á annan í hvítasunnu stóð
13 ára unglingsstúlka í afgreiðslu
Flugleiða á Reykjavíkurflugvelli.
Telpan ætlaði með áætlunarflugi
norður í land.
Afgreiðslufólk Flugleiða lét sig nú
ekki aldeilis muna um að greiða götu
viðskiptavinarins og því fór flugvélin
á réttum tíma þótt telpan stæði 50
metra frá henni. Hún hafði tafizt af
„óviðráðanlegum orsökum” eins og
það heitir á Flugleiðamáli. Ekki var
örtröð eða annir hjá starfsfólkinu í
afgreiðslunni þennan morgun, því
engir aðrir viðskipavinir voru þar
innandyra. En það eru vissulega
mjög ánægjuleg tíðindi ef þetta
verður fastur liður að flugvélar
Flugleiða haldi sig við áætlun sína
hér eftir svo ekki skeiki
sekúndubroti.
Þrælsótti íslendinga, sem neyðast
til að fljúga með Flugleiðum, hefur
verið til umræðu í sjónvarpi og
dagblöðum nú nýlega og þarf því
ekki að tíunda hann hér og nú.
Einokunarverzlun Dana hefur
verið skráð á spjöld íslandssögunnar
og svo mun einnig örugglega verða
með einokunarverzlun Flugleiða.
Mun sú saga verða félaginu og starfs-
fólki þess til ævarandi skammar á
meðan frjáls verzlun er leyfð i okkar
lýðræðisríki.
P.S. í spjalli við Hjördisi kom fram
að telpan hafi verið mætt út á flug-
völl hálfa mínútu yfir níu. Hafi
hreyflar vélarinnar enn verið óræstir
er þær mættu á afgreiðsluna. Hefði
því varla sakað að aðstoða telpuna
við að komast um borð i vélina.
Hjördís Þorsteinsdóttir,
Máyahrauni 9,
Hafnarfiröi.
.3
Tr----------------
Spurning
Fórstu eitthvað um
hvítasunnuna?
Guðlaug Jóhannesdóttir afgreiðslu-
mær: Ég var bara heima, vann í garðin-
um, þreif og lagaði til.
Halla Sigurðardóttir húsmóðir: Ekki
neitt. Var bara heima, slappaði af og
hafði það gott.
Páll Kristjánsson bllstjóri: Bara
heima.Ég fór jú á hestbak og stundaði
útiveru.
Höfum fyrirliggjandi hina viðurkenndu LYDEX
hljóðkúta í eftirtaldar bifreiðar:
0
D
D
D
D
D
Austin Allegro 1100-1300 .....................
Austin Mini...................................
Audi 100s-LS..................................
Bedford vörubila .............................
BroncoO og 8 cyl..............................
Chevrolet f ólksbíla og jeppa.................
Chryslor f ranskan............................
Citroen GS....................................
Citroen CX....................................
Daihatsu Charmant 1977—1979...................
Datsun disil 100A-120A-120-1200-1600-140-180 .
Dodge fólksbila...............................
D.K.W. fólksbíla..............................
Rat 1100-1500-124-125-126-127-128-131-132 ..
Ford, ameriska f ólksbila.....................
Ford Consul Cortina 1300—1600.................
Ford Escort og Fiesta.........................
Ford Taunus 12M-15M-17M-20M...................
Hillman og Commer fólksb. og sendib...........
Honda Civic 1500 og Accord....................
Austin Gipsy jeppa............................
Intemational Scout jeppv......................
Rússajeppa GAZ 69.............................
Willys jeppa og Wagoneer......................
Jeepster V6...................................
Lada..........................................
Landrover bensin og disil.....................
Lancer 1200-1400..............................
Mazda 1300-616-818-929 .......................
Morcedes Benz fólksbila 180—190—200—220—250—280
Mercedes Benz vörub. og sendib................
Moskvhch 403-408-412 .........................
. . . hljóökútar og púströr.
. . . hljóókútar og púströr.
. . . hljóökútar og púströr.
. . . hljóökútar og púströr.
... hljóðkútar og púströr.
... hljóðkútar og púströr.
,.. hljóðkútar og púströr.
. . . hljóðkútar og púströr.
..............hljóðkútar.
hljóðkútar fram og aftan.
.. . hljóðkútar og púströr.
.. . hljóðkútar og púströr.
. .. hljóðkútar og púströr.
... hljóðkútar og púströr.
... hljóðkútar og púströr.
... hljóökútar og púströr.
... hljóðkútar og púströr.
... hljóðkútar og púströr.
... hljóðkútar og púströr.
.............hljóðkútar.
. . . hljóðkútar og púströr.
.., hljóðkútar og púströr.
. .. hljóðkútar og púströr.
. . . hljóðkútar og púströr.
... hijóðkútar og púströr.
... hljóðkútar og púströr.
... hljóðkútar og púströr.
... hljóðkútar og púströr.
... hljóðkútar og púströr
,.. hljóðkútar og púströr.
,.. hljóðkútar og púströr.
,.. hljóðkútar og púströr.
Morris Marina 1,3 og 1,8.................................hljóðkútar og púströr.
Opel Rekord, Caravan, Kadett og Kapitan..................hljóðkútar og púströr.
Passat 1/4 p......................................................hljóðkútar.
Peugeot 204—404—504....................................hljóðkútar og púströr.
Rambler Amorican og Classic............................hljóðkútar og púströr.
Range Rover............................................hljóðkútar og púströr.
Renauh R4—R8—R10—R12—R16—R20...........................hljóðkútar og púströr.
Saab 96 og 99..........................................hljóðkútar og púströr.
Scania Vabfs L80-L85-LB85-L110-LB110-LB140 .......................hlj&ðkútar.
Simca fólksbila........................................hljóókútar og púströr.
Skoda fólksb. og station...............................hljóókútar og púströr.
Sunboam 1250—1500—1300—1600—...........................hljóðkútar og púströr.
Taunus Transit bensín og dísil.........................hljóðkútar og púströr.
Toyota fólksbila og station............................hljóðkútar og púströr.
Vauxhall og Chevotte fólksb............................hljóðkútar og púströr.
Volga fólksb...........................................hljóðkútar og púströr.
VW K70,1300,1200 og Golf............................... hljóðkútar og púströr.
VW sendiferöab. 1963—77 .................................hljóðkútar og púströr.
Volvo f ólksbila.......................................hljóðkútar og púströr.
Volvo vörubila F84-85TD-N88-N86- N86TD-F88-D-F89-D................hljóðkútar.
Skeifunni 2
82944
Púströraverkstæói
Púströraupphengjusett í flestar gerðir bifreiða.
Pústbarkar, flestar stærðir. Púströr í beinum
lengdum, 11/4” til 4”
Setjum pústkerfl undir bíla, sími 83466.
Sendum í póstkröfu um land allt.
Sigurlaug Jónsdóttir, 10 ára: Ég fór
upp í svcit. Ég veil ekki hvað sveitin
heitir en það var mjög gaman.
Ragnar Guðmundsson ákvæðisvinnu
maður: Ég fór einn dag í Þjórsár
dal. Þar var gott veður, en ekki svo
margt fólk þar sem ég var. Þetta var
alveg ágætt.
Kristin Þórarinsdóttir, 13 ára: Ég fór á
hestbaki uppi í Víðidal. Ég er að fara
að kaupa hestinn sem ég fór á.