Dagblaðið - 29.05.1980, Side 6

Dagblaðið - 29.05.1980, Side 6
6 . DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 29. MAÍ 1980. BMW 520 árg.’78 Renault 12 TL árg. ’77| BMW 525 autom. árg.’77 Renault 12TL árg.’74 BMW 320 árg. ’79 Renault 12 TL árg. ’73 BMW 320 árg.’78 Renault 12station árg.’75 BMW316 árg.’78 Renault 14 TL árg.'19 BMW 2800 árg. ’69 Renault 5 GTL árg. ’79 Renault 20 TL árg.’78 Renault 4 VAN F6 árg.’79 Renault 12 TL árg. ’78| Renault 4 VAN F6 Opið laugardaga kl. 1—6. árg.’78 KRISTINN GUÐNASON HF. SUÐURLANDSBRAUT 20, SÍMI 86633 ÁL-GRÓÐURHÚS fyrir heimagarða Stœrðir: 3,17x3,78 (10x12fet) 496 þús. m/gleri 2,55x3,78 ( 8x12fet) 365 þús. m/gleri 2,55x3,17 ( 8x10fet) 325þús. m/gleri Vegghús: 1,91x3,78 ( 6x12fet) 315 þús. m/gleri Ýmsir fylgihlutir fyrirliggjandi. Hillur, sjálfwirkir gluggaopnarar, borð, rafmagnsblásarar o.fl o.fl. EDEN garðhúsin eru nú fyrirliggjandi en við höfum nú 10 ára reynslu i þjónustu við ræktunarfólk. Engin gróðurhús hafa náð sömu útbreiðslu hérlendis. Þau lengja ræktunartímann og Iryggja árangur. Sem fyrr bjóð um við lægsta verð, ásamt frábærri hönnun Eden álgróðurhúsa. Sterkbyggð og traust hús Sýningarhús á staðnum Kynnisbækur sendar ókeypis Klif hf Grandagarði 13, Reykjavík — Sími 23300 • Guatemala: Þriðji verkalýðs- foringinn myrtur hjá Kóka kóla Vopnaðir menn skutu í fyrrakvöld til bana verkalýðsforingja hjá Kóka kóla fyrirtækinu í Guatemala. Er hann fjórði maðurinn sem fallið hefur í stjórnmáladeilum sem staðið hafa í tengslum við umboð hins bandaríska drykkjarvörufyrirtæk|s i landinu á liðnum mánuði. Hinn myrti, Randulfo Mendizabal Garcia, tók við sem formaður verka- lýðsfélagsins hjá Kóka kóla fyrir- tækinu á liðnu ári eftir að tveir for- verar hans i starfi höfðu verið myrtir. Garcia sagði nýlega að hann hefði fengið nokkrar morðhótanir. Verkalýðsfélagið hefur sakað hægri sinnaða skæruliða um að hafa staðið fyrir morðinu. Fyrrí mánuðin- um voru þrir aðrir foringjar verka- manna hjá Kók fyrirtækinu í Guate- mala skotnir til bana. Deilur á milli eiganda fyrirtækisins og verkamanna hafa af einhverjum ástæðum mjög komizt í sviösljósið og þykja endur- spegla stjómmáladeilur í Guatemala, sem er eitt þeirra ríkja í Mið- Ameríku, þar sem fátækt, pólitísk kúgun og misrétti þegnanna er á einna hæstu stigi. Fyrir nokkrum mánuðum komust deilurnar í Kók fyrirtækinu í Guate- mala i hámæli á alþjóðavettvangi, er til orða kom að setja alþjóðlegt bann á hinn fræga drykk vegna morða á verkalýðsleiðtogum þar. Af því varð ekki. hki/v F/KIV BLAÐSÖLUBÖRN óskast í Stór-Reykjavík — Vesturbœr — Hlíðar — Fossvog — Kleppsholt — Laugarnes — Breiðholt — Kópavog — Garðabœ — Hafnarfjörð. Ath.: Blöðin eru keyrð heim til ykkar seinni part miðvikudags og um leið sótt uppgjör frá síðasta blaði. SÍMI 27022 - VIKAN AFGREIÐSLA hkuv hkuv Boli sigraði Julio Robles nautabani flaug upp I loft- ið og nautið yggldi sig sigri hrósandi. Þetta gerðist í Madrid á Spáni á dögun- um í öðru nautatinu sem Robles tók þátt i. í Ijós kom að annar fótleggur hans var illa rifinn og tættur eftir horn nautsins. Karpov sigraði Larsen á enda- sprettinum Frá Sigurjóni Jóhannssyni Osló: Hinu geysisterka skákmóti í Bugunjo í Júgóslavíu er nú lokið með sigri heimsmeistarans Karpovs. Hann skauzt fram úr danska stórmeistar- anum Bent Larsen á lokasprettinum og hlaut 8.5 vinninga, en Larsen 7.5. í þriðja sæti varð Timman með 6.5. í fjórða til sjötta sæti urðu Ljubojevic, Polugajevski og Ulf Anderson með 5.5 vinninga. 7.—10. urðu Kurajica, Ivkov, Tal og Hort með 5 vinninga. 11. Tal með 4 vinninga og 12. Gligoric með 3.5. Mótið er eitt sterkasta mót ársins með styrkleikatöluna 15. Forvextir lækka Federal Reserve-seðlabanki Banda- ríkjanna tilkynnti í morgun að forvext- ir hans hefðu verið lækkaðir úr 13% i 12%. Talið er að lækkun almennra við- skiptavaxta sem verið hafa nálægt 20% í Bandaríkjunum á undanförnum mán- uðum muni jafnvel nema hlutfallslega meiru en lækkun forvaxtanna. Er það talið munu verða samfara auknum samdrætti efnahagslífs vestra.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.