Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 29.05.1980, Qupperneq 7

Dagblaðið - 29.05.1980, Qupperneq 7
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 29. MAÍ 1980. 7 • ****** '&****••» %*****<*} ******,2 ■«*<**** ;*■ #:■<****;?' kí**4*l* w *«»2* ''***'**//■ (**jjk£dé Laugavegi Suður-Afríka: Kwangju, S-Kóreu: Sprengjum borgina —eöaþiðgefiztupp Annaðhvorl gefizl þið upp eða borgin verður skotin í rúsl. Þannig hljóðuðu þeir kostir sem her Suður-Kóreu selti uppreisnar- mönnum í borginni Kwangju á mánudaginn. Síðan lók herinn borgina. Frétzt hefur af miklum handtökum þar. Mannfall varð nokkurt í bardögum. í gærkvöldi var tilkynnt að flestum uppreisn- armönnum í borginni yrðu gefnar upp sakir ef það mætti verða til að líf færðisl fyrr í eðli- legt horf á ný. TVEIR DREPNIR ÞMRSÆREHR Lögregla í Suður:Afríku skaut í gær- kvöldi til bana tvo stúdenta — kyn- blendinga — og særði tvo í átökum sem urðu rétt við Cape Town. Varð þetta er yfirvöld vildu stöðva mótmæli stúdenta gegn mismunandi tækifærum lands- manna til menntunar, sem þeir telja að fari eftir litarhætti nemenda. Mótmæli og námsverkföll nemenda í Suður-Afriku, aðallega þeldökkra, hafa nú staðið í um það bil einn og hálfan mánuð. Virðist ekkert lát á. Fimm manns hafa þegar fallið í átök- um á milli lögreglu og nemenda. Hundruð fólks hafa verið tekin höndum og sett í gæzlu. Eitt blað hefur verið bannað. Að sögn annars blaðs í Suður-Afríku er tala handtek- inna komin upp í tólf hundruð síðan mótmælaaðgerðir nemenda hófust. Á mánudaginn voru rúmlega fimmtíu prestar teknir fastir fyrir samstöðu með þeldökkum nemendum. í forustu fyrir þeim var þekktur biskup, sem framar- lega hefur staðið í baráttu gegn kyn- þáttastefnu stjórnar hvítra í Suður- Afríku. SJALFSMORD VEGNA EITUR- SÝKLANNA Bandarísk yfirvöld telja enn að hundruð manna hafi látið lífið af afleiðingum þess að sýklaeitur hafi komizt út í andrúmsloftið i borginni Sverdlovsk í Sovétríkjunum á fyrra ári. Þar sem alþjóðlegt bann er við sýklahernaði hafa Bandaríkin krafizt skýringa á þessum orðrómi af yfir- völdum í Sovétríkjunum. Skýring- arnar hafa verið þær að fregnir af mannslátunum í Sverdlovsk séu á rökum reistar. Skýringanna sé að leita i alvarlegri matareitrun, sem þar hafi komið upp. Hugmyndum um eitrun af völdum efna til sýkla- hernaðar hefur verið neitað i Moskvu. Bandaríkjamenn segjast þó telja það líklegustu skýringuna. Nú hafa borizt fregnir af því að sovézkur her- foringi hafi framið sjálfsmorð vegna þess að hann á að hafa verið ábyrgurt'yrir eitursýklunum og að þeir komust út í andrúmsloftið með fyrrgreindum afleiðingum. Sverd- lovsk er stáliðjuborg í Úralfjöllun- um. Erlendar fréttir REUTER Ítalía: Blaðamaður og lögreglumaður myrtir Þekktur blaðamaður í Mílanó og lögreglumaður í Róm voru skotnir til bana í gær af hermdarverkamönnum úr hópi hryðjuverkasveita, sem vaða uppi á ítaliu. Annar lögreglumaður var skotinn fimm sinnum í höfuðið en lifir enn illa haldinn á sjúkrahúsi. Ef hann lætur lifið verður hann níunda fórnar- dýr hryðjuverkamanna á ftalíu það sem af er þessu ári. Læknar segja að hann muni að öllum líkindum missa sjónina. Blaðamaðurinn sem myrtur var í gær var 33 ára að aldri og faðir tveggja ung- barna. Nafn hans var Walter Tobagi og var hann einn helzti sérfræðingur blaða í Mílanó um starfsemi hryðjuverka- hópa eins og Rauðu herdeildanna og 28. marz hreyfingarinnar. Meðal annars hafði hann skrifað um er lögreglunni tókst að fella fjóra foringja fyrrnefndu hreyfingarinnar 28. marz síðastliðinn. Lögreglumaðurinn sem myrtur var stóð varðstöðu við gagn- fræðaskóla í Róm. Núer sumar Verz/unin Tröð Neds Sími 43 Kópav ídgótu 34 52070 arfirði JM Holland: fímm þúsund eitur- tunnur íþorpinu —allir níu hundruð íbúamir fluttir á brott—vatnsbólin eitruð AUir íbúar — 900 — lítils bæjar í Hollandi hafa nú verið fluttir á brott frá húsum sínum eftir að fimm þúsund tunnur af eitri fundust þar grafnar í jörðu. Bærinn heitir Lekkerkerk og er rétt austur af Rott- erdam. 1 ljós er komið að eitrið hefur mengað drykkjarvatnið sem rennur í hin tvö hundruð áttatiu og sex hús sem búið hefur verið i í þorpinu. Eiturtunnurnar fimm þúsund, sem reyndar gætu verið fleiri, voru grafnar í jörðu á árunum 1970 og 1971. Eitrið kom frá litaverksmiðju. Síðan voru íbúðarhúsin byggð á grunnum sem grafnir voru ofan í eitraðan jarðveginn. Yfirvöld i Hollandi fyrirskipuðu brottflutning íbúanna í Lekkerkerk, þegar fundizt höfðu rúmlega fjörutíu tunnur af eitri. Talið er víst að helm- ingur ibúanna fái ekki heimild til að flytja aftur í hús sín. Yfirvöld hafa lýst því yfir að þeim er verði fyrir eignatjóni verði bætt það. íbúarnir búa nú í húsvögnum og bráðabirgða- húsum. Fjárhagslegt tjón vegna nýrra ibúðarhúsa, eiturmengunar og brott- flutnings íbúanna er talið nema jafn- virði einhvers staðar á milli þrjátíu og fjörutiu og fimm milljarða íslenzkra króna. Eiturefnin sem fundizt hafa til þessa eru meðal annars Benzom, Toluidin og Yzol. Síðan tunnurnar í Lekkerkerk fundust hefur verið gerð mikil leit að eiturefnum i jörðu í Hollandi. Þegar hafa þau fundizt á fjörutiu stöðum. Þó hvergi í byggð. Að sögn lækna hefur þess ekki orðið vart að eitrið í Lekkerkerk hafi valdið ibúum þar heilsutjóni.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.