Dagblaðið - 29.05.1980, Page 11
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 29. MAl 1980.
11
Afganskir skæruliðar hafa stigið
fyrstu skrefin til sameiningar í barátt-
unni gegn sovézka innrásarhernum.
Kemur þetta fram i grein sem frétta-
maður The Chritian Science Monitor
í Pakistan skrifaði nýiega í blað sitt.
Fjölmargir leiðtogar skæruliða
héldu fund i Peshawar í Pakistan
fyrir nokkru. Tóku þeir meðal annars
ákvörðun um eftirfarandi atriði:
Að hætta innbyrðis þrætum og
mynda sameiginlega stjórn í barátt-
unni gegn Sovétmönnum.
Að stofna óháð múhameðstrúar-
lýðveldi í Afganistan.
Stofnun sameiginlegrar hreyfingar
með sérstakri stjórn meðal skærulið-
anna er einn merkasti viðburður sem
gerzl hefur siðan kommúnistar
komust til valda i Kabul undir for-
ustu Nur Muhammad Taraki fyrir
tveimur árum.
Ákvörðun um pólitiska og hernað-
arlega samstöðu kemur jafnhliða því
að svo virðist sem hernaðarandstað-
an gegn sovézka innrásarliðinu, sem
talið er hafa áttatíu þúsund hermenn
undir vopnum, eykst stöðugt. Fyrir
tiu dögum var sagt að andstaða
skæruliða hefði valdið þvi að allir
tæknisérfræðingar, hvort sem þeir
væru sovézkir eða frá ríkjum Austur-
Evrópu, væru nú farir á brott frá Af-
ganistan.
Fréttir bárust i síðustu viku af
miklum bardögum í fjöllum í norð-
austurhluta Afganistan. Áður hafa
borizt fregnir af þvi að að minnsta
kosti sextíu ungir Afganir hafi fallið i
átökum stúdenta og sovézkra her-
manna, sem staðið hafi í finim daga.
Frant hefur komið að sijórnvöld i
Kabul hyggjast draga unt það bil eitt
hundrað af þeim sem tóku þátt i mót-
mælunum fyrir dóm og dæma þá til
þungra refsinga.
Skæruliðaforingjarnir, sem komu
saman i Peshawar í Pakistan, vonast
til þess að geta hafið samstarf á milli
skæruliðaflokka í smáum stil og
siðan mætti jafnvel stofna útlaga-
stjórn, sem komizt gæti á laggirnar
innan nokkurra vikna. Árangur sam-
einingarstarfsins mun þó að sögn
byggjast ntest á þeim sex skæruliða-
hreyfingum sem barizl hafa á vig-
slöðvununt í norðvesturhluta lands-
ins.
— Við verðum aðfellaniður deilur
á milli ættflokka og gleyrna mismun-
andi lúlkun i irúmálum, sagði einn
skæruliðaforinginn á ráðstefnunni i
Peshawar. — Við munum lifa i sög-
unni sem hetjur. Mennirnir sem
börðust gegn Sovétmönnum með
berum höndum. Gegn sprengjum
þeirra, gegn skriðdrekum þeirra og
gegn eiturvopnum þeirra.
Algjör samstaða var á ráðstefn-
unni um að ekki kæmi til greina að
ganga til samninga við Sovétmenn
fyrr en þeir hefðu dregið allan her
sinn út úr Afganistan. Þarna voru
samankomnir 916 manns, leiðtogar
ættflokka, trúarleiðtogar, mennta-
menn, foringjar skæruliða og bænd-
ur. Samþykkt var að þetta yrðu allar
samþykktir, sem gerðar hefðu verið á
milli stjórnarinnar i Afganistan og
ráðamanna i Moskvu, afnumdar.
Kjallarinn
SigurðurE.
Guðmundsson
að honum er beinlínis úthýst, í orðs-
ins fyllstu merkingu. Við þykjumst
lifa i siðuðu mannréttindaþjóðfélagi,
íslendingar, en viðhorf okkar i
þessum efnum hafa aldrei verið okk-
ur sæmandi, hlutur hinna efna-
minnstu í húsnæðismálunum hefur
ætið verið fyrir borð borinn og þeir
látnir mæta örlögum sínum utan
dyra. Hinn frjálsi markaöur í hús-
næðismálunum er einn samfelldur
uppboðsmarkaður, þar sem sá einn
fær, sem nóg hefur, hinn verður
Alveg eins og við sigruðumst á
Bretunum í fyrri tið munum við
ganga á milli bols og höfuðs á innrás-
arliði Sovétmanna, sagði einn foringi
skæruliðanna.
Samþykkt var stjórnarskrá í fjöru-
tiu liðum fyrir hina vænlanlegu úl-
lagastjórn. Fyrrum dómari við
hæstaréttinn í Kabul, Muhammad
Babrak Zai, var kjörinn forseti bylt-
ingarráðs hinnar nýju stjórnar.
— Þetta eru aðeins fyrstu skrefin,
sagði hinn nýkjörni forseti. — En
með þessu erum við að leggja grunn-
inn að náinni samvinnu okkar í fram-
tíðinni, sagði Zai ennfremur, en hann
hlaut menntun sína í Frakklandi.
Næstu skrefin i myndun útlaga-
stjórnarinnar eru þau að hvert hérað
tilnefnir tvo fulltrúa og trúarleiðtog-
arnir fjóra. Síðan munu verða skip-
aðar nefndir á vegum byltingarráðs-
ins, sem hafa með að gera utanrikis-
mál, dómsmál, upplýsingar, heil-
brigðismál, hermál og lögreglu- og
innanríkismál.
Sex helztu pólitísku hreyfingarnar í
Afganistan eiga nú að tilkynna form-
lega hvort þær vilji fallast á skipan
úllagastjórnarinnar. Geri þær það
eiga þær rétt á að skipa sjö fulltrúa til
setu í byltingarráðinu. Auk þess getur
verið að þeir verði einnig skipaðar i
einhverja af áðurnefndum nefndum.
Þegar svör hafa borizt frá þessum
hreyfingum mun kom í Ijós hve
margir verða í byltingarráðinu.
Hin nýja samsteypa skæruliða-
hreyfinganna í Afganistan fékk veru-
legan byr i segtin þegar fundur utan-
rikisráðherra rikja múhameðstrúar-
manna, sem haldinn var nýlega i
Islamábad í íran, samþykkti að full-
irúi hennar skyldi sitja ráðstefnuna
sem fullgildur meðlimur samtaka
múhameðstrúarríkja.
Þrátl fyrir þörf á samvinnu og
góðan árangur í Islamabad eru ýmsir
hópar múhameðstrúarmanna í
Afganistan varir um sig og ekkert á
þeim buxunum aðganga til samvinnu
við aðra andstæðinga Sovétmanna.
Þeir hafa sumir lýst því yfir að fund-
urinn i Peshawar, sem haldinn hafi
verið i erlendu ríki, sé lóm svik.
Þarna hafi ekki verið neinir fulltrúar
Afgana á ferð, aðeins hópur flótta-
manna, sem láti fara mikið fyrir sér.
Þrátt fyrir þessa andstöðu má ekki
gleyma þvi að mikill fjöldi fyrri
valdamanna i Afganistan, þingmenn
og aðrir, hefur gengið til samvinnu
við þá aðila sem héldu fundinn í
Peshawar og tóku þátt í honum.
Tortryggni gætir þó mjög meðal
fulllrúa. Ástæður hennar eru meðal
annars þær að frá fornu fari hefur
Afganistan verið land ættflokkanna,
sem sjaldnast hafa setið á sátts höfði.
Nú er það aðeins sameiginleg and-
staða þeirra gegn Sovétmönnum sem
knýr þá til að sameinast.
Nokkur sprengjutilræði liafa verið
gerð meðal Afgana í Peshawar.
Leitað var á fulltrúum áður en þeir
komu til sameiginlegs fundar til
undirbúnings útlagastjórninni. Talið
er að kommúnistar hafi gert einhverj-
ar tilraunir til að lauma fiugumönn-
um inn í samtökin
undir, sem minna hefur. Og þá er
ekki verið með vangaveltur um
mannréttindi, þá gilda aðeins lög
frumskógarins. Um þetta fyrirkomu-
lag hafa allir stjórnmálaflokkar verið
að mestu leyti sammála, ekki sizt fé-
lagshyggjuflokkarnir, sem hafa látið
Sjálfstæðisflokkinn teyma sig á asna-
eyrunum i þessum málum.
Lögmál frumskóga-
þjóðfélagsins: Engir
peningar = ekkert
húsnæði
Nú til dags þætti það ekki góð
latina hér á landi ef menn gætu ekki
fengiö læknishjálp eða sjúkrahúsvist
nema þeir réðu yfir svo og svo miklu
stórfé til að greiða fyrir veitta aðstoð,
likt og altitt mun vera i Bandaríkjun-
um og fleiri löndum hákapitalismans.
Það þætti heldur ekki góð latína hér-
lendis ef menn gætu ekki leitað sér
þeirrar menntunar, sem hugur þeirra
girnist, án þess að greiða fyrir stór-
fúlgur fjár. Menn telja sig líka eiga
fullan rétt til samfelldrar atvinnu og
allir eru sammála um, að það sé meiri
háttar böl, þegar til atvinnuskorts
eða atvinnuleysis kemur. Sizt af öllu
dettur nokkrum í hug, að neinn eigi
að greiða stórfé fyrir þaö eitt að fá at-
vinnu. Allt þykja þetta sjálfsögð
mannréttindi og tæpast umtalsverð.
En um húsnæðismálin gegnir allt
Ong-
þveiti
í um-
ferðinni
Kjallarinn
ÞórðurHalldórsson
Þar sem ég hef þvælst nokkuð um
heiminn á sl. tíu árum, hlýt ég að
hafa komist nokkuð í kynni við þær-
umferðarreglur, sem gilda í nærliggj-
andi og fjarlægum löndum.
Frá 4.—18. apríl sl. var ég staddur
i Reykjavík og hafði þann tíma
bifreið til umráða. Mér þykir leitt að
þurfa að játa að þar varð ég áþreifan-
lega var við eitt hið mesta skipulags-
leysi í umferð sem ég hef séð.
Akreinamerkingar á götum eru
hvergi sjáanlegar. Eru þær þó víðast
hvar erlendis ein aðaluppistaðan í
umferðarleiðbeiningum auk um-
ferðarskilta og umferðarljósa.
Vera má að hægt sé að nokkru að
kenna um tíðarfari á íslandi. Svo er
þó alls kostar ekki séu akreinamerki
gerð úr varanlegu efni. örvar á
skiltum, er sýna úr nokkurri fjarlægð
akreina- og götuskiptingar, eru ekki
fyrir hendi. Akreinamerki á meiri
háttar vegamótum er nauðsyn að
gera með stálbólum eða úr öðru
varanlegu efni, sem þolir misjafna
veðráttu. Að vísu kostar allt þetta
nokkra fjármuni, en skilar sér án efa
í lækkandi slysatíðni.
Tilbúin slysagildra
Stilling á umferðarljósum í
Reykjavík er tilbúin slysagildra.
Þegar ekið er af stað af krossgötum á
grænu ljósi á undir engum kringum-
stæðum að koma gult ljós á eftir því
rauða, heldur bara grænt ljós, þvi
gula Ijósið, hinum megin frá, þarsem
umferðin er aðstöðvast, á aðveratil
að hreinsa gatnamótin. Ég varð alls
staðar var við það að ökumenn voru
farnir af stað á gula ljósinu áður en
umferðin til hliðar hafði hreinsað
gatnamótin.
Víðast hvar erlendis eru umferðar-
ljósin stillt þannig að á gatnamótum
standa rauð ljós á samtímis frá báð-
um hliðum smástund til þess að
tryggt sé að gatnamótin séu hrein
fyrir umferð úr gagnstæðri átt.
Árekstrar ökutækja við umferðar-
Ijós eru næstum óþekktir þar sem
þetta fyrirkomulag er haft. Væru
umferðarljós stillt svo sem að framan
greinir mætti auka ökuhraða að mun
til að greiða fyrir umferðinni. Þar
sem ég þekki best til er ökuhraði
innan borga 60—80 km á klst., með
fullu öryggi miðað við akreinamerk-
ingar og fullkomin umferðarljós.
Enda er það svo, að þar sem umferð
er mikil í borgum, verður hraðinn að
vera meiri og jafnframt öryggið
tryggara til þess að ekki taki óeðlilega
langan tíma að komast leiðar sinnar.
Of hægur akstur
á aðalbraut
Ég varð mikið var við það i
Reykjavik að ökumenn virtu of lítið
aðalbrautarréttinn. Menn snigluðust
út á aðalbrautina þó stutt væri í
aðvífandi ökutæki. Við slíku liggja
háar sektir þar sem ég þekki til. Ég
nefni og dæmi um of hægan akstur á
aðalbrautum.
Ég átti nokkuð oft leið um Hafnar-
fjarðarveg og varð oft var við þetta,
enda þótt menn ækju þar að stað-
aldri verulega yfir löglegan öku
hraða, míðað við hraðamerkingar.
Ég er í engum vafa um að ökuslys
og árekstrar i og við Reykjavik hafa
óeðlilega tíðni miðað við fjölda öku-
tækja, enda virðist vera þarna meira
en litið að.
Ég ætla svo að enda þessar línur
með frásögn af smáatviki úr umferð-
inni, sem ég varð áhorfandi að. Ég ók
suður Grensásveg, beygði á Miklu-
braut í átt að Háaleitisbraut. Við þau
gatnamót stöðvaði ég aftan við
stóran vörubíl, sem var þriðji eða
fjórði bill i röðinni sem beið við rautt
umferðarljós. Þegar græna Ijósið
kom á stóð vörubillinn óhreyfðtir og
tapaði ég því af græna Ijósinu í það
skiptið. Næst þegar græna Ijósið
kont stóð allt við sama. Ég gal þokað
mínum bíl út á vinstri akreinina og
komst leiðar minnar. Kom þá í ljós
hvers vegna vörubíllinn komst ekki
áfram. Þriðji bíll frá honum, næst
gatnamótunum, stóð mannlaus.
lögrcglubill á miðri akbraulinni.
Lögreglumaður með mælingahjól var
að rúlla þvi yfir gatnamótin. Var
hann í svartri kápu, með hár vel
niöur á herðar og húfulaus. Gat ég
naumast varist því að halda að við-
komandi hefði orðið fyrir einhverju
hnjaski, því þessi umgengni um
einkennisfötin þekktist ekki hjá þeim
sem stjórnaði lögreglunni í Reykjavík
á stríðsárunum 1940—1945. Mér var
efst í huga að álykta að reisnin yfir
þessu tákni valdsins væri í nokkru
samræmi við öngþveitið í umferð-
inni.
Þórður Halldórsson
A „Þegar ekið er af stað á krossgötum á
W grænu Ijósi á undir engum kringum-
stæðum að koma gult Ijós á eftir því rauða,
heldur aðeins grænt ljós, því gula ljósið hinum
megin frá, þar sem umferðin er að stöðvast, á
að vera til að hreinsa gatnamótin.”
öðru máli. Þau eru varla viðurkennd
sem mannréttindi á borð við þau,
sem að ofan greinir. Og þar er ekkert
af hendi látið nema greitt sé út i
hönd, meira að segja á uppsprengdu
verði. Þar má heita að lögmál frum-
skógaþjóðfélagsins séu alls ráðandi:
engir peningar = ekkert húsnæði.
Þessu andstyggilega og ómann-
úðlega viðhorfi markaðsþjóðfélags-
ins höfum við jafnaðarmenn og aðrir
félagshyggjumenn ælið barizt gegn.
Af rót þeirrar baráttu eru verka-
mannabústaðirnir sprottnir og aðrar
félagslegar íbúðir, eins og rakið er i
upphafi þessarar greinar. Við viljum
ekki að húsnæðismálin lúti valdi fjár-
magnsins/auðvaldsins (eins og þótt
hefur sjálfsagt hérlendis til þessa)
heldur viljum við að fjármagnið lúti
húsnæðismálunum, þ.e. manninum
sjálfum, þörfum hans og hagsmun-
Hagur hinna efna-
minnstu fyrir borð
borinn á öllum
sviflum
Þeir, sem ekki hafa getað tekið
þátt í hinu uppsprengda verðbólgu-
uppboði á íbúðarhúsnæði, sem þótt
hefur góð og gild latina hérlendis um
langt skeið, hafa orðið að lúta örlög-
um sínum, sem mörg hver hafa verið
ómild, hafi þeir þá ekki kost á
kaupum á félagslegu ibúðarhúsnæði.
Það hefur sannarlega ekki bætt úr
skák, að löggjafinn hefur af „snilld”
sinni látið það með öllu ógert að
vernda hag hinna efnaminni með
heiðarlegri og réttlátri húsaleigulög-
gjöf, allt til miðs siðastliðins árs, að
slik lög tóku loks gildi. Á því sviði
sem öðrum réð Sjálfstæðisflokkurinn
ferðinni, vöntun húsaleigulaga um
áratugaskeið má hiklaust rekja beint
og óbeint til hans og að sjálfsögðu
hafði hann félagshyggjuflokkana i
taumi, á því sviði sem svo mörgum
'öðrum. Skylt er þó að geta þess, að
þegar til kastanna kom reyndist hann
meðmæltur og studdi hin nýju húsa-
leigulög, rétt einsogþeir.
Einstæðar mæflur
standa verst að vígi
En það breytir ekki þeirri stað-
reynd, að enn þann dag i dag býr
mikill fjöldi fólks við óhæft ástand í
húsnæðismálunum. Þaöeru aðsjálf-
sögðu þeir, sem ekki gela tekið þátt í
sprengiuppboðunum. Einn stærsti
hópurinn þar i meðal eru einstæðar
ntæður, sem opinberar skýrslur sýna
með óvefengjanlegum hætti að búa
við langverst skilyrði i húsnæðismál-
unum. Ýmist hrekjast þær með börn
sín í kjallarana eða á þurrkloftin, séu
þær ekki, að meira eða minna leyti i
óþökk, inni i ibúðum ættingja.
Þetta ástand er vitaskuld gjörsam-
lega óþolandi og er vafalaust brýn-
asta úrlausnarefnið i dag. Einn virðu-
legur alþingismaður sagði á dögun-
um, að brýnasta viðfangsefnið nú
væri að byggja vegi út og suður um
alll, sennilega helzt malbikaða vegi
hringinn í kringum landið. Undirrit-
aður er ósammála þeirri skoðun.
Mikilvægast af öllu er að koma þvi til
leiðar, að allar fjölskyldur, jafnt
stórar sern smáar, eigi þess fullan
kost að búa í vönduðu og öruggu
húsnæði á hóflcgu verði. Þegar það
mannréttindamál er komið í höfn er
hægt að byrja að malbika vegina.
A „Hinn frjálsi markaður í húsnæðis-
^ málunum er einn samfelldur uppboðs-
markaður, þar sem sá einn fær, sem nóg hefur,
hinn verður undir, sem minna hefur. Og þá er
ekki verið með vangaveltur um mannréttindi,
þá gilda aðeins lög frumskógarins.”