Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 18.06.1980, Qupperneq 2

Dagblaðið - 18.06.1980, Qupperneq 2
 boðin — um að sýna ekki Dauða prinsessu? J.G. skrifar: Útvarpsráð ákvað að fella niður sýningu á myndinni Dauði prinsessu, sem sýna átti í sjónvarpinu í kvöld. Þegar þessar linur eru að komast á blað er sjónvarpið að endursýna gamlan þátt sem kemur í stað fyrr- -- nefndrar myndar. Betur hefði verið við hæfi að útvarpsráð hefði komið saman i sjónvarpssal og kyrjað sálm- inn eftir Þorstein Þorkelsson: Ég fell í auðmýkt flatur niður. Þeir hefðu ekki þurft að fella niður nema eitt orð úr sálminum, þ.e. Drottinn og setja i staðinn nafn hins blessaða spámanns. _/ Þetta myndarmál ber að með næsta furðulegum hætti. Frá því var skýrt í fréttum fyrir u.þ.b. 5 vikum að sýna ætti Dauða prinsessu í sjón- varpinu. Það var svo fyrst tveimur dögum fyrir sýningu myndarinnar, að forráðamenn Flugleiða telja við- skipti sín við Saudi-Araba í hættu verði myndin sýnd hér, og virtust hafa áhyggjur þungar sem blý. Kippti einhver í spottann? Voru ráðamenn í Saudi-Arabíu látnir vita á síðustu stundu að sýna ætti myndina hér, og ef svo er, hver lét þá vita? Forráða- menn Flugleiða skófluðu upp undir- skriftum rúmlega 400 manns á undra- skömmum tíma og höfðu þó Flug- leiðamenn ærið að starfa á sama tíma, en þá stóðu þeir í hörkurifrildi við forráðamenn Listahátiðar. Mér dettur ekki í hug að halda því fram að myndin Dauði prinsessu sé svo merkileg að neinn skaði sé skeður þó við sjáum hana ekki. En það er önnur og miklu alvarlegri hlið á mál- inu: íslenzkur fjölmiðill er kominn undir ritskoðun hjá Saudi-Aröbujm, og íslenzkir aðilar láta sig hafa það að krjúpa og kyssa á vöndinn, enda ekki nýtt af nálinni nðislenzkir ráða- menn, af hvaða tagi sem er, geti ekki staðið uppréttir þegar útlendir valds- menn eiga í hlut. Og með þessu er búið að gefa það fordæmi að hvaða einokunar- og auðhringur sem er hér á landi getur hindrað — eða stöðvað — frjálsa fjölmiðlun, ef ráðamenn viðkomandi hringa telja hættu á smá- vegis gróðaskerðingu. Það er mammon sem blivur. Nú fyrirfinnst ekki sú reisn sem sagt er frá í einni af fornsögum okkar: ..........ok rak hann sjóðinn á nasir hánum . . .”, og þaðan af síður að silfrinu sé grýtt i gólfið, svo sem sagt er frá í gömlu riti og eigi ómerku. Enn einu sinni minna lesenda- dálkar DB aHa þá, er hyggjast senda þœttinum llnu, aö láta fylgja fullt nafh, heimilisfang, símanúmer (ef um þaö er aö rœöa) og nafn- númer. Þetta er lltil fyrirhöfh fyrir bréfritara okkar' og til mikilla þœginda fyrir DB. Lesendur eru jafnframt minntir á að bréf eiga að vera stutt og skýr. Áskilinn erfullur réttur til að stytta bréf og umorða til að spara rúm og koma efhi betur til skila. Bréf œttu helzt ekki aö vera lengri en 200—300 orð. Símatlmi lesendadálka DB er milli kl. 13 og 15 frá mánudögum tilföstudaga. Fleiri knattspyrnu- leikjalýsingar Pétur Jóhannsson, Keflavík, hringdi: Mig langar til að gera það að um- ræðuefni hvers vegna litlar upphæðir eru látnar skipta máli í sambandi við það hvort lýsa á frá knattspyrnuleik eöa ekki. Fráleitt er að útvarpið og KSÍ deili um hvort greiða á 100 þús- und krónum meira eða minna fyrir útvarpslýsingu, ef deilan veldur því að stór hluti landsmanna verður af útvarpslýsingunni. Sjómenn, sjúkl- ingar og allur fjöldinn utan Reykja- víkur verður af knattspyrnuleikjalýs- ingu fyrir bragðið. Það er fráleitt að veita aðeins 32 milljónir hjá útvarpinu til allra greina innan íþróttasambandsins á meðan Sinfóníuhljómsveitin fær 120 milljónir. Ekki er víst um það að ræða að fá beint sjónvarp frá leikjum. Þó svo væri, næði það ekki til sjómanna, því engum geisla er beint út á sjó. DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 18. JÚNÍ1980 Albert mun starfa að líknarmálum Kaktus skrifar: Kínverskt spakmæli segir eitthvað á þá leið, að ekki skuli tala upphátt um velgengni, hún eigi til að dvina sé svo gert. Það er oft einkenni nýríkra að guma af auði sínum og velgengni enda fylgir auður þeim sjaldan lengi sem „detta” í lukkupottinn og hrópa um velgengni sína á strætum. Þessi einkenni birtast í mörgum myndum hjá okkur íslendingum. Kannski er dæmið um góða veðrið nærtækast og kannski er oflof um gott veður ekki óeðlilegt í sjálfu sér á þessu veðurbarða landi. Þannig hefur vart mátt sjást til sólar hér sunnanlands, að ekki sé nú talað um Reykjavíkursvæðið þar sem sjaldan er sól samfellt marga daga í senn, að fjölmiðlar, jafnt frjálsir sem ríkisreknir, reki ekki upp gleðiöskur í máli og myndum um leið og allt þar til þeim hefur tekizt að fæla alla sólargeisla skýjum ofar. Ég segi „fæla” því það er engu likara en þegar fjölmiðlar taka til við myndbirtingar af beru fólki i blíð- unni gerist allt í sömu andrá, ský dregur fyrir sólu og hjal fjölmiðla um góða veðrið verður að marklausum öfugmælum., Síðasta sólardagínn í vikunni 8.— 14. júni (en síðasti sólardagurinn var reyndar þann 8., sögðu blöðin frá spá veðurfræðinga um áframhaldandi góðviðri hér um slóðir, þ.m.t. Reykjavíkursvæðið. Síðan hefur ekki sézt til sólar, er þetta er ritað. Hér með er skorað á fjölmiðla, svo og veðurfræðinga, að láta af þeim ósið að fæla burtu sólina með fréttaklausum. Um hana þarf ekki mörg orð. Hvaðan komu HalldórJ. Briem skrifar: Sagt er: við megum ekki missa Albert í forsetaembættið, hann gerir svo mikið gagn þar sem hann er núna. Þetta eru góð meðmæli með forsetaframbjóðanda. Auðvitað eigum við íslendingar að eignast for- seta vegna eigin sannfæringar en ekki einhve: s annars. Albert hefur sýnt það í framkomu við náungann að starf síra Friðriks Friðrikssonar, stofnanda KFUM, hefur haft áhrif á hans líf. Albert Guðmundsson hefur lýst því yfir að hann muni starfa að líknarmálum í forsetaembættinu. Það er ekki nýtilkomið hjá Albert, hann hefur sýnt mér, einstæðum föður, og syni mínum, undanfarið al- varlega veikum, að hann ber um- hyggju fyrir náunganum. Ég er ekki einn um það. Ég yrði þvi ekki hissa þótt liknarfélögin stuðluðu að kjöri Alberts Guðmundssonar við forseta- kjörið 29. júní. lesenaa Starf séra Friðriks hefur haft áhrif á Albert, segir bréfritari.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.