Dagblaðið - 18.06.1980, Side 5

Dagblaðið - 18.06.1980, Side 5
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 18. JÚNÍ 1980 5 Mörg eru „matargöt” þingmanna: Sposlur þingmanna voru hækkaðar eftir 1. maí Þingmenn hafa margar sposlur fyrir utan sitt fastakaup, sem nú er efst á baugi. Margt af þessu hækkaði 1. maí. Þingmenn, búsettir utan Reykja- víkur, fengu I. maí haekkun dagpen- inga. Þeir eru greiddir, meðan þing stendur, og voru eftir hækkunina 6500 krónur á dag eða 195 þúsund á mánuði miðað við 30 daga. Þing- menn, búsettir i nágrenni Reykja- víkur, fá hálfa dagpeninga. Þingmenn, sem búsettir eru í Reykjavik en kosnir fyrir kjördæmi úti á landi, fá húsaleigustyrk til að standa undir leigu úti á landi milli þinga. Þeir fá lika þann tima hálfa dagpeninga. Utanbæjarmenn, sem hal'a hús- næði í Reykjavík, fá aílt árið húsa- leigustyrk. Sá styrkur var hækkaður I. mai upp í 120þúsund á mánuði. Þingmenn fá allir ákveðinn „ferðakostnað í kjördæmi” greidd- an. Þetta gildir vel að merkja einnig um þingmenn Reykjavíkur. Þessi styrkur er nú 1200 þúsund krónur á ári eða 100 þúsund á mánuði. Þingmenn fá einnig greiddar „aukaferðir” um landið, allt að 24 ferðum á ári. Þetta er greitt sam- kvæmt reikningi eða ákveðnu kiló- metragjaldi, fari menn á eigin bíl. Þá fá þingmenn greiddan allan kostnað af einum síma samkvæmt reikningi. Þetta kemur auðvitað til viðbótar fastakaupinu, sem nú mun um 817.500 krónur en yrði um 981 þús- und á mánuði, ef hækkun þingfarar- kaupsnefndar næði fram að ganga. Margir þingmenn hafa og laun fyrir önnur störf. - HH Hætt kom- inn í eldi frávindlingi Maður um þrítugt var mjög hætt kominn í ibúð sinni í Hafnarfirði á laugardagsmorguninn. Varð elds vart í ibúð mannsins og kom slökkviliðið fljótt að húsinu nr. 25 við Hringbraut. Rúður voru orðnar heitar og teknar að springa og mikill reykur í íbúðinni. Reykkafarar slökkviliðsins fóru þegar inn því grunur lék á um að fólk væri inni. Kafararnir fundu mjög fljótlega mann liggjandi undir einum glugga ibúðarinnar og fullvissuðu sig um að fleiri væru ekki inni. Maðurinn var fluttur i slysadeild og herma fregnir að brunasár hans séu 2. stigs, en hann er ekki í lifshættu. Miklar skemmdir urðu á ibúðinni. Upptök eldsins eru lalin vera út frá vindlingi i sófa. - A.St. VEfÐIVON Hvert er hið rétta verð? Gerum tilboð í uppsetningu Fjórmenningarnir í Wolfe Tones, Derek Warfield, Brian Warfield, Tommy Byrne og Noel Nagle, hafa leikið saman í 17 ár og víða komið á þeim tima. Wolfe Tones í Laugardalshöll í kvöld: Einn bezti og vin- sælasti þjóðlaga- hópur írlands Uppsagnir í frystihúsum: Undanþáguákvæði um hrá- ef nisskort gilda ekki — segir Guðmundur J. Guðmundsson „Þessar uppsagnir eru löglegar ef um er að ræða fólk sem unnið hefur skemur en mánuð,” sagði Guð- mundur J. Guðmundsson, formaður Verkamannasambandsins, er DB ræddi við hann um uppsagnir í frysti- húsum að undanförnu. „En allt tal um að hægt sé að styita uppsagnarfrest annars starfsfólk með því að vísa til undanþáguákvæða um hráefnisskort er fráleitt,” sagði Guð- mundur J. Guðmundsson. „Það sem ég heyrði hjá Árna Benediktssyni í sjónvarpinu um helgina er með skuggalegri túlkunum á þessu laga- ákvæði. Það er annars athvglisvert þetta sem verið hefur að gerast upp á sið- kastið. Það e.u ekki verkföll verka- fólks heldur verkbönn atvinnurek- enda. Ef þeir fá ekki hækkanir þá loka þeir og þannig hefur þetta gengið i langan tima. En ef til um- ræðu kemur að verkafólk fari í verk- fall þá ætlar alll af göflunum að ganga.” Guðmundur J. Guðmundsson sagði að menn yrðu að viðurkenna að ástandið i frystiiðnaðinum væri mjög skuggalegt og úrlausn þess væri verk- efni allrar þjóðarinnar. Hann kvað foryslu Verkamannasambandsins fylgjast náið með framvindu mála. Isbjörninn í Reykjavík: 50 manna hópur skóla fólks látinn hætta Um 50 manns, af um 100 manna hópi sumarafleysingafólks i frysti- húsi ísbjarnarins hf. i Reykjavík, verða látnir hætta störfum vegna erfiðleika í framleiðslu fyrirtækisins, að sögn Jóns Ingvarssonar fram- kvæmdastjóra í samtali við DB. „En ef ástandið breytist verður haft samband við þetta fólk aftur,” sagði Jón. Mikil birgðavandræði eru nú i frystigeymslum ísbjarnarins. Þar eru 90 þúsund kassar freðfisks, eða 2000 tonn og ef ekki verður um neinar verulegar afskipanir að ræða á næst- unni kann vinna í frystihúsinu að stöðvast af þessum sökum innan þriggja vikna. -GM Kynnið ykkur þetta frábæra kerfi og sparið tíma og mikla peninga. Framleiðandi: Hönnun og einkaleyfisvernd: HANNES GUNNARSS0N Þoriákshöfn. Sfmi 99-3620 RÁÐGJÖF 0G HÚNNUN S/F frétta af veiðinni. Kristján sagði að veiðin hefði verið heldur dræm það sem af væri. Um 40 laxar væru nú komnir að landi en meðalþyngdin væri mjög góð, 12,5 pund. Leyfð- ar eru 2 stangir í ánni og má veiða 20 laxa á hvora stöng. En hvað skyldi dagurinn kosta i Laxá á Ásum? Mörgum leikur eflaust for- vitni á að vita hið rétta verð. Kristján var spurður að þessu. „Bændurnir skipta dögunum á milli sín og selja þá sjálfir. En verðið á deginum er hern- aðarleyndarmál. Veiðivon spurði þá hvort það væri rétt sem frétzt hefði að dagurinn kostaði um 300 þúsund, stöngin. ,,Ég hef ekki fengið það fyrir stöngina,” sagði Kristján að lokum. Fyrir tveimur árum kom hingað irska þjóðlagahljómsveitin Dubliners og lék og söng i Laugardalshöll við góðar undirtektir. í kvöld er röðin komin að annarri þjóðlagasveit, einnig frá ír- Iandi. Sú heitir Wolfe Tones og er talin vinsælasta þjóðlagahljómsveit írlands í dag. Undanfarin ár hefur WolfeTones ávallt verið kjörin bezta þjóðlaga- hljómsveit írlands og er það ekki svo lítið afrek þegar hafður er í huga sá mikli fjöldi slíkra hópa á írlandi. Wolfe Tones er gömul hljómsveit er rekur uppruna sinn aftur til ársins 1963. Þá héldu þeir Derek Warfield, Brian bróðir hans, Tommy Byrne og Noel Nagle saman yfir þvert írland á BYGGINGARKERFIÐ PASSAR ALLS STAÐAR BYGGINGAR KERFIÐ ER HAGKVÆMASTA KERFIÐ FYRIR ALLA SKILVEGGI HVAR SEM ER • SÉRLEGA HENTUGIR FYRIR SKRIFST0FU 0G IÐNAÐARHÚSNÆÐI SV0 0G HEIMILI 0G VERZLANIR puttanum á samkomu irskra þjóðlaga- unnenda i Kerry. Á leið sinni stað- næmdust þeir i Killarney þar sem þeir tóku lagið á götu úti. Þeir vöktu athygli kanadísks sjónvarpsmanns sem þar var að gera heimildakvikmynd um landið og i beinu framhaldi af þvi héldu þeir til Bretlands i von um frægð og frama. Hvort tveggja lét þó á sér standa og það varð ekki fyrr en hljómsveitir á borð við Dubliners og Clancy Brothers höfðu rutt þjóðlagatónlistinni braut á írlandi að Wolfe Tones gátu haldið aftur til eyjunnar grænu. Þar gátu þeir sér fljótlega gott orð fyrir leik sinn og söng og plötur þeirra seldust vel. Tónlist Wolfe Tones er bæði frum- samið efni og aldagömul þjóðlög. Sam- eining írlands er þeim ofarlega í huga, enda kalla þeir sig eftir einhverjum nafntogaðasta sameiningarsinna írlands, WolfeTone. Hljómleikar Wolfe Tones hefjast klukkan 20.30 í Laugardalshöllinni og þegar siðast var vitað var talsvert til af óseldum miðurn. - SA Laxá á Ásum lætur fremur lítið fir sér. Hún er ekki vatnsmikil, en menguð og umhverfið ósnortið inalegt og skemmtilegt. Þrátt fyrir að að hún hafi aldrei verið vatns- íikil er hún ákaflega fisksæl og gjöf- I. Veiðin í ánni hófst nú um mán- ðamótin. Áin er með i hópnum um r sem opna snemma. Veiðivon sló á ráðinn í gærmorgun til Kristjáns igfússonar á Húnastöðum og spurði Sv GUNNAR BENDER

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.