Dagblaðið - 18.06.1980, Blaðsíða 7
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 18. JÚNÍ1980
7
Erlendar
fréttir
Washington:
Komið í veg fyrir
falskar
árásartilkynningar
Sérfræðingar Pentagon, varnarmála-
ráðuneytis Bandaríkjanna i Washing-
ton, telja að þeim haft tekizt að koma i
veg fyrir falskar tilkynningar varnar-
kerfis sins um yfirvofandi sovézka
árás. Slíkar tilkynningar bárust frá
varnarkerfinu hinn þriðja og sjötta
þessa mánaðar og ollu því að allt
varnarkerfi Bandaríkjanna var sett í
gang.
Sérfræðingar í tölvumálum á vegum
varnarmálaráðuneytisins i Washington
sögðu í gær að kerfi sem koma mundi i
veg fyrir slys af þessu tagi yrði að öllum
líkindum tilbúið til notkunar innar
hálfs mánaðar. Tekið var fram að tæki
það i varnarkerfinu, sem gaf frá sér
falska tilkynningu um árás Sovét-
manna væri ekki stærra en krónu-
peningur.
Suður-Afríka:
Átta dauðir og
margir særðir
— að öðru leyti
tíðindalítið
frá Soweto
á f jögurra
ára afmæli
fjölda-
morðanna
Átta manns eru taldir hafa fallið
og fjöldi manna hefur særzt í átökum
sem urðu í gær á milli lögreglu og
þeldökkra íbúa Suður-Afríku. Varð
þetta þegar fólk vildi á ýmsan hátt
minnast óeirðanna og fjölda-
morðanna í Soweto, einni útborg
Jóhannesarborgar, fyrir fjórum
árum.
Lögreglan í Suður-Afríku hafði
áður bannað alla fjöldafundi þar sem
fleiri en tíu manns kæmu saman.
Einnig hafði öllum fréttamönnum
verið bannað að vera á þeim
svæðum, sem horfur væru á að
óeirðir eða önnur vandræði yrðu á.
Fregnir af mannfalli birtust hins veg-
ar i innlendum blöðum í Suður-
Afriku i morgun.
Auk þeirra átta, sem féllu í gær
var hvitur lögreglumaður stunginn til
bana á sunnudaginn.
Yfirmaður lögreglumála í Suður-
Afriku hefur sakað erlenda frétta-
menn um að hafa staðið fyrir eða
hvatt tii óeirða meðal svartra ibúa
Suður-Afríku eða kynblendinga.
Hefur hann birt þessar ásakanir sínar
opinberlega. Forustumaður erlendu
fréttamannanna hefur krafizt þess að
yfirmaðurinn legði fram sönnur fyrir
ásökunum sinum.
Hverfi kynblendinga i borginni
Cape Town hafa verið helzti vett-
vangur óeirða og verkfalla litaðra
nemenda í Suður-Afríku undan-
farnar vikur. Vilja þeir mótmæla
mismunun i aðstöðu til skólahalds og
menntunar i landinu. Þar nýtur
minnihluti hvítra manna mikillar sér-
stöðu sér til góðs.
Ástandið i hverfum kynblendinga i
Cape Town virtist vera allslæmt í
gærkvöldi. Úr fjarlægð mátti sjá eld
og reyk bera við himin. Fréttamenn
gátu ekki komist nálægt atburðum
vegna banns stjórnvalda. Annars
staðar í Suður-Afríku virtist svo sem
lögreglu hefði tekizt að halda
óánægðum ibúum í skefjum. I það
minnsta bárust ekki frcgnir af
neinum alvarlegum óeirðum.
m ■ >
Aö minnsta kosti sex hundruð manns
féllu i átökunum í Soweto fyrir
fjórum árum — 1976 —. Lögreglu í
Suður-Afríku virðist hafa tekizt að
koma í veg fyrir að átök brytust út
þar þegar fólk minntist fjögurra ára
afmælisins.
Jórdaníukonungur í Bandaríkjunum:
Carterþrýst-
ir á Hussein
Hussein Jórdaniukonungur, sem nú
er i heimsókn í Bandarikjunum, ræddi
við Carter Bandarikjaforseta í tvær
klukkustundir i gær. Viðræðurnar
snerust um erfiðleika á að halda friði í
Mið-Austurlöndum. í tilkynningu
Hvita hússins í gær kom fram að
Efnahagsbandalagið:
Deilt um
landbúnað
og fiskveiðar
viðræður leiðtoganna hefðu bætt
tengsl þeirra en bandarískir embættis-
menn sögðu að viðhorfin væru svo
ólík, að litið hefði miðað í
viðræðunum.
Leiðtogarnir halda viðræðunum á-
fram i dag. Hussein lýsti þvi yfir í gær,
að hann myndi leggja hvað hann gæti
af mörkufn til þess að koma á friði i
Mið-Austurlöndum og lét liggja að því
að hugsanlegt væri að Jórdania kæmi
inn í friðarviðræðurnar í Camp-
David.
Í kvöldverðarboði í Hvíta húsinu í
gærkvöldi sagði Hussein að Jórdaníu-
menn væru vongóðir um framtíðina
og myndu stuðla að réttlæti og friði i
Mið-Austurlöndum.
ASETA SF.
BYGGIIMGARVÖRUR - BYGGINGARTÆKNI
FUNAHÖFÐA 19 . 110 REYKJAVÍK . SlMI 83940
VERKTAKAR -
H ÚSASMÍÐ AM EISTAR AR
Eigum á lager
klamsa, kóna og súluramma.
BPR
byggingakranar
MHíinnebeck
mótatækni
gólf- og veggflísar
Landbúnaðarráðherrum rikja i
Efnahagsbandalagi Evrópu tókst ekki
að komast að samkomulagi um fjár-
framlög til landbúnaðar bandalagsins á
sjö klukkustunda löngum fundi sínum,
sem var i Luxemburg í gær. Land-
búnaðarmálin eru og hafa ávallt verið
eitt helzta ágreiningsatriðið á milli ríkja
Efnahagsbandalagsins frá stofnun þess
árið I960.
Þing bandalagsins taldi sér ekki fært
að fallast á fjárhagsáætlun þess sem
starfsmenn þess í höfuðstöðvunum í
Brussel lögðu fram í desember siðast-
liðnum. Felldu þeir hana við atkvæða-
greiðslu.
Auk fjármálanna eiga landbúnaðar-
ráðherrarnir að ræða fiskveiðimál.
Sameiginleg fiskveiðistefna Efnahags-
bandalagsins er orðin mjög aðkallandi
að mati sérfræðinga i Brussel. Deila um
það mál stendur einna helzt á milli
Breta og Dana.Frakka og Vestur-Þjóð-
verja. Bretar krefjast þess að hafa
einkarétt innan tólf mílna marka.
Siðan vilja þeir sérstakan rétt að
fimmtíu mílunum. Önnur ríki Efna-
hagsbandalagsins vilja aðeins virða
rétt hverrar meðlimaþjóðar að I2
milunum.
REUTER
STÁUÐJANhf
SMIÐJUVEGI 5, KÓPAVOGI, SÍMI 43211
Plastskeljastólarnir eru bæði léttir
og liprlr og mjög endingargóðir.
Þeir eru þægilegir og henta mjög ve
við allflesta skrifstofuvinnu og
fyrir skólafólk, þess vegna tilvalin
fermíngargjöf.
Stólarnir eru einnig fáanlegir með
hærri undirgrind sem hæfir við
teikniborð. Og að sjálfsögðu nú með
sjálfvirkum hæðastilli.
•4Í Jfc