Dagblaðið - 18.06.1980, Qupperneq 8
8
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 18. JÚNÍ 1980
Hátíðahöldin í Reykjavík:
SUSILDUR SAUTJANDI
Fjöldi manns í miðborginni
Flest fór fram að sígildum
hætti á sautjándanum að þessu
sinni, hefðbundin hátíðahöld
og veðurfarið lét sig hafa það
að vera að hefðbundnum
hætti einnig. Að vanda hófst
hátíðin á kransaniður-
leggingum í kirkjugarðinum
við Suðurgötu og á Austur-
velli. Forseti borgarstjórnar
Sigurjón Pétursson lagði
krans á leiði Jóns Sigurðssonar
í kirkjugarðinum, en forseti
lslands, Kristján Eldjárn, lagði
blómsveig frá íslenzku þjóð-
inni að fótstalli styttu Jóns
Sigurðssonar á Austurvelli. Er
þetta í síðasta sinn er hann
leggur sveiginn eftir að hafa
lagt hann ellefu sinnum áður.
Saga Jónsdóttir leikkona
flutti ávarp fjallkonunnar sem
var Ijóð eftir Jóhannes úr
Kötlum.
Seinni hluta dags fóru há-
tíðahöldin í Reykjavík fram
víðs vegar um borgina, í Naut-
hólsvík, að Kjarvalsstöðum og
í Breiðfirðingabúðarporti.
Hófst útiskemmtun á
Lækjartorgi klukkan fjögur að
afoknum skrúðgöngum og var
þá verulegur fjöldi manna í
miðbænum. Þá, eins og svo oft
áður, voru flestir á ferðinni til
að sýna sig og sjá aðra. Um
það leyti er hátíðahöldunum
var að Ijúka fór lítillega að
rigna og fólk fór að tygja sig til
heimferðar. -BH.
Ungir sem eidri fylgjast afáhuga með
skemm tía triðunum. Hinar sivinsæiu
„pabbaaxlir" komu i góðar þarfir á
þjóðhátiðinni eins og við svo mörg
önnur hátiðieg tækifœri.
DB-mynd Þorri.
ForsmtmJUónin Kristján og HaNdóra. Þetta var í siðasta sinn sem Kristján iagði sveiginn frá isJenzku þfóðktni að
fótstaHi Jóns Slgurðssonar. DB-mynd Sveinn.
Saga Jónsdóttir leikkona fór með hiutverk fjattkonunnar eð þessu sinm.
Flutti hún Ijóð Jóhannesar úr KötJum Sautjándijúní.
DB-mynd Sveinn.
Á Miklatúni var trúðaleikur. Fylgdist
íslands unglinga fjöld með trúðunum
áður en farið var i skrúðgöngu.
DB-mynd Þorri.
Eftir að blómsveigurinn hafði verið
lagður í kirkjugarðinum gerði úr-
komu þegar gengið var niður á
Austurvött. RegnhUfar komu þá i
góðar jtarfir og sjáum við fjármála-
stjóra borgarinnar, Bjöm Friðfinns-
son, berjast hetjulegri boráttu við
regnhttfina og hafa það á endanum.
DB-mynd Sveinn.