Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 18.06.1980, Qupperneq 10

Dagblaðið - 18.06.1980, Qupperneq 10
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 18. JÚNÍ 1980 \ 10 Útgsffandc DagbiaAifl hf. ■ rramkvmd—týóri: Sveinn R. Eyjójfsson. Ritstjóri: Jórtas Kristjánsson. RHsHómerfuitiMÍ: Haukur Helgason. Fróttastjóri: Ómar Valdimarsson. 'Skrifstofustjóri ritstjómar Jóhannes Reykdal. íþróttir Halur Sknonarson. Menning: Aðalsteinn Ingólfsson. Aðstoðarfróttastjóri: Jónas Haraldsson.' Handrit Asgrimur Pábson. Hönnun: Hilmar Karisson. niaðamenn: Anna Bjamason, Atíi Rúnar Halldórsson, Atíi Steinarsson, Ásgeir Tómasson, Bragi Sigurðsson, Dóra Stefánsdóttir, Elín Albertsdóttir, Ema V. IngóHsdóttir, Gunnlaugur A. Jónsson, Óiafur Gearsson, Sigurður Sverrisson. Ljósmyncfir Ami Páfi Jóhannsson, BjamleHur BjamleHsson, Höröur Vilhjálmsson, Ragnar Th. Sigurðs- son, Sveém Þormóðsson. Safn: Jón Sævar Baldvinsson. Harðsvíraðir þingmenn í síðasta mánuði voru laun þing- manna 731.908 krónur. í þessum mánuði stóð svo til, að þau færu í 981.049 krónur. Hækkunin milli mánaða átti að nema tæpum 250.000 krónum hjá þessari forréttindastétt í _ þjóðfélaginu. í sama stökkinu áttu laun ráðherra að hækka um hálfa milljón króna upp í 1.958.794 krónur. Þessa launahækkun átti til dæmis fjármálaráðherrann að fá um leið og hann bauð opinberum starfsmönnum 0,31%—1,98% hækkun. Ákvörðun um þetta var tekin með leynd í þingfarar- kaupsnefnd. Það er sérstök nefnd þingflokkanna, sem ákveður laun og fríðindi þingmanna. Hún hefur á síðustu árum sýnt mikið og vaxandi hugmyndaflug í hagsmunamálum. Frægust varð nefndin árið 1978, þegar henni tókst á einu ári að hækka laun þingmanna um 75%. Það gerði hún með því að færa viðmiðunina frá Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja til Bandalags háskóla- manna. Það ár hækkuðu efstu flokkar Bandalags háskóla- manna meira en efstu flokkar Bandalags starfsmanna ríkis og bæja. Þennan mismun notaði þingfararkaups- nefnd og hoppaði með alþingismenn milli bandalag- anna. Þetta svindl vakti mikla hneykslun almennings. Margir þingmenn áttuðu sig á, að of langt hafði verið gengið. Fram kom tillaga um, að dómstóll skyldi ákveða kjör þingmanna, en ekki sérstök nefnd þing- manna sjálfra. Hinir harðsviruðu eiginhagsmunamenn í hópi þing- manna lögðust gegn þessari tillögu. Mest gekk þar fram Sverrir Hermannsson. Tókst þeim að koma í veg fyrir, að þingmenn yrðu látnir hætta að ákveða sjálfir kjör sín. Nú hefur þingfararkaupsnefnd aftur leikið á kerfíð. Hún þóttist sjá, að í viðmiðunarflokknum hjá Banda- lagi háskólamanna fengju menn 20% ofan á laun fyrir ómælda yfírvinnu. Hún ákvað, að þetta skyldu þing- menn einnig fá. Hitt er jafnframt ljóst, að þingmenn fá þegar greitt fyrir viðvik sín. Þeir taka laun fyrir að sitja í banka- ráðum og stjórnum sjóða og stofnana. Þeir hafa hingað til fengið yfirvinnu sína mælda og ættu ekki líka að þurfa ómælda. Samt sem áður áttu þingmenn að fá í þessum mánuði 163.508 króna launahækkun ofan á 85.633 króna vísitöluhækkun. Ráðherar áttu að fá tvöfaldar þessar tölur ofan á tvöföld laun sín. Og þetta átti að ge ast í kyrrþey. Nefíidin samþykkti, að nefndarmenn skyldu ekki tala um málið utan nefndarinnr. Hækkunin var ekki einu sinni borin undir þingflokkana. Þingmenn áttu að fá hana sem óvænta og þægilega sumargjöf í launa- umslagi mánaðarins. En svo komst upp um svindlið. Þingflokkaformenn Alþýðubandalags og Framsóknarflokks kröfðust þess, að hækkunin yrði afturkölluð. Og fjármálaráðherra gerði hliðstæða kröfu til forseta alþingis. Sumargjöfin verður því varla framkvæmd. Formaður þingfararkaupsnefndar er Garðar Sigurðsson frá Alþýðubandalaginu. Aðrir nefndar- menn eru Eiður Guðnason frá Alþýðuflokknum, Stefán Valgeirsson og Þórarinn Sigurjónsson frá Framsóknarflokknum og Matthías Bjarnason, Guðmundur Karlsson og Sverrir Hermannsson frá Sjálfstæðisflokknum. Þessir þingmenn hafa haldið á lofti því merki harðsvíraðra eiginhagsmuna, sem er allt of áberandi hjá þingmönnum landsins. Um leið hafa þeir stuðlað að kjarasprengingu og tilsvarandi verðbólgu í þjóðfélaginu. Ítalíubréf: Rauðu herdeild imar riðlast Ef segja má að með morðinu á Aldo Moro, fyrrverandi forsætisráð- herra og formanni Kristilegra demó- krata, þann 17. apríl 1978, hafi Rauðu herdeildirnar svonefndu komizt næst því takmarki sínu að grafa undan lýðræðislegu skipulagi á Ítalíu, þá má einnig segja að sama dag hafi starfsemi þessara hryðju- verkahópa byrjað að riðlast. Á undanförnum tveimur árum hefur svo ýmislegt merkilegt gerzt. Fjöldi hryðjuverkamanna hefur nú komizt undir manna hendur, bækistöðvar þeirra og felustaðir hafa verið upp- götvaðir og mikið magn vopna hefur verið gert upptækt. En mestu máli skiptir kannski að einurð og járnhörð sannfæring hryðjuverkamannanna, sem áður virtist óyfirstíganleg, sýnir nú á sér bresti því í fyrsta skipti hafa nokkrir þeirra leyst frá skjóðunni. Hryðjuverka- maður iðrast Mikilvægastar eru án efa upplýs- ingar þær sem komið hafa frá Patrizio Peci, „hryðjuverkamannin- um sem iðraðist”, en hann var áður foringi RH í Torínó og fulltrúi í skipulagsdeild samtakanna. Játn- ingar hans hafa leitt ýmislegt at- hyglisvert í ljós um undirheimalíf þeirra sem heyja stjórnmálabaráttu með vopnum. Ekki er þar með sagt að allt sé nú upplýst, margt er enn á huldu, en eins og dagblað róttækra vinstri manna á ítaliu, Lotta Continua, sagði fyrir skömmu: „Við lestur uppljóstrana Pecis fær maður á tilfinninguna að gamanið sé loks á enda og að margt það sem áður virtist gert af kænsku, snilld eða i réttlátri reiði, sé nú afhjúpað í öllum sinum vesaldómi.” Og nú má komast yfir furðulegt plagg, eins konar dagatal, nema hvað í stað dýrðlinganna sem eiga sér ákveðna daga, eru nú prentuð nöfn þeirra sem hafa verið drepnir af RH, eða skotnir í fótleggi, ásamt með nöfnum böðlanna í hvert skipti. í von um væga refsingu Um ránið á Aldo Moro, prísund hans og aftöku hafði Peci margt að segja og studdi hann frásögn sína fjölda smáatriða. Nú vitum við næstum allt um það hvernig sa hörmulegi atburður gekk fyrir sig og hverjir voru morðingjar hans. Samt eru enmgloppur í upplýsingum Pecis og sennilega verður sagan af dauða Moros ekki fullsögð fyrr en allir þátt- takendur eru á bakvið lás Jg slá og hafa gefið skýrslu. Víst er að Rauðu herdeildinni í Torínó hefur verið greitt þungt högg og sömuleiðis virðist deildin í Genúa einnig í molum fyrir tilstilli Pecis. Goðsögnin um hinn nær ofurmannlega styrk RH er nú fyrir bí og nú hefur vonin um mannúðlega fangelsismeðferð og vægari refsingu ýtt undir játningar annarra herdeildarmanna sem hand- teknir hafa veríð. Með því að grandskoða þau skjöl sem fundizt hafa við húsleit á hinum og þessum stöðum, svo og vitnisburð nokkurra málgefinna hryðjuverka- manna, er nú hægt að gera sér gein fyrir uppbyggingu og skipulagi RH og Fremstu víglínunnar (Prima Linea), sem eru næststærstu samtök hryðjuverkamanna á Ítalíu. Fastamenn og lausamenn Efstar á pýramída RH eru skipu- lagsnefnd og framkvæmdanefnd. Síðan koma tæknideild, breiðfylk- ing, hersveitir (colonne) og stakir her- flokkar (brigate). Í herflokkunum eru tvenns konar meðlimir, fasta- menn sem starfa stöðugt í hreyfing- unni og svo lausamenn, nokkurs konar styrktarmeðlimir RH, sem ekki vinna reglulega fyrir þær, en veita þeim ýmsa aðstoð og fyrir- greiðslu þegar mikið liggur við. Fastamennirnir starfa síðan annað- hvort undir fölsku nafni og fara leynt eða þá að þeir nota eigin nöfn og stunda sína vinnu eins og aðrir borgarar. Herflokkurinn er undir- stöðueining RH. í honum geta verið 2—5 menn, gjarnan lausamenn, og hann nýtur ýmissar fyrirgreiðslu tæknideildar, — fær aðgang að fölskum vegabréfum^ vopnum, sjúkrahjálp, fölskum bílnúmerum, felustöðum. Breiðfylkingunni er svo skipt í þrennt: starfshóp sem vinnur að uppbyggingu samtakanna og framkvæmdum inn á við, pólitískan hóp sem sér um öflun ýmiss konar upplýsinga, t.d. um Kristilega demó- krata og önnur stjórnmálasamtök og starfshóp þann sem oftast er nefndur „þríforkurinn”, hann lætur sig varða málefni lögreglu, dómskerfis og fangelsa. Fabrizio og Daniela Raschellá eru norrænufræðingar sem verið hafa á íslandi. Þau munu á næst- unni senda DB nokkrar greinar um stjórnmál og annað það á ítaliu sem íslendingar kynnu að hafaáhugaá. -AI. Skæruhernaður skipulagður Sveitirnar (colonne) eru venjulega bundnar við ákveðin svæði sem nefnd eru „pólar” (poli) og þeim er stjórnað af einum yfirforingja sem samræmir alla starfsemi á sínu áhrifasvæði. Hverri sveit er síðan í sjálfsvald sett hvernig hún tekur á ýmsum málum sem varða svæðin ein. Þegar um stefnumörkun fyrir allt landið er að ræða, þá eru það tækni- deildin og breiðfylkingin sem tryggja að henni sé fylgt. Að loknum al- mennum umræðum um stjórnmála- viðhorfið og stefnu, sem báðir þessir hópar taka þátt i, er öllum fram- kvæmdum skipt milli þeirra. Þær ganga síðan til samstarfs á hernaðar- legumgrundvelli. * ' Fabrizio & Daniela Raschellá - Skipulagsnefnd og framkvæmda- nefnd virðast hafa jafnmikil völd og þær skipta með sér verkefnum. í skipulagsnefndinni, sem er nokkurs konar æðsta ráð RH, sitja fulltrúar hreyfingarinnar allrar, sveita- foringjar, foringjar framkvæmda- nefndar, nokkrir foringjar breiðfylk- ingar og tæknideildar, auk nokkurra herskárra fulltrúa annarra samtaka, — en meðal þeirra var t.d. Lorenzo Betassa, formaður verkalýðsfélags FIAT verksmiðjanna til skamms tíma. Fleiri skakkaföll Þannig virðist í stuttu máli skipu- lagi Rauðu herdeildanna háttað. Það er Peci sem framar öðrum hefur varpað ljósi á daglega háttu skæru- liðanna og upplýsingar hans hafa svo komið lögreglunni að ómetanlegu gagni. Nýir felustaðir og bækistöðvar hafa komið í leitirnar og fjöldi hryðjuverkamanna hefur verið hand- tekinn undanfarna mánuði. Fremsta víglínan hefur svo haft samflot með RH í ýmsum málum og hefur orðið fyrir sömu skakkaföllum og þær. í næstu grein verður reynt að fjalla um þá hreyfingu svo og annað sem til tíðinda má telja, þ.á m. mál Marcos Donat-Cattin, son varafor- seta Kristilegra demókrata, en hann ku hafa verið í tengslum við hryðju- verkamenn i langan tíma. Fabrizio og Daniela Raschellá

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.