Dagblaðið - 18.06.1980, Page 13

Dagblaðið - 18.06.1980, Page 13
12 Eskfirðingar gerðu aðsúg að dómaranum — eftir að hafa tapað 1-3 fyrir Þór í 2. deild Þrátl fyrir 3—1 sigur Þórs áttu heimamenn heldur meira í leiknum lengst af. Þór nárti forystunni meó marki frá Óskari Gunnarssyni. Hjálmar Ingvarsson jafnafii fyrir Austra en Þórsarar náóu forystunni aftur fyrir lcikhlé með marki frá Guðmundi Skarphéðinssyni. í siðari hálfleik bættti Óskar við sínu öðru marki og staðan var orðin 3—1 fyrir Þór. Kftir það fór heldur betur að hitna í kolunum og dómarinn Steindór Gunnarsson frá Akureyri missti öll tök á leiknum, sem leystist upp í leikleysu og slagsmál á köflum. Þegar dómarinn vísaði Sigurjóni Kristjánssyni út af fyrir kjafthátt 15 mínútum fyrir leikslok ætlaði allt um koll að keyra. Að leik loknum gerðu reiðir áhorfendur og forráðamenn Austra aðsúg að dómaranum þannig að forða varð honum hurtu. Þjálfari Austra heimtaði að tekin yrði blóð- prufa af dómaranum. -VS. Jafntefli Tékka og Hollendinga Kvrópumeistarar Tékka tóku forystuna gegn Hollendingum á 15. mínútu með marki framherjans snjalla Nehoda. Hollendingar, sem virtust sterkara liðið lengsl af, náðu ekki að jafna fyrr en á 58. mínúlu. Það var markakóngurinn Kees Kist sem skoraði markið eftir að hafa fengið hnöttinn upp úr aukaspyrnu. Kftir jöfnunarmarkið reyndi Hollend- ingar mjög en án árangurs að knýja fram sigurmark. Tékkar halda þvi 2. sætinu í riðlinum á betri marka- tölu en Hollendingar og leika um þriðja sætið í keppninni. V-Þjóðverjar efstir í 1. riðli Lokastaðan í fyrri riðli úrslitakeppni Kvrópu- keppninnar í knattspyrnu á ítaliu varð þessi. 1. V-Þýzkaland 5stig4—2 2. Tékkóslóvakia 3stig4—3 3. Holland 3 stig 4—4 4. Grikkland lstigl—4 Það verða þvi V-Þjóðverjar sem leika um Kvrópu- meistaratitilinn annaðhvort gegn Belgum eða ítölum, eftir þvi hvernig leik þeirra í kvöld lyktar. Grikkir héldu jöfnu gegn V-Þjóðverjum Grikkir komu mjög á óvart er þeir gerðu marka- iaúsl jafntefli við V-Þjóðverja i lokaleik 1. riðilsins í úrslitum Kvrópukeppninnar í knattspyrnu á ítaliu. ,,Kg er ekki að afsaka neitt en leikur okkar var rök- réttur miðað við það, að við höfðum þegar tryggl okkur rétt til að leika úrslitaleikinn i keppninni,” sagði Jupp Derwall einvaldur v-þýzka liðsins að leiknum loknum. Bæði liðin fengu nokkur góð marktækifæri í leiknum. Þannig átti Grikkinn Christos Ardizoglou skot í stöng af 25 metra færi. Karl-Heinz Rummenigge, einn bezti sóknarmaður Þjóðverja, misnotaði tvívegis góð marktækifæri í lciknum. Mikinn svip á leikinn setti rangstöðutaktik Grikkjanna sem þeirra beittu á óvenjulegan hátt eða á vallarmiðjunni. ,,Kg er yfir mig ánægður,” sagði þjálfari griska liðsins að leik loknum. „Hcfðum við nýtt færi okkar liefðum við unnið óvæntan og minnisstæðan sigur.” Ingi setti met í baksundi Ingi Þ. Jónsson, ÍA, setti nýtt íslandsmet í 100 m baksundi á Reykjavíkurmeistaramótinu I sundi i I.augardalslaug í gær. Katrin L. Sveinsdóttir, Ægi setti bæði telpna- og stúlknamet í i5öö m skriðsundi, synti á 19:12,4 mín. Ægir sigraði með miklum yfir- burðum í keppni Reykjavikurfélaganna, hlaut 150 stíg. Ármenningar lilutu 18 stig og KR-ingar 0 stig. Ægir hlaut að launum mjög veglegan bikar sem gefinn var til minningar um Bjarna Benediktsson. -GAJ. DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 18. JÚNÍ1980 Sigurður Einarsson, Árm., sýndi mikil tilþrif i spjótkasti og þess er örugglega ekki langt að biða að þessi efnilegi kastari bæti Islandsmet Óskars Jakobssonar. 3. deild - 3. deild - 3. deild - 3. deitd - 3. deild - 3. deild - 3. deild Einn heimasigur í 9 leikjum á Austffjörðum! — aðeins Einherji hefur megnað að sigra á heimavelli til þessa Reynir—ÍK 8—0 (3—0) Þrátt fyrir 3 mörk í fyrri hálfleik var leikur Reynis ekki sannfærandi. Allt of mikið var um háspyrnur en minna um samleik. í síðari hálfleik réðu heima- menn lögum og lofum á vellinum enda allur annar bragur á leik liðsins. Mörkin gerðu Ómar Björnsson 3, Jón Guðmann 2, Ari Arason 2 og Júlíus Jónsson 1. Léttir—Hekla 1-2 DB tókst ekki að fá upp gefið, hverjir gerðu mörkin í þessum leik. Leiknir—Katla 8—0(4—0) Þetta var eins og tölurnar benda til, alger einstefna frá upphafi til enda. Þorsteinn Ögmundsson senti knöttinn þrívegis í net þeirra Kötlumanna, Jóhann Sigursteinsson og Hilmar Harðarson tvisvar hvor og Óli Guðmundsson gerði áttunda markið. Afturelding—Stjarnan 5—1 (2—0) Stjarnan sótti meira i f. hálfl. og fékk þá nokkur hættuleg marktækifæri sem ekki tókst að nýta. Afturelding nýtti hins vegar sin marktækifæri og skoraði tvivegis. Fljótlega i siðari hálfleik minnkaði Geir muninn í 2—l en siðan tók Afturelding leikinn í sínar hendur og hafði gert fimm mörk áðor £r, yýjr lauk. Ratir.ár voru mörk Afturelding- ar sjö talsins en ágætur dómari leiksins, Jón Gunnar Hilmarsson, dæmdi tvö þeirra réttilega af. Leikurinn þótti á köflum ágætlega leikinn og brá fyrir góðum samleiksköflum. Mörk Aftur- eldingar gerðu Hafþór Kristjánsson 2, Atli Atlason l, Rikhard Jónsson I og Rafn Thorarensen skoraði eitt mark úr vítaspyrnu. -GAJ. Grótta—Vfðir 1-1 (1-0) Tómas Þorsteinsson, jafnaði með skalla fyrir Víði á síðustu sekúndum leiksins, mjög gegn gangi hans því Grótta hafði átt mun meira í leiknum og mun hættulegri marktækifæri. Einkum voru þó yfirburðir Gróttu miklir í síðari hálfleik, enda léku Víðismenn einum færri mestan hluta hálfleiksins vegna þess að Daníel Einarsson var rekinn af leikvelli fyrir að sparka í einn leikmanna Gróttu snemma í siðari hálfleik. Mark Gróttu gerði Gunnar Páll Þórisson um miðjan fyrri hálfleik. Beztu menn Gróttu voru körfuboltamennirnir Gísli Gíslason (ÍS) og Árni Guðmundsson (KR). Enginn skar sig úr liði Víðis. GAJ/-emm. LIMFN — Hverageröi 5—0 (2—0) Njarðvikingar héldu sigurgöngu sinni áfram í B-riðlinum á laugardag á grasvellinum í Njarðvík. Fyrsta markið skoraði Ólafur Björnsson með góðu skoti. Skömmu síðar var dæmd víta- spyrna á Hvergerðinga eftir að Jón Halldórsson, „vítaveiðari” féll inni i vítateig. Úr vítaspyrnunni skoraði Haukur Jóhannsson. Eftir þetta var leikurinn fremur þófkenndur og fátt um færi fram að hléi en snemma i síðari hálfleik batt Ólafur Björnsson enda á vonir austanmanna m;5 þvj að skora sitt ann.SÖ mark í leiknum, 3—0. Et'tir það höfðu Njarðvíkingar öll tök á leiknum og bættu tveimur mörkum við. Hið fyrra skoraði Jón Halldórsson eftir að markvörðurinn hafði misst hnöttinn fyrir fætur hans. Haukur Jóhannsson skoraði síðan fimmta markið skömmu fyrir leikslok. -emm. HÞV—Vikingur 2-212-0) HÞV var sterkara liðið í fyrri hálfleik og náði þá tveggja marka forystu með tveimur mörkum Sæmundar Víglunds- sonar. I síðari hálfleik missti liðið tökin á miðjunni, sem síðan leiddi til þess að Víkingur jafnaði. Mörk Víkings gerðu þeir Hilmar Gunnarsson og Logi Úlfljótsson. Þegar upp var staðið var jafntefli sanngjörn úrslit. -AÓ. Árroðinn—KS 2-2(2-01 Ekki voru liðnar nema fimm mínútur af leiknum þegar Örn Tryggvason skoraði fyrir Árroðann. Siðan sótti Árroðinn mjög hart að marki KS en Siglfirðingar vörðust mjög vel. Þeim tókst þó ekki að koma í veg fyrir að Árroðinn bætti öðru marki við fyrir hlé. Var þar að verki Rúnar Arason. I síðari hálfleik skoraði ívar fyrir KS, heldur klaufalegt mark því knötturinn breytti stefnu af þúfu áður en hann hafnaði í netinu. Stundarfjórðungi fyrir leikslok jafnaði Þórhallur fyrir Siglfirðinga með heldur ódýru marki úr þvögu mniíteig. -G. Sv. Magni—Leiftur 3—1 (1 —i) Það var Hringur Hreinsson sem tók forystuna fyrir Magna en Guðmundi Garðarssyni tókst að jafna leikhlé. Um miðjan síðari hálfleik gerði Sigurður Illugason út um leikinn er hann skoraði tvívegis fyrir Magna. Magni sótti mun meir og var sigur þeirra sanngjarn. -G.Sv. LSoÁH —Reynir 0-1 (0-0) Það var Björn Friðþjófsson sem tók forystuna fyrir Reyni úr vítaspyrnu í siðari hálfleik og reyndist það eina mark leiksins. Liðin skiptust á um að sækja en Reynir átti hættulegri tæki- færi og var sigur þeirra sanngjarn. -G.Sv. Efling—Dagsbrún frestað Dómarinn mætti ekki til leiks og Rafn Hjaltalín sem hugðist hlaupa í skarðið gat ekki talið Dagsbrúnarmenn á að fresta leiknum um tvo klukkutíma og héldu þeir á brott eftir að rúmur hálftimi var liðinn fram yfir fyrirhug- aðan leiktima. -G.Sv. Hrafnkell — Sindri 1—2(0—11 Leikurinn var fremur slakur og hefði jafntefli sennilega verið sanngjörnustu úrslitin. Eina markið í fyrri hálfleik gerði Gunnar Páll Halldórsson fyrir Sindra. í seinni hálfleik jafnaði Sverrir Guðjónsson fyrir Hrafnkel og töldu flestir að þar hefði verið um rangstöðu- mark að ræða. Skömmu síðar skoraði Grétar Vilbergsson með skoti frá víta- teigslínu. Dómaranum urðu þau mistök á að flauta leikinn af tiu minútum of snemma en sá sig síðan um hönd og lét halda leiknum áfram. -VS. Leiknir—Einherji 0—2(0—11 Leiknir sótti miklu meira fyrstu 20 minúturnar en fékk þá á sig ægilegt slysamark. Vigfús Daviðsson skaut lausu skoti fyrir utan vitateig, sem markvörður Leiknis missti klaufalega í netið. Það sem eftir lifði hálfleiksins var leikurinn mjög jafn. í síðari hálf- leik var Einherji heldur aðgangsharðari og þá skoraði Ingólfur Sveinsson annað mark Einherja. Skaut hann bolt- anum upp i loftið við vitateigslínu og boltinn datt niður í hornið fjær. Margir töldu að brotið hefði verið á markverði Leiknis. Stuttu seinna hrökk boltinn í þverslá Leiknismarksins og þá skoraði Einherji mark sem dæmt var af vegna rangstöðu. -VS. Valur—Súlan 0-2(0-21 Súlan sótti undan vindi í fyrri hálf- leik og skoraði þá tvívegis. Mörkin gerðu Óttar Ármannsson og Einar Björnsson. í síðari hálfleik gerðist fátt markvert. Valur átti þó eitt hættulegt marktækifæri er boltinn rúllaði eftir marklínu Súlunnar en enginn fylgdi á eftir. Þá komst Óttar einn inn fyrir hinum megin en markvörðurinn varði mjög vel. -VS. DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 18. JÚNÍ1980 Iþróttir Iþróttir íþróttir Iþrottir HELGA ÞREFALDUR SIGUR- VEGARIÁ17. JÚNÍMÓTINU — sctti gott íslandsmet í 100 m grindahlaupi — Guðrún Ingólfsdóttir jafnaði íslandsmetið í kúluvarpi Þrátt fyrir að tvö íslandsmet væru setl var heldur lítil reisn yfir 17. júnímótinu í frjálsum iþróttum i Laug- ardal i gær. Okkar beztu frjálsíþrótta- menn, Hreinn Halldórsson og Óskar Jakobsson, voru ekki meðal keppenda og því voru engin afrek unnin á heims- mælikvarða. Hins vegar er Ijóst að all- margir ungir og bráðefnilegir frjáls- íþróttamenn eru nú að koma fram á sjónarsviðið sem ættu að geta náð boðlegum árangri á alþjóðamæli- kvarða á næstunni. Þannig setti hin bráðefnilega Helga Halldórsdóttir úr KR gott íslandsmet í 100 metra grinda- hlaupi kvenna. Hún hljóp á 13,8 sek. Helga var hetja þessa móts og sigraði i þremur greinum. Guðrún lngólfsdóttir úr Ármanni jafnaði íslandsmet sitt i kúluvarpi um einn sentimetra er hún varpaði 13,27 metra. Kom sá árangur hennar mjög á óvart, þar sem hún hefur lítið sem ekkert æft sig að undan- förnu. í karlagreinum var árangur yfirleitt heldur slakur. Mesta athygli vakti sigur Erlendur vill á 0L í Moskvu „Kg taldi mig hafa náð þessu lág- marki og varð því mjög undrandi þegar ég heyrði að miða ætti við það að senda aðeins einn mann í hverri keppnisgrein á ólympíuleikana,” sagði Krlendur Valdimarsson, kringlukastarinn góðkunni úr ÍR, i samtali við Dag- blaðið. Krlendur benti á að aðeins þrir íslenzkir frjálsíþróttamenn hafa náð því lágmarki sem alþjóða frjálsíþrótta- sambandið setur fyrir þátttöku tvcggja manna í grein á ólympíuleikunum. Þessir menn eru Óskar Jakobsson sem hefur náð ólympíulágmarki bæði i kringlukasti og kúluvarpi, Hreinn Halldórsson i kúluvarpi og Krlendur Valdimarsson i kringlukasti. Sam- kvæmt stefnu FRl verður aðeins einn keppandi sendur í hvorri grein. Óskar fer þá sem kcppandi í kringlukasti en keppir einnig i kúluvarpi „þar sem hann er kominn á staðinn hvort eð er,” eins og talsmaður FRI hefur orðað það. „En hvað gera þeir ef ég kasta lengra en Óskar?” spyr Erlendur. Þá væri einfaldlega komin upp sú staða að Óskar væri okkar annar maður bæði í kúluvarpi og kringlukasti og ætti sam- kvæmt því að sitja heima. Ég tel að með þessu sé verið að setja keppendur hvorn upp á móti öðrum,” sagði Erlendur. -GAJ. Kristjáns Harðarsonar, HSH, í lang- stökki. Kristján, sem er aðeins 16 ára, setti nýtt og glæsilegt sveinamet 6,79 m. Lengsta stökk hans var 6,82 m en meðvindur var þá of mikill. E.t.v. á Kristján eftir að bæta hið gamla met Vilhjálms Einarssonar (7,46 m) einhvern tíma i framtiðinni. í 2. sæti varð Stefán Þ. Stefánsson, ÍR, með 6,80‘m og Friðrik Þ. Óskarsson, ÍR, varð að gera sér 3. sætið að góðu að þessu sinni. Hann stökk 6,66 m. Í fjarveru Hreins og Óskars sigraði Guðni Halldórsson, KR, í kúluvarpi með 16,82 m. Tugþrautarmaðurinn efnilegi Pétur Pétursson, UÍA bættl sinn fyrri árangur mjög verulega og kastaði 16,24 m sem er sjöundi bezti Helga Halldórsdóttir, KR, setti glæsilegl íslandsmet í 100 melra grindahlaupi og sigraði einnig i 100 m og 200 m hlaupum. DB-myndir: S. árangur íslendings i greininni frá upphafi. Gamla kempan Valbjörn Þorláks- son, KR, sigraði enn einu sinni í 1 10 m grindahlaupi á ágætum tima, 15,1 sek. í 2. sæti varð Stefán Þ. Stefánsson, ÍR, á 15,5 sek. Oddur Sigurðsson úr KÁ sýndi að hann er til alls liklegur i sumar er hann hljóp 200 metrana á 21,5 sek. í 2. sæti varð Þorvaldur Þórsson, ÍR, á 22,3 sek. og þriðji varð Gísli Sigurðsson, UMSS, á 23,1 sek. í 100 m hlaupinu sigraði Þorvaldur á 11,0 sek. Annar varð Gisli á 11,3 sek. og þriðji Jón Þ. Sverrisson, UBK, á 11,5 sek. Gunnar P. Jóakimsson, ÍR, hljóp 800 m hlaup á ágætum tíma 1:53,1 min. og annar varð Guðmundur Sig- urðsson, UMSE, sem stórbætti sinn lyrri árangur og hljóp á 1:57,5. Þriðji varð Steindór Tryggvason, KA, á 1:58,8. Hinn bráðefnilegi Sigurður Einars- son, Árntanni, sigraði með yfirburðum i spjótkasti. Hann kastaði lengst 69,46 m að þessu sinni og var nokkuð frá sínu bezta. Sigurður er mjög slerkur kastari er á örugglega eftir að bæta íslandsmet Óskars Jakobssonar i greininni innan tíðar. Elias Sveinsson, FH, varð annar með 60,12 m kasti og Hreinn Jónasson, UBK, varð þriðji með 59,52 m. Árangurinn i 1500 m hlaupi varð heldur slakur. Þar sigraði ungur hlaupari, Magnús Haraldsson, FH, á 4:15,6 mín. Gunnar Snorrason, UBK, varð annar á 4:24,8 mín. og Sigurður Haraldsson, FH, þriðji á4:26,1. í hástökki sigraði Stefán Þ. Slefáns- son, ÍR. Hann stökk 1,95 m. Annar varð Stefán Friðleifsson, UÍA, með 1.90 m og þriðji Helgi Hauksson, UBK, 1,85 nt. Eins og áður segir sigraði Helga Halldórsdóttir, KR, i þremur kvenna- greinum, i 100 m grindahlaupi á 13,8 sek. í 100 m hlaupi á 12,0 sek. og 200 m hlaupi á 25,0 sek. Þórdis GísladótIir,. ÍR, sigraði I hástökki, stökk 1,75 m. Dýrfinna Torfadóttir, KA, sigraði í spjótkasti eftir harða keppni við íris Grönfeld, UMSB. Dýrfinna kastaði 42.90 m en i’ris 42,64 m. Sveit ÍR sigr- aði i4x 100m boðhlaupi kvennaá49,8 sek. og sveit ÍR sigraði i 1000 m boðhlaupi karla. -(íAJ. Pétur sjöundi frá upphafi Afrek tugþrautarmannsins efnilega Péturs Péturssonar, UÍA, í kúluvarpi í gær er sjöunda bezla afrek íslendings i greininni frá upphafi. Kemur Pétur nú næstur á eftir Gunnari Huseby, sem var Kvrópumeistari í greininni á sínum tíma eins og alþjóð er kunnugt. Hér á eflir fara 10 beztu afrek íslendinga í kúluvarpi frá upphafi. 1. Hreinn Hatldórsson, KR 21,09 m 1977 2. Óskar Jakobsson, ÍR 20,21 m 1980 3. Guðm. Hermannsson, KR 18,48 m 1969 4. Guðni Halldórsson, KR 17,93 m 1978 5. Erlondur Valdimarss., ÍR 17,14 m 1969 6. Gunnar Huseby, KR 16,74 m 1950 7. Pétur Pótursson, UfA 16,24 m 1980 8. Óskar Raykdalsson, KA 16,08 m 1979 9. Skúli Thorarensan, ÍR 18,00 m 1957 10. Jón Pétursson, KR 15,98 m 1968 Cí-AS-H Popphljómsveit P 9.á aratugarins Missið ekki af þessu ein- stæða tækifæri til að sjá eina af beztu rokkhljóm- sveitum heims á tónleikum í Laugardalshöll, laugardaginn 21. júní kl. 21.00. Miðasala í Gim/i. Sími280RR

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.