Dagblaðið - 18.06.1980, Page 14
14
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 18. JÚNÍ 1980
Álverið f Straumsvík: Eitt þeirra fyrirtækja sem EUas segir að gefi takmarkaðar upplýsingar um starfsemi sina. „Álfélagið birtir ársskýrslu sem nefnir ekki einu sinni að það er dótturfyrirtæki Alusuisse.”
„Löggjöf um upplýsingaskyldu stjórnvalda og fyrirtækja nauðsynleg og brýn”
Að temja sér embætt-
ismannslegt oröbragð
- Elías Davíðsson
rannsakar umsvif
erlendra stórfyrir-
tækja á íslandi og
rekur sig á marga
veggi við öflun
upplýsinganna
„Undanfarið hefur undirritaður
reynt að fá uppgefnar tölur um rekstur
ÍSAL og um nettó gjaldeyristekjur
íslendinga vegna starfsemi fyrir-
tækisins hér. Það kom í ljós að ekkert
stjórnsýsluembætti hefur í sínum
fórum ábyggilegar og sundurliðaðar
upplýsingar um þennan stórrekstur.
Þótt ýmsar stofnanir f.ái einhverjar
tölur frá ÍSAL, ber tölunum ekki einu
sinni saman. Mikil leynd er að öðru
leyti yfir rekstrartölum ÍSAL.”
Þetta skrifar Elías Davíðsson
kerfisfræðingur m.a. í Opnu bréfi sem
Elfas Daviðsson kerfisfræðingur:
Fulltrúar rikisins f stjórnum fyrirtækja
hætta að lita á sig sem slika og virðast
Ifta á sig sem fulltrúa fyrirtækjanna
sjálfra gagnvart ríkisvaldinu.
birt var í Morgunblaðinu og hann
nefnir: „Nokkrar spurningar til Sigur-
geirs Jónssonar aðstoðarseðlabanka-
stjóra.” Elías hefur undanfarin ár
starfað mikið að rannsóknum á
umsvifum erlendra stórfyrirtækja á
Islandi einn síns liðs eða í samráði við
aðra. Spurningar þær sem hann leggur
fyrir Sigurgeir Jónsson varða efnisat-
riði sem fram komu i ræðu banka-
stjórans á aðalfundi Vinnuveitenda-
sambands ísland í maí sl. Þar sagði
Sigurgeir að framfarir í íslenzku efna-
hagslífi væru óhugsandi nema á grund-
velli stórfellds áliðnaðar og annarrar
orkufrekrar stóriðju. Engin svör hafa
enn birzt við spurningum Elíasar.
Ómögulegt að
fá upplýsingar
„Það eru því miður mörg dæmi um
að mjög erfitt eða algerlega ómögulegt
er að fá upplýsingar um rekstur stór-
fyrirtækja hér á landi. Það hef ég
sjálfur margoft sannreynt,” sagði Elías
Davíðsson við Dagblaðið.
„Hér er engin löggjöf til um
upplýsingaskyldu stjórnvalda og fyrir-
tækja. Slik löggjöf ætti auðvitað að
vera fyrir hendi og ná til allra, sem taka
þátt í félagslegum athöfnum og allra
sem fást við meiri háttar stjórnsýslu
eða atvinnurekstur. Undanþegin
upplýsingaskyldu geta verið mál sem
sannanlega varða öryggi ríkisins, mál
sem eru í meðferð á líðandi stund: Til
dæmis upplýsingar um samninga
stjórnvalda við erlend ríki á meðan
Ut»nríkl*riöun«jrttO
Rnykjnvík
f ÞinsaRjnlt 1 (FJÍtlB* 19BO) « «r.ln frrlr Þntt Utanríxl«n0u-
nnytlains. ttlUtl tll Þ«irr. r«n»kn«. .« undlrrltnOur rinnur
.0 1 BBinÞandl »10 uUntÓlMt í.l.ndn, « Þ«t» «tndl rlt.O.
UndirritnOur «ttr ninnrl eundurllOun i Þ«irri .tnrfaanl. »«*
f.lnt £ nokRrum U»un .Ournnfndrn fjirlnf. («011 ntnrfnMilnnar, f Jdldt
ntarfnannnn oshhlutvark Þ«lrra, o.Þ Þ )!
- LlOur »1, vtOfanjMfni 0103 (*lÞJó0nrÍ0st«f«ir).................
- LlOur 101.0 (SÍrtekJur IB^agluatJórn a KoflavfkulIluljfolU)..
- Llöur 201, vlöfanMírfnl 0101......71,3 nkr« '
L«öur 201, vii<*nR*«fni 0103......243,4 mkr. j- (LbRragluatjorl «
LiOur 201» viOfnnarafni 0104....... 2,9 mkr. . Kafl«víkurflu5v:
- Llöur 311 (SendirÁö íslnnda í Drueeel «p, festnnefnd ialandn
hli .............................................
- Ll'Hir 312 (rnntonrfnd feln.nde hjé EFTA í Genf) ...........
32,6 Ak.
30,0 akr.
llt)
.149,6 nkr.
.117,8 akr.
ATLI RUNAR
HALLDÓRSSOIM
Dæmi um bréf dagsett 8.1. 1980, sem ekkert svar fæst viö. Hér er utanríkis-
ráöuneytið beðiö að gefa upplýsingar um einn lið fjárlaga rikisins, þ.e. greina
betur frá þvi í hvað peningar skattborgaranna fara. En ailt kemur fyrir ekki:
Svarið hefur ekki fengizt enn.
samningsgerðin stendur yfir og einka-
mál ”
Að temja sér
embættismannslegt
orðbragð
Elías rekur „sjálfstæða rannsóknar-
miðstöð utan við flokka og stjórn-
sýslukerfið”, eins og hann orðar það.
Hann hefur sankað að sér ógrynni
upplýsinga um erlend stórfyrirtæki og
umsvifþeirra áíslandi.
„Vandamál sjálfstæðra aðila sem
vilja stunda slíkar rannsóknir eru mikil
Rannsókn á hunangsflugum í gangi
Almenningur hvattur
til flugnaveiða
Það vill víst ekki svo til að þú
hafir undir höndum hunangsflugur,
oftast kallaðar randaflugur? Ef svo
er ertu beðinn að senda þær Náttúru-
fræðistofnun íslands, þar sem nú fer
fram mikil rannsókn á þessunr
skepnum. Þeir Kristján Kristjánsson
og Erlingur Ólafsson standa fyrir
rannsókninni og hafa farið fram á,
aðstoð almennings við það að afla
fórnardýra.
Rannsóknir þeirra félaga hófust
síðasta sumar og komust þeir þá
meðal annars að þvi að til eru þrjár
tegundir hunangsflugna hér á landi.
En hversu útbreiddar þessar tegundir
eru er minna vitað og því leitað til.
almennings. Fólk er beðið ef það
getur aðgóma hunangsflugu t.d. með
þvi að hvolfa yfir hana krukku. ni
u“«« nð aflífa þær án þess að þær
pt 33 ww___ _ ‘ - -
skemmist er síðan bezt að stinga
krukkunni með öllu saman í frysti í
nokkra tíma. Þá deyr flugan á þann
hátt, sem hún er vönust aö gera á
u*,iBtin er kólna tekur. Fluguna má
IIMUu.... " "** *' -*«.»n
síðan senda i litlu íláti tu pema
félaga á náttúrufræðistofnun með
upplýsingum um veiöistað og tíma.
Einnig við hvaða aðstæður
'iiraunadýriö var fangað.
______ -ns
og margvísleg. Þó má telja fullvíst að
starfsaðstaða fréttamanna til
upplýsingaöflunar sé langt í frá
nægilega góð þar sem vantar löggjöf
um upplýsingaskyldu. Vandamál
„smælingjans” eru til dæmis þau að
hann verður að vita hvar á að leita
upplýsinga. Hann verður helzt að vinna
sér trúnað embættismannanna sem
hann leitar til því reynslan sýnir að það
er háð geðþóttaákvörðunum einstakra
manna hvaða upplýsingar þeir láta frá
sér fara. Og rannsóknarmaður verður
að temja sér embættismannslegt
orðbragð, kunna að vísa til lagaá-
kvæða, nota viðurkennd orðatiltæki í
erindi sínu. Síðast en ekki sízt þarf
mikinn tíma til að fylgja erindinu eftir,
halda uppi skipulegum eftirrekstri. Allt
þetta fælir marga frá þvi að gerast
virkir þátttakendur í þjóðfélaginu.”
„Ekki vanur að svara
PétriogPáir
Elías nefndi fáein dæmi máli sínu til
stuðnings. Hann sagðist árangurslaust
hafa reynt að fá sundurliðun á
„innlendum kostnaði” Islenska
Álfélagsins öðrum en vegna rafmagns
og skátta, sVo sem vegna laufía 'og
launatengds kostnaðar, greiðslna til
innlendra verktaka, greiðslna til
innlendra flutningaaðila o. fl. Fyrir-
spurn hans til álfélagsins var aldrei
svarað, en eftir ítrekun í gegnum síma
fengust þau svör að Ragnar Halldórs-
son forstjóri „væri ekki vanur aðsvara
fyrirspurnum Péturs og Páls”.
Þá hefur Elías farið fram á það við
iðnaðarráðuneytið að mega kynna sér
gögn stóriðjunefndar, sem starfaði frá
1960 í nokkur ár og undirbjó m.a.
samninga við Alusuisse. Það hefur enn
ekki fengizt í gegn en málið mun vera
í athugun’” hjá Hjörleifi Guttorms-
syni iðnaðarráðherra.
Svokallaðir sósíalist-
ar sitja á upplýsing-
um eins og þeir eigi
þær sjálfir.
Elías fór þess sömuleiðis á leit við
bankastjórn Seðlabankans 25. apríl sl.
að fá heimild til að fá aðgang að
skjölum er varða samskipti bankans
við Alþjóðabankann og Alþjóða gjald-
eyrissjóðinn 1958—1%6. Var vísað til
, þess að aðrir (t.d. viðskipta-
fræðinemar í Háskólanum) hafi fengið
aðgang að vinnugögnum Seðlabankans
vegna fræðilegra rannsókna. Enn er
ekkert svar komið þrátt fyrir 4 símtöl,
aðeins orð bankastjóra fyrir því að
erindið verði „skoðað betur” og að
„svar sé í vændum”.
„Ég hélt að það yrði greiðari leið
fyrir almenning að fá þær upplýsingar
sem sjálfsagt er að hafa aðgang að eftir
að svokallaðir sósíalistar komust í
áhrifastöður og embætti,” sagði Elías.
„Reyndin er allt önnur. Um leið og þeir
komast í embætti sitja þeir á
upplýsingum eins og þeir eigi þær
sjálfir og kalla gjarnan allt „trúnaðar-
mál”.”
Óþolandi
ástand
„Þetta er óþolandi ástand í
lýðræðislegu þjóðfélagi. Til að gefa
örlitla hugmynd um upplýsingagjöf
stórfyrirtækis get ég nefnt nokkur
dæmi:
Álfélagið birtir ársskýrslu sem
nefnir ekki einu sinni að það er dóttur-
fyrirtæki Alusuisse. Rekstraryfirlit
þessa tugmilljarða fyrirtækis sundur-
liðast í færri en 10 liði.
Fyrirtækið IBM á íslandi birtir ails
engar skýrslur og hefur ekki fyrir því
að svara opinberri gagnrýni. Það ríkir
fullkomin þögn um IBM.
Elkem Spigerverket (Járnblendið)
og John Manville (Kísiliðjan í
Mývatnssveit) birta heldur skárri
skýrslur en ÍSAL en þó ófullkomnar
miðað við það sem gerist hjá mörgum
islenzkum fyrirtækjum.
Þótt ríkið hafi fulltrúa í stjórn ÍSAL
og sé meðeigandi í Járnbiendifélaginu
fær almenningur ekki að kynna sér
fundargerðir viðkomandi stjórnvalda.
Upplýsingar
eru vald
Ekki má gleyma því að þetta eru
fyrirtæki landsmanna en ekki einka-
eign pólitíkusa sem þar sitja við stjórn.
Fulltrúar ríkisins í stjórnum fyrir-
tækjanna hætta að líta á sig sem slíka
og virðast líta á sig sem fulltrúa fyrir-
tækjanna sjálfra gagnvart r.íkisvaldinu.
Upplýsingar eru í sjálfu sér vald.
Það að halda margs konar upplýsing-
um, t.d. um umsvif erlendra stórfyrir-
tæka leyndum fyrir almenningi stefnir í
hættu bæði lýðræði og sjálfstæði
landsins. Það er brýnt að sporna við
þeirri þróun kröftligisga,” ságði Elías
Daviðsson kerfisfræðingur.
-ARH.