Dagblaðið - 18.06.1980, Side 23

Dagblaðið - 18.06.1980, Side 23
23 DÁGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 18. JÚNÍ1980 D <§ Utvarp Sjónvarp : V' ’ Fvrst ketti og fuglum getur komið vel saman ætti hvutta og kisu að geta það einnig, en um sambúð þeirra fáum við að heyra í Morgunstund barnanna. SAGAN AF HVUTTA 0G KISU - útvarp í fyrramálið kl. 9,05 SAGA EFTIR TÉKK- NESKAN DÝRAVIN Lestur nýrrar sögu fyrir börn hófst í morgun, og heitir sú Sagan af hvutta og kisu. Höfundur bókarinnar er Josef Capek en Hallfreður Örn Eiríksson þýddi hana. Lesari er Guðrún Ásmundsdóttir. í spjalli við DB sagði Hallfreður Örn að þetta væri mjög vinsæl barnasaga. Hún fjallaði um hvutta og kisu og sam- búð þeirra. „Það er dálítið merkilegt að höfundurinn lætur búa saman dýr sem venjulega kemur ekki vel saman,” sagði Hallfreður. Josef Capek var Tékki og skrifaði hann ásamt bróður sínum margar sögur. Fyrst í stað skrifuðu þeir saman smásögur en síðan tóku þeir að semja sinn í hvoru lagi. „Þeir voru miklir dýravinir og höfðu gaman af að skrifa um dýr, einkanlega húsdýr." Josef Capek fæddist árið 1887 og lézt árið 1945. Hann var, auk þess að vera rithöfundur, málari og teiknari, og lét mikið til sín taka í menningarlífi beggja listgreina. Þegar stríðið skall á tók hann virkan þátt í andspyrnunni gegn Þjóðverjum og var af þeim sökum sendur í fangabúðir. Josef Capek and- aðist í dauðagöngu milli fangabúða, en bróðir hans lézt sjö árum áður. - SA Á FRUMBÝLINGSÁRUM - útvarp kl. 22,35: Eru með kýr, svín, sauðfé og hænsni og rækta grænmeti „Hjónin sem ég ræði við í þessum þætti heita Guðjón Eggertsson og Ebba Málfríðardóttir og búa að Heylæk í Fljótshlíð,” sagði Jón R. Hjálmarsson, sem er með þáttinn Á frumbýlingsárum i útvarpi i kvöld. „Þau hafa búið á Heylæk í eitf ár og reka mjög bland- aðan búskap. Aðallega eru þau með kýr, en einnig sauðfé og svín. Þá rækta þau grænmeti og eru með hænsni til eigin þarfa. Áður en þau hófu þarna búskap bjuggu þau hjá föður Guðjóns og voru með smá- búskap þar. Þetta eru frískleg hjón og þau ræða um dagleg störf sín og samvinnu sína. Þau eru dæmigert nútímafólk, vinna allt í sameiningu. Offramleiðsla á landbúnaðarafurð- um berst i tal og ræddir eru möguleikar á nýjum búgreinum. Guðjón telur fiskirækt eiga mikla framtíð fyrir sér upp til sveita og sjálfur hefur hann mikinn hug á að hefja fiskirækt niður við Markarfljót. Þar er sléttlendi sem hann telur tilvalið til þess. Guðjón telur offramleiðsluna að sumu leyti til komna vegna „hobbý-bænda”, sem hann kallar svo. Það eru þeir sem búa í þéttbýli, en stunda einnig sauðfjár- rækt. Þá telur Guðjón að það eigi að vernda bændur, eins og hverja aðra faglega stétt. Enginn eigi að fá að hefja búskap, án þess að hafa sótt bænda- skóla eða sýnt fram á hæfni sína til bú- skapar á annan hátt,” sagði Jón R. Hjálmarsson. - SA F) Útvarp Miðvikudagur 18. júní 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Tilkynningar. 12.20 Fréttir.! 2.45 Veðurfregnir. Tilkynningar. Tónlelkasyrpa. Tónlist úr ýmsum áttum, . þ.á m. léttklássisk. 14.30 Miödeglssagan: „Söngur hafsins” eftir A. H. Rasmussen. Guömundur Jakobsson þýddi. Valgerður Bára Guðmundsdóttir les (3). 15.00 Popp. Dóra Jónsdóttir kynnir. 15 50 Tilkynningar. 16.00 Fréttir. Tónleikar. I6.I5 Veðurfregnir. 16.20 Slðdegistónleikar. Rut L. Magnússon syngur lög eftir Hjálmar H. Ragnarsson; Jósef Magnússon. Pétur Þorvaldsson og Jónas lngimundarson leika með á flautu, selló og pianó / Pétur Þorvaldsson og Gisli Magnússon leika Andante op. 41 eftir Karl O. Runólísson / Cleveland-hljómsvcitin leikur „Heimilis hljómkviðuna” op. 53 eftir Richard Strauss; GeorgeSzell stj. 17.20 Lltli barnatiminn. Oddfriður Steindórs dóttir íjallar um Noreg. J 7.40 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfrcgnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttír. Tilkynningar. 19.35 Einsöngur I útvarpssal: Hreinn Lindal syngur itaiskar ariur. Ólafur Vignir Alberts- son leikur á pianó. 20.00 Af ungu fólki. Valgerður Jónsdóttir litur inn á undirbúningsfund fyrir tilvonandi skipti ncma. Upptakan gerð i Hiiðardalsskóla 31. f.m. - 20.30 Listahátíð I Reykjavík 1980: (Jtvarp frá • Laugardabhöll. Fyrri hluta söngskrár irska þjóðlagaflokksins „The Wolf Tones” útvarpað beint. H 21.05 Likamsnekt og tilbúið megrunarfæði. Asta Ragnheiður Jóhannesdóttir ræðir við Svövu Svavarsdóttur heílsuræktarþjálfara, Báru Magnúsdóttur baHettkenr.ara og dr. Laufcyju Steingrimsdóttur. Aður útv. 2.f.m. 21.30 Pianólelkur. Ronald Smith leikur. Polonaise-Fantasie op. 61 eftir Fréderic Chopin. 21.45 (Jtvarpssagan: „Fuglaflt” eftir Kurt Vonnegut. Hlynur Árnason þýddi. Anna Guðmundsdóttir les(5). 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgun- dagsins. 22.35 A frumbýlingsárum. Jón R. Hjálmarsson fræðslustjóri talar við hjónin á Heylæk I Fijótshlið. Guðjón Eggertsson og Ebbu Mál fríðardóttur. 22.55 Einsöngur: Sigurlaug Rósinkranz syngur lög eftír Rossini: „La Regata Veneziana” og „La Promessa”. Ólafur Vignir Albertsson leikur á píanó. 23.15 Slökunaræfingar — með tónlist. Geir Viðar Vilhjálmsson segir fólki til. 23.45 Fréttir. Dagskrárlok. Fimmtudagur 19. júní 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. 7.10 Leikfimi. 7.20 Bæn. 7.25 Tónleikar. Þulur velur og kynnir. 8.00 Fréttir. 8.15 Veðurfregnir. Forustugr. dagbl. (útdr.l. , Dagskrá. Tónleikar. 9.05 Morgunstund barnanna: „Frásagnir af hvutta og kisu” eftir Josef Capek. Hallfreðu«: örn Eiriksson þýddi. Guðrún Ásmundsdóttir leikkona les (2). 9.20 Leikfimi. 9.30Tilkynningar. Tónleikar. 10.00 Fréttir. 10.10 Veöurfregnir. 10.25 Morguntónleikar. Rudolf Werthen leikur á fiðlu Capriccio nr. 7 eftir Niccolo Paganini / André Watts leikur Pianósónötu » h-moll eftir Franz Liszt. II.00 Iðnaðarmál. Umsjón: Sveinn Hannesson og Sigmar Armannsson. Rætt víð Þorvarð Alfonsson um starfsemi iðnþróunarsjóðs. IU5 Morguntónleikar, — frlu Rut Ingólfs dóttir, Helga Hauksdóttir, Sesselja Halldórs- dóttir og Pétur Þorvaldsson leika Strengja- kvartett nr. 2 eftirJohn Speight / Hljómsveitin Filharmonia leikur „Symphonia serena” eftir Paul Hindemith; höfundurinn stj. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. Sjónvarp i Miðvikudagur 18. júní 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Auglýsingar og dagskrá. 20.35 Kaievala. Myndskreyttar sögur úr hinum frægu, finnsku Kalevala-þjóðkvæðum. Fyrsti þáttur. Upphafiö. Greint er frá sköpun heimsins, eins og henni er lýst i kvæðunum. Þýðandi Kristin Mántylá. Sögumaöur Hjalti Rögnvaldsson. (Nordvision — Finnska sjón- varpið). 20.45 Milli vita. Sjötti þáttur. Efni fimmta þáttar: Eyjólfur dvelst i Tékkóslóvakiu skömmu fyrir innrás Þjóðverja í landið og scndir fréttir þaðan. Maí býr hjá Karli Martin, sem þorir ekki að játa fyrir foreldrum sinum, að hann sé í óvíðgri sambúð. Eyjólfur stendur ekki iengi við í Noregi en heidur tii Spánar að. berjast gegn Franco. Þýðandi Jón Gunnars son. (Nordvision — Norska sjónvarpið). 22.00 l'mdcildar selveiðar (Innocent Slaughter?! Selveiðarnar á austurströnd Kanada sæta harðri gagnrýni, bæði vegna út- rýmingarhættu og veiðiaðferðanna, sem mörgum þykja einkar villimannlegar. 1 mynd- inni er einnig vikiðað selastofninum við Skot- landsstrendur, sem fiskimenn þar lita heldur óhýru auga. Þýðandi og þulur Gylfi Pálsson. 22.50 Dagskrárlok. KALEVALA — sjónvarp miðvikudag kl. 20,35: Finnsk þjóðkvæði um líf hálfguða Kalevala nefnast kunn finnsk þjóð- kvæði, en á miðvikudag verður sýnd fyrsta myndskreytta sagan af Fimm, sem byggðar eru á þjóðkvæðunum. Nefnist sú Upphafið og greinir frá sköpun heimsins. Þýðandi er Kristin Mántylá, en Hjalti Rögnvaldsson er sögumaður. „Sögurnar eru örstuttar en skemmtilega gerðar,” sagði Kristín, er við slóéum á þráðinn til hennar. „Þetta eru nokkurs konar klippi- myndir, sem eru dálítið sérstakar,” sagði hún og kvaðst vilja mæla með þessum þáttum. Kalevala eru frá- sagnir af lífi hálfguða og svipar um margt til Eddukvæða okkar. Hver þáttur fyrir sig er sjálfstæð heild og þótt þættirnir séu ætlaðir börnum, kvaðst Kristín telja að fullorðnir myndu ekki síður hafa gaman af þeim. Fyrir allmörgum árum þýddi Karl ísfeld Kalevala á íslenzku, en ekki er þó sú þýðing notuð í þáttunum, þar sem hún þykir of erfið fyrir ungu kynslóðina. „Það er nokkuð fornt mál á Kalevala, og því hafa þjóð- kvæðin verið endursögð á einfaldara mál,” sagði Kristín. -SA. Þúsund vatna landið er Finnland stundum kallað, en á miðvikudag hefjast i sjónvarpi þættir byggðir á Kalevala þjóðkvæðunum finnsku. Auglýsing Sláturfélag Suðurlands óskar eftir að leigja 3—4 herb. íbúð með húsgögnum frá 4.— 30. júlí nk. fyrir erlendan sérfræðing. Vinsamlegast hafið samband, sem allra fyrst, við skrifstofu félagsins að Skúlagötu 20, sími 25355. Veljum VIGDÍSI skrifstofa VIGDISAR FINNBOGADÓTTUR Laugavegi 17 s:26114 -26590 utankjörstaðasími 26774 Islands. Rvik Ávís anarejknj]91 5025

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.